Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLI 1992 43 Pppjo pompnípíí Hún varsyfjuð þegar hringt var, rétt nýkomin utan aflandi úr myndatökum á fötunum sinum. Filippia Elísdóttir, 23 ára, er ekki lærður fatahönnuður en hefur þegar vakið athygli fyrir frumlega hönnun. Hún er íiðnskólanum þar sem verið er að kenna saumaskap og sníðagerð — ekki hönnun. Er þetta það sem hún ætlar að leggja fyrir sig?„Já, það er þetta sem ég vil gera. Klára iðnskól- annn og fara siðan til Ítalíu i fatahönnun... efég hefefni áþvi. „ En hvaðan færhún hugmyndir, ekki einu sinni byrjuð að læra?„Maður verður fyrir áhrifum frá öllu sem maðursér, tiskunni, mynd- list og öllu öðru. Þetta fæðist bara eins og barn. Hönnunin er að visu miserfið og maður framkvæmir auðvitað aldrei alltsem kemur upp i hugann." Filippia segir sig vera algeran dekadens rómantíker, „og það er það sem ég vil sýna íminni hönnun.Ég er al- ger vampiristi." Það kemur nú reyndar til afþví að bróðir hennar kennir vampírubókmenntir i Bandaríkjunum og hún er undir miklum áhrifum frá honum. Hún segir fjölskylduna líka harðan skóla en mamma hennar er feldskeri sem hefur kennt henni eitt og annað. Fillipía er alqer dekadens rómantíker oa vill svna bað í hönnun sinni. Dóra Mutsue Kántríbær opnar aftur Kántríkóngurinn Hallbjörn Hjartarson hefur nú náð Kántrí- bæ á Skagaströnd aftur á vald sitt. Húsið var tekið upp í gjald- þrot fyrir sjö árum, en fyrir tveimur árum var það sett í sölu og Hallbjörn keypti það þá aftur. Hall- björn segist nú hafa nóg að gera við að þjóna ferðamönnum sem hann býður upp á grillað kjöt, hamborg- ara og samlokur. Þegar hægja fer á ferðamannastraumnum vonast Hallbjörn til að geta hafið útsending- ar frá fyrstu kántríútvarpsstöðinni í landinu. „Þetta verður aðeins helg- arútvarp fyrst um sinn,“ segir Hall- björn. Hann langar líka til að hafa opinn pöbb í Kántríbæ um helgar í vetur, en þær fyrirætlanar stranda allar á rauðu ljósi hjá Hollustuvernd. Hallbjörn hefur því haft nóg að gera og ekki mátt vera að því að sinna tónlistinni. Hann segir þó aldrei að vita nema tími gefist til tónsmíða í skammdeginu í vetur. Hallbjörn Hjartarson hefur opnað aftur í Kántrýbæ, þarsem hann hefur tekið vel á móti ferðamönnum i At> DANSA FRÁSÉR VIT 06RÆNU Nú er komin ný kynslóð af fólki sem finnst ekki nógu grúví að fara bara á gamaldags útihátíð með hljómsveitum. Til að laða að sér þetta lið verður sett upp reirtjald á Eldborgarhátíðinni. Tjald þetta er gígantískt og ætlunin er að þar verði spiluð tónlist stans- laust í þrjá sólarhringa, allan daginn, alit kvöldið og eins langt fram á nóttu og leyfilegt er. Það verður því hægt að dansa frá sér vit og rænu en einn tekur við af öðrum, hljómsveit og plötuþeyt- ari, og ekki augnabliks þögn á milli. Það verður spilað allt frá ac- id jazzi upp í hard core teknó en líka house og ýmislegt fleira fýr- ir þá sem eru á léttari bylgjunni. Það er líka ætlunin að þarna verði villt ljósasýning með laser og öllu. Svo er ekki talið ólíklegt að aðsóknin verði glimrandi en hamagangurinn í tjaldinu á þó ekki að koma til með að trufla hljómsveitirnar því þær spila í nokkurri fjarlægð og mengar því hvorugt hitt. DJ Keoki frá Limelight í New York (sem orðinn er mjög fræg- ur á íslandi), Laukur- inn (DJ Onion, líka frá Limelight) og Dom spila það heitasta að utan. Þorsteinn Pakk- hús Högni kemur með einn DJ með sér frá Washington og síðan halda Grétar G., Himmi, Árni Einars, Frímann, Maggi, Aggi, ýmir, Jökull og Þór- hallur uppi heiðri ís- Iands. Þessir lofa brjálaðri reirstemmningu um helgina, alltfráacid- djassi upp í hard core teknó. H V E R F Stærsta spurningin um Verslunar- manpahelgina er þessi: «Hver fer hvert og hvert fara hinir?