Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRMSSAN 30. JÚLf 1992 Þrenns konar vændi á íslandi: Veitingahúsa- og hótelvændi, fylgikonur og Að mörgu leyti hefur vændi hér á landi verið ýtt til hliðar jafnt af því opinbera sem og almenningi. Alþingi samþykkti nú í vetur harðari refsingu fyrir þá sem afla sér framfærslu með vændi, eða hámark fjögurra ára fangelsisvist, en þegar upp er staðið er einna líklegast að viðurlög þessi sendi vændi endanlega niður í undirheimana. Það er frekar ólíklegt að vændiskonur komi fram í dags- ljósið til að ræða stöðu sína eða vandamál, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg, þar sem þær eiga yfir höfði sér refsingu. f síðustu tölublaði PRESSUNN- AR birtist viðtal við unga reyk- víska konu sem leiddist út í vændi aðeins 12 ára. Ekki er ætlunin að gera hennar sögu frekari skil í þessari grein heldur líta á vændi á íslandi og nágrannalöndunum í dag. Reynsla ungu konunnar er ekki að öllu leyti dæmigerð fyrir íslenskar vændiskonur. Óhjá- kvæmilega vekur saga hennar spurningar um þessa elstu at- vinnugrein sögunnar, meðal ann- ars í hvaða formi vændi er stund- að hérlendis. Engar tölulegar úttektir hafa verið gerðar urn vændi á Islandi og því er um algjörlega óþekkta stærð að ræða. Hansína B. Einars- dóttir afbrotafræðingur er ein þeirra fáu sem hafa í gegnum árin rannsakað vændi hér á landi og borið saman við aðstæður erlend- is. Hansína álítur að almenn um- ræða um vændi hérlendis hafi ávallt einkennst af því að hér sé um kvennamál að ræða, að verið er að tala um konur sem selja sig, það eru konur sem á að skaffa og það eru konur sem tapa og græða á málinu. Þá hafi karlmenn mjög lítið tengst þessari umræðu, þrátt fyrir það að áhugi þeirra á keyptu lcynlífi sé forsenda vændis. LÖGLEIÐING VÆNDIS í EVRÓPU I Evrópu verður fólki nú tíðrætt um lögleiðingu starfsheitis vænd- iskvenna. Ef litið er til Norður- landa er Danmörk eina landið þar sem vændi er löglegt en starfsemi milliliða, eða hórmangara, er ólögleg og refsiverð. Danmörk hefur sérstöðu innan Evrópu því þar hefur verið hefð fyrir vændi í nokkur hundruð ár og samfélagið löngu búið að samþykkja það. Vændið í Osló er aftur á móti það yngsta á Norðurlöndunum og fast á eftir fylgir fsland. f Noregi eru samskonar siðferðisleg gildi lögð að grunni og á íslandi og er til dæmis mjög svipað hvernig sam- félagið tekur á vændi. Nú liggja fyrir frumvörp um lögleiðingu vændis bæði í Þýska- landi og Hollandi. Talið er að milli 6-7.000 vændiskonur starfi í Hol- landi og er þá átt við allar tegundir vændis, frá símavændi og „peep- show“ starfsemi til beinnar sölu. Með lögleiðingu vændis í Hol- landi verður starfsemin að sjálf- stæðu fyrirtæki og sett í viður- kennt viðskiptalegt form. Þá verð- ur hægt að stjórna því hvar það er stundað og opinbert eftirlit því að öllu leyti markvissara og auðveld- ara. Nýju lögin gera ráð fyrir að vændiskonurnar reki fyrirtæki sitt sjálfar þar sem líkaminn er þeirra atvinnutæki. Þá er gert ráð fyrir að melludólgar verði úr sögunni, að minnsta kosti að þeir verði óþarf- ir. Með lögleiðingu vændis á þennan hátt fá vændiskonur auk- inn rétt og geta meðal annars kall- að til sín lögreglu þegar þær lenda í vandræðum. Hingað til hafa flestar hollen- skar vændiskonur borgað skatt af tekjum sínum en með fyrirhuguð- um breytingum er enn frekar hægt að fylgjast með afkomu vændiskvenna. Ekki er mikið um að ofbeldi og afbrot tengist vændi í Hollandi en aftur á móti hefur vændi tengt fíkniefnum verið í mikilli uppsiglingu síðustu árin. í Belgíu hefur lögverndun verið samþykkt og þar geta konur því starfað sem vændiskonur. Á síð- asta ári kom upp sérkennileg staða þegar belgísk vændiskona hugðist stunda starf sitt í Frakk- landi, en þar er vændi ólöglegt. Hún fór með málið fyrir EB dóm- stólinn og vann. Niðurstaða dóm- stólsins var sú að þar sem Frakkar eru aðilar að EB líkt og Belgar gátu þeir ekki neitað konunni um starfsleyfi og var henni heimilað