Pressan


Pressan - 18.06.1992, Qupperneq 35

Pressan - 18.06.1992, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN I7.JÚNÍ 1992 35 Á þessum tíma árs er það skylda fslend- inga að hugsa þjóðlega og láta hugann reika aftur til fornrar frægðar og hetju- dáða landsins manna. íslendingum er gjarnt að ýkja eigið ágæti en oft er það gestsins auga sem dregur upp gleggri mynd af raunveruleikanum. PRESSAN hafði samband við valinn hóp erlendra manna og kvenna sem búsett eru hér- lendis og fékk þau til að spjalla um ís- lenska tilveru. En hvemig eru íslendingar? „Það besta við íslendinga er að þeir eru þægilegir, þokkalega fé- lagslyndir og ekki síst eiginlegir vinir.“ En þeir hafa sína galla líka. „Þeir eru óáreiðanlegir með endemum. Það er að segja að ís- lendingar mæla áreiðanleika sinn eftir annarri mælistiku en Evrópubúar.“ Og svo hvílir ýmislegt á þeim lfka. „íslendingar hafa lengi búið út af fyrir sig og þess vegna telja þeir að þeir þurfi að vera varir um sig nálægt öllu sem údent er. Samt vilja þeir ekki viðurkenna að þeir séu smáþjóð og vilja helst hljóta frægð og frama. Það er af- ar óraunhæft og í raun hlægilegt og engin ástæða fyrir þá að láta svona. ísland er hins vegar sér- stakt menningarfélag og ekki undir sterkum erlendum áhrif- um, heldur má fmna sitt lítið af hveiju." En mætti einhverju breyta? „Ég mundi breyta hlutunum þannig að laus sæti á Alþingi yrðu í jöfhu hlutfalli við auða at- kvæðaseðla. Þannig mundu kosningar endurspegla vilja þjóðarinnar. Ef ég ætti síðan að velja dæmigerðan íslending gæú ég valið um tvo menn. Annars vegar væri það Halldór Blöndal en hins vegar Guðmundur Áma- son, hótelstjóri á Hótel Stefan- íu.“ Nanette Nelms DÆMIGERÐUR ÍSLENDIIMGUR EKKI TIL Nanette Nelms er tuttugu og sjö ára gamall danshöfundur og kennari frá Bandaríkjunum og hefur verið hér í um eitt og hálft ár. Hún er ein af þeim sem ekki hyggjast setjast hér að en hefur fúndið ró og næði úl að hugsa í okkar annars streitufulla þjóðfé- lagi. Það var fyrir algera tilviljun að hún kom til landsins og f raun var það vinkona hennar sem haíði hloúð það spennandi verk- efni að kenna dans í Evrópu. Hún forfallaðist og bað Nanette að taka verkið að sér. Hún þáði en spurði eftir á hvaða spennandi stað væri um að ræða. ,Jsland,“ sagði vinkonan. ,íg vissi nú engan veginn við hverju ég átti að búast, hélt í fyrstu að þetta væri grín og gerði mér engar sérstakar hugmyndir um staðinn," segir Nanette. ,,En þegar ég kom hingað varð ég þægilega hissa og kom á þeim tíma þegar ekki var enn farið að kólna og dimma. Hér var mikið um fallega karlmenn, háa og myndarlega, og mér líkaði þess vegna vistin vel alveg frá upp- hafi! Ég er frá New York, sem er allt öðruvísi, og mér líður vel héma því ég fæ næði til að hugsa, en á þessari stundu er ég orðin óróleg og farin að hugsa mér til hreyfings. Þetta er ef til vill ekki heppilegasti staðurinn til að vera á ef maður ætlar að vera í hringiðunni. Heima er erf- itt að staldra við og hugsa en ís- land gefur gott næði til þess.