Pressan - 27.08.1992, Page 30
30
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 27. ÁGÚST 1992
smáa
letrið
Nú er streðið við að skera niður
fjárlögin byrjað, eins og þeir sem
fylgjast með fréttum hafa vafalaust
tekið eftir. Ekki svo að skilja að fréttir
af ráðherrum með hnífinn á lofti
séu allsráðandi, heldur má ekki
kveikja svo á fréttum að þar sé ekki
kominn einhver ríkisstarfsmaður-
inn, sem lýsir því hve starf hans og
stofnunar sinnar sé afar mikilvægt,
en því miður hái mannaskortur og
peningaleysi velvilja hans í garð
þjóðarinnar mikið. Það er engin
hætta á að þessi söngur hljóðni í
bráð. En hvernig er hægt að spara?
Vitaskuld með því að lesa smáa
letrið, það er að segja smáa letrið í
fjárlögum síðasta árs. Það er eng-
inn vandi að finna alls kyns rugl á
fjárlögum, sem vel má missa sín. Til
hvers erum við skattborgarar að
borga 29,6 m.kr. fyrir alþjóðasam-
starf þingmanna? Eða af hverju
skyldi 2 milljónum vera varið til
kynningar á glímu í skólum? Eða
borga litlar 10,3 m.kr. til yfirstjórnar
hjá embætti söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar? Eða 18,7 m.kr. til Félags-
málaskóla alþýðu, sem rekinn er af
ASÍ, en það apparat er ekki beinlínis
á leiðinni í gjaldþrot. Eða hvers
vegna í ósköpununum erum við að
borga 41,3 m.kr. í héraðsbúnaðar-
sambönd? Blóðmjólka bændur
meðborgara sína virkilega ekki nóg?
Og hvers vegna eru 12,6 m.kr. settar
í minja- og byggðasöfn, þegar
slíkt ætti Ijóslega að vera í verka-
hring sveitarfélaga? Eða hvers
vegna er 99 m.kr. hent í Sinfón-
íuna? Reykvíski menningaraðall-
inn er greinilega svo fínn að hann
verður að hafa heila Sinfóníuhljóm-
sveit á sínum snærum, en hann er
líka of fínn til þess að borga fyrir
það. Og vissu menn að söfnunar-
ástríða hrjáir Austfirðinga svo að þar
er starfrækt sérstök Safnastofnun
Austurlands, sem skattgreiðendur
gjalda 5,8 m.kr. fyrir. Og svo fram-
vegis. Og svo framvegis. En þetta er
allt saman tittlingaskítur og dugir
engan veginn til í alvöruniður-
skurð. Síðustu fjárlög voru upp á
110 milljarða og með rúmlega 4
milljarða króna halla. Við leggjum
Lánasjóðinn niður, fyrst þetta er
hvort eð er komið inn á gafl hjá
bönkunum, og spörum 2,2 millj-
arða. öll framlög til lista og safna
detta út líka og við spörum aðra 2
milljarða. Sendiráðum fækkum við
um helming og hættum allri þróun-
araðstoð þar til við komumst sjálf
úr þróunarheiminum og spörum
428 m.kr. Öll framlög til búnaðar-
mála verða látin sigla sinn sjó.
Bændur hafa bara verið á íslandi í
1118 ár og kominn tími til að þeir
standi á eigin fótum. Þar sparast
4,8 milljarðar. Rannsókna- og eftir-
litsstofnanir sjávarútvegsins geta
sægreifarnir borgað fyrir og við
spörum 356 m.kr. Við aðskiljum ríki
og kirkju og spörum hálfan milljarð
þar. Tryggingagreiðslur skerum
við niður um 25% og spörum 6,5
milljarða. Við skerum greiðslur til
siglingamála niður um milljarð. Og
loks lættum við öllum niðurgreiðsl-
um cg spörum 4,7 milljarða. Loks
seljurn við ríkisfyrirtæki fyrir 1,5 mill-
jarð og meira ef vill. Þannig höfum
við a.m.k. sparað 24 milljarða á
einu bretti. Síðan verður flatur 10%
niðurskurður á öll önnur útgjöld,
því það er alltaf hægt að lækka út-
gjöldin um 10%, og sitjum því alls
eftir með ríkisútgjöld upp á 77
milljarða og getum þess vegna
lækkað skatta um 28 milljarða,
sem þýðir að hægt er að fella
tekju- og eignaskatt niður og fella
alla tolla niður að auki. Það er ekki
lélegt
cR nmm
Fyrir sextán árum hóf Harry Oldfield,
breskur líf- og efnafræðingur,
rannsóknir sem leiddu af sér þá kenningu
að jafna mætti orkuflæði líkamans með rafstraum
í gegnum kristalla.
