Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLÍ 1992 29 STJÓRNMÁL Keynes ákallaður Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur glímt við vanda sjávarútvegs undir barlómi útgerðar og fisk- vinnslu, hefur borgarráði Reykja- víkur tekist að finna nýjar leiðir í atvinnumálum landsmanna. f stað þess að gera út á fisk skal gert út á trúgirni og einfeldningshátt útlendinga. Hindurvitni og hjátrú skulu verða útflutningsvara í stað- inn fyrir þorskinn sem ekki má veiða. Þetta kallar atvinnumála- nefhd Reykjavíkur að „markaðs- setja ísland á nýstárlegan hátt“. Mér er sama þótt einhverjir fari í andaglas, teikni óskiljanleg „stjömukort", eða kalli ffam anda, en það verður að vera mér og mínum að meina- og kostnaðar- lausu. Það er auðvitað eftir öðru að opinberu fé skuli varið til að styrkja Stjömuspekimiðstöðina til að halda námskeið fyrir útlend- inga, enda verið að „markaðssetja fsland á nýstárlegan hátt“. Opin- bert fé er af skornum skammti, enda vasar skattgreiðenda ekki botnlausir, þótt sumir stjórnmála- menn standi í annartí trú. Ég trúi því ekki að þeir borgarfulltrúar sem ég kaus komi ekki auga á meiri og betri málefni sem þarfn- ast fjár, en „markaðssetning“ á hindurvitnum. Hér skiptir engu hvort upphæðin er há eða ekki (í þessu tÚfelli 350 þúsund krónur), heldur hitt hvaða boðskap verið er að senda út til almennings og þá fyrst og fremst barna og unglinga. Það er nöpurlegt að sjálfstæðis- menn skuli standa að misnotkun almannafjár með þessum hætti. Það hlýtur að vera krafa okkar kjósenda að fjármunum sé ekki sóað með þessum hætti, þótt pen- ingarnir séu ekki aðalatriðið eins og Þorsteinn Sæmundsson, bend- ir á í stuttri fyrirspurn til borgar- ráðs í Morgunblaðinu 18. júlí sl: „Málið snýst þó ekki um pening- ana eina. Það er ekkert gamanmál og hlýtur að varða allan almenn- ing, þegar forsvarsmenn höfuð- borgarinnar leggja nafn sitt við hindurvitni og hjátrú aftan úr grárri forneskju." Nokkur umræða hefur orðið um styrkveitingu þessa og í viðtali við eina útvarpsstöðina, hótaði forsvarsmaður Stjörnuspekimið- stöðvarinnar að kæra þá sem haft hafa uppi gagnrýni á borgarstjóm. Taldi hann að þeir færu niðrandi orðum um „fræðin“ og hótaði málshöfðun fyrir meiðyrði. Þann- ig gerast menn kokhraustir eftir að hafa fengið styrk frá Reykjavík- urborg og krefjast viðurkenningar fyrir gervivísindi líkt og þeir til- heyri í raun hópi fræði- og vís- indamanna. Ég trúi því ekki að stjómmála- menn séu svo blindaðir að þeir „Ég trúi því ekki að þeir borgarfulltrúar sem ég kaus komi ekki auga á meiri og betri málefni sem þarfnastfjár, en „markaðssetn- ing“ á hindurvitn- um. Hér skiptir engu hvort upp- hœðin er há eða ekki (íþessu tilfelli 350þúsund krón- ur), heldur hitt hvaða boðskap ver- ið er að senda út til almennings ogþá fyrst ogfremst barna og ung- linga. “ sjái ekki aðra leið í atvinnumálum og nýsköpun en útgerð hindur- vitna. Sé svo er það enn ein sönn- un þess að því minna sem þeir skipta sér af atvinnulífinu því betra, og því minni opinbera tjár- muni sem þeir hafa að skammta því betra. Nú skulum við hefjast handa við einkavæðinguna sem þú lofaðir, Markús. Er réttlætanlegt að skylda launafólk til þess að vera í stéttar- félögum og neyða það til að láta um 1-3 prósent af heildarlaunum sínum af hendi rakna í sjóði ein- hvers af þeim 400 verkalýðsfélöga sem nú eru starfandi á íslandi? Verkalýðsleiðtogarnir, þeir sem mest hafa kvartað undan bágum kjörum almennings, eru að minnsta kosti þeirrar skoðunar. Sem betur fer er ekki hægt að segja hið sama urn þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í Gjallarhomi, fféttabréfi Heimdall- ar, sem kom út í prófkjörsbarátt- unni fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar, gáfu allir núverandi þing- menn flokksins í Reykjavík út þá yfirlýsingu, að þeir væm fylgjandi því að skylduaðild að verkalýðsfé- lögum yrði afhumin. Skýrari gátu svör þeirra ekki verið og nú er komið að efndunum. Nú í vikunni var kunngjörður úrskurður Mannréttindanefndar Evrópu, sem það felldi í máli Sig- urðar • Sigurjónssonar leigubíl- stjóra. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Mannréttindasátt- mála Evrópu með því að setja það sem lagaskilyrði fyrir atvinnuleyfi leigubílstjóra að þeir væm félagar í Frama, stéttarfélagi leigubfl- stjóra. Málinu hefur verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu og er búist við að það verði tekið fyrir innan sexmánaða. Úrskurðurinn í máli Sigurðar þarf ekki að koma á óvart. Islend- ingar eru aðilar að ýmsum al- þjóðasamningum og samþykkt- um um mannréttindi, þar sem réttur manna til að standa utan fé- laga er verndaður með ótvíræðum hætti. í 20. gr. Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna segir til dæmis: „Engan mann má neyða til að vera í félagi.“ Fastlega má gera ráð fyrir því að úrskurður Mannréttindadóm- stólsins verði á sömu leið og úr- skurður Mannréttindanefndar- innar. Væri það í annað sinn á stuttum tíma sem íslendingar biðu álitshnekki erlendis vegna mannréttindabrots. f ljósi þess ætti ríkisstjómin að sjá sóma sinn í að afnema nú þegar skylduaðild að verkalýðsfélögum og þannig myndi hún raunar slá tvær flugur í einu höggi. f fyrsta lagi myndi hún afnema það misrétti, sem við- gengst með skylduaðildinni og í öðru lagi myndu ráðstöfiinartekj- ur launafólks aukast um 1-3 pró- sent. Hver einstaklingur myndi þá gera það upp við sig sjálfan hvort aðild að stéttarfélagi borgaði sig. Verkalýðsleiðtogar hafa hingað til ekki mátt heyra minnst á að fólk eigi að hafa frjálst val um að inna af hendi skyldugreiðslur til félaganna. Þeir segja gjaman eitt- hvað á þá leið að án skylduaðildar myndu margir launþegar njóta starfs og baráttu stéttarfélaganna án þess að greiða til þeirra. f þessu sambandi leyfi ég mér að benda á að ekki þurfa að vera bein tengsl á milli verkalýðsbaráttu og kjara- bóta, þ.e.a.s. meðlimur í verka- lýðsfélagi hefur enga tryggingu fyrir því að verkalýðsleiðtogarnir viti betur en hann sjálfur hvaða aðferðir eru réttar og hverjar rangar í baráttunni. Sem dæmi má nefna að á þessari öld hefur kaupmáttur aukist mun hraðar í Sviss og ýmsum ríkjum Banda- ríkjanna, þar sem verkalýðshreyf- ing hefur verið máttlítil, en í Bret- landi þar sem hún hefur verið öfl- ug. Til dæmis má færa sterk rök fyrir því að bresk verkalýðshreyf- ing sé að hluta til ábyrg fyrir efna- hagskreppu þeirri, sem reið yfir landið á áttunda áratugnum. Margir hagfræðingar telja að óraunhæfar kaupkröfur verka- lýðshreyfingarinnar hafi ýtt undir verðbólgu og leitt til samdráttar í efnahagslífinu. Þá hygg ég að flest- ir séu sammála um það nú, að há- værar kröfur breskra verkalýðsfé- laga um þjóðnýtingu stórfyrir- tækja á þessum tíma, sem sumar náðu ffarn að ganga, hafi verið út í hött. Allir hljóta að sjá ranglætið sem er fólgið í því að launamaður er neyddur til að borga hluta af sjálf- saflafé sínu til verkalýðsfélags jafnvel þótt hann telji að félagið vinni gegn hagsmunum sínum. Sú röksemd hefur verið notuð að slík skyldugreiðsla eigi rétt á sér vegna þess að allir félagsmenn njóti í raun góðs af starfi þess án þess að þeir geri sér grein fyrir því sjálfir. Með sömu röksemd mætti hins vegar neyða alla neytendur í