Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 45
_____FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLf 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU Þrjár Uglur Tony Hillerman: TALANDIGUÐ Diane Seed: HUNDRAÐ GÓÐAR PASTASÓSUR Þórarinn Eldjárn: SÖGUR OG KVÆÐI ★ ★ UGLAN, (SLENSKI KIUUKLÚBBURINN 1992. yfir skáldskap Þórarins án þess að birta dæmi úr Disneyrímum, en í þessu safni er þau ekki að finna. Sömuleiðis sakna ég þess að sjá ekki einhver brot úr fyrstu skáld- sögu Þórarins, Kyrrum kjörum. Fyndnasta smásaga Þórarins er að mínu mati Síðasta rannsóknar- æfingin sem hefur ekki ratað inn í þetta úrval. Sú saga finnst mér sanna að þegar „fyndnu kynslóð- inni“ tókst best upp var hún afar fyndin. Nú efast ég ekki um að þeir finnist margir sem segja sög- una hreint lítið skemmtilega en hún er, hvað sem því líður, prýði- legt dæmi um sögu þar sem mjög markvisst er spilað upp á fyndn- ina og þó ekki sé nema þess vegna ætti hún skilyrðislaust heima í þessu safni Þórarins sem sagt hef- ur að í skáldskap sínum stefni hann að því að vera fyndinn. Eigi að dæma eftir þessu safni tekst honum það misvel. Uglupakkinn er enn sem fyrr ffambærilegur. Mér þykir ástæða til að hrósa bókakápum þessa pakka en þær eru einstaklega vel gerðar, sérstakt hrós fær Stein- grímur Eyfjörð Kristmundsson fyrir vel heppnaða hönnun á kápu hins vonda reyfara. Kolbrún Bergþórsdóttir „Fyndnasta smásaga Þórarins er að minu mati Síðasta rannsóknar- æfingin sem hefur ekki ratað inn i þetta úrval," segir Kolbrún Berg- þórsdóttir í gagnrýni á kiljupakka Máls og menningar. „Þriðja meistaraverk Bandalaga er svo hið frábæra lag „Karen" eftir Jóhann Helgason sem Bjarni Arason syngur af sannri upplifun", segir Gunnar Hjálmarsson meðal annars í poppgagnrýni sinni. Misjafn sauður í mörgufé... ÝMSIR FLYTJENDUR BANDALÖG 5 STEINAR ★★★ ÝMSIR FLYTJENDUR SÓLARGEISLI SKlFAN ★★ Framhald og meira afgagnrýni á síðu 47. Ugiuklúbburinn hefur í nokkur ár sinnt því hlutverki að færa lands- mönnum vönduð bókmennta- verk á lágmarksverði. í bland við fagurbókmenntir fylgja iðulega í bókapakkanum vandaðar spennusögur og hagnýtar hand- bækurýmiskonar. Hinn dæmigerði Uglupakki er venjulega í ætt við þann sem hér er til umfjöllunar, geymir reyfara, hagnýta bók og enn aðra sem flokkast til fagurbókmennta. Reyfarinn nefnist að þessu sinni Talandi guð og tilheyrir bókaflokki um Navahó-indjána en þær bækur munu hafa trónað á metsölulistum vestan hafs. Eftir lestur þessarar bókar liggur á eng- an hátt ljóst fyrir af hvaða ástæðu það er. Höfundur hefur vísast ætl- að sér að skrifa raunsæjan reyfara og virðist helst ætla að það sem til þess þurfi sé að flækja söguþráð- inn óhóflega og láta spæjara ganga um og tauta: „Hver fjand- inn“ og „Fari það bölvað“ í ann- arri hverri setningu a la Sam Spade og Philip Marlowe. Þetta er einn afþessum tvö hundruð blað- síðna reyfurum sem er algjörlega laus við spennu og virðist aldrei ætla að taka enda. Og hér er les- endum eindregið ráðlagt að end- ursenda reyfarann og fá í staðinn skiptibók klúbbsins sem er fs- lenskur aðall. Ugluklúbburinn sendir lesend- um sínum ljómandi skemmtilega matreiðslubók. Hundrað góðar pastasósur á vafalítið eftir að vekja mikla hrifningu fjölmargra pasta- aðdáenda. Hún er falleg, vönduð og litrík og ein sér bókapakkans virði og ég segi það jafnvel þótt ég borði ekki ítalskt hveitiklístur. Þriðja bókin er úrval úr verk- um Þórarins Eldjárns. Það er kannski frekja að ætlast til