Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 3. SEPTEMBER 1992 BÆTIFLÁKAR KÚNNASÁLFRÆÐI í HAGKAUP „Þegar komið er í Hagkaup í Kringlutini má sjá miklar birgðir af appelsínusafa frá er- lendu fyrirtœki, þar sem hver lítri kostar 99 krónur. Augljóst er, að þetta mikla magn af vör- unni, sem staflað er upp á áber- andi stað í búðinni, dregur sjálfkrafa að sér kaupendur. Þetta er áreiðanlega mest seldi appelsínusafmn í búðinni... Skammtfrá þessurn stóra stafla af appelsínusafa frá erlettdum fratnleiðanda, sem kostar 99 krónurá lítra, má fmna ódýrari appelsíttusafa. Þar er um að rœða vörufrá innlendum aðila, Sól hf, sem kostar 93 krónur, eða 6 krónum lœgra verð en á fyrrnefndu vörunni. Fólk þarf að hafa fyrir því að taka eftir þessari vöru. Með sama hcetti og augljóslega er lögð áherzla á að selja fyrrnefndu vöruna er a.m.k. ekkert gert til að vekja athygli viðskiptavinarins á ódýrari vörunni. Hvað veldur?‘ Víkverji Morgunblaðsins. Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups: „Það vill nú svo undarlega til að nákvæmlega þá viku sem þetta birtist í Víkverja var þessi erlendi safi á tilboði á 59 krónur, en það er rétt að al- mennt verð var 99 krónur. Við drögum athygli að vörum á víxl; ýmist eru þær á tilboði eða ekki á tilboði, og stundum fær Sólar- safinn meiri athygli en annar. Það er verið að hafa ákveðna fjölbreytni. Við flytjum þennan erlenda safa inn milliliðalaust og erum eini aðilinn á landinu sem er með hann og höfum haft hann svona sem innanhúss- merki og þess vegna höldum við honum kannski að kúnnum frekar en annarri vöru.“ TRÚARVAKNING FANGA „Orð lífsins hóf komu sína hingað (á Litla-Hraun) fyrir ári og hafa komið fulltrúar einu sinni í viku til að boða fagnað- arerindið með mikilli þraut- seigju og þolinmæði, rt'kinu að kostnaðarlausu. Þeim hefur nú verið vísað frá og bannað að koma nálœgt fangelsinu á þeim forsendum að Fangelsismála- stofnun hafi fangelsisprest til að sinna þessum störfi'm. Málið er þó ekki svona ein- falt. Á þeim tveimur árum, sem ég hef dvalið hér á Litla- Hrauni, hefur fangelsisprestur- intt haldið þrjár samkomur sem verður að teljast lítið, a.m.k. að mínu mati. I jjóra mánuði sást ekki prestur ftér en birtist á ný fyrir fiórum vikum. Það er að sjálfsögðu gott en á satna tíma standa fangar eina ferðina enn frattuni fyrir þeirri staðreynd að þegargóðir hlutir eru á dagskrá þá eru þeir hrifsaðir burt. Það virðist vera eins konar lögmál hjá fangelsisyfirvöldum að koma í vegfyrir það góða sem reynist vel. “ Fangi í lesendabréfi til DV. ^ g 5® .1111 ** „ ! l « B R:. Wj mT |“ rm ■ • Gústaf Lilliendahl, for- stjóri Litla-Hrauns: „Þessi söfnuður hefúr komið hingað og það hafa örfáir fangar sýnt þessu svolítinn áhuga. Ég veit ekki hvers eðlis þetta er en ég veit um afstöðu þjóðkirkjunnar til þessa safnaðar. Þeir komu hingað reglulega en í reglugerð um heimsóknir til fanga segir að sækja þurfi um leyfi til reglu- bundinna heimsókna til dóms- málaráðuneytis eða fangelsis- málastofnunar. Ég benti þessu fólki á að það yrði að afla sér slíks leyfis. Söfnuðurinn sendi SIGHVATUR BJÖRGVINSSON heilbrigðis- og trygginga- ráðherra B E S T Hann er skemmtilegur og getur verið mjög hlýr og gamansamur og býr til góðar vísur. Sighvatur er fljótur að