Pressan - 27.08.1992, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992
35
mjög þakklátur þegar fólk kemur
til mín og þakkar fyrir ágætan
leik.“
Hann hefur nýlokið við að leika
í fmnskri sjónvarpsmynd sem er
samnorrænt verkefni og flokkast
sem „road movie“. „Hún krafðist
annarra vinnubragða og
í myndinni leik ég
kærulausan náunga
sem er sama "m
allt og
ekki un
leiðingar
g e r ð a
sinna."
spanna allan skalann klykkir hann
út með því að leika viðkvæma,
kokkálaða sál úr hugarheimi
Tsjekovs á fjölum Borgarleikhúss-
ins í vetur. Geri aðrir betur.
Asta
Henriksdóttir
Aunio
ballettdansari
„Hæ, hæ, þetta er Asta. Eins og
er ég upptekin og kemst ekki
í símann. En þú sem ert að
reyna að ná í mig lætur mig
vita hver þú ert, hvar ég næ í
ig og klukkan hvað og ég mun
hafa samband eins fljótt og ég
get. Talaðu bara á eftir bíbinu
— það er smábið. Takk fyrir að
hringja og hafðu það gott.
Ókei, bæ bæ.“
Og til
a ð
ER HVORKI HOMMI
NÉ HEVÍ ROKKARI
Ari Matthfasson virðist vera að-
alleikarinn í bænum í dag ef
marka má vinsældir hans. „Þetta
er fyrst og fremst heppni,“ segir
Ari. „Bæði Júlli og Óskar tóku
áhættu með því að taka ungan
leikara því þeir vita ekki hvað þeir
fá.“
Ari leikur jafnmargar ólíkar
persónur og hlutverkin eru mörg.
„Ég er hvorki í Veggfóðri né í Sód-
ómu sú týpa sem stendur mér
nærri og ég er því hvorki hommi
né heví rokkari. Það var á vissan
hátt erfitt að leika þessar týpur en
aðallega fannst mér það skrítið.
Svolítið óþægilegt. Mér fannst til
dæmis mjög erfitt að þurfa að
kyssa annan mann, í raun það
langerfiðasta, og sem leikari þurfti
ég að stíga yfir ákveðinn þröskuld
í sjálfum mér.“ Ari segist hafa orð-
ið var við undarlegt augnaráð
undanfarið frá fólki sem kann
ekki að gera greinarmun milli
raunveruleika og leiklistarinnar.
„Ég var í sundi um daginn og þar
horfði á mig maður með þessu
„ég veit hvernig þú ert“-glotti, en
ég verð að viðurkenna að ég er
svolítið viðkvæmur fyrir þessu.“
Síðasta kjaftasagan er sú að
homminn í Veggfóðri sé giftur og
eigi tvö börn. „Ég er hins vegar
FEGURSTU KVEIMANDL.it ÍSLANDS
AÐ DÓMI Heiðars JÓNSSONAR SNYRTIS
Llnda Pétursdóttir alheimsdrottning og fýrirsæta, vegna fagurrar beinabyggingar. Allir andlitshlutar hennar eru fullkomnir; Guðrún Bjamadóttir
fegurðardrottning og fyrirsæta, vegna sérstaklega fagurrar efri varar. Hún er einhver fegursta kona sem ísland hefur alið; Guðrún Valgarðsdóttir
(Gúa) fegurðardrottning og fyrirsæta, vegna þess að hún er eins og skafm í höggmynd, með fílabeinsandlit. Gúa er alls ekki smáfríð en hefur sterka and-
litsdrætti. Hún hefur karakter í andiitinu; Heiðrún Anna Bjömsdóttir, sem varð númer tvö í síðustu Ungfrú Islands-keppni, hefur sindrandi andlit,
fullt af gáska og fjöri. Hún er svar íslands við Marilyn Monroe; Andrea Brabin fyrirsæta vegna þess að hún lítur út eins og hún stingi aldrei hendi ofan í
kalt vatn þótt hún sé í raun og veru engin pempía. Hún hefur klassískt, háaðlað andlit; Helga Bachmann leikkona er eins og Gúa; alls ekki smáfríð en af-
skaplega fögur kona. Það er engin önnur Hedda Gabler til.
