Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLI' 1992 Poppið uiimiiHiu Titicaca er nafn á hljómsveit sem kemur alla leið frá Perú. ( kvöld verða þessir perúsku listamenn á Púlsinum og leika sína undurfurðu- legu og seiðandi tónlist. Hljómsveit- ina skipa fimm tónlistarmenn sem allir heita ógurlega löngum nöfnum. Fjórir eru frá Perú og einn dansk-arg- entiskur, hún er stofnuð 1985 og heitir eftir stöðuvatni í Andesfjöllum. Tónlistin á rætur sinar í ríki Inkanna en hljóðfærin eru allskyns bambus- og panflautur, Charango sem er Ktið tíu strengja hljóðfæri og auðvitað bumbur. • Loðin Rotta er ekki farin úr bæn- um þv( ( kvöld verður hún á Gaukn- um og hitar þar upp fyrir helgina stóru. Það vita allir sem reynt hafa að Rottan klikkar ekki neitt og því ekki galið að fara á Gaukinn og koma sér í úfið rokkskap fyrir helgina. Energíið sem strákarnir gefa ætti að duga venjulegu fólki eitthvað fram á helg- ina. • Karaoke er eitthvað fýrir þá sem vilja æfa sig að syngja áður en þeir leggja (reisur á útihátíðir. Svona kara- oke-græja verður á Nillabar í kvöld. • Guðmundur Rúnar á sér mörg nöfn og gott ef hann á sér ekki mörg líf líka. Stundum heitir hann til dæmis G.R. Lúðvlksson og þá er hann mynd- listarmaður. Þegar hann heitir Guð- mundur Rúnar er hann trúbadór og er alls ekkert slæmur ( þv( hlutverki. Svo er hann víst líka stundum kallað- ur Guðmundur Múnar (a.m.k. segir Þórður á Fógetanum það) en af hverju vitum við ekki. En hítt er víst að Guðmundur Rúnar spilar fyrir gesti Fógetans í kvöld (eða festi Gógetans síðar um kvöldið). • Karaoke er l(ka á Tveim vinum í kvöld. Kjörið fýrir alla svekkta frí- stundasöngvara sem ekki var boðið að syngja á útihátíðum. Og Kka að sjálfsögðu hina sem vilja bara skemmta sér sjálfir. • Júpíters á Hressó. Eða að minnsta kosti mjög líklega. Það er næstum því víst. En ekki alveg. Það er kannski viss- ara að hringja fýrst. Og þó. Það er allt- afgaman á Hressó. • Óskar Einarsson spilar é Café Amsterdam. Öskar karlkvölin fær ekk- ert frí þessa helgina, Það er öruggt. • Eldspýta '92 á Berlln. Ýmislegt verður sér til gamans gert á þessari hátfð. Kiddi Bigfoot og Steinn Kári sjá um tónlistina. Og breski töframaður- inn og grínistinn Mighty Garreth skemmtir. Hann hefur komið áður og þykir brjélæðislega fýndinn. Leikur sér við og að gestum. ■iminiii • KFUM and the andskotans ótrú- legasta hljómsveitin í bænum. Steini Tótu og fleiri framleiða furðumúsík hina mestu. I Grjótinu. • Þórarinn Gíslason pfanóleikari leikur á Hressó. Hann er skemmtileg- ur og það verður lika leikið af plötum. Á Hressó stendur nú yfir sölusýning á Ijósmyndum eftir Egil Egilsson sem hann tók á Klúbbi Listahátíðar. Mest myndir af flytjendum en llka góðar myndir af gestum að skemmta sér. • Gildran ætlar bara að vera í bæn- um um helgina. Nánar tiltekið á Gauk á Stöng. Þar verður rokkað sem aldrei fýrr I kvöld. • Smellir er hljómsveitin hans Ragga Bjarna en ásamt honum syng- ur Eva Asrún. Danshúsið Glæsibæ er staður Smella og þangað flykkist fólk sem hefur gaman af Ragga Bjarna. Nú er hann hættur með Sumargleð- ina og sjálfsagt þykir einhverjum það miður. • Karaoke á Tveim vinum. Þeir sem sungu mikið í gær velja lögin hans Dean Martins. • Hilmar Hauksson trúbadór er f heimsókn hjá Feita dvergnum og leikur fýrir hann og vini hans. Hilmar var líka þarna um síðustu helgi og virkaði vel eins og sagt er. Svo er Ifka bjórinn (ódýrari kantinum hjá þeim feita. • Mighty Garreth er enn I Berlln. Þetta er svona töfrakarl sem kveikir í jökkum gesta og eyðileggur úrin þeirra. Ailt I plati að sjálfsögðu. • Jökulsveitin verður meðal annars á blúsmannahelgi Púlsins. Indjána- sveitin frá Perú verður líka á svæðinu og fullt af gestum troða upp. Til dæmis Eiður Örn söngvari Exizt. • Gildran enn á Gauknum. Gildru- menn og gestirnar hafa ekki farið heim síðan I gær. • Þórarinn