að stunda starf sitt í öðrum EB löndum. ÞRÍR FLOKKAR VÆNDIS Á ÍSLANDI En hvernig er vændið á Islandi? Það er ljóst að hópur kvenna stundar þessa iðju og hefúr Han- sína skipt þeim í þrjá flokka. I fyrsta lagi er um fíkniefnavændi að ræða en það er ódýrasta teg- undin og er best lýst sem vöru- skiptum því oft er greitt fyrir þjónustuna með eiturlyfjum. f öðru lagi er svokallað þjónustu-, veitingahúsa- og hótelvændi. Hópur þeirra kvenna sem þetta vændi stunda hefur stækkað á síð- astliðnum árum og er vafalaust stærri en margir álíta. „Ég tel að hótel- og veitingahúsavændi hafi aukist verulega á síðustu árum, en það byggi ég á þeim upplýsingum sem ég fæ í gegnum mína kon- takta sem ég aflaði mér á sínum tíma og í gegnum aðrar upplýs- ingar sem ég hef náð á síðustu þremur árum,“ segir Hansína. „Vændi er vissulega fyrir hendi hér á landi en hefur aldrei verið Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans Ofbeldi brífst í skjúli ólög legs vændis „Nokkur umræða var á Al- þingi síðastliðinn vetur um hvort ástæða væri til að refsa fyrir vændi. Niðurstaða þeirrar um- ræðu var sú að ákveðið var að það yrði áfram refsivert að fram- fleyta sér á vændi. Þessu get ég ekki verið sammála. Flestir þeir sem leiðast út í vændi eru jafn- framt fórnarlömb fíkniefna og/eða kynferðisbrota í æsku. Þeir sem kaupa vændi eru því að notfæra sér neyð þeirra. Vilji menn endilega refsa fýrir vændi er tvískinnungur að refsa þeim sem selur þessa „þjónustu“ en ekki þeim sem kaupir hana. Það er líka spurning hvort ástæða sé til að skipta sér af kyn- lífi fullorðins fólk á meðan það er stundað með vilja og fullu sam- þykki beggja. Taka verður hart á öiium brot- um gegn börnum og unglingum, einnig þeim er tengjast vændi. f þeim tilvikum eru börnin og unglingarnir tvímælalaust fórn- arlömb. Ég er sammála gildandi lögum í því að refsa eigi milligöngu- mönnum, melludólgunum. Þeir eru að misnota freldega þá sem þeir „gera út“. Hætt er við að á meðan vænd- iskonum og -körlum er refsað verði rannsókn afbrota í tengsl- um við vændi erfið. Ofbeldi getur þrifist í skjóli ólöglegt vændis. Taka verður hart á öllum brot- um gegn börnum og ungling- um, einnig þeim er tengjast vændi. Rannsóknir á smitleiðum al- næmis eru ekki gerðar auðveldar með því að hafa vændi refsivert.“ Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari Vændi er tákn um sjúkt samfélag I sjálfú sér hefur aldrei verið nein sérstök og aðgreind stúdía innan siðfræði kirkjunnar sem lítur að vændi heldur er þetta tekið almennt með siðfræði kynlífs og hjónabandsins. Það er einfalt mál að sjá grundvallar- viðhorf til þessa fyrirbæris út frá sjónarhóli kristinnar siðfræði því vændi er vitaskuld fyrst og fremst tákn um sjúkt samfélag þar sem einstaklingar, þá yfir- leitt konur, selja blíðu sína. Þetta er miklu frekar sjúkdómur samfélagsins heldur en sekt eða sök einstaklingsins. Þetta er tákn um vegvilitar tilfinningar í upp- lausn og tengist vitaskuld líka þeirri gömlu hugmynd að kynlíf sé eitthvað sem karlar geti haft fyrir sig og sótt fýrir sig eins og þeim hentar, eins og hvem ann- an varning. Ég held að það hafi aldrei ver- ið „tabú“ að ræða þetta innan kirkjunnar. Og þvert á móti í þeim löndum þar sem vændi er áberandi. Hér á landi er erfitt að festa hönd á vandanum og þess vegna hefúr þetta ekki verið rætt innan kirkjunnar sérstaklega. Víða erlendis hefúr kirkjan um- fangsmikla aðstoð og aðhlynn- „Þetta er tákn um vegvilltar tilfinningar i upplausn." ingu fýrir fólk í þessari stöðu. Ég held því að þetta sé hvergi feimnismál. Að einhverju leyti er þetta tengt fíkniefnaneyslu og óreglu en margir sem svo er ástatt fyrir hafa leitað til presta eftir aðstoð og aðhlynningu. Ef litið er á nýju lögin þar sem kveðið er á um fjögurra ára há- marks refsingu fýrir stundun vændis þá þykir mér, persónu- lega, þetta vera sérkennilegt ákýæði og sé ekki hvaða jákvæða tilgangi þetta þjónar.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.