Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PKCSSAN 30. jÚLl' 1992 smáa letrið Verslunarmannahelgin er þjóðhá- tíð íslendinga. Engin önnur hátíð kemst í hálf- kvistl við hana. íslendingar hendast tugþúsundum saman út á land, tjalda, dansa, drekka og deyja í taumlausum fögnuði. Samaneinað- ar stéttir skemmtikrafta gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hvergi finnist dauður punktur. Rokkhljómsveitir spila, kraftajötnar lyfta lóðum, spaugarar segja brandara, Árni Johnsen stjórnar fjöldasöng, konurnar í Stígamótum reisa tjald til að draga úr nauðgun- um, fíkniefnalögreglan mætir með hundana sína og almenningi gefst færi á reyna með sér í söng, brjósta- stærð og armréttum. Öll þjóðin kætist. Allar aörar hátíðir þjóðarinnar fölna við hliðina á þessum ósköpum. Sautjándi júní er ekkert nema rign- ing, skátatrönur, Tóti trúður og pylsur í köldum brauðum. Á gamlárskvöld er óveður. Veðrið er svo vont að áramótabrennurnar eru flúnar í sjónvarpið. Einungis þeir drukknu og brennusjúku láta sig hafa það að horfa á brennurnar „li- ve*. Það er fyrir löngu búið að fenna yfir minninguna um Hvítasunnuna; jafnvel í huga elstu manna. Engum dettur lengur í hug að halda hátíð um mánaðamótin maí/júní. Ösku- dagur er ekki nema fyrir fóstrur. Börnin drattast með þeim niður Laugaveginn af skyldurækni. Ekki einu siqni stúdentar nenna að halda upp á ?. desember. Bolludagurinn er fyrir bakara. Sumardagurinn fyrsti er\ manndómsvígsludagur skáta. Þeir sem lifa daginn af á stuttbux- unum sínum geta orðið skátahöfð- ingjar með aldrinum og fá að klæð- ast síðbuxum árið eftir. Nei, þjóðin er ekki í stuði neinn þessara daga. Það er ekki fyrr en um verslunarmannahelgina að hún heldur almennilega hátíð. Sleppir fram af sér beislinu. Gleymir þorsk- inum og þorskleysinu. Landbún- aðinum og loðdýraræktinni. Messí- asi og Matthíasi Bjarnasyni Þetta er eina tímabil ársins sem þjóðinni tekst að gleyma vandræð- um sínum, slappa af og fá ein- hverja ró í sál sína. Ef ekki væri fyrir verslunarmanna- helgina hefði þjóðin fyrir löngu tap- að glórunni. Gengið af göflunum. Snúið öll loðdýr úr hálsliðnum og ryksogið hafið þangað til hver ein- asti þorsksporður væri horfinn. Maður var „poppstar44 Seiðandi rödd Shady Owens frá Trúbrotsárunum heyrist nú æ oft- ar á útvarpstöðvunum enda er ný- búið að gefa út geislaplötu með lögum af fyrstu plötu hljómsveit- arinnar sem nefnist einfaldlega Trúbrot. Sælubros kemur enn á marga gömlu hippana þegar þeir heyra rödd hennar. Shady er hálfur Ameríkani. Hún flutti til íslands þegar for- eldrar hennar skildu. Móðir henn- ar er íslensk en faðirinn amerísk- ur. Hún var nýskriðin á unglings- aldurinn þegar hún flutti í fyrsta sinn til íslands. Það var aðeins um tíma því hún ákvað að fara aftur til föðurlandsins eftir stutta við- dvöl, til þess að Ijúka high school. Átján ára flutti Shady aftur til íslands, nánar tiltekið til hljóm- sveitarbæjarins Keflavíkur þar sem hjólin byrjuðu að snúast. Eftir aðeins nokkra mánuði á íslandi var hún byrjuð að syngja með Óð- mönnum. Margbrotinn bakgrunnur Shady Owens fer ekki framhjá neinum sem heyrt hafa söng hennar. Hún hefur hvorki náð að tala né syngja lýtalausa íslensku. Sumir vilja halda því fram að am- eríski hreimurinn teljist ekki lýti heldur þvert á mót sé það sem einmitt hreimurinn gerði hana sérstaka í íslenska poppinu. „Ald e so emdarlegd á þíjehh." Sögur herma að félagar hennar úr þeim fjórum hljómsveitum sem hún hefur haft viðkomu í á íslandi hafi unnið stíft að því að viðhalda amerískum hreim henn- ar. Shady Owens kom af fjöllum þegar blaðamaður PRESSUNNAR náði tali af henni, á heimili hennar í Middlesex í úthverfi London, og tjáði henni að hin ljúfa rödd henn- ar heyrðist æ oftar á útvarpsstöðv- um, sérstaklega lagið Án þín og enn meira kom henni á óvart að búið væri að endurútgefa lögin af fyrstu plötu Trúbrots. „Nú, er það!