“ Hvemig líta íslendingar út í augum Bandaríkjamannsins? „Það er ómögulegt að segja til um heila þjóð því hér er aús kon- ar fólk, alveg eins og á öllum öðmm stöðum. Ég hef fengið hlýjar móttökur og eignast vini og kunningja. Fjölskyldan sem ég bjó hjá þegar ég kom þekkti mikið af fólki úr menningarlíf- inu og ég var því mjög heppin að kynnast þeim. Margir útlending- ar sem ég hef hitt tala um hversu lokaðir íslendingar em og hversu erfitt er að kynnast þeim. Ég hef hins vegar þá skoðun að það hafi allt að segja hvemig maður er sjálfur. Ég get heldur ekki til- nefnt hinn dæmigerða íslending því ég hef ekki hugmynd um hvernig hann ætú að h'ta út. Vin- kona mín er trúlofuð strák og mér er sagt að hann sé hinn dæmigerði íslendingur. Ég horfi hins vegar á hann og hugsa með mér:, Jahá, þetta er þá hinn týp- íski íslenski karlmaður!" En ég verð að segja að ég er engu nær.“ Kúrigej Alexandra OF MIKLIR DRAUMÓRA- MEI\II\I Kúrigej Alexandra Júktja- Sasha er ífá Jakúdía Saka í Sov- étlýðveldinu fyrrverandi. Hún hefur verið búsett á Vesturlönd- um í 26 ár, þar af 23 ár á íslandi. íslenskan ríkisborgararétt fékk hún fyrir um 18 ámm. Þegar hún er spurð af hveiju hún kjósi að búa á íslandi segist hún nú alls ekkert hafa verið að hugsa um neitt ákveðið land. ,JÉg varð ástfangin og gifúst ís- lendingi." Hún segir að það fyrsta sem hún hafi tekið eftir var hvað landið var fal- legt og fyrstu áhrifin hafi verið góð. „Svo liðu nokkrir mánuðir og þá fór söknuðurinn heim að gera vart við sig. Fyrstu fjögur úl fimm árin vom erfið. Ég var alveg mál- laus og þá er maður alvar- lega fadaður." Bestu kosti íslendinga segir hún þá hvað þeir séu mannlegt og gott fólk. „En þeir em líka miklir draumóramenn. Þá dreymir of stóra drauma. Það sést best á öllum þeim gjaldþrotum sem hér hafa orðið, aðallega síðasta árið. Mannveran á að vera í rneiri raunvem- leikatengslum en hér tíðkast." Hvað varðar samskipti íslend- inga við útlendinga almennt seg- ir Kúrigej: „Eins og alls staðar þá heyrast hér raddir útlendingahat- ara eða rasista, sem taka norræna kynstofninn framyfir aðra. Mér finnst það sýna þröngsýni. Hún bætir aðeins á erfiðleika fólks sem hingað kemur, sérstaklega flóttafólksins frá Víetnam. Svona raddir geta gefið þeim óöryggi, en ógna mér vonandi ekki persónulega því ég er búin að vera hér svo lengi. Ég á mikið af góðum vinum og hef þrifist með þjóðinni í gegnum súrt og sætt.“ Kúrigej segir að þar sem hún sé frá Sovétríkjunum fylgi því svo margir kostir að búa á ís- landi, að hún eigi erfitt með að telja þá alla upp. „Stærsú kostur- inn er þó að hér er enginn her, sem getur kúgað þjóðina." Geturðu nefnt einhvem sem að þínu maú er dæmigerður Is- lendingur? .Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er góð kona og góð fyrirmynd." Hany Hanya FÓLK TRÚÐI EKKI AÐ ÉG GÆTI LÆRT ÍS- LEIUSKU Hany Hanya dansari kom hingað fyrir fjómm ámm þegar honum bauðst samningur hjá ís- lenska dansflokknum. Síðan varð hann ástfanginn af íslenskri konu og er það ástæðan fyrir því að hann er hér enn. Þau ætla reyndar að gifta sig í næsta mán- uði. Hanya er Austurríkismaður, er fæddur og uppalinn í Vínar- borg. Fyrir Mið-Evrópubúa var ýmislegt erfitt á Islandi. , Jfyrstu tvö árin var það hrein- lega veðurfarið sem var erfitt. Og ennþá sakna ég vorsins í Evr- ópu þótt mér finnist veðurfarið hér ævintýri líkast. En mér finnst erfitt að búa á eyju af því maður er svo aðskil- inn frá öllu sem er að gerast í lista- og leikhúslífi. Leikhúsfólk þarf á endumæringu í listinni að halda. í Evrópu er þetta svo lítið mál.