að slíku úrvali fylgi formáli um skáidið ásamt rökstuðningi fyrir efhisvali en ég saknaði þess samt. Eins og oft vill verða þegar um úrval úr verkum er að ræða má gagnrýna efnisval. Ég vil til dæmis leyfa mér að efast um að hægt sé að gefa nokkuð marktækt yfirlit fslenski poppmark- aðurinn er of lítill fyrir „sínglur“. Þó er sama þörfin hér og annars staðar hjá hinum fjölmörgu flytjendum landsins að koma sköpunarverk- um sínum fyrir eyru landsmanna. Hinir dvergvöxnu útgáfurisar hafa mætt þessari þörf á sumrin með því að gefa úr árlegar safnplötur með hrærigraut flytjenda og er jafnan hvorki gætt að heildarsvip né jafnvægi. A safnplötum sum- arsins kennir margra grasa. Stein- arsmenn gefa óvenjumörgum ungum flytjendum tækifæri í ár þótt eldri brýni fljóti með, þ.á.m. hljómsveitin NÝ DÖNSK sem ríð- ur á vaðið með frábæru lagi, „Steypireyð“. Þetta er lúmskt iag, þyngra en maður á von úr þesari átt en gleypir mann með húð og hári eftir nokkrar hlustanir. Ann- að pottþétt á Bandalögum 5 er fönkslumma FUNKSTRASSE, þar sem lúnir jálkar úr „öndergránd- inu“ reyna sig í grínfönki. Þá er ekki síst fyndið innlegg Óttarrs Proppé söngvara sem hefúr lagið til fönkskýjanna. Þriðja meistara- verk Bandalaga er svo hið frábæra lag „Karen“ eftir Jóhann Helgason sem BJARNI ARASON syngur af sannri innlifun. Þeir sem fá ekki gæsahúð við að heyra lagið ættu að leita til læknis. Fyrir utan meistaraverkin eru svo þó nokkur fín lög; miðað við stríðsfyrirsagnirnar hélt ég að JET BLACK JOE myndu steikja á mér heilann en lögin þeirra tvö eru þó lítið annað en volgar glósur úr poppsögunni. Þeir spila hippalegt léttþungarokk sem vonandi tekur á sig persónulegri blæ í framtíð- inni. Ensku textamir eru enn einn fortíðardraugurinn en Páll Rós- inskrans er óneitanlega smartur söngvari, stendur mitt á milli Pét- urs Kristjánssonar og Jónasar R Jónssonar í stíl og framkomu. Annað ágætt er lag RICHARDS SCOBIE þar sem hann fer í inni- skó Lenny Kravitz í besta lagi sem Richard hefur sent frá sér til þessa. Hljómsveitin VERÖLD á þokka- legt lag nema hvað þeir hljóma nákvæmlega eins og Ný Dönsk á fyrstu plötu sinni. GALILEÓ og 15.55 Ólympíuleikarnir. Úrslit í sundi. 18.00 Ólympíuleikarnir. Freyr Gauti Sigmundsson keppir í júdó en ekki íslenskri glímu. Sorrí. 18.55 Táknmálsfréttir. 20.00 Fréttir. 20.35 Ólympíuleikarnir. Fimleikar. 20.55 Blóm dagsins — smjörgras. 21.00 ★★★ Til bjargar jörðinni. ( nafni framfara. Ágæt þáttaröð um mengun; geta þjóðir heimsins lifað í ríkidæmi án þess að sóða út. 21.55 ★★ Upp, upp mín sál. Ástir, pólitík og kynþáttahatur í Suðurríkjunum. 22.40 ★★ Grænir fingur. Hafsteinn Hafliða handfjatlar kaktusa. Ó! E 23.00 Fréttir. 23.10 Ólympíusyrpa. 07.55 Ólympluleikarnir. Best að vakna snemma. Pétur keppir í kúluvarpi og Helga Sig í sundi. Vonandi að taugarnarhaldi. 12.30 Ólympíuleikarnir. fsland-Ungverjaland. Handbolti. 15.55 Ólympíuleikarnir. Fyrst stund, svo úrslit í kúluvarpi. Verður Pétur þar? 18.00 Sómi kafteinn. 18.30 Ævintýri í óbyggðum. Vandræðabörn í penum sum- arbúðum. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ólympluleikarnir. Fjölþraut karla. Fjölhæfir menn á sínu sviði. 20.00 Fréttir. 20.35 Ólympíuleikarnir. Fimleikar. 21.35 Blóm dagsins. Ólafssúra. Þátturinn blómstrar. 21.30 ★★ Matlock. f prívatlifinu er Andy Griffith víst fúll. 22.20 ★★★ Mafíubrúður. Married to the Mob. Amerisk, 1988. Gamanmynd með töff svip. Michelle Pfeiffer er með hárið litað svart, en samt sæt. Jonathan Demme leikstjóri gerði síðar Lömbin þagna. 