Neytendasamtökin, alla bifreiða- eigendur í félag bifreiðaeigenda o. s. frv. Reglulega fréttist af því, að menn hafi óskað eftir því við verkalýðsfélögin að losna við að greiða í sjóði þeirra en slíku hefur, að því er ég best veit, alltaf verið vísað á bug. Ég trúi ekki að leið- togar félaganna séu ánægðir eða stoltir yfir því að taka á móti fé- lagsgjöldum sem þeir vita að eru tekin af launþegum gegn vilja þeirra. Hið skynsamlegasta sem verkalýðsfélögin geta gert í málinu er að óska eftir því við Alþingi að hvers konar lög og reglugerðar- ákvæði um skylduaðild verði af- numin hið fyrsta og síðan gæti verkalýðshreyfingin byggt sig upp að nýju á ffjálsum grundvelli. Frjáls aðild er besta hvatning sem stjórnendur verkalýðsfélag- anna gætu fengið til að standa sig vel. Ef enginn greiddi félagsgjöldin sín væru það skýr skilaboð til stjórnarinnar um að hún væri á villigötum í starfi sínu. Ef hún berðist hins vegar í raun fyrir „Frjáls aðild er besta hvatningsem stjórnendur verka- lýðsfélaganna gœtu fengið til að standa sig vel. Efenginn greiddifélagsgjöld- in sín vœru það skýr skilaboð til stjórnarinnar um að hún vœri á villi- götum í starfi sínu. “ hagsmunum umbjóðenda sinna myndu þeir gæta þess að halda fullum félagaréttindum og greiða gjöldin með brosi á vör. Þessi orð eru síður en svo rituð gegn verkalýðsfélögum. Þau eiga að sjálfsögðu rétt á sér eins og önnur félög en þá kröfu verður líka að gera til þeirra að þau starfi á sama heilbrigða grundvellinum og frjáls félagasamtök. Það er ósanngjamt að þau geti þröngvað fólki til aðildar að sér og það er illt til þess að vita að slík mannrétt- indabrot skuli hafa viðgengist í þjóðfélagi okkar áratugum saman með vitund og vilja stjórnvalda. Að þessu leyti eru allir flokkar, sem hafa verið í ríkisstjórnum á þessum tíma,- undir sömu sökina seldir. Úrskurður Mannréttinda- nefndar Evrópuráðsins og yfirvof- andi dómur Mannréttindadóm- stóls þess ætti að verða til þess að íslensk stjórnvöld tækju sig til og þurrkuðu þennan smánarblett af þjóðinni. U N D I R Ö X I N N I Styður þú ríkis- stjórnina, Matthías? „Ég hefekki lýst neinu öðru yfir í þeim efnum. Það væri fjandi hart að ef sá sem styddi einhverja ríkistjórn mætti ekki gagnrýna hana. Þá væri orðið erfitt að lifa. Ef ríkis- stjórnin ætlar að sjá að sér að öðru leyti fagna ég því." En getur þú stutt ríki- stjórnina, ef hún jafnar ekki aflaniðurskurðinn? „Ég veit það ekki. Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu. Ég hef þær óskir að það sem þarf að gera í framhaldinu er að skerðinging komi rétt- látlega niður á öllum fýrir- tækjum í landinu, í öllum landshlutum." Styður þú heildarafla- niðurskurðinn? „Ég er ósátturvið hve niðurskurðurinn er mikill en ég geri það ekki að að- alatriði þessa máls. Aðal- atriðið er að þessi niður- skurður komi réttlátlega niður." En ef ríkistjórnin jafn- arekki niðurskurðinn ætlar þú þá að hætta að styðja ríkisstjórnina? „Ég veit það ekki. Ég ætla ekki að hlauþa á mig með einhverjar yfirlýsing- ar fyrirfram. Það er alveg tilgangslaust að fá eitt- hvað meira uþp úr mér. Ég læt verkin tala. Ef ríkis- stjórnin kemur með góða og skynsamlega tillögu þá styð ég þær heilshugar en eftillögurnareru í verri kantinum þá á ég það til að halda stuðningum við ríkisstjórnina áfram." Matthias Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vest- fjarðarkjördæmi, telurniður- stöðu ríkisstjórnarinnar í ákvörðuninni um 205 tonna þorskafla „dapurlega og óskilj- anlega ósanngirniHann telur að stefnt sé að því að koma ákveðnum byggðarlögum í eyði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.