Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 21 STJÓRNMÁL Fyrirgreiðslulýðrœði Samkvæmt vestrænum hug- myndum um lýðræði fara hand- hafar framkvæmdavaldsins með hið virka vald sem mælist til eða leggur fýrir en þingin þar sem sitja fulltrúar þjóðarinnar eru hið sam- þykkjandi eða hið hafnandi vald. Þetta er arfleifð frá þeim tímum þegar þingin sóttu á um vald og hlutverk gagnvart konungsvald- inu. Niðurstaðan fólst í ákveðnu jafnvægi þar sem annar aðilinn fékk vald til að framkvæma en hinn til að fylgjast með og setja aðgerðum framkvæmdavaldsins reglur og takmörk. Mér virðist sem jafnvægið milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds hafi raskast mjög verulega og að í stjórnfyrirkomulagi okkar sé í raun of lítill gaumur gefinn að hinu mismunandi eðli valdsins senm stafar af mismunandi hlut- verkum ólíkra handhafa þess. Því síður er reynt að skerpa skilin á milli þeirra. Á þessu fyrirkomu- lagi eru m.a. eftirfarandi einkenni. Þingið er talið hafa æðsta vald í málefnum rfkisins og litið er svo á að í ákvörðunum þess komi fram „vilji þjóðarinnar" sem í litlu megi hefia. Dómstólar hafa veigrað sér við að ganga gegn „vilja þjóðar- innar" jafnvei þótt hann standi til þess að ganga á rétt einstaklinga. Of lítill greinarmunur er gerður á störfum framkvæmdavalds ann- ars vegar og þings hins vegar. Þetta eru einhvern veginn allt þingstörf þar sem litið er á fram- kvæmdavaldið sem verkfæri þingsins. Barátta þingmanna snýst um að ráða yfir og ráðskast með þetta tæki. Sigurstund sér- hagsmuna er þegar „þeirra“ mað- ur hefur náð réttu ráðuneyti með þeim afleiðingum að skilin milli samtaka og fagráðuneytis hverfa. Mikilvægustu ákvarðanir færast yfir í viðkomandi ráðuneyti eða jafnvel beint til hagsmunaaðil- anna. Þingið verður eins konar af- greiðslustofnun þar sem mest er lagt upp úr einstökum aðgerðum í stað almennrar lagasetningar. I’ stað manna sem eru færir um að sinna eftirlitshlutverki eða verk- efnum löggjafa semja fulltrúar sérhagsmuna sín á milli um að- gerðir og framkvæmdir þar sem greiði kemur fyrir greiða. Óvíða koma afleiðingar „fyrir- greiðslupólitíkur" undangenginna ára betur fram en í banka- og sjóðakerfmu. Opinberir eða hálf- opinberir sjóðir undir beinni eða óbeinni stjórn stjórnmálamanna blasa hvarvetna við. Sama er hvort um er að ræða húsnæðjskerfið, námslánakerfið, bankakerfið, sjóðakerfi atvinnuvega; hvarvetna er ríkisvaldið með fingurna þar sem pólitísk sjónarmið ráða ákvörðunum fremur en fagleg og fjárhagsleg. Á síðasta ári var svo komið að fortíðarvandi sjóðanna var áætl- aður um 18 milljarðar króna og var þá ekki tekið tillit til þeirra milljarða króna sem brunnu upp í banka- og sjóðakerfinu fram að þeim tíma og áður hafði verið gerð grein fyrir í bókhaldi þeirra. Aðeins var um að ræða þá fjárhæð sem vitað var að myndi skella á sjóðunum en engin grein hafði verið gerð fyrir í bókhaldi þeirra eða á fjárlögum. Til skýringar má Síðari hluti HREINN LOFTSSON Dómstólar hafa veigrað sér við að ganga gegn „viljaþjóðarinnar“jafnvelþótt hann standi til þess að ganga á rétt einstaklinga. geta þess að aðeins í einum þess- ara sjóða, Framkvæmdasjóði, nam fortíðarvandinn 1,3 milljörð- um króna en eigið fé sjóðsins hafi rýrnað um 2,7 milljarða króna á 5 ára tímabili skv. reikningum sjóðsins. Á sama hátt var reiknað- ur fortíðarvandi Byggðastofnunar enginn vegna þess að í reikning- um stofnunarinnar hafði verið gert ráð fýrir afföllum og tapi. Eigi að síður komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fimmt- ungur útlána stofnunarinnar myndi tapast eða samtals um 2,5 milljarðar króna. Það gefur augaleið að reikning- urinn vegna taps á útlánum sjóð- anna mun lenda á skattgreiðend- um í ffamtíðinni. Mikilvægt er að menn dragi réttar ályktanir og dragi úr möguleikum stjórnmála- manna til að ráðskast með sjóð- ina. Fyrstu skrefin hafa verið stig- in þar sem Framkvæmdasjóður hefur verið gerður upp og sjóðum síðustu ríkisstjórnar hefur verið lokað. Jafnframt hafa verið settar stífar efnisreglur um starfsemi Byggðastofnunar sem gera miklar faglegar kröfur til starfsemi henn- ar. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin. Brýnt er að hefja einkavæðingu fjárfestingarlánasjóða í eigu rflds- ins og sölu ríkisbankanna. Einka- væðing þessara stofnana fækkar tækifærum stjórnmálamanna til setu í sjóðum og bankaráðum og þar með til að hafa pólitísk áhrif á störf þeirra. Fleira þarf til að koma. Með mark- vissum hætti verður að skilja á milli lög- gjafar- og fram- kvæmdavalds þar sem skýrt verði kveð- ið á um verkefni og hlutverk hvors um sig. Til að byrja með gæti verið skynsam- legt að taka upp þá reglu að ráðherrar sitji ekki á þingfund- um nema þegar mál- efni sem undir þá heyra eru þar til um- ræðu. Án þann hátt væri undirstrikað að ráðherrar hafa mikils- verðum skyldum að gegna gagnvart fram- kvæmdavaldinu og að þau störf eru ekki þingstörf. Þá verður að fækka verkefnum á sviði fram- kvæmdavalds sem þingmenn sinna. Ennfremur er nauðsynlegt að greina skýrt á milli verkefna stjórnvalda og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu sem ekki ættu að hafa opinbert vald með höndum. Framangreindar ráðstafanir myndu án vafa leiða af sér bætt stjórnarfar og aukna fagmennsku í stjórnkerfinu. Eigi að síður fælist ekki í þeim nein trygging fýrir full- komnum stjórnarháttum enda er engin slík trygging til. Aðalatriðið er að menn átti sig á vanköntum núverandi kerfis og bregðist við þeim með aðgerðum sem duga og yrðu ótvírætt til bóta._______ Höfundur er aðstoðarmaöur torsætisrdð- herra Alþýðubandalagið var um ára- bil nánast óstarfhæff vegna harka- legra átaka sem snerust í senn um málefni og menn. Árið 1988 voru deilurnar settar niður tímabund- ið, þegar Alþýðubandalagið gekk til samstarfs við Framsóknar- flokkinn og jafnaðarmenn í ríkis- stjórn. Einn helsti tilgangur for- ystu flokksins með því var einmitt að setja niður deilurnar. Þetta staðfestir til dæmis Svavar Gests- son í hreinskilnu viðtali við Tím- ann nú um helgina. Síðan hafa þeir Ólafur Ragnar og Svavar not- að hvert tækifæri til að undir- strika, að gömlu deilurnar séu búnar, og friður brostinn á í Al- þýðubandalaginu. Nú hafa eigi að síður hinar gömlu deilur blossað upp með mun persónulega illvígari hætti en áður. Margrét Frímannsdóttir, vel látinn formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, ákvað að láta af því starfi eftir fjögur erfið ár. Allir vissu, að Svavar Gestsson sóttist eftir því að taka við emb- ættinu. Hann hefur gegnum árin gegnt þýðingarmiklum embætt- um á vegum flokksins, en er í dag án nokkurs trúnaðarstarfa, og sit- ur þess utan ekki í mikilvægustu nefndum þingsins fyrir Alþýðu- bandalagið. Það hefði því alls ekki verið óeðlilegt að Svavar yrði formaður þingflokksins, sem í Alþýðu- bandalaginu er eitt mikilvægasta embættið. Hvað sem líður pólit- ískum ágreiningi okkar, sem á sínum tíma deildum við Svavar í Alþýðubandalaginu, þá er engum blöðum um það að fletta að hann hefur mikla reynslu að baki, og er maðurinn yrði undir. Kosningin endurspeglar því tæpast raun- verulegan styrk Ólafs í þing- flokknum. í Ijósi yfirlýsinga Ólafs Ragnars um að tími átaka sé liðinn, og full- ar sættir séu millum arma, þá er leikmönnum það vitaskuld óskilj- anlegt hvers vegna hann notaði ekki tækifærið og innsiglaði sætt- irnar með því að stinga sjálfur upp á Svavari. En í upphafi hefur Svav- ar bersýnilega skilið Ólaf svo að sú yrði niðurstaðan, því hann hefur lýst því opinberlega, að hann hafi verið „grandalaus" gagnvart und- irferli formanns síns, og telur hliða sé honum sjálfum tryggt sterkt embætti innan flokksins að formennsku lokinni. En það emb- ætti sem Ólafur Ragnar mun vafa- laust stefna á er formaður þing- flokks, sem hann hefur áður gegnt og er mjög valdamikið innan Al- þýðubandalagsins. I þessu