Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 46

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 46
34. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 3. september Einar Vilhjálmsson kastaði -10 sentimetra eftir að spjótið sveif heilan hring inn í auga fellibyls- EINAR VILHJÁLMS- SON SLASAST í KEPPNI í LOUISIANA Svavar Gestsson ÓLAFUR RAGIUAR BEITTITÁL- BEITU TIL AB FELLA MIG 8EM FORMANN ÞINGFLOKKSINS Hann tældi þingmennina fimm til að greiða Ragnari at- kvæði með ólöglegum hætti; beitti tálbeitu, mútum og öðrum aðgerðum sem eru á mörkum hins löglega. Svavar Gestsson segir að það muni ekki hafa neinn eftirmála af sinni hálfu þótt hann hafi verið felldur sem þingflokksformaður. Það breyti þvl hins vegar ekki að Ólafur sé skíthæll og óhæfur í samstarfi. Ég ætlaði að ná í leifarnar af fellibylnum Andrési og ná óvenjugóðu útkastshorni fyr- irörvhentan kastara. Ég kast- aði hins vegarí auga felli- bylsins og sá spjótið svífa hring þar til það stakkst í fót- inn á mér. Niðurskurðartillöaur ríkisstiórnarinnar STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ KJÖTBOLL- URNAR í MÖTUNEYTINU í ARN- ARHVÁLI VERfll 50 GRÖMM í STAfl 60 GRAMMA Munum ekki kyngja þessu, - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Við höfum tekið á okkur nóga kjaraskerðingu þótt við látum ekki hrifsa frá okkur matinn, - segir Ögmundur Jónasson og segist ætla að mæta í mötuneytið I Arnar- hváli í hádeginu til að tryggja að kjötbollurnar séu af réttri stærð. segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra, sem segisthafa lagt niðurskurðarhnífinn á hilluna en tekið upp míkrófóninn ístaðinn. „Þetta hlýturað stafa afálaginu íráðuneytinu," segirJón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks. Reykjavík, 3. september. „Eftir að hafa verið í felum í fimmtán ár hef ég ákveðið að koma fram að nýju. Þótt ff ægðin hafi á sínum tíma ver- ið orðin óbærileg þá áttaði ég mig síðar á því að það er skömminni skárra að burðast með frægðina en vera heil- brigðisráðherra uppi á ís- landi,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi sem hann hélt í gær til að tilkynna að hann væri í raun og veru ekki Sighvatur heldur Elvis Presley, rokkkóngurinn ffægi, sem tal- inn er hafa verið látinn undan- farin fimmtán ár. f STJORNLAUS MALBIKUNARVEL LA6W FOSSVOGSBRAUTINA í NÓTT Skil ekki hvernig þetta hefur getað gerst, - segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Trúi ekki að þetta hafi verið mistök, - segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs. Hannes Daníelsson malbikunarstjóri segist hafa gengið eðlilega frá vélinni þegar hann hætti í gær. (morgun hafði hún lagt hina umdeildu Fossvogsbraut. Til að sanna mál sitt sté Sig- hvatur upp á svið og söng lagið „Teddy Bear“ sem Elvis gerði þekkt á sínum tíma. Meðal blaða- mannanna á fundinum voru skiptar skoðanir um frammistöðu Sighvats. Einn þeirra hvíslaði í eyra blaðamanns GP: „Það fer nú ekki milli mála að maðurinn heíur legið í gröfinni undanfarin fimm- tán ár.“ „Ég hef þekkt Sighvat lengi og hef ekki nokkra trú á að hann sé Elvis. Það eina sem þeir eiga sam- eiginlegt er vaxtarlagið," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. „Ég held að við höfum einfald- lega lagt of mikið á manninn og hann hafi bugast undan álaginu. Það er hins vegar gleðilegt að Sig- hvatur skuli ekki halda því fram að hann sé Napóleon. Það er miklu skemmtilegra að sjá hann í gervi Elvis,“ bætti Jón Baidvin við. GP reyndi árangurslaust að ná sambandi við Priscillu Presley, fyrrum eiginkonu rokkkóngsins, án árangurs. Ef Sighvati tekst að sanna að hann sé Elvis mun það ekki einvörðungu draga athygli heimspressunnar að honum held- ur verður hann þá einn auðugasti maður heims, en dóttir Elvis og Priscillu er talin auðugasti táning- ur í heimi. KJARTAN REK- INN SEM RIT- STJÓRIGP Hann vann blaðinu fyrst og fremstógagn, - segir Lárus Hannesson, stjórnar- formaðurGP. „Eftilvill var það hundurinn hans Kjartans sem fyllti mælinn," segir Lár- us stjórn- arformað- ur. „Kjart- an kom þráfaldlega með hann með sér á vinnustað þótt helvítis hundurinn ætti það til að éta mikilvæg gögn og gera þarfir sínar hvar sem hann lysti." 68 55 WVH'UIU

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.