Nú þegar nýaldarhreyfmgin á
miklu fylgi að fagna hafa ýmis
ffæði, indversk og búddísk, ásamt
ólíkum lækningaaðferðum og
kenningum rutt sér til rúms í hin-
um vestræna heimi og njóta vax-
andi vinsælda. Bollaleggingar um
árur, jurtafæði, reiki, kristalla og
annað slíkt eru hluti af daglegu
lífi, og fóik leitar sér í auknum
mæli aðstoðar til lausnar andleg-
um og líkamlegum vanda með
annars konar lækningaaðferðum
en hinn vestræni heimur hefur
státað af. Nú eru seldir steinar í
öllum litum og stærðum sem eiga
að höfða til ólíkra orkustöðva í
líkamanum, virkja sumar og letja
aðrar.
Eitt af því sem hefur rutt sér til
rúms síðasta áratuginn er krist-
allameðferð, þar sem kristallar eru
notaðir til að leiða rafstraum að
ákveðnum líffærum í þeim til-
gangi að jafna orkuflæði líkamans
eða vinna á kvillum. Þessi aðferð
hefúr meðal annars verið notuð á
krabbameinssjúklinga, við bak-
verkjum og beinbrotum. Þeir sem
stunda kristallameðferð segja að
hana megi nota við öllum líkam-
legum áföllum. Með aðstoð krist-
alla og rafstraums sem í gegnum
þá er leiddur er líkamanum hjálp-
að að læknast, lækningamáttur
hans örvaður. í stuttu máli sagt:
Líkamanum er hjálpað að hjálpa
sér sjálfúr með því að jafna orku-
flæði í honum með rafstraumi.
Upphafsmaður þessarar kenn-
ingar er líf- og eðlisffæðingurinn
Harry Oldfield, sem býr í Lundún-
um og heldur námskeið í krist-
allameðferð. Þessi „tækni“ nýtur
vaxandi vinsælda innan þess geira
sem kallast á enskri tungu „altem-
ative medicine“.
Það var fyrir hálfgerða slysni að
Harry hóf kristaUarannsóknir. Ár-
ið 1976 kenndi hann í gagnffæða-
skóla og það var einmitt vísinda-
verkefni sem hann lagði fýrir
nemendur sína sem vakti áhuga
hans á Kirlian-ljósmyndun. Hann
hafði þá lesið greinar um fyrir-
bærið þegar háspennusvið er not-
að til að kalla fram mynd á filmu.
Á þessum tíma fengust fáir við
þessi fræði, helst í Rússlandi og
nokkuð í Bandaríkjunum.
Laufblaðið enn heilt
Harry náði góðum árangri og
þá sérstaklega með svokallaðar
„fantom“-lífmyndir. Þær verða
best skýrðar með dæminu um
laufblað sem var klippt í tvennt.
Strax á eftir var annar helmingur-
inn myndaður og sáust þá á
myndinni útlínur þess hluta lauf-
blaðsins sem hafði verið klipptur í
burtu. Harry þróaði smám saman
aðferðir sínar og varð að lokum
þekktur fyrir hönnun sína á Kirli-
an-tækjum, undanfara kristalla-
tækjanna.
Tveir læknar fengu Harry til
liðs við sig til að kanna útgeislun
eða orkusvið í fingurgómum
krabbameinssjúklinga í saman-
burði við heilbrigt fólk. Sam-
kvæmt niðurstöðum Harrys feng-
ust ólíkar niðurstöður hjá þessum
sem kallast innkirtlakerfi líkam-
ans, það er að segja innkirtlarnir
eru á þessum orkupunktum.