“, sagði hún hissa, „en gaman. Ég hef ekkert heyrt um þetta, hvað er að ske eiginlega er þetta eitt- hvað í sambandi við Kalla?“ Hennar skemmtilegi, ffamandi hreimur er enn til staðar. Hún á það til að sletta engilsaxneskum orðum af og til eins og kemur ffarn í viðtalinu. Það kemur ekki á óvart þar sem heil fimmtán ár eru liðin frá því hún flutti til Englands þar sem hún býr nú ásamt eigin- manni sínum, fyrrum upptöku- stjóra, meðal annars Trúbrots, Jeff Calver sem starfar nú sem sölu- stjóri hjá Sony í London. „Fairy tale romance" Þau búa í litlu bláu einbýlishúsi — „voða, ofboðslega sætu einbýl- ishúsi. We call it the blue cottage.“ Það er staðsett í Middlesex og er með gufujárnbrautalest og tjörn í garðinum. „Jeff er meira fyrir járnbrautalestina en ég er hrifmn af tjörninni. I am the gardener.“ Shady kynntist Jeff Calver í ís- Eg fœ ennþá gœsnhúdu segir Shiuiy þe0 nr hún hugsar til Trúhrotsáranna í § Bandarikjunum þar sem Trúbrot kom fram i klúbhi kvöhi eftirkvold undir nafninu Midnight Sun. lensku stúdíói árið 1977: „Það var ævintýri líkast,“ segir hún. „Þá var Jeff að vinna með Gunnari að gera Vísnaplötuna. Svo fór ég út til Englands að heimsækja hann og hef ekkert komið til íslands nema í heimsóknir. It was a fairy tale ro- mance.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hún fluttist búferlum til Englands. Fyrir níu árum síðan fór hún um þvera og endilanga Ameríku og Kanada í hljómleika- ferð með engum öðrum en stór- popparanum Sting þar sem hún kyrjaði bakraddarsöng. „Það var alveg ofsalegt ævintýri. Þama var thousands and thousands of pe- ople, átta til níutíu þúsund á hverj- um hljómleikum, prívat flugvélar. Just like being with the Beatles. Þeir voru númer eitt á þessu tíma- bili með Every breath you take. It couldn’t be a better time to tour with them.“ Shady Owens fékk áframhald- andi tilboð um að fara í fleiri hljómleika með Sting en hafnaði þeim sökum tímaleysis. í kjölfarið fékk hún einnig tilboð um að fara í hljómleikaferðir, og það með hvorki meira né minna en Eurythmics og Kjöthleif (Meatlo- af). Hún hafnaði báðum tilboðun- um: „Mér fannst ég ekki passa inn í þeirra stíl.“_ Ég heyri að þú viðheldur ís- lenskunni? „Já, ég fylgist svolítið með ís- lendingunum hérna í fslandsfé- laginu. £g var einu sinni í íslenska kórnum hérna og var að hugsa um að byrja í honum aftur í vetur. Það er svo skemmtilegur félags- skapur." Hvað ertu aðgera í dag? „Það er nú mest lítið. Ég syng hins vegar stundum í hljómsveit með vini mínum í prívatsam- kvæmum. Stundum geri ég demóteips fyrir fólk sem er að semja og svona en það er bara voða lítið að ske. Þess að milli er ég bara að hugsa um heimilið og manninn minn og svo er ég bara með mín hobbies." „We partied a lot“ Segðu mér örlítið frá Trúbrot- ævintýrinu? „Eins og þú veist var Trúbrot stofnað upp úr Hljómum. lt's hard to remember one particular time really. Mmmmm, ég man nátt- úrulega þegar við fórum til Amer- íku og svona. Við fórum til New York spiluðum þar undir heitinu Midnight Sun. Það var ofsalegt. Það var higlight- ið á öllum ferlin- um. Þetta var akkúrat á þeim tíma sem Woodstock var að byrja og svona. Það var ofsaleg stemmning í loftinu. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um það. Við skemmtum í smáklúbb og fylltum húsið á hvetju kvöldi. Það var alltaf meira og meira fólk sem kom. Það barst út að við vorum að skemmta þarna. Jú, jú við gerðum voða lukku. Mér fannst líka voða skemmtilegt í Glaumbæ. Ég á æð- islegar minningar þaðan. Það var svo skemmtilegt húsnæði og skemmtilegt fólk. Það voru æðis- lega góðar klíkur þarna. Svo á ég æðislega góðar minningar úr Silf- urtunglinu og Sigtúni. Maður var poppstar á þessum tíma. We partied a lot. Mér finnst hins vegar kynslóðin sem nú er að koma upp sé meira agressiv. Kannski er það bara hérna í London. Krakkar hérna eru svo mikið í ecstasy. Músíkin sem fýlgir þessum krökkum í dag er alveg ömurleg. Þetta er engin melódy." Var Ameríkuævintýrinu eitt- hvaðfylgt eftir? „Nei, veistu það var svo lítið á þessum tíma. Við fórum bara í ævintýri og ferðalag. Ekki man ég eftir því að við værum að reyna að fá samning og svoleiðis. Það var íslensk vinkona okkar sem bjó þarna sem kom okkur í þennan klúbb. Á íslandi var ekki svo mik- ið spáð í að komast út í heiminn. Við fórum heim eftir þrjár vikur því þá var að koma verslunar- mannahelgin og við vorum búin að bóka okkur í Húsafell. Það var alltaf ægilega gaman um versluna- mannahelgina. Ég man sérstak- lega eftir því þegar við vorum að skemmta í Þórsmörk eina versl- unarmannahelgina. Let me think. Bíddu, ég man ekki hvort það voru Trúbrot eða Hljómar. Ég rugla öllu saman.“ Vantar smá söng. Nú hefur því verið haldið fram að Hljómar eigi að koma saman aftur í tilefni þess að í ár eru 30 ár frá stofnun hljómsveitarinnar. Ætlarþú að vera með? „Já, já,“ segir hún eins og ekkert sé sjálfsagðara. „En það er erfitt fyrir mig að koma lengi eins og ég gerði alltaf áður. Ég verð bara skoða það betur þegar að því kemur. Það verður að minnsta kosti gaman að setja upp nokkra hljómleika, eða eru þeir að spá í að setja upp show kannski? Verð- ur ekki erfitt að ná öllum saman, er Berti ekki löngu hættur að spila? Heldurðu sambandi við gömlu félaganna á íslandi? „Já, já, Kalli heitinn kom stund- um í heimsókn. En síðast þegar ég kom til fslands var hann kominn upp í sveit en ég hringdi í hann. Hann kom voða lítið í bæinn. He was taking a break. Við Gunnar vorum voða mikið í sambandi á tímabili af því maðurinn minn, sem var svo mikið í bransanum, vann með Gunnari. Ég hef líka haft mikið samband við Björgvin og við Rúnar skrifumst frekar oft á. Mig langar nú að heyra í strák- unum og hittast. Mér fannst mjög leiðinlegt að komast ekki á minn- ingarhljómleikana í fýrra. Við hjónin vorum búin að planleggja annað. Það var akkúrat sama helgin. Frænka mín sem var hér um daginn sagði mér að ég hefði verið rnjög mikið á skerminum. They save it all on a tape, don’t they? Mig langar að sjá þetta einhvern tíma.“ Fylgistu með íslensku tónlistar- Ufi? „Ekkert ofsalega mikið. Ég heyri aðallega eitthvað í gegnum fólkið í London. Ég heyri að það gengur vel hjá Ellen. Það er svo mikið að breytast. Þetta er orðið allt annað. Ég er ekki mjög hrifin af Sykur- molunum en mér fannst lagið Hit mjög gott, voðalega catchy og svona en hin lögin renna saman. Mér líkar best við lög eins og Jennifer Warnes syngur. Ijust like songs with melodys. I like stufflike Michael McDonald, Kenny Logg- ins og George Michael.,, Ertu hamingjusöm? „Ég er hamingjusöm og ánægð en það vantar bara smá söng í h'f mitt. Ifyou aregoingon in life,you have to do something new.“ Guðrún Kristjánsdótr f sparifötunum áður en blómakörfurnar fóru að hanga á gítarskaft- inu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.