Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30.JÚLÍ 1992 Sóknarnefndin í Keflavík rýfur þögnina f Séra Ólafur » OddurJónsson í Keflavík. Sóknarnefndin sagði af sér vegna „samstarfsörðugíeika" við hann, sem snúast um persónuleg átök og deilur um peninga. í skýrslu sinni segist fráfarandi sóknarnefnd ekki geta starfað undir skömmum og offorsi séra Ólafs Odds Jónssonar sóknar- prests. Sóknarnefndin, safnaðarfulltrúi, organisti, ellimálafull- trúi og kórfélagar hafa bæst í stóran hóp þeirra sem segja af sér vegna skapsmuna prestsins. Fráfarandi gjaldkeri biður nýja sóknarnefnd að kynna sér vel kröfur prestsins um ólöglegar greiðslur til sín. í gærkvöldi var haldinn auka- aðalsafnaðarfundur í Keflavík, þar sem kjósa átti nýja sóknarnefnd í stað þeirrar sem sagði af nýlega sér vegna deilna við prestinn, Ólaf Odd Jónsson. Þegar PRESSAN fór í prentun var fundinum ekki lokið, en fyrri sóknarnefnd skilaði skýrslu um störf sín og töluverðar umræður voru um þau mál sem deilur hafa staðið urn í sókninni. í skýrslu fráfarandi sóknar- nefndar, sem Sœvar Reynisson gjaldkeri flutti, komu fram frekari skýringar á því sem kallað hefur verið „samskiptaörðugleikar“. Þar er einkum um að ræða erfið sam- skipti sem sóknarnefndin rekur til skapsmuna og erfiðs lundarfars prestsins. Sagt er að á sóknar- nefndarfundum hafi prestur komið fram með slíkum „skömmum og offorsi" að ekki sé Herra Ólafur Skúlason biskup. Þekkir vel til deilnanna í Kefla- vik. Prestur segist hafa haft um- boð hans og prófasts til að leita eftirfólki í nýja sóknarnefnd. Sóknarnefnd þykir prestur einnig sinna skyldustörfum sín- um slælega, mæta ekki við barna- messur eða taka þátt í helgistund- um aldraðra, svo dæmi séu nefnd. Þá sé framkoma hans við kirkju- gesti ekki viðundandi. „Hann heilsar fólki ekki, hann blandar ekki geði við einn eða neinn, ræðir ekki rnálin né heilsar fólki á götu. Hann fer iðulega bakdyramegin úr kirkju að lokinni messu og eng- inn sér hann.“ Einn viðmælandi blaðsins nefndi að prestur hefði verið viðstaddur messu síðasta aðfangadagskvöld í námsleyfi sínu án þess að heilsa kirkjugest- um eða óska þeim gleðilegrar há- tíðar. Af öðrum dæmum nefndi Sæv- ar aðdróttanir prests í garð fyrri gjaldkera, Krístjáns Jónssonar, þess efnis að fjárreiður sóknar- nefnar í höndum hans hafi ekki verið eins og ákjósanlegt væri. Sævar sagðist við athugun hafa komist að raun um að bókhald kirkjunnar „var í fyrsta flokks standi og ávöxtun fjármuna í besta lagi“. Sagði Sævar að Krist- ján hefði látið af störfum frekar en að sitja undir „áburði“ prests á sóknarnefndarfundum. Þegar tillaga kom fram um að setja á stofn starfsmannaráð til að vinna markvisst að uppbyggingu safnaðarstarfs sagði Sævar að séra Ólafur hefði brugðist hinn versti við og sagst taka tillöguna sem vantraust á sig og vanvirðu við embætti sitt. „Eftir að hafa skammað [tillöguflytjanda] Einar örn Einarsson hressilega rauk hann á dyr og skellti á eftir sér,“ sagði Sævar í skýrslu sinni. Séra Ólafur vildi í samtali við blaðið ekki tjá sig um þessar ádeil- ur eða annað sem „samskiptaörð- ugleikum" tengist. Séra Bragi Friðriksson hefur sagt að ekki sé hægt að kæra prest „fyrir engar sakir". Herra Ólafur Skúlason er staddur erlendis, en viðmælendur blaðsins segja hann þekkja vel til deilnanna í Keflavík. ÓLÖGLEGAR