Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLÍ 1992 Skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA Til hvaða Tslending ' 'J mestan hlýhug IVIGDlS FINNBOGADÓTTIR, £ forseti Islands. Vigdís var oftast nefnd. Hún fékk 220 tilnefningar eða frá tæplega 44 prósentum þeirra sem tóku þátt. Húnfékk vel rúmlega helmingi fleiri tilnefn- ingaren sá sem kom næstur. Þetta kemur sjálfsagt fáum á óvart. Þráttfyrir að Vigdís hafi tt þola opnari umræðu um forsetaembættið en fyrirrennarar hennar hefur það haft lítil áhrif á álit þjóðarinnar á henni sem persónu. Hún vann hjörtu meirihluta þjóðarinnar á fyrstu árum sínum í embætti og hefur ekki glatað þeim enn. Vigdís Finnbogadóttir er sá íslendingur sem þjóðin ber mestan hlýhug til. Næstir koma Davíð Oddsson, Sigurbjörn Einarsson og Steingrímur Her- mannsson. Þjóðin virðist ekki bera ýkja mikinn hlýhug til kvenna, listamanna eða athafanaskálda. Hún virðist hins vegar dá stjórnmálamenn og þá einkum fýrrverandi og núverandi ráðherra. Þegar Skáfs spurði þáttakendur í skoðanakönnuninni þessarar spurningar: Til hvaða þekktra ís- lendinga berð þú mestan hlýhug? voru alls 61 einstaklingur nefndur. Þetta var fólk úr öllum geirum mannslífsins; stjórnmálum, list- um, athafnalífi, trúarlífi og víðar. Niðurstöðuna um hvaða einstak- lingar fengu flestar tilnefningar má sjá hér á síðunni. En við skul- um aðeins líta nánar á hvaðan þettafólkkemur. HELMINGUR TILNEFNING- ANNA TIL STJÓRNMÁLA- MANNA Af um 1.033 tilnefningum fengu stjórnmálamenn 511 eða rétt tæplega helminginn. Þetta sýnir sjálfsagt betur en margt ann- að hversu stórt hlutverk stjórn- málamenn spila íþjóðfélaginu. Af stjórnmálamönnum fékk Davíð Oddsson forsætisráðherra flest atkvæði. Síðan komu; Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Markús örn Antonsson borgar- stjóri, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Albert Guð- mundsson, sendiherra og fyrrver- andi ráðherra, og Salóme Þorkels- dóttir, forseti Alþingis. Ef tilnefningunum er skipt eftir flokkum fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 234 atkvæði, Framsóknar- flokkurinn 115 atkvæði, Alþýðu- flokkurinn 87, Alþýðubandalagið 46 og Kvennalistinn 29 atkvæði. Af 511 atkvæðum stjórnmála- manna fékk ríkisstjómin 227 eða tæplega helminginn. Allir ráð- herrarnir fengu atkvæði nema tveir; Eiður Guðnason og Ólafur G. Einarsson. KIRKJAN NÆST Á EFTIR STJÓRNMÁLUNUM Þjóðkirkjan er sú stofnun sem kemur næst á eftir stjórnmála- flokkunum í þessari könnun. Það vekur athygli að allir þrír biskup- arnir náðu ofarlega á lista. Hæstur var Sigurbjörn Einarsson, þá Ólaf- ur Skúlason og loks Pétur Sigur- geirsson. Aðrir prestar sem fengu atkvœði voru; Jón M. Guðjónsson, fyrrverandi prófastur á Akureyri, Gunnlaugur Stefánsson, sóknar- prestur í Heydölum, og Guð- mundur Óskar Ólafsson, sóknar- prestur í Nesprestakalli. BER ÞJÓÐIN EKKIHLÝHUG TILKVENNA? Eitt sem er athyglisvert við þessa könnun er hversu fáar kon- ur komast á blað. Samanlagt fá konurnar 321 atkvæði og munar þar mest um 220 atkvæði Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Af þeim 61 einstaklingi sem fékk tilnefningu voru aðeins 9 konur. Þær konur sem komu á eftir Vigdísi voru; Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra, Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, [ngibjörg Sólrún Gísladóttir, þing- kona Kvennalistans, Guðrún Er- lendsdóttir, forseti Hæstaréttar, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrverandi þingkona, Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Margrét Georgsdóttir læknir. HAFA IiSTAMENN EKKI LENGUR AÐGÁNG AÐ HJARTA ÞJÓÐ ARINNAR? Það er einnig athyglisvert DAVlÐ ODDSSON, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Davíð fékk 89 tilnefningar, sem þýðir að rétt tæpur fimmtungur þátttakenda sagð- ist bera hlýhug til hans. Davíð hefur verið efstur I flestum skoðanakönnunum um vinsældir stjórnmálamanna og þvl er ef til vill eðlilegt að hann hreppi annað sæti á þessum lista. Rétt um helmingur allra tilnefninga á honum runnu til stjórnmálamanna. hversu fáir listamenn prýða þenn- an lista yfir fslendinga þá sem þjóðin ber mestan hlýhug til. Samanlagt fá þeir 102 tilnefningar. Þar af á Halldór Laxness 43. Aðrir listamenn sem voru nefndir eru; Hrafh Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri, Bubbi Mort- hens tónlistarmaður, Gunnar Eyj- ólfsson leikari, Kristján Jóhanns- son stórsöngvari, Ámi Ttyggvason leikari, Thor Vilhjálmsson rithöf- unduf, Haukur Morthens söngv- ari, Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóri, Sigríður Bein- teinsdóttir söngkona, Sigrún Eð- valdsdóttir fiðhileikari, Guðmund- ur Jónasson óperusöngvari, Laddi, gamanleikari og skemmtikraffur, og Sigurður Sigurjónsson leikari. EMBÆTOSMENN OG AT- HAFNASKÁLD Það eru ekki margir á listanum sem falla ekki undan ofangreinda flokka. Þó má búa til tvo nýja. SIGURBJÖRN EINARSSON biskup Sigurbjörn fékk 79 tilnefningar, eða rúmlega 17 prósent. Allir biskuparnir þrfr eru á listanum yfir þá tuttugu sem þjóðin ber mestan hlýhug til. Það sýnir vel hvaða álit þjóðin hefur á Sigurbirni að hann fékk fleiri tilnefningar en báöir eftirmenn hans samanlagt. Flest atkvæði annarra embætt- ismanna utan stjórnmála og kirkju fékk Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar. Á hæla henn- ar kom Gaukur Jömndsson, um- boðsmaður Alþingis. Þá Sigmund- ur Guðbjarnarson, fyrrverandi Háskólarektor, Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Haraldur Ólafsson dósent í mannfræði og Sigurður Líndal prófessor í lögum. Og af athafnaskáldunum fékk Þorvaldur í Síld ogfiski flest at- kvæði. Næstur kom Ásgeir Guð- bjartsson, skipstjóri á Guðbjörg- inni, Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóri Árness og Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samherja á Akureyri. Fleiri voru athafnaskáldin ekki. Og Vigdís Finnbogadóttir var náttúrulega í algjörum sérflokki. GunnarSmári Egiisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.