Pressan - 26.03.1992, Page 40

Pressan - 26.03.1992, Page 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Skoðanakönnun Skáfs fyrir PRESSUNA Fólk ber almennt meira traust til svokallaðra „aðila vinnu- markaðarins", það er forsvars- manna félaga launþega og at- vinnurekenda, en ráðherra ríkis- stjómarinnar. En þótt aðilamir svokölluðu njóti trausts umfram ráðherra er það ekki mikið. Þátt- takendur í skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA gáfu þeim 5,3 í einkunn að með- altali. Ráðherramir fengu hins vegar4,8. Og eins og hjá ráðherrunum er misjafn sauður í mörgu fé hjá að- ilunum. Sumir njóta nokkuð mikils trausts; eins og Asmundur Stefánsson og Ogmundur Jónas- son, sem fengu 6,1 í einkunn. Aðrir eiga síður upp á pallborð- ið; eins og Páll Halldórsson, Magnús L. Sveinsson, Kristján Ragnarsson og Svanhildur Kaaber. Þau fengu öll slæmar einkunnir. Forkólfar atvinnuveganna með hærri einkunnir en verkalýðsfrömuðir PRESSAN bað þátttakendur í könnuninni að gefa þremur for- svarsmönnum atvinnurekenda einkunnir og sjö forystumönnum úr verkalýðshreyfingunni. Ef meðaltal þessara hópa er skoðað kemur í ljós að fólk treystir tals- mönnum atvinnurekenda betur en helstu málsvömm launafólks. Atvinnurekendur fengu 5,53 í meðaleinkunn. Verkalýðsfröm- uðimir fengu hins vegar 5,27. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ og maðurinn sem Þorsteinn Pálsson kallaði á til bjargar þjóðinni á síðustu dögum ríkisstjórnar sinnar árið 1988, fékk hæstu einkunn tals- manna atvinnurekenda. Með- aleinkunn hans var 6,0. Það verður líklega að teljast mikið traust. Til samanburðar má geta þess að sá sem fékk hæsta einkunn í sambærilegri könnun á áliti fólks á ráðherr- unum fékk 5,9 í einkunn. Það var Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra og var hún langhæst ráðherranna. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, fékk örlitlu lakari einkunn en Einar Oddur, félagi hans úr Garða- strætinu. Fólk gaf Þórami 5,9 í einkunn, sem jafngildir hæstu ráðherraeinkunn. Þriðji fulltrúi atvinurekenda sem spurt var um álit á dró meðaltal þeirra hins vegar nið- ur. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna, fékk aðeins 4,7 í einkunn og féll því á prófinu. Ef aftur er leitað saman- burðar hjá ráðherrunum, þá fengu sex þeirra hærri einkunn en Kristján. Aðeins Olafur C. Einarsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson og Halldór Blön- dal fengu verri útreið. Fjórir verkalýðsforingjar vörðustfalli... Af sjö talsmönnum launþega sem spurt var um álit á náðu fjór- ir hærri einkunn en 5,0. Efstir og jafnir vom þeir As- mundur Stefánsson, forseti ASI, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. Kannski fer vel á því, þar sem Asmundur og Ög- mundur em æðstu foiystumenn tvennra stærstu samtaka launa- fólks. Þeir fengu báðir 6,1 í ein- kunn og höfðu því nauman sigur á sjálfum formanni VSI. Hinir tveir sem stóðust prófið em núverandi og fyrrverandi for- menn Verkamannasambandsins. Bjtírn Grétar Sveinsson fékk 5,7 í einkunn en forveri hans, Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, hlaut hins vegar lakari útkomu eða 5,2. Gvendur jaki rétt skreið því, eins og sagt er í skólum. Ef hann vill leita sér huggunar getur hann fundið hana í áður- nefndri ráðherrakönnun, því þar fengu aðeins tveir ráðherrar, Jó- hanna og Þorsteinn, hærri ein- kunnir. ...en þrír þeirra fengu fallein- kunn Talsmenn háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna fengu ekki góða útkomu í þessari könnun. Spurt var um álit á tveimur for- 0 1-2 3-4 5-6 7-8 9-10 ElNAR ODDUR KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR VSÍ ystumanna þeirra og féllu báðir. Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna hjá ríkinu, fékk verri skell, eða 4,5 í einkunn. Það var lægsta einkunn sem kom út úr þessu prófi og er Páll fúx dagsins. Svanhildur Kaaber, formað- ur Kennarasambands íslands, hlaut betri einkunn en Páll en féll samt. Hún fékk 4,8 og var þannig örlitlu hærri en Krist- ján Ragnarsson. Sá þriðji úr verkalýðshreyf- ingunni sem féll, kemur ekki úr röðum háskólamenntra rík- isstarfsmanna heldur úr fjöl- mennasta verkalýðsfélagi landsins, Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Það er Magnús L. Sveinsson, formað- ur félagsins. Hann fékk 4,6 í einkunn og er semífúx. Ögmundur á flesta aðdáendur Einu sinni var uppáhalds- kennisetning Asmundar Stefáns- sonar á þá leið að meðaltal segði aldrei mikið. Hann rökstuddi þetta með því að segja að manni sem stæði með annan fótinn í ís- köldu vatni og hinn í sjóðandi heitu vatni liði ekki að meðaltali vel, þótt vatnið sem hann stæði í væri að meðaltali hálfvolgt. Við skulum því skoða hvað liggur að baki einkunnunum. Hversu margir gáfu „aðilum 0 1-2 3-4 5-6 7-8 9-10 GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON, FORMAÐUR DAGSBRÚNAR vinnumarkaðarins" hæstu ein- kunn. Og hversu margir gáfu þeim lægstu einkunn. Fyrst skal þess þó getið að Ás- mundur stóð hvorki í sjóðandi heitu né ísköldu vatni. Rúm 5 prósent gáfu honum 2 eða minna í einkunn og rúm 5 prósent 9 eða 10. Hin 90 prósentin gáfu Ás- mundi hálfvolgar einkunnir. Það sama er ekki hægt að segja um Ögmund Jónasson, þótt hann hafi fengi sömu meða- leinkunn og Ásmundur. Ög- mundur fékk flestar fyrstu ein- kunnir. Tæp 17 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni gáfu honum9eða 10. Könnunin leiddi því í ljós að Ögmundur á fleiri trygga aðdá- endur en aðrir „aðilar". Einar Oddur og Þórarinn eiga líka aðdáendur Næstur Ögmundi kom Einar Oddur Kristjánsson. Rúm 13 prósent prófdómara gáfu honum 9 eða 10. Félagi hans, Þórarinn V., var ekki langt undan en hann fékk hæstu einkunn hjá 12 pró- sentum þátttakenda. Síðan kom Svanhildur Kaab- er, sem fékk hæstu einkunn hjá rúmlega 9 prósentum þátttak- enda. Umdeild kona, Svanhild- ur, því þrátt fyrir mikið af háum einkunnum var hún einn af fall- istunum. Samlíking Ásmundar um fætuma og misheita vatnið á því ágætlega við hana. Á eftir Svanhildi kom Guð- mundur J. Guðmundsson. Hann á líka trygga aðdáendur og fékk hæstu einkunn hjá tæplega 9 prósentum prófdómaranna. Nokkuð langt var í þá næstu. Ásmundur fékk hæstu einkunn hjá rúmlega 5 prósentum, eins og áður sagði, og Magnús L. fékk hæstu einkunn hjá rúmlega 4 prósentum þátttakenda. Þeir eru hins vegar fáir sem eru að springa af ást til þeirra Páls Halldórssonar, Kristjáns Ragnarssonar og Bjöms Grétars Sveinssonar. Aðeins tæp 3 pró- ÞESSIR STÓÐUST PRÓFIÐ

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.