“ Hanya er ánægður með ís- lendinga yfirleitt, en finnst drykkjuskapurinn leiðinlegur. „Drykkjuskapur er minna fé- lagslegt vandamál í Austurríki og Þýskalandi. Annars em ís- lendingar mjög gott fólk. Þeir em hlýir og gefandi og það var gott að finna það í byrjun að ég var alltaf velkominn alls staðar. Kannski var ég heppinn. Ég kynntist strax fólki, sérstaklega leikhúsfólki, og kannski er það opnara gagnvart útlendingum. Það sem aftur á móti pirraði mig mest var að þegar ég byrjaði að læra íslensku trúði fólk því ekki að ég gæti það. Það talaði alltaf við mig á ensku. Ég svar- aði alltaf á íslensku og á endan- um varð það að skilja að ég gat það.“ Það sem honum finnst helsti ókostur landans er hvemig hann elur upp bömin sín. „Mér finnst það mætti ala böm hér upp við fleiri siðvenjur. Kenna þeim ein- falda hluti eins og borðsiði. En lfka að bera meiri virðingu fyrir samfélaginu og kenna þeim að taka ekki allt sem sjálfsagðan hlut. Foreldrar ættu heldur ekki að staglast á því við bömin sín að þeir vinni svona mikið fyrir þau, það byggir upp minnimáttar kennd. Þeir ættu heldur að segja þeim hvað þeir em að gera og út- skýra fyrir þeim gmnnatriðin.“ Hanya segir að íslendingar megi trúa meira á sjálfa sig. ,J>eir em allt of háðir erlendum straumum. Það er mikið af fæm fólki á íslandi, sem getur gert meira en það heldur og mætti hafa meira sjálfstraust. Kannski er þetta ekki bara íslenskt vanda- mál, heldur vandamál eyjabúa almennt. En eins og íslendingar em háðir erlendum straumum, þá óttast þeir um leið að tapa sér- kennum sínum. Það sýnir meðal annars umræðan um EB og EES. íslendingar þurfa að opna landið miklu meira. En ef þeir vilja halda hér uppi sterku menn- ingarlífi mega þeir heldur ekki draga úr fjárveitingum til menn- ingarinnar eins og nú er verið að gera. Ég tel það mjög slæmt. Þar liggur mesta hættan á því að sér- kennin tapist." Það sem Hanya er ánægðastur með á íslandi er hvað hér er lítið snobb og engar þéringar. ,J3f ég hitú Vigdísi forseta úti á götu má ég tala við hana. Frægt fólk hér er líka fólk. Mér finnst það stór- kostlegt. Ég hata stéttaskipting- una í Austumki og Þýskalandi." Geturðu neínt einhvem sem er að þínu mati dæmigerður íslend- ingur? „Konan mín og fjölskyldan hennar. Mér finnst ég koma inn í alveg dæmigerða íslenska fjöl- skyldu.“ K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Kemur kynlífs- könnun að gagni? Nýlega hleyptu Landsnefnd um alnæmisvamir og Land- læknisembættið af stokkunum póstkönnun á kynhegðun og þekkingu á smitleiðum al- næmis. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands aðstoðar við framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Valið var af handahófi 1.500 manna úrtak fólks á aldrinum 16-60 ára úr þjóðskrá. I könnuninni er spurt um ferðavenjur, kynhegðun. mótefnamælingu, kynsjúk- dóma, þekkingu á hættuminni kynhegðun og áfengis- og vímuefnanotkun. Spuminga- fræðslustarfs má mæla á ýmsa vegu, til dæmis með því hversu margir þekkja smitleið- ir alnæmisveirunnar. Raun- verulegur árangur hlýtur þó að vera árangur sem leiðir til breyttrar eða áhættuminni kyn- hegðunar. Komið hefur í ljós að allflestir íslendingar þekkja vel srnitleiðir alnæmisveirunn- ar þótt enn séu nokkrir sem ranglega halda að hægt sé að smitast af