Pressan - 18.06.1992, Page 30

Pressan - 18.06.1992, Page 30
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 TÓMSTUNDIR VALBERG LARUSSON NEMI TEYCJUHOPP ÞAí> NÝJASTA Hjá sumum ættbálkum í Afr- íku verða drengir ekki menn nema þeim takist að sanna að þeir standi undir þeirri nafnbót. I þeim tilgangi tíðkast að fara með drengina upp á bjargsbrún, tága- kaðall er reyrður um ökklann á þeim og síðan eiga þeir að gjöra svo vel að sanna manndóm sinn með því að henda sér fram af. Láti þeir sig hafa það eru þeir teknir í mannatölu, verði óhapp eru þeir dauðir og þori þeir ekki er þeim útskúfað. Þessa þolraun hafa Vestur- landabúar nú apað eftir á sína vísu. Leikurinn kallast á íslensku teygjuhopp eða teygjufall og gengur út á það að teygja er bundin um búkinn og við svo búið henda menn sér fram af krana úr mismunandi hæð, allt eftir því hvað hugrekkið leyftr. Nú stendur til að kynna þessa íþrótt fyrir íslenskum. Sá sem ætlar að standa fyrir því er Val- berg Lárusson ásamt félögum sínum í sportklúbbi Menntaskól- ans við Sund. Er þetta ekki kjörið tækifæri til að fara á fund forfeðranna? „Það eru til þrjú teygjufalls- kerfi í heiminum. Við ætlum að nota þýska kerfið svokallaða. Það kerfi hefur verið í notkun síðustu sex ár og enn hefur ekk- ert einasta slys orðið, þannig að þetta er ekki svo hættulegt. Kostur þessa þýska kerfis felst í því að öryggið er tvöfalt miðað „ Við ætlum að kynna teygjuhopp fyrir íslendingum i sumar.1 við önnur kerfi. Það er mun meira lagt í búnaðinn sem festur er við lappimar og hann er einn- ig festur annars staðar við líkam- ann, sem ekki tíðkast í öðrum kerfum.“ Er þetta vinsælt spoit erlend- is? „Þetta er vinsælt í Danmörku, Frakklandi, Bandaríkjunum og í Ástralíu, en þar hafa verið byggðir sérstakir pallar fyrir þetta og teygjufallsstöðvar eru út um allt.“ Er keppt í ftessu? „Já, keppnin felst í því að menn fara upp í krana með kefli, líkt og í boðhlaupi, stökkva nið- ur og rétta næsta manni fyrir neðan keflið, sem sfðan fer eins að og svo framvegis. Menn geta bæði stokkið yfir jörðu og vatni. Við höfum fengið iánaðan krana sem verður staðsettur við Reykjavíkurhöfn og þar ætlum við að kynna þetta fyrir íslend- ingum síðar í sumar og gefa þeim tækifæri til að prófa.“ „Þetta er ein mesta ofsasæla sem ég hef komist í." BJÖRK 6UÐMUNDSDÓTTIR í SYKURMOLUNUM ÞETTA ERSVO MIKIÐ FRELSI „Maður er þyngdarlaus og áhyggjulaus." MIKAEL R. ÓLAFSSON KAFARI í KÖFUNERU MI5TÖK EKKI VIÐURKENNP Hvemig má það vera að fólk borgi fyrir að láta reyra teygju utan um sig og kasta sér síðan niður úr krana í 50 metra hæð? Við fengum Björk í Sykurmol- unum til að svara þessari spum- ingu. Hljómsveitarmeðlimimir prófuðu þetta nefnilega á Nýja- Sjálandi á dögunum þegar þeir vom þar á tónleikaferðalagi. „Menn geta víst orðið háðir þessu teygjuhoppi. Á Nýja-Sjá- landi em menn sem ferðast um á litlum tmkkum og binda teygj- una sína við hvað sem er og hoppa svo fram af. Þeir verða að bytja daginn á því að hoppa, eins og venjulegir menn verða að fá sérkaffi. Eg ákvað að prófa þetta af því ég vil prófa allt einu sinni. Þama varð ég hrædd í fyrsta skipti á ævinni. Eg hef aldrei upplifað flughræðslu, bfihræðslu, myrk- fælni og svoleiðis. Svo fer ég þama upp í hífukrana við höfn- ina. Fætumir á mér vom bundnir saman neðst við ökklana. Með mér var maður sem taldi niður; þrír, tveir, einn og ... Þá lamað- ist ég í hnjánum, en slíkt hafði ég bara lesið um í bókum. Eg varð brjálæðislega hrædd. Maðurinn hughreysti mig og byijaði aftur að telja. Þá þurfti ég að taka á öllu sem ég átti, klifraði ein- hvem veginn áfram á stómtám, og fór íram af.“ Og hvemig var? , Jfiesta daga líður manni alla- vega; einn daginn er maður voða glaður en kannski líka oggu kvíðinn, það er svona kokkteill af öllu. Kikkið við þetta var að þarna var enginn kokkteill í gangi. Fyrst ertu 150 prósent hræddur og eftir að þú stekkur ertu 150 prósent ftjáls. Þetta er ein mesta ofsasæla sem ég hef komist í. Við vorum tíu saman í hóp þama og helmingurinn hoppaði. Þegar við hittum restina af liðinu sem var að túra gátu þau undir eins séð hverjir af okkur hefðu hoppað og hveijir ekki, því þeir sem hoppuðu vom uppi í skýj- unum — andliúð á þeim og allt — í að minnsta kosú sólarhring á efúr. Þetta er svo mikið ífelsi." Æúarðu að prófa þetta aftur? „Ég held ég þurfi það ekki á næstunni. Maður þarf ekki að prófa þetta nema á tíu ára ffesú.