átta sig á hlutunum og er smám saman að læra þá list að bera sig upp við menn áð- ur en hann æðir af stað. Hann er líka mjög fylginn sér og lætur ekki það sem virðist vera illfær kelda tálma för sinni. Hann erstundum upp- stökkur og hættir til að vera fljótfær. Og ef honum mislík- ar við fólk þá situr það tals- vertíhonum. ráðuneytinu umsókn um leyfi en henni var synjað, hann hafði síð- an samband við ráðherra sjálfan. Eftir því sem mér er tjáð var söfnuðinum ráðlagt að senda aftur inn umsókn og er þessi seinni umsókn enn óafgreidd ffá ráðuneytinu." VARH UGAVERÐ GATNAMÓT „Gatnamót þessi (Grensás- vegur/Breiðagerði) eru mjög varhugaverð þar sem btlar koma oft á miklum hraða niður Grensásveg og bílstjórar gæta oft ekki nógu vel að biðskyld- unni sem þarna er. Útsýnifrá þessum gatnamótum upp Grensásveginn og einnig frá Grensásvegi ttiður, inn Breiða- gerðið, er mjög lítið vegna hárra og þéttra trjáa. Þarna þyrfti að vera stöðvunarskylda svo að að- albrautarrétturinn væri virtur þar sem þarna hafa orðið harkalegir árekstrar og munu verða áfram ef ástandið verður óbreytt og biðskyldumerkið lát- ið standa. Fyrir fáeinum árum var biðskyldumerkið tekið niður við Heiðargerði til mikilla bóta og öryggis. Þar er nú rauða STOPP-merkið uppi. Eins var þessi breyting gerð við Sogaveg ogÁrmúla. Hvers vegnagatna- mót Breiðagerðis og Grensás- vegar urðu útundan skil ég ekki. Nema ef vera kynni að þau hafi hreinlega gleymst.“ Einar Ingvi Magnússon, lesendabréf í DV. Baldvin Baldvinsson, yfir- verkfræðingur hjá umferðar- deild Reykjavíkurborgar: „Við erum búin að kvarta til byggingarfulltrúa út af girðing- unni sem þarna er. Ég hef enga trú á stöðvunarskyldunni; hún er ekki virt, en það kemur auð- vitað til greina að setja hana upp. En við viljum að byggingarfull- trúi láti lækka þessa girðingu og auki þar með útsýnið á gatna- mótunum.“ oft nefndur Sæmi rokk, var lífvörður Bobbys Fischer þegar skákeinvígi aldarinnar var háð hér á landi ár- ið 1972. Hann varð einkavinur taflmeist- arans og héldu þeir lengi vel sambandi. Sæmundur hefur fulla trú á Fischer nú tutt- ugu árum síðar og tel- ur hann enn vera einn mesta skákmann ald- arinnar. Fischer sé greinilega samur við sig. Sigur fyrir skák- heiminn Þú varst lífvörður Fischers og einkavinur. „Ég var lífvörður hans í tengsl- um við einvígið og mikið nálægt honum í kringum skákirnar en einnig að tjaldabaki og í ffítímum. Við hjónin fórum síðar með hon- um til Bandaríkjanna, vorum tvær vikur í New York og tíu daga í Los Angeles. Hann ætlaði alltaf að koma hingað aftur og við höfðum mikið samband fyrsta áratuginn. Það samband fjaraði út án þess að ég viti ástæðuna fyrir því.“ Þú hefurþá ekki heyrtfrá hon- um lengi? „Ég hef frétt af honum í gegn- um sameiginlega vini en ekki hef- ur hann sjálfur haft samband. Hann er lítið fyrir að skrifa og hringir frekar. Það hefur hann ekki gert lengi.