Reyndar hafa aðrir komist að
þessu á þessari öld en nálgast við-
fangsefnið frá ýmsum og ólíkum
áttum.“
Hilmar segir að kristallarnir séu
í sjálfu sér ekki það sem „læknar“
heldur séu þeir náttúrulegir
Kristallarnir eru bornir upp að líkamanum þar sem orkuflæði er stíflað og
látnir vera þar í nokkurn tíma. Hér hafa kristallarnir verið lagðir á lungna-
svæðið.
tveimur hópum. Smám saman
tókst Harry að hanna tæki sem
gerði honum kleift að „skanna“
mannslíkama og mæla orku á
ólíkum stöðum. Hann taldi sig
geta mælt og borið saman orku á
innleið annars vegar og útleið hins
vegar, sem hann las af sveiflusjá. í
ffamhaldi af þessu bar Harry fram
þá kenningu að hægt væri að
greina sýkt líffæri út ffá orkuflæði;
að fyrir væri sýkt líffæri ef spenna
dytti niður á meðan skannað væri
yfir ákveðna parta líkamans. I
ff amhaldi af þessu taldi Harry sig
hafa fundið sjö orkustöðvar í lík-
amanum, sem kom heim og sam-
an við austurlenskar kenningar.
Harryergóður
kaþólskur strákur
Hilmar Örn Hilmarsson er einn
þeirra íslendinga sem hafa farið á
námskeið hjá Harry og á kristalla-
tæki það sem þarf til meðferðar-
innar. „Harry er góður kaþólskur
strákur sem hafði aldrei heyrt um
indverska dulspeki, jóga eða ann-
að slíkt þegar hann stundaði þess-
ar rannsóknir,“ segir Hilmar.
„Hann gat mælt orkupunkta á
vissum stöðum, en grunnorku-
stöðvar í líkamanum eru sjö tals-
ins. Þær finnast við mænurót, rétt
fyrir neðan nafla, þar sem rifbein-
in mætast og kallast sólarplexus,
við hjartað, við hálsinn, á enninu
og ein við hvirfilinn.
Það hefúr komið í ljós að þessar
orkustöðvar eru mjög tengdar því
magnarar, hafi þá einstöku eigin-
leika að geta tekið við raforku. Ef
kristallarnir eru kreistir gefa þeir
ffá sér raforku. Kristallar eru sem
sé magnarar.
Umfjöllun í British
Medical Journal
Harry Oldfield hefur unnið
mikið með breskum læknum og
var til langs tíma „í uppáhaldi“
innan bresku læknastéttarinnar.
Hann komst meira að segja á for-
síðu the British Medical Journal
þegar hann hannaði greiningar-
tæki sín. En viðhorfið til hans fór
að breytast þegar Harry hélt því
ffam að hann gæti læknað fólk af
ýmsum kvillum.
En í hveiju er kristallameðferð
fólgin? Fyrst er orka sjúklingsins
mæld á orkupunktunum sjö með
greiningartækinu. Þegar það hef-
ur verið gert á að vera Ijóst hvar
orkuflæðið er stíflað, sem þá gefur
vísbendingu um hvar kvillinn er.
Þá eru kristallarnir, sem eru í glasi
með saltlausn í, bornir að veika
svæðinu og rafstraumi hleypt í þá.
„Tækin eru yfirleitt mjög ein-
föld,“ segir Hilmar. „Þau hafa on-
off-stillingu og tvo aðra takka.
Annar hefúr fjórar stillingar fyrir
fjórar mismunandi og stighækk-
andi tíðnir, A, B, C og D, og hinn
tíðnistig frá 0 til 10. Lægsta tíðni
er innan við ein sveifla á sekúndu.
Galdurinn er að nota mismikinn
straum á ólíka hluta líkamans. Til
dæmis er alltaf notuð veik tíðni á
neðri hluta hans.“
Einstök líffæri hafa
ákveðnatíðni
Harry hefúr með rannsóknum
sínum kortlagt ákveðna og breyti-
lega tíðni fyrir einstök líffæri.
Hann telur að heilbrigð líffæri hafi
ákveðna tíðni sem notuð er sem
viðmiðun við mælingar. „Kenn-
ingin gengur ekki út á það
að kristallarnir sjálfir séu í
eðli sínu eitthvað heilagir,
heldur er hér um að ræða
lögmálið um ómun og end-
urómun,“ segir Hilmar.
„Galdurinn er að senda
ákveðinn straum eða bylgju
sem hæfir einu ákveðnu h'f-
færi.