24.00 Ólympíusyrpa. LAUGARDAGUR 12.25 Ólympíuleikarnir. Skotfimi. Carl J. Eiríksson er þrjósk- asti íþróttamaður leikanna. 13.30 Ólympíusyrpa 15.25 Ólympíuleikarnir. Úrslit í frjálsum. 18.00 Múmínálfarnir. Á Ólympíuleikunum? 18.25 Bangsi besta skinn. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Ólympíusyrpa 19.52 Happó. 20.00 Fréttir. 20.35 Ólympíuleikarnir. Spengilegar stúlkur í leikfimi. 21.00 Lottó 21.05 Blóm dagsins. Blálilja. Áhugavert. 21.10 Fólkið í landinu. Ragnar Þórðarsson er ekki bara kaupmaður, heldur líka miðbæjarmaður. 21.30 ★ Hver á að ráða? Amerískt grín, ekki ógnar fyndið. 21.55 Biðin. Waiting. Áströlsk Gamanmynd. Listakona vill vera ein, en ættingjar og vinir þyrpast að með börn og skepnur. Þekkt vandamál. 23.30 Ólympíusyrpa. SUNNUDAGU R 13.30 Ólympíusyrpa. 14.30 Ólympíuleikarnir. Úrslit í frjálsum. 15.00 Ólympfusyrpa. 16.20 Ólympíuleikarnir. Úrslit í frjálsum og leikfimi. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Ríki úlfsins. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ólympiuleikarnir. Leikfimi og frjálsar. 20.00 Fréttir. 20.35 Spánskt fyrir sjónir. Danskir sjónvarpsmenn skoða spænskan arkítektúr. Ekki vanþörf á. 21.10 ★ Gangur lifsins. Mjúk saga um mjúka ameríska fjöl- skyldu. 22.00 Ólympíuleikarnir. Draumalið Bandaríkjanna á móti Spánverjum. Körfubolti. 23.00 Listasöfn á Norðurlöndunum. 23.10 Ólympíuleikarnir. Atburðir kvöldsins. Helga enn? LAUGARDAGU R 17.00 Samskipadeildin. 18.00 Áningarstaður í Kaliforníu. Þáttur um vörubílstjóra, trukkara, í Bandaríkjunum. Þeir eru víst eins konar kú- rekar nútímans. 17.00 Konur í íþróttum. Konur í blaki. Það er frekar vinaleg íþrótt. 17.30 Háðfuglar. Þeir eru víst breskir. Breskur húmor. 18.45 Dómkirkjan í Chartres. Falleg dómkirkja og merk, með langa sögu. VIÐ MÆLUM MEÐ • Að Ingimundur í Heklu horfi á Genesis á Stöð 2. Volkswagen styrkir tónleikana. • Að tónlist verði leikin undir táknmálsfréttum. • National Geographic þættinum á Stöð 2 í hádeg- inuálaugardaginn. • Beinum útsendingum frá útihátíðunum svo for- eldrar geti fylgst með bömum sínum. 16.45 Nágrannar. 17.30 ídraumalandi.Teiknimynd. 17.50 Einu sinni var. Teiknimynd. 19.19 19.19. 20.15 ★★ Leigubílstjórarnir. Breskur gamanmyndaflokkur. 21.10 Svona grillum við. Lambakjöt? 21.20 Laganna verðir. Amerískar löggur við störf. 21.50 ★ Tálbeitan. Ladykillers. Amerísk, 1988 Morðingi strá- fellir karlkyns fatafellur. Lögregluþjónn býðst til að gerast tálbeita. Vel fyrlr neðan meðallag. 23.25 Samskipadeildin. 23.35 ★ Glappaskotið. Backfire. Amerísk. Vietnam-mynd - nokkurs konar. Hermaður fær martraðir á nóttinni, en svo kemur í Ijós að grimmlynd kona hans stendur fýrir þeim. MPHli'inii— 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakkavísa. 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. 18.15 Trýni og Gosi. 18.30 Bylmingur. Þungarokk. 19.19 19.19 20.15 ®Kæri Jón. Félag makalausra í New York. 20.45 ★★ Lovejoy. lan McShane er mjög trúverðugur fornmunasali. 21.40 ★★ Hornaboltahetjan. Amazing Grace and Chuck. Amerísk, 1987. Gamanmynd með voða gamaldags plotti. Strákur neitar að spila hornabolta fyrr en sam- ið er um frið í heiminum. Brátt fylgja fleiri íþrótta- menn fordæmi hans. Ágætt fyrir ungviðið, en full- orðnar konur geta unað sér við að horfa á Gregory Peck og karlmenn á Jamie Lee Curtis. 