GREIÐSLUR TILPRESTSINS Sóknarnefnd hefur einnig átt í útistöðum við séra Ólaf vegna fjármála. PRESSAN hefur staðfest- ar heintildir fyrir því að prestur- inn hafi skrifað sóknarnefnd bréf og sagst munu halda störfum sín- um í lágmarki fengi hann ekki greiðslur frá sóknarnefnd umfram það sem ríkið greiðir honum í laun. f fyrra sendi presturinn afrit af launaseðli sínum til sóknar- nefndarmanna. Þessar greiðslur mun sóknarnefndin hafa innt af hendi og fullyrða viðmælendur blaðsins að þær hafi ekki verið taldar frarn sem laun. f ræði sinni ráðlagði Sævar Reynisson nýrri sóknarnefnd að kynna sér auka- greiðslur til prestsins og kröfur hans um fjárútlát ýtarlega hjá pró- fasti svo komast mætti hjá árekstrum. Blaðið hefur upplýsingar um að þegar Ólafur fór til náms í Banda- ríkjunum fór hann fram á styrk til fararinnar frá sóknarnefnd og fékk hann. Hann hlaut auk þess styrk til sömu farar frá héraðssjóði og samkvæmt óstaðfestum fregn- um einnig frá vísindasjóði presta. „ÞÚ HÆTTIR EÐA VIГ Þegar séra Ólafur sneri nýlega aftur úr námsleyfi gaf sóknar- nefnd honum kost á að segja af sér,.ella hætti hún störfum. Svar prests var að segjast myndu fyrir- gefa nefndinni ef hún breytti ákvörðun sinni, að sögn Sævars. í fýrra lét af störfúm framkvæmda- nefnd safnaðarins af svipuðum ástæðum og fleiri starfsmenn kirkjunnar hafa týnt tölunni á liðnum árum. Auk tólf sóknarnefndarmanna hafa organistinn, Einar Örn Ein- arsson, ellimálafulltrúinn Elsa Kjartansdóttir og safnaðarfulltrú- inn, Ragnar Snær Karlsson sagt upp störfum, auk þess sem nokkrir kórfélagar hyggjast hætta störfum. Á nýlegum fundi kórsins var samþykkt tillaga að stuðnings- yfirlýsingu við fráfarandi sóknar- nefnd, en kórinn sem heild ákvað að hætta ekki störfum. Séra Ólafur hefur að undan- förnu unnið að því með öðrum að finna fólk í nýja sóknarnefnd, að eigin sögn í umboði prófasts og biskups. í gær var boðinn fram listi með slíkum nöfnum og líkur voru á að hann hlyti kjör. Séra Ól- afur sagðist í samtali við blaðið vona að með kjöri nýrrar sóknar- nefndar myndi ljúka þessum deil- um í söfnuðinum. Aðspurður kvaðst einn fram- bjóðenda, Vilhjálmur Ketilsson, ekki vilja leggja dóm á það sem farið hefði á milli prests og sókn- arnefndar, þótt hann hefði heyrt nokkuð af þeirra deilumálum. Hann sagðist umfram allt vilja tryggja að starf héldi áfram í söfn- uðinum og ekki óttast svipaða samstarfsörðugleika og fyrri sóknarnefnd hefði átt í. við það búandi. ítrekað hefur ver- ið kvartað undan meintri óvið- kvæmurlegri framkomu hans við sóknarbörn og starfsfólk kirkj- unnar og hafa kvartanir borist til prófastsins, séra Braga Friöriks- sonar. EKKIHÆGT AÐ ÁKÆRA PRESTINN Síðasta sóknarnefnd fór á fund prófasts og „reyndi að ákæra sóknarprest fyrir brot í starfi þeg- ar prestur hafði gjörsamlega geng- ið frant af mönnum.“ Þar fengust þau svör að ekki væri hægt að vinna slíkt mál á grundvelli gild- andi laga. Af þeim ástæðum og vegna þess að ritari nefndar hafi ekki fært til bókar „upphlaup hans“ á sóknarnefndarfundum ákvað fráfarandi sóknarnefnd að reyna heldur ekki ákæruleiðina. Séra Bragi Friðriksson prófast- ur. Fyrri sóknarnefndir reyndu að kæra prestinn til hans, en var sagt að það væri ekki hægt. BHNHÆGTAB VINNA MD PIESH SXAPOfS Knrl Th fíirniss m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.