“ Hvernig líst þér á einvígið nú? „Alveg frábærlega vel, þetta er stórkostlegt. Það er mikill sigur ef hann kemst í gang og þá sérstak- lega fýrir hann persónulega. Ekki er sigurinn síðri fyrir allan skák- heiminn að fá hann til að tefla aft- ur. Ég hef trú á Fischer og þótt Spasskí sé allra góðra gjalda verð- ur, og ágætis skákmeistari, held ég að hann hafi ekkert í Fischer að gera, þrátt fyrir að hinn síðar- nefndi hafi stoppað lengi. Hann hefur örugglega fylgst vel með þann tíma sem hann hefur verið fjarverandi þótt hann sé ef til vill ekki eins Idár í slaginn og ’72. Spasskí er heldur ekki í þeim gæðaflokki sem hann var þá. Það er trú mín að Fischer sé einn mesti skákmaður aldarinnar." Hvernig tilfinning var það að sjá Fischer á skjánum eftir allan þennan tíma? „Ég þekkti hann, þrátt fyrir miklar breytingar á útliti hans. Ekki virðist þó breyting hafa orðið á skapferli hans og það getur blossað upp eins og sýndi sig í sjónvarpsviðtalinu. Hins vegar held ég að hann hafi ekki gleymt miklu af skákgetu sinni. Hann sýndi það á sínum tíma að hann hafði góðar taugar við taflborðið og það voru aðrir en hann sem fóru á taugum. Ég vona að hann hafi haldið því og enda þótt ég sé Iíka góður vinur Spasskís þá held ég með Fischer, eins og svo margir aðrir. Hann þarf að klára þetta með sæmd fýrst hann var að koma aftur.“ Hvað finnst þér utn yfirlýsing- ar hatts. Er hann samur við sig? „Það er hann, en það má til sanns vegar færa að Bandaríkja- stjórn hefúr ekki gert margt fyrir hann. Hann vann það afrek að taka kórónuna sem besti skák- maður heims nánast upp á sitt eindæmi. Og jafnvel þótt hann hafi farið fram á mikið var það þröngsýni af hálfu Alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, að koma ekki betur til móts við hann og fá hann til að halda áfr am að tefla á sínum tíma. Karpov fékk titilinn á silfúr- fati án þess að keppa um hann og Fischer vill því meina að hann tefli nú sem heimsmeistari og skákein- vigi aldarinnar sé endurtekið tutt- TVÍFARAR ugu árum seinna. Það er ekki svo vitlaust, en hann er og verður allt- af með toppkröfúr. Sá sem á móti honum teflir nýtur þessa, því hann berst fyrir sem bestum að- búnaði beggja.“ Hvað um ásakanir um svið- setningu á skák Karpovs og Ka- sparovs? „Ég vil nú ekki taka undir það, því þeir eru báðir frábærir skák- menn og hafa sýnt það síðustu tuttugu árin. Þótt einhveijar sönn- ur megi færa á að þeir hafi teflt eitthvað létt er sýnt að tafl- mennska þeirra er afburðagóð og þeir engin lömb að leika sér við.“ Þú ætlar ekki að skella þér út? Nei, ætli ég láti ekki duga að fylgjast með þessu úr fjarlægð og horfa á Jóhann Hjartarson skýra út einvígið í sjónvarpinu. Ég bíð spenntur eftir þessu, eins og allur heimurinn, en ég læt það vera að fara og það gæti kannski bara gert illt verra. Maður veit ekki full- komlega hvernig hann er stemmdur til tilverunnar.“ Á RÖNGUNNI Tvífarar vikunnar eiga það sameiginlegt að hafa báðir atvinnu af tungulipurð sinni án þess að segja afskaplega mikið. Sigursteinn Másson með fréttaflutningi á Stöð tvö og George Michael með ómþýðum söng um heim allan. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera komnir yfir tvítugt án þess að hafa lært að raka sig. Á hinn bóginn eru báðir augljóslega snillingar í meðferð hárkvoðu og hárþurrku. Levantískar augabrúnirnar setja svip á báða að ekki sé mmnst á yfirlætislegan djúphugsunarsvipinn, sem báðir hafa augljóslega eytt nokkrum tíma í að æfa. Hið eina, sem George Mi- chael hefur framyfir Sigurstein, er varaþykktin, en úr því má víst bæta með nútímaskurðlækningum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.