Magnús og
Jóhann gefa
út plötu
Magnús og Jóhann eru
komnir aftur og er plata með
tónlist þeirra að koma útnúí
byrjun september. „Við byrj-
uðum að spila saman 7972
og gáfum þá útplötu. Vorum
svo saman í Change, en
hljómsveitin hætti 1976.SÍÖ-
an höfum við spilað saman
en aldrei gert það á sama
hátt og þá, þvi við unnum
mikið í öðru með," segir Jó-
hann Helgason tónlistar-
maður. Það eru því nærri
tuttugu ár siðan plata kom
síðast út með þeim félögum.
„Þessari plötu mun svipa
tilplötunnarsem kom út fyr-
ir tveimur áratugum. Við er-
um með kassagítar, Hamm-
ond-orgel, bassa og slag-
verk. Við tókum þetta eigin-
lega uppjive", söng og alltí
einu." Jóhann segir sam-
vinnuna leggjast vel í þá fé-
laga og þeir hyggjast fylgja
útgáfunni eftir með tón-
leikahaldi. Fyrsti konsertinn
verðurá Púlsinum.
Hvernig fannst þér
á tónleikunum
með Gömmunum?
Linda Gísladóttir
tónlistarmaður
„Ég skemmti mér alveg ágætlega og
fannst þeir virkilega góðir. Það var bara
synd hvað fáir komu og ég held að fólk geri
sér ekki grein fyrir því hvað þetta er góð
tónlist."
Grétar örvarsson
tónlistarmaður
„Því miður var ég ekki alla tónleikana en
það sem ég heyrði leist mér ágætlega á, von-
ast til að heyra meira í þeim og að þeir sendi
meira frá sér.“
Gunnar Benjamínsson
upprennandi tónlistarmaður
„Þeir vom mjög góðir og vel þéttir.“
Áttu sand af seðl-
um, ertu nógu glúr-
inn að semja við
búðareigendur og
afgreiðslufólk? Ef
svo er geturðu fjár-
fest í leðurgalla frá
toppi til táar, því í ár
er það leður og aftur
leður og einu sinni
enn leður sem er í
tísku. Mörgum þyk-
ir það noldcuð ein-
kennilegt á tímum
dýrafriðunar að
leðrið skuli aftur
vera að ná tökum á
fólki, en
það er
nú samt
svo, og
þeir sem
ætla sér
að vera
inni f
v e t u r
verða að
fjárfesta í
skinni.
Það er
allt á
m i 1 1 i
himins og jarðar til úr leðri; síð og
stutt vesti, missíðir jakkar, stutt-
buxur, síðbuxur, húfur, hanskar,
pils, að ekki sé talað um skó, sem
einnig verða allir að vera úr leðri í
stíl.
Sumir halda því ffam að þessi
tíska sé sprottin upp úr svokall-
aðri hommatísku þar sem leðrið
hefur ríkt um árabil. Tískan nú sé
merki um að almenningur sé aftur
að taka homma í sátt eftir að al-
menningsálitið fór niður á við í
kjölfar umfjöllunar um hinn
skæða eyðnisjúkdóm.
Hvað sem því
líður er það leðrið
sem blífur og fæst
nú í flestum betri
verslunum lands-
ins. Mesta úrvalið
um þessar mundir
er í versluninni 17,
en fleiri verslanir
eru að fá vænar
sendingar á næst-
unni.
Vemharður Linnet
djassgeggjari
„Mér fannst æðislega gaman og það
þurfti engum að koma á óvart þótt Stefán S.
Stefáns og Stebbi Thor gætu spunnið eins og
englar. En menn mega ekki gleyma því að
Þórir Baldurs er með fremstu djasspíanist-
um þótt sumir haldi að hann hafi bara spilað
með Boney M. og Donnu Summer. Þeir sem
ekki mættu, en þeir voru alltof fáir, geta bætt sér upp missinn og
keypt sér geisladiskinn Af Niðafjöllum, sem er alveg meiriháttar."
6 I O B O R G I N
Batman snýr aftur ★★★ Augn-
konfekt og pottþétt skemmtun,
þrátt fyrir þunnan söguþráð.
Danny DeVito er stórkostlegur og
Michelle Pfeiffer hrífandi.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg þrátt fyrir augljósa
hnökra.
