Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 Tálbeitan í kókaínmálinu LOGGAN NOHBI DOPSMYGLARA OGDÆHDAN NAODGARA „Beitan“ í kókaínmálinu fór fram á vægari meðferð vegna stórsmygls á hassi gegn því að leggja gildru fyrir Stein Ármann. Steinn segir kókaínið hafa átt að fara til Dan- merkur, en útsendari fíknó hafi narrað sig til að selja það hér. Beitan er heildsali í Reykjavík, kókaínneytandi og dæmdur nauðgari. Við yfirheyrslur hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins segist Steinn Ármann Stefánsson hafa verið í sendiferð á vegum kólumbískra fíkniefnasala og hafi sendingin, sem hann var gripinn með, upp- runalega átt að fara til Danmerk- ur. Hann segist ekki hafa ætlað að selja efnið hérlendis fyrr en „beita“ ffkniefnadeildar lögregl- unnar falaðist eftir því. „Beitan“ er hálffertugur heildsali í Reykja- vík og á óafgreitt mál ffá því hann var handtekinn fyrir rúmum tveimur árum með mikið magn flkniefna. öryggis mannsins vegna er ekki hægt að birta nafn hans, en til hægðarauka má kalla hann Ól- af. Leiðir þeirra Steins Ármanns lágu saman í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg skömmu eftir ára- mótin. Þá sat Ólafur inni vegna nauðgunar, en Steinn Ármann af- plánaði dóm vegna máls sem upp kom á Suðureyri í ársbyrjun 1991. Kynni tókust með þeim og Steinn sagði Ólafi frá kókaínsendingu sem hann hefði flutt með sér frá Kólumbíu. Þegar Ólafur var látinn Þeir Sleinn losnuðu úr nn'sundinnl snemma vors. en bað var ehki tvrr en í iúlí að ..Ólafur" hafði samband við Stein oa Ivslí áhuna á að hauna efnið. laus lét hann fíkniefnalögregluna vita og tók síðan að sér að þykjast ætla að kaupa efnið með það að markmiði að grípa Stein Ármann með það undir höndum. HEILDSALIOG DÆMDUR NAUÐGARI Ólafúr er 35 ára og búsettur í Garðabæ. Hann hefur undanfarin ár rekið heildverslun í Reykjavík, einkum með fatnað og snyrtivör- ur. Sá rekstur hefur gengið afar erfiðlega og fyrr á árinu varð nafn- breyting á fyrirtækinu, þótt sami maður sjái enn um rekstur þess. Vitað er að Ólafur hefur verið kókaínneytandi og hefur verið tekinn með lítilræði af kókaíni undir höndum, en samkvæmt upplýsingum blaðsins var hann einnig handtekinn með þrjú kíló af hassi í febrúar 1990. Fíkniefna- deildin sendi ríkissaksóknara skýrslu um málið í desember sama ár og ákæra var gefin út í ág- úst í fýrra. Málið hefur ekki verið tekið fýrir enn, þrátt fýrir ítrekun ríkissaksóknara um það nú í vor. Heimildir blaðsins herma að Ólaf- ur hafi farið fram á ívilnun í því máli gegn aðstoð við fíkniefna- deild lögreglunnar, en hún mun engu hafa lofað í því efni og ekki talið það í sínu valdi. Þegar PRESSAN hafði sam- band við „Ólaf' vildi hann ekki ræða mál sitt á þessu stigi, sagði að það væri afar viðkvæmt og erf- itt viðureignar að tjá sig í fjölmiðl- um um hvernig það hefði gengið fýrir sig. Eftir því sem PRESSAN kemst næst hefur Ólafur rúmlega tutt- ugu sinnum komið við sögu hjá lögreglunni vegna ýfniss konar af- brota á átján árum. Hann var fýrst handtekinn fyrir þjófnað árið 1974 og var þá ákæru frestað skil- orðsbundið. Hann fékk tvo skil- orðsbundna dóma fyrir þjófnað þremur árum síðar. Hann hefur setið fjórum sinnum í varðhaldi fyrir umferðarlagabrot og tólf sinnum verið dæmdur í sektir eða náð dómsátt í sams konar málum. Síðasta sáttin, sem vitað er um, náðist fýrir rúmum tveimur árum, hálfu ári eftir að hann var tekinn með áðurnefnda þriggja kílóa sendingu af hassi. Haustið 1990 hlaut Ólafur sex mánaða dóm fýrir nauðgun sem átti sér stað í heimahúsi í Reykja- vík að morgni nýársdags árið 1990. Samkvæmt venju um fulln- ustu dóma afplánaði hann þrjá mánuði af þeirri refsingu í Hegn- ingarhúsinu á Skólavörðustíg frá

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.