alnæmisveirunni við daglega umgengni. Hveming á að meta árangur forvamarstarfs? Eftir því hversu margir þekkja smitleið- listinn er nafhlaus og ónúmer- aður. Útilokað er að rekja til þátttakenda upplýsingar sem þeir láta í té. Notuð er svoköll- uð „öryggiskortaðferð" sem tryggir nafnleynd. Með notkun sérstakra öryggiskorta er hægt að merkja við hverjir hafa skil- að inn spumingalistum án þess að vita hver á hvaða Iista. Ástæða þess hve mikil áhersla hefur verið lögð á að sem flest- ir í úrtakinu svari er að góð svömn eykur líkur á að niður- stöður endurspegli íslenskt samfélag og veiú því áreiðan- legar upplýsingar. Jafnmikil- vægt er að fá svör frá fólki sem telur alnæmi órafjarri lífi sínu og hinum sem telja að alnæmi komi sér við. í könnun sem þessari er mjög mikilvægt að sem flestir svari, því ekki er hægt að útvega aðra í þeirra stað. Hver einstaklingur í úr- takinu er í raun fulltrúi fyrir stóran hluta þjóðarinnar. í þessu sambandi má geta þess að við forprófun á listanum kom í ljós að 97,5% þátttak- enda töldu réttlætanlegt að kanna kynhegðun fólks, sami fjöldi sagðist svara með því hugarfari að það væri samfé- lagsleg skylda. Einnig hefur verið ánægjulegt að taka efúr að þeir sem þegar hafa svarað em áberandi nákvæmir í svör- um. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem svona könnun er gerð hér á landi. Sú sögulega staðreynd hvetur vonandi þá sem lentu í úrtakinu til að svara spuming- unum á listanum. Aðrar og meiri ástæður liggja þó þama að baki. Niðurstöður munu veita ýmsar upplýsingar um þekkingu, kynhegðun og ýmsa lífshætti. Einnig munu niður- stöður leiða í ljós annmarka á forvamarstarfinu. Árangur ir? Þá höfum við staðið okkur vel. Eftir því hversu ntargir breyta hegðun sinni? Erlendar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að aukin þekking skilar sér ekki í breyttri hegðun. Þetta atriði og margt fleira leiðir íslenska könnunin í ljós. Spyrja má hvort raunhæfara sé að meta árangur forvamarstarfs af hve mikið „sparast" líkamlega, til- finningalega, félagslega og fjárhagslega fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þjóðarbúið sé einum einstaklingi forðað frá smiti. Hvemig mælum við slíkan árangur? Sálfræði kynhegðunar er flókin og mun tengdari tilfinn- ingum en skynsemi. Þó svo að margir skilji hættuna sem teng- ist sjúkdómnum alnæmi eru þeir færri sem álíta að þeir séu sjálfir í hættu þrátt fyrir kyn- hegðun. Það þarf meira en vilja og þekkingu til að breyta kyn- hegðun. Til dæmis þarf samfé- lagið að viðurkenna enn frekar kynlífsþarfir fólks, það þarf aukna viðurkenningu jafn- ingjahóps á hættuminni kyn- hegðun, góða sjálfsmynd og hæfni í félagslegum samskipt- um. Af þessu má sjá að allt sem stuðlar að jákvæðari mannlegum samskiptum getur dregið úr útbreiðslu alnæmis. Samfélag sem tekur ekki tilHt til áðumefndra þátta flokkast undir „áhættusamfélag". Það að tala um áhættuhegðun legg- ur ábyrgðina alfarið á herðar einstaklingnum. Hefur fólk í raun og veru fullkomlega „fijálst val“ íkynferðismálum? Með þessari tímamótakönn- un gefst gott tækifæri til að taka virkan þátt í forvamar- starfinu. Einungis með góðu samstarfi við fólkið í landinu eru auknar líkur á að takist að hefta útbreiðslu alnæmis. SpyrJiO Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.