Gíslason spilar á píanóið á Hressó gestum til huggunar og upplyftingar. • Blúsmannahelgin á Púlsinum í fullum gangi. Jökulsveitin leikur og margir góðir gestir koma í heimsókn. Perúska sveitin er komin af Bindindis- mótinu ( Galtalæk og spilar fyrir fólk sem andskotann verður ekkert f neinu bindindi. Allavega ekki nema sumir. • Smellir og Raggi Bjarna og Eva Ásrún skemmta þeim sem leggja leið sína í Glæsibæ. Einhver nógu nastf sagði að Raggi væri ellismellur en það er tóm lygi, hann á helling eftir. • Hilmar Hauksson. Himmi er hjá Feita dvergnum uppá Höfða og spil- ar og spilar og spilar og spilar. Undir restina leikur hann svolítið á gítar. • Óskar Einarsson eyðir verslunar- mannahelginni í að skemmta öðrum á Café Amsterdam. Skara þykir senni- lega svona gaman að þessu. ni|Iílll.f:HIM • Svartur pipar er ágætis sveit. ( henni syngur hún Margrét Eir Hjartar- dóttir sem söng (Júró undankeppn- inni. Og já, þau eru á Gauknum. • Rúnar Þór er ekki alveg ókunnug- ur Fógetanum. Hann spilaði þar reglulega fýrir nokkru slðan og nú er hann og sveitin hans komin aftur. Rúnar Þór spilar indælis múslk alveg hreint. • Tóti Gísla. Ég er búinn að skrifa nafnið hans svo oft að mér finnst ég gjörþekkja manninn. Það er ekkert víst að hann sé kallaður Tóti en hann skammast þá bara ofanf píanóið sitt á Hressó. Útihátíðir • Eldborg á Kaldármel- im. Sólin, Júpíters, KK, Ný |9| «dönsk, Lipstick Lovers, ra- SiÍi ©SSve. Og fótbolti Hemma Gunn og fleiri fyrir 5.900 kall. • Galtarlækjarskógur. Bindindis- mót. Sléttuúlfar, Sverrir Stormsker, Greifarnir, Sororocide og Tititcaca frá Perú. Kostar krónur 5.000. • Þjóðhátíð í Eyjum. Sálin, Todmo- bile, Geiri Sæm, Eyvi. Og auðvitað brennan og Lúðrasveit Vestmanna- eyja. Líka allir eyjaskeggjar og sófa- settin þeirra. Kostar 6.500 krónur. • Eiðar. GCD, Stjórnin og Jet Black Joe fýrir 6.000 krónur. • Halló Akureyri. Bæjarhátíð, Skrið- jöklar, pakkhúspartí í Sjallanum og 1929 og hellingur (viðbót úti um all- an bæ. Kostar á sumt. • Sfldarævitýri er auðvitað á Sigló. Gautar, Gylfi Ægis og Sirkus Arena. Gamla stemmningin allsráðandi. Sumtfríttannaðekki. • Valaskjálf '92 á Egilstöðum. Hljómsveitirnar Þúsund andlit og Ýmsirflytjendur. • Hellnar. Nýaldarmót fyrir 4.000 kall. • Kirkjubæjarklaustur. Fjölskyldu- hátjð. • Úlfljótsvatn. Fjölskylduhátíð. • Vatnaskógur. Kristileg hátíð. Að- gangseyrir 1.800 krónur. • Vatnsfjörður. Fjölskylduhátíð fýrir 2.500 krónur. • Vík í Mýrdal. Þar er llka stllað á fjölskyldurnar. Barir ^ Rósenberg f kjall- ara Nýja bfós var opnað að nýju um sfðastliðna helgi og drykkjumaður PRESSUNNAR lét sig vitaskuld ekki vanta i þann annars fríða hóp, sem samankominn var f tilefni opnun- arinnar. Það veldur vonbrigðum hversu Iftið staðurinn hefur breyst frá þvf að hann var á toppi botns- ins fyrir nokkrum mánuðum. Reyndar eru ekki lengur máluð teppi á gólfum, en að undanskil- inni rauðru málningu á veggjum hefur afar Iftið breyst. (stað hljóm- sveitarpalls er komið diskóbúr og þaðan streymir einhæf og tilbreyt- ingarlaus danssfbylja. Út af fyrir sig er ekkert að henni, en maður verður svolítið þreyttur eftir að sama lagið hefur verið undir nál- inni í þrjá tfma. Það er ekki hægt að setja neitt sérstaklega út á bar- inn, þótt betra úrval sé til í borg- inni, enda er líkast til ekki alveg að marka fyrsta kvöldið. Gestirnir virtust skemmta sér hið besta, en það var helst að þrengsli settu skemmtanafíkn þeirra skorður. Fljótt álitið virðist Rósenberg gera út á svipuð mið og Ingólfscafé, en það verður að segjast eins og er að krökkunum á Ingólfscafé tekst mun betur upp. Þar er betri músfk, betri bar, skemmtilegra starfslið og fallegra fólk. stynjaþeirsaeiir. _________________ íi#w,,tngu er naer, ekkert út úr því fær SteiniTótu 'nin9afrik „ Við flytjum útspekúlerad og dauðpælt aularokk og bifhjóla- ■§ I ; fc rt brokksemereinskonarangiaularokksins,"segirSteiniTótu, B I . mótorhjólatöffari og rythmagitarleikari KFUM and the andskot- »1 . ans. „Öllokkar frumsömdulögsyngjum viðáislenskuendaerum IH|\ ’ við islenskt band. Splunkunýtt band með splunkunýja tónlist". En segðu mérSteini, kunnið þið eithvað að spila?