23.35 ★ Feigðarflan. Snow Kill. Amerísk, 1990. U.ngt athafna- fólk (uppar?) lendir í klónum á morðóðum dópsala. E 01.25 ®Síðasti stríðskappinn. Last Warrior. Amerísk. J a p - anskur hermaður sem er ofsalega góður í bardaga- íþróttum eltir bandarískan hermann þvers og kruss um litla eyju, náttúrlega í stríðinu. LAUGARDAGUR 09.00 Morgunstund 10.00 Halli Palli 10.25 Kallikanína. 10.30 Krakkavísa. 10.50 Drakúla greifi. Nýr teiknimyndaflokkur. 11.15 ísumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. E 13.25 Visasport. E 13.55 ★★ Efnispiltur. Rising Son. Amerísk, 1990. Sá þétt- vaxni Brian Dennehy leikur miðaldra fjölskylduföður í sálarkreppu. E 15.25 ★★ Innbrot. Breaking In. Amerísk, 1989. Einu sinni gerði Bill Forsyth Local Hero, kannski eina bestu kvik- mynd síðari tíma. Hér er hann í allt öðru formi. E 17.00 ★Glys. Sápa. 17.50 Svona grillum við. E 18.00 Nýmeti. Ekki lambakjöt. 18.40 ★★ Addams fjölskyldan. 19.19.19.19. 20.00 ★ Falin myndavél. Svona la la. 20.30 ★★ Ástin er ekkert grín. Funny About Love. Amerísk 1990. Gene Wilder er að basla við að eignast barn með konunni sinni. Fínt fyrir þá sem eru ekki orðnir leiðir á því hvað hann er álappalegur. Sem eru varla margir. 22.10 ★ Stálfuglinn. Iron Eagle. Amerísk, 1985. U n g - lingspiltur kemst yfir F-16 orrustuflugvél og heldur til Arabalanda að bjarga föngnum föður sínum. Frek- ar heimskulegt. 00.05 ★ Leigumorðinginn. This Gun for Hire. Amerísk, 1990. Robert Wagner (sem er útbrunninn leikari) er leigu- morðingi á flótta eftir að hafa skotið þingmann. Eftir sögu Grahams Greene. Aumingja hann. 01.35 ★ Meira hundalíf. K-9000. Amerísk, 1989. Hundur og maður starfa saman að löggæslu. Dapurt. E SUNNUDAGUR 09.00 Kærleiksbirnir. 09.20 össiogYlfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. Alltaf eitthvað að bralla. Eins og Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína. 11.30 ídýraleit. 12.00 Eðaltónar. 12.30 ★ Gullni selurinn. TheGoldenSeal.Amerísk, 1983. Fjölskyldumynd um strák og sel og smávandræði sem leysast í lokin. E 14.00 ★★ Charing Cross-vegur 84.84, Charing Cross Road. Bresk, 1985. Voða bókmenntaleg, voða menningar- leg og voða vel leikin mynd um bókmenntaunnend- ur sem unnast bréfleiðis. Anthony Hopkins er óvenjuviðkunnanlegur. Sumum gæti leiðst. E 15.40 íslenski hesturinn í Kaliforníu. Víða þvælist hann líkt og farfuglarnir og í humátt Heimir Karlsson sem gerði þáttinn. E 16.15 Genesis. Um kvöldið verða tónleikar með Genesis, en fyrst þáttur um félagana og feril þeirra sem er æði langur. 17.00 Listamannaskálinn. Ken Russel, leikstjóri sem er alltaf að reyna sýnast brjálaðri en hann er, setur fram kenningu um geðveiki tónskáldsins Antons Bruckn- er. Skrítið. 18.00 ökuníðingurinn Rowan Atkinson. Herra Bean, í eigin persónu leitar skýringa á sjúkdóminum bíladellu. Nauðsynlegt að sjá hvernig hann er í alvörunni. 18.50 Áfangar. Dómkirkjan á Hólum. Þeir voru víst frekar latir íslensku verkamennirnir sem reistu hana. E 19.19 19.19. 20.00 ★★ Heima er best. Amerísk próblem. 20.50 Genesis. Bein útsending frá tónleikum í Basel í Sviss, með þessum konungum skallapoppsins. 23.20 Þagnarrof. Betrayal ofSilence. Amerísk Meg Foster lít- ur ekki út eins og yfirvald, en samt leikur hún sak- sóknara sem rannsakar mál munaðarlausra stúlkna sem líklega eru neyddar til að selja sig. 00.50 ★★ Rekin að heiman. Where the Heart is. Amerísk, 1990. Eftir John Boorman sem hefur gert miklu bet- ur. Fjölskyldufaðir hefur áhyggjur af því að börnin hans ætli að liggja uppi hjá honum til eilífðarnóns. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.