Reglan er að nota þá tíðni
sem berst best um líkam-
ann. Þá er notað tæki sem
mælir hvernig orkan dreif-
ist, en það nemur rafsegul-
bylgjur. Kristallarnir eru
síðan notaðir til að dæla
orkunni inn. Straumurinn
getur náð nokkrum tugum
þúsunda volta en er í
ákveðnu formi þannig að
sjúklingurinn finnur ekki
fyrir straumnum.11
Kristallameðferðin nær ekki
aðeins til líkamlegra kvilla heldur
og þeirra andlegu. „Harry hefur
fengist við að þróa og finna róandi
stillingar. Sem dæmi er ákveðin
stilling sem virkar róandi og getur
því hjálpað fólki sem er í kvíða-
kasti,“ segir Hilmar.
Vill ekki vera í hópi
skottulækna
Kristallameðferðin er vafalaust
í hópi kenninga sem teljast um-
deilanlegar og þá sérstaklega þeg-
ar talað er um lækningamátt.
Hilmar segir að enginn sem hefur
haft þessi tæki undir höndum hafi
nokkru sinni auglýst sig sem
lækni og því hafi landlæknisemb-
ættið ekki gert neinar athuga-
semdir við notkun þess. „Harry er
mikið í mun að þetta lendi eldd í
flokki með skottulækningum,“
segir Hilmar. „Þetta er það sem
menn hafa kallað „compliment-
ary medicine“ eða uppbótarlækn-
ingar og á náttúrulega aldrei að
koma í staðinn fyrir hefðbundnar
læknismeðferðir. Menn fylgja
þessum fýrirskipunum hans mjög
stíft og predika ekki undraverðan
lækningamátt tækjanna. Þetta eru
þar að auki mjög ung vísindi og
aðferð sem er í stöðugri þróun.
Það er athyglisvert að með nýrri
tækni sem Harry hefur þróað er
hægt að fylgjast með áhrifum
tækjanna á skermi — þess vegna
sjónvarpsskermi — því mögulegt
er að mynda orkumunstrin."
Erfitt að skýra kristallafræðin
Brynjólfur Snorrason er einn
fárra íslendinga sem nota krist-
allatækið á viðskiptavini sína, en
hann rekur nuddstofú á Akureyri.
Brynjólfur taldi erfitt að skýra
kristallafræðina svo vel væri og
enginn misskilningur hlytist af
„Það spilar ansi margt inn í þetta.
Það má líta á þessa meðferð út ffá
svo mörgum sjónarhomum, þar á
meðal orkustöðvum, orkubraut-
um og áru líkamans. Grunnhug-
myndin er sú að hér sé verið að
hjálpa líkamanum að hjálpa sér
sjálfur, að hjálpa honum við upp-
bygginguna," segir Brynjólfur,
sem sjálfúr lærði fræðin hjá Harry
Oldfield í Lundúnum.
Til nánari útskýringar á um-
fangi meðferðarinnar segir Brynj-
ólfur að grunnurinn nái til ólíkra
þátta í umhverfinu og geti jafnvel
haft áhrif á dýr og plöntur. Hér sé
í raun og veru um lífsstíl að ræða
þar sem taka verði tillit til ýmissa
umhverfisþátta. „Hér er fyrst og
ffemst verið að byggja upp áruna,
orkuna og kraftinn í fólki. Það er
ekki ráðlegt að tala um lækningar
í þessum efnurn."
Blaðamenn sitja í örbyJgjuofni
„Nútímamaðurinn, og þá sér í
lagi þeir sem vinna við tölvur, er
að vinna við tíðni sem brýtur nið-
ur áruna. Blaðamenn, til dæmis,
sitja inni í örbylgjuofni. Því miður
hefúr lítil umræða verið um þessi
mál á fslandi.“
Brynjólfur segir að kristalla-
fræðin sé flókin og þurfi að um-
gangast með gát. „Sumt í kristalla-
lækningum finnst mér sett heldur
glannalega fram, vegna þess að
við vissar aðstæður geta kristall-
amir virkað akkúrat öfugt við það
sem ætlast er tiL“
Til dæmis ættu blaðamenn ekki
að treysta á að með því að leggja
kristal á tölvuna sína geti þeir
unnið gegn niðurbroti árunnar.
„Kristall á tölvu gæti hjálpað en
gæti líka gert illt verra. Kristallinn
getur magnað upp efni neikvætt
og þannig orðið til lítils gagns.“
Harry Oldfield hefur komið
hingað til lands og haldið nám-
skeið í fræðum sínum. íslending-
ar hafa einnig sótt út til London á
námskeið hans. Kristallatæknin er
nú notuð um allan heim sem ein
grein uppbótarlækninga.________
Anna H. Hamar