„Neinei nei, enda er það ekki málið. Hins vegar er fólk alveg yfirsig hissa, það kemur hljóð * og alltsaman, tónlistog allt.,"svararSteinikotroskinn. Enþetta virkar? „Það komu atvinnumenn með krímótt andlit að hlusta á okkur um síðustu helgi ^PHHHBP og þeir vissu að við höfum bara æft fimm sinnum og þeir urðu standandi bit. Fannst þetta bara þétt. Enda er alltaffullt hús og allt vitlaust þegar við spilum." En kannski eru það textarnir sem vekja ÆSKUIVIYNDIN mesta athygli, og kannski hneykslan hjá sumum. Og er það ekki einmittþetta sem er mest i tísku í Ameríku—að hneyksla með krassandi textum. Hvernig fannst þér á tón- leikunum ! með Tori Amos? Sem einn maður Bylgjumennirnir Jón Axel Ólafsson og Gunn laugur Helgason eru svo samrýmdir að þeir , urðu að stökkva saman í teygjuhoppinu hjá • Hard Rock í vikunni. Þeir neita því að hafa skollið saman með hausana í stökkinu, en segjast hafa fengið styrk og stuðning hvor frá öðrum. „Það var skrýtið að ;ij standa þarna uppi og eiga eft- gtt ir að hoppa" segir Jón Axel. lfe „■ .. V TSTÍ/ „En við bökkuðum 'Hl, hvorn annan upp. BBr Fyrsta sekúndan í jfm Jfl fallinu var líka erfið, , en síðan var þetta 'L eintóm hamingja og gleði." Jón Axel segist ÆI vera alveg tilbúinn í JBmÆ annað stökk, og þá einn, þó að hann og ^H Gulli séu í rauninni einn í ' ' maður... 45H Strax ímennta- Bfc'1■ j skóla, fyrireinumB tuttuguogfimm árum, var haft að jflf orði að séra Geir Waage væri eins og enskur séntil- maður í hátt og klæðaburði; þvílíkt snyrtimenni og þvílíkur sundurgerðarmaður var hann mitt í allri hippa- og mussutískun- ni. 1 grundvallaratriðum hefur Geir heldur ekkert breyst — vönduð tweed-efni eru enn hans ær og kýr. Og eins og hinir lán- samari úr hópi enskra séntilman- na fékk hann sitt óðal, ekki ómerkari stað en höfuðból Snorra í Reykholti. Hanna Steina Hjálmtýsdóttir söngkona „Mér fannst hún æðislega góð. Ai- veg ff ábær.“ Karl Garðarsson fréttamaður „Mér fannst mjög gaman. Hún minnti á Kate Bush.“ Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson svífa saman niður f sælu og teygjuhoppa. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lektor „Mér fannst mjög gaman og þykir hún mjög góð söngkona. Lögin hennar eru æðis- lega fín.“ Hildur Hafstein og Bryndís Bjarna með vindla — varla þó nema við alhátíðlegustu i tækifæri Stórir, þykfþ & íyþta veí Það er ekki nóg með að íslensk- ar konur sofi hjá þegar þeim dett- ur í hug, skvetti í sig sterkum drykkjum af og til — og eru þá ekki síðri karlmönnunum — þær eru líka famar að reykja vindla. Já, það eru öngvir smápempíuvindl- ar. Þeir eru stórir, þykkir og lykta afar vel. María Guðmundsdóttir, stór- fyrirsæta og ljósmyndari í París, hefur af og til í gegnum tíðina sést með vindla en fyrsta konan af yngri kynslóðinni sem sést hefur með þykka vindla er Lilja Pálma- dóttir kaupsýslukona sem prýddi nokkrar síður í New York blaðinu Próject X nýlega. Glæsikonan Lilja Valgeir Guðjóns- son tónlistar- maður „Tori Amos er ffá- bær tónlistarmað- ur sem veit hvað hún syngur." r e y k t r vindla við Hf 1/ h á t í ð 1 e g H f tækifæri. Linda Pé á einnig til að W ' draga að sér þykkan vindlareyk við hátíðleg tækifæri. Hún er nú í London en er á leiðinni til Balí í frí með kær- astanum. Hildur Hafstein sem einnig er módel og klæðir sig stundum upp eins og hún sé fædd í byrjun aldarinnar reykir vindil í stíl við klæðnaðinn. Reyndar reyktu þær dömuvindla fyrir nokkrum áratugum en tímarnir breytast og konumar með. Áshildur Haralds- dóttir flautuleik-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.