Tveir á toppnum 3 lethal Wea-
pon 3 ★★ Minni hasar og minna
grin en í (yrri myndum en meira af
tilraunum til dramatíkur.
B I O H O L L I N
Atlantis Frumsýnir.g á mynd Lucs
Besson sem gerði Big Blue og Sub-
way. Neðansjávarmynd án tals.
Mikið augnkonfekt.
Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru á
aldrinum sjö til tólf ára.
Vinny frændi My Cousin Vinny
★ ★★ Fyndin grínmynd. Joe Pesci
er mun skemmtilegri í þessari
mynd en þriðja hluta Lethal Wea-
pon.
■ii.tmt.nii
Höndin sem vöggunni ruggar
The Hand that Rocks the Cradle
★ ★★★ Hörkuspenna og óhugn-
aður.
Rapsódía í ágúst Rhapsody in Ag-
ust'k+'k Kurosawa-mynd með Ri-
chard Gere í aðalhlutverki. Hugljúf
og heillandi.
Ástríðuglæpir Love Crimes ★★
Enn einn erótískur-tryllir. Miðað við
framleiðslu Hollywood á myndum
um smáskrítna kynlífsóra eru þeir
inni í dag; hvað sem allri eyðni líð-
ur. Þessi mynd hefur þó hvorki kit-
landi óra né titrandi spennu. Hvort
tveggja er flatt.
Falinn fjársjóður Pay Dirt ★★
Dálítið dellukennt grín og því mið-
ur dellukennd spenna einnig.
Nokkrir góðir smásprettir leikar-
anna ná ekki að halda myndinni á
floti. Hún sekkur eins og steinn í
lokin.
Veröld Waynes Wayne's World
★ ★ í flokki mynda sem gera út á
geðveikan húmor. Gallinn er að
húmorinn er ekki nógu geðveikur
og ofsjaldanfyndinn.
LAUGARASBIOl
Steiktir grænir tómatar Fried
green tomatoes ++* Konumynd;
um konur og fyrir konur. Góðir eig-
inmenn láta undan og fara með.
Ameríkaninn American Me ★★
Þokkalega spennandi án þess þó
að.teljast til betri mynda.
Hringferð til Palm Springs Round
Trip to Heaven ★ Allt að því óbæri-
leg leiðindi.
Beethoven ★★ Ágaet mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru á
aldrinum sjö til tólfára.
Stoppaðu eða mamma hleypir
af Stop! Or My Mom Will Shoot ★
Sylvester Stallone slær hér út flest-
ar af sínum verstu myndum og
verður það að teljast afrek.
REGNBOGINN
Ógnareðli Basic Instinct ★★
Markaðsfræðingarnir fá báðar
stjörnurnar. Annað við myndina er
ómerkilegt.
Léttlynda Rósa ★★★ Ljúf saga
um vergjarna stúlku.
Kolstakkur ★★★★ Mögnuð
mynd; hæg, seiðandi og falleg.
Besta myndin í bænum.
Lostæti Delicatessen ★★★★
Hugguleg mynd um mannát.
Homo Faber ★★★★ Mynd sem
allir verða að sjá.
STJORNUBIO
Náttfarar Sleepwalkers ★★ Það er
orðið langt síðan tekist hefur að
búa til almennilega mynd eftir
sögu Stephens King. Þessi tilraun
er með því skárra af afurðum síð-
ustu ára. Hún mun gleðja hörð-
ustu unnendur hrollvekja.
Hnefaleikakappinn Gladiator ★
Smart ofbeldi fyrir þá sem hafa
smekk fyrir slíku. Sætir strákar fyrir
stelpurnar.
Óður til hafsins The Prince of Ti-
des ★★★ Nick Nolte heldur
myndinni á floti.
Börn náttúrunnar ★★★ Rómað-
asta íslenska bíómyndin.
aam
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg unglingamynd en ef
til vill ekki stórkostlegt kvikmynda-
verk.
Tveir á toppnum 3 Lethal Wea-
pon 3 ★★ Söluhæsta myndin vest-
anhafs það sem af er sumri. Sannar
að ekki fer alltaf saman gæfa og
gjörvileiki.