“ ÓLAFUR ÓLAFS- SON GOLFARI ALPREI 5PILAÐ MEIRAEN NÚ Ekki verður skrifað um íþrótt- ir og áhugamál án þess að rninn- ast á golf. Golfið hóf innreið sína á Islandi árið 1934 þegar stofn- aður var Golfklúbbur íslands í Laugardal. Síðan þá hafa golf- vellir sprotúð upp hver á fætur öðmm og nú er svo komið að slíka velli má finna á ótrúlegustu krummaskeijum. I dag em 37 golfvellir á landinu. Ólafur Ólafsson, landsliðs- maður og einn okkar fremsti golfari í gegnum tíðina, var 12 ára þegar Golfklúbbur íslands var stofnaður. Hann hefur stund- að golfið síðan og aldrei eins og nú, að eigin sögn. „Gísli bróðir var margfaldur Islandsmeistari og líklegast ein- hver sá albesti hérlendis. Eg bar pokann hans og byijaði að spila upp Ifá því.“ Geta allir stuudað golf óháð aldrí? „Ef heilsan leyfir. Taka varð bæði hnén af Jóhanni Eyjólfs- syni, íyrmrn Islandsmeistara, og setja í hann gervihné. Hann keypti sér bara rafmagnsbfi og spilar enn á fullum dampi.“ Hvemig er aðstaða hérlendis úl golfiðkunar? „Tímabilið er heldur stutt eða frá maí fram f lok september. Sumir spila þó allan veturinn. Pabbi, Ölafur Gíslason, fékk naglalakk hjá mömmu og lakk- aði kúlumar rauðar. Vetumir em nú orðið mildari þannig að hægt er að vera meira útivið og and- skotast á kúlunum. Kosturinn við ísland er sá að hér er hægt að spila ífamyfir miðnætú Áhugi á golfi er orðinn svo mikill að það er búið að loka Golfklúbbi Reykja- víkur. Ef menn æúa að spila klukkan þrjú eða fjögur um eftir- miðdaginn verða þeir að panta tíma fýrir hádegi. Menn geta ekki verið tveir saman heldur minnst fjórir. Margir hafa feng- ið golfdellu eftir há- skólanám í Amer- íku, því þar þurfa menn að taka íþróttir með. Golfarar hafa líka gert mikið af því að fara utan saman á hveiju ári.“ „Hér er hægt að spila golf framyfir miðnætti." Stórveldin hafa lengi keppst við að stinga mönnum í blikk- dósir og skjóta þeim upp í loft langt í burtu frá þessum heimi. Aðrir heimar úti í geimi em þó enn fjarlægir flestu venjulegu fólki, þótt sumir spái því að stutt sé í að pakkaferðir bjóðist þang- að. Menn þurfa þó ekki að leita langt yfir skammt vilji þeir skoða annan heim gjörsamlega frábrugðinn þessum. Og vilji þeir skoða þennan heim ætti það ekki að vera miklum vandkvæð- um háð. Menn þurfa að fara á námskeið, kaupa sér kafarabún- ing og halda síðan niður í hyl- dýpin. Köfun hefur lengi þótt spenn- andi íþrótt, en hún krefst þess að menn séu í góðu formi. Mikael R. Ólafsson er kafari af h'fi og sál og hefur undanfarið kafað fyrir björgunarsveitina Ingólf þegar neyðarúlfelli koma upp. Hvemig líður manni þama niðri? „Þegar gaman er, þá er þetta eins og maður sé núll til níu mánaða, maður er þyngdarlaus og áhyggjulaus. Þegar maður kafar er auðvelt að gleyma öllu sem ofar er og maður sér alltaf eitthvað óvænt ef augun era op- in. Stundum er maður svo hepp- inn að finna toll, sem einhver hefur fargað til að forða frá toll- urum. Stór hluú af þessu sporú er fé- lagsskapurinn. Dæmigerð köf- unarferð um helgi tekur svona fimm klukkustundir, en þar af fara bara fjörutíu mínúmr í köf- unina sjálfa. Menn hittast, koma sér á staðinn, grilla, þrífa búnað- inn og þess háttar.“ Er erfiðara að kafa á ísland- smiðum en víða erlendis? „Umhverfið hér er rniklu erf- iðara en til dæmis í Suðurhöfum. Kuldinn gerir að verkurn að það þarf dýrari búnað hér, menn þurfa í flestum tilfellum að eiga þurrgalla. Öndunarbúnaður þarf að vera af góðri tegund, einnig þurfa menn að vera í mun betra líkamlegu ástandi héren erlendis vegna kuldans." Stunda margir köfun hér? „Það er um fimmtíu manna hópur sem stundar sportköfun af einhveiju viú og svo hefur tölu- verður fjöldi manna kynnst þessu í björgunarsveitum. At- vinnukafarar hér era um þrjá- tíu.“ Hvert á áhugasamt fólk að snúa sér úl að koma sér af stað í köfún? „Þá er best að fara úl leiðbein- enda sem hafa réttindi. Hvað varðar áhugamannaköfun, þá þurfa menn að passa sig á því hvaða kennara þeir fá. Sumir hugsa því miður um peninginn, halda sig samt alltaf innan rammans sem á að kenna, en það er hægt að kenna misvel. Stað- reyndin er sú að í köfun era mis- tök ekki viðurkennd. Ef þú gerir mistök þama niðri, þá pikkar Pó- seidon í þig og fær þig. Það er ljóst að í flestum slysatilfellum er það mannlegi þátturinn sem klikkar, ekki búnaðurinn. Bili búnaðurinn geta menn misst stjóm á sér af ótta, en vel þjálf- aðir menn halda alltaf ró sinni og þeir þekkja þær reglur sem gilda.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.