* Mesti terrorinn er svo að vera á vitlausum-stað á vitlaus- um tíma og missa af aðalfjörinu. PRESSAN njósnaði um nokkra þá sem verða á ferðinni um helgina. Nýjasta parið í bænum, Bjössi í Ný- danskri og Kolfinna Baldvinsdóttir fara væntanlega til Eyja þar sem hann verður í vinnunni. Þar verður líka Ri- chard Scobie, og þá er líklegt að He- lena fylgi en enginn vissa er þó fynr því. Reynir í Tangó, Helena dansari, Eyjólfur Kristjáns og fleiri stefna vest- E R H V E R ur og kfkja í dinner á Búðum, en Viktor Urbancic og Gunnhildur Úlfars verða í útlöndum og því víðs fjarri gleði helgarinnar. Gunni og Alli í Kompaníi ætla með sjö öðrum í jeppaferð upp á hálendi; Kverkfjöll, Herðubreiðarlindir, Öskju og ætla að baða sig kviknakin í Víti. Bjarni og Kalli verða í öllum líkindum í bænum. Það ætlar Pétur Hallgríms líka að gera. Baltasar og Steinunn verða í Svíþjóð en Julli Kemp og Ingibjörg Stefáns koma heim frá London um helgina og aldrei að vita hvar þau enda. Laufey Johansen og Hendrikka Waage T U M H verða að vinna alla helgina en kíkja kannski við á Eldborgarhátíðinni en það ætlar fullt af öðru fólki að gera og má þar á meðal nefnaSiqgu Völu, Bjarna Breiðfjörð, Maríu Ólafs og allt það Ingó gengi. Dóra Wonder og hennar fylgitungl fara á Snæfellsnesið en ekki er alveg víst hvar þeim ná- kvæmlega þóknast að vera. A Eldborg- inni verður líka allt liðið í kringum Syk- urmolana og Björk nokkur Guð- munds ef til vill fremst í þeim flokki. Það er ekki að undra því hennar kær- asti, Dom, verður einn af aðalskífu- þeyturunum á svæðinu en það verður E L G I N A ? starfsbróðir hans DJ Keoki líka, Þor- steinn Högni, Arnór Björnsson og allt þetta danslið. Þar er svæðinu skipt niður eftir því hvort fólk vill hasar eða rólegheit en á þeim nótunum verður Elín Sveinsdóttir sem ætlar að vera í vellystingum á Flúðum. Eiginmaðurinn Sigmundur Ernir verður við vinnu en skreppur eflaust til Ellu sinnar. Á vest- urslóðum verða Simbi og Biggi líka að ógleymdum Svövu Johansen í Sautj- án, Jónu Lá og co og Lilju í Cosmo.... og svo verða allir hinir á hinum stöð- unum. Eins gott að missa ekki af neinu! Takefusa förðunarmeistari „Hæ þetta er hjá henni Dóru, Daníel og Erlu. Það er enginn heima eins og er en endilega skildu eftir skilaboð, nafrt og síma og við munum hafa samband. Hi this is Dora. I am sorry, I am not able to take the call. Please leave me a message. I’ll call you. Bye.“ Bíóin Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★ ★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af tilraunum til dramatíkur. Fyrirboðinn 4 Omen IV ★ Ekkert umfram það sem sést hefur í fyrri myndum en margt ver gert. Takið því frekar fyrstu myndina á vídeó- leigu en fara á þessa. Einu sinni krimmi Once Upon a Crime ★★ Farsi með nokkrum góðum (en allt of fáum) sprettum. Miklagljúfur Grand Canyon ★★ Nokkurs konar Big Chill níunda ára- tugarins. Ef til vill er það áratugn- um að kenna, en Grand Canyon stenst engan samanburð við for- vera sinn. Stefnumót við Venus Meeting Venus ★★ Glen Close leikur af krafti. Því miður hefur myndin ekki miklu fleiri kosti. Hún er þeim flokki bíómynda sem kallaðar eru vandaðar. O H O L L I IM Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Það er þær sem ekki eru á útihátíð. Tveir á toppnum 3 Lethal Weapon 3 ★★ Söluhæsta myndin vestan- hafs það sem af er sumri. Sannar að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Höndin sem vöggunni ruggar The Hand That Rocks the Cradle ★★★ Hörkuspenna og óhugnað- ur. Mambókóngarnir The Mambo Kings ★ Hetjusaga fyrir spænsku- mælandi innflytjendur í Bandaríkj- unum. Ósýnilegi maðurinn The Invisible Man ★★ Þessi mynd kostaði víst 40 milljónir dala. Þar sem hún hef- ur fengið góða aðsókn eins og hún á skilið eru þeir dalir nú orðnir ósýnilegir fyrir framleiðendur. Faðir brúðarinnar The Father of theBride ★★ Ekki besta mynd Ste- ve Martins. Bara þú Only You ★ Það eru að- eins unglingar sem fara í bíó á sumrin. Þá er góður tími til að sýna myndrr sem ekki er hægt að bjóða öðrum hópum. Greiðinn, úrið og stórfiskurinn The Favor, the Watch and the Very Big Fish ★★ Nokkurs konar Fiskur- inn Vanda part II; bara ekki eins góð. Veröld Waynes Wayne's World ★★ í flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og of sjaldan fýndinn. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatos ★★★ Konumynd; um konur og fýrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. Lukku Láki Lucky Luke ★★ Fín mynd fyrir unga drengi á aldrinum sjö til átta ára. Refskák Knight Moves ★★ Spennumynd úr skákheiminum. Eitruð peð og alvörudráp en dálítið innihaldslausar hrókeringar. [LAUGARASBI Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólfára. Stopp eða mamma hleypir af Stop! Or My Mom Will Shot ★ Myndir Silvester Stallone eru á álíka hraðri niðurleið og fylgdarkonur hans. Hann virðist hafa glatað þeim litla smekk sem hann hafði fyrir konum og handritum. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Mark- aðsfræðingarnir fá báðar stjörnurnar. Annað við myndina er ómerkilegt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Kolstakkur ★★★ Mögnuð mynd; hæg, seiðandi og falleg. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allir verða að sjá. Léttlynda Rósa ★★★Ljúfsaga um vergjarna stúlku. HBÐEOBIIH Hnefaleikakappinn Gladiator ★ Smart ofbeldi fyrir þá sem hafa smekk fyrir slíku. Sætir strákar fyrir stelpurnar. Bugsy^^ Mynd sem verður skráð á spjöld kvikmyndasögunnar fyrir að hafa leitt til þess að Annette Bening dró Warren Beatty upp að altarinu. Þetta var stærsta og eina umtalsverða afrekið í myndinni. Óður til hafsins The Prins ofTides ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á floti. Krókur Hook ★★ Spielberg hefur tapað töfrasprotanum. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bíómyndin. Síðustu forvöð að sjá hana áður en Amerí- kanarnir endurgera hana á sína vísu. Ingaló ★ Ómerkileg mynd og ein- hvern veginn ótrúlega gamaldags. Ekki betri með enskum texta. S O G U B I O Vinny frændi My Cousin Vinny ★ ★★ Fyndin grínmynd. Er hægt að biðja um meira um mitt sumar? Joe Pesci er mun skemmtilegri í þessari mynd en þriðja hluta Let- hal Weapon. Leitin mikla ★★★ Teiknimynd með röddum Ladda og fleiri ís- lenskra leikara. Börnunum finnst gaman. I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.