liggur skýringin á með- ferð hans á Svavari. Hefði Ólafur leyft Svavari að verða formaður þingflokksins, þá hefði það_ styrkt arm þeirra Steingríms Jóhanns, og aukið líkurnar á því að hinn síðar- nefndi yrði næsti formaður Al- þýðubandalagsins. En til þess má Ólafur eðlilega ekki hugsa, því „Ólafur Ragnar hefur kosið að setja Alþýðubanda-^askufmafmfg lagið aftur í uppnám. “ Steingrímur ,óhann á að eðlisfari búinn mörgum kost- um sem árin og reynslan hafa þroskað vel. Það kemur ekki síst fram í þinginu, þar sem hin mál- efnalega umræða af hálfu Alþýðu- bandalagsins hvílir gjarnan þyngst á herðum hans meðan Ól- afur Ragnar er drýgri í skærum og flugeldasýningum. Sjálfur hefur Svavar sagt við fjölmiðla, að sjö þingmenn af níu hafi gefið sér ástæðu til að æfla, að þeir styddu hann, en Ólafur hafi með undirferli unnið gegn sér bak við tjöldin. Afleiðingin varð þver- klofinn þingflokkur, þar sem fjór- ir styðja Svavar en fimm Ólaf Ragnar. Staða Ólafs sjálfs er líka ótrygg, þar sem líklegt er að af- staða einhverra fimmmenning- anna hafi byggst á því, að það yrði flokknum erfitt í þeirri þröngu stöðu sem hann er í núna, að for- sömuleiðis í fyrrnefndu viðtali að Ólafur hafi misst af gullnu tæki- færi til að staðfesta sættirnar. En hvers vegna í ósköpunum kýs þá Ólafur að rífa upp sárin sem voru að gróa? Til þess liggja nokkrar ástæður. Ólafur hefur átt undir högg að sækja í flokknum. Hann var svín- beygður af þeim þremenningum Hjörleifi, Steingrími Jóhanni og Svavari á miðstjórnarfundi um EES fyrr í sumar, og átti því harma að hefna. En hann er líka að horfa til sinnar eigin framtíðar. Sam- kvæmt reglum flokksins á hann tiltölulega skammt eftir sem for- maður; ætti í raun að hætta á næsta landsfundi. Ólafur Ragnar þarf því að gæta þess, að spila svo úr kortunum, að í senn takist honum að búa til arftaka sem verður honum leiðitamur og sam- tiltölulega skömmum mmmmm tíma skáka honum í sæti hornkerlingar við háborð flokksforystunnar. Jafnframt er Ijóst, að þegar Ólafur hverfur úr stöðu formanns flokksins, þá myndi Svavar aldrei fallast á að rýma embætti formanns þing- flokksins fýrir Ólafi. Gegn þessari stöðu tefldi Ólafur Ragnar stórsnjalla fórnarskák. Fléttan fólst í því að telja Ragnar Arnalds á að koma aftur inn í miðju stjórnmálanna. Fyrsti leik- urinn var að gera Ragnar að for- manni þingflokksins, og niður- lægja Svavar opinberlega. Seinni leikur fléttunnar verður svo tefld- ur þegar kemur til formanns- skipta. Þá mun Ólafur Ragnar vitaskuld benda á hinn farsæla þingmann og formann þing- flokksins, Ragnar Arnalds, sem hæfasta kandídatinn. Ragnar er bersýnilega meðvitaður um fyrir- hugaðan gang taflsins, því hann talar nú sjálfur um það í fjölmiðl- um að koma af fullum kraffi á nýj- an leik inn í iðu stjórnmálanna, og mun því vafalaust taka því vel að verða formaður flokksins á nýjan leik. Um leið myndi hins vegar losna embætti formanns þing- flokksins, sem Ólafur Ragnar tæki að sjálfsögðu. Átök Olaf Ragnars við Svavar nú eru því ósköp skiljanleg. Þau ganga út á að tryggja í senn leiði- taman eftirmann til flokksfor- mennsku, og um leið áframhald- andi valdastól fyrir sjálfan sig í flokknum. Allt bendir til að þetta hafi honum tekist. Fórnarkostnaðurinn við þessa djúpt tefldu skák er hins vegar flokksfriðurinn, sem nú er úti. f kjölfarið munu sigla hörð, per- sónuleg átök. Það mun minna fara fyrir málefnum, því satt að segja er þegar búið að setja múl hinnar gömlu einangrunarstefnu á Ólaf Ragnar. Hann er löngu bú- inn að gefa stefnumið þeirra, sem á sínum tíma komu honum til valda, upp á bátinn. Hér er stefnt til langvinnrar styrjaldar. Ólafur Ragnar hefur nú kosið að setja Al- þýðubandalagið aftur í uppnám. Svavar Gestsson og Steingrím- ur Jóhann munu svo berjast hat- rammlega fyrir stöðu sinni. Þeir munu til dæmis byrja á því í næsta forvali, að leggja allt undir til að ýta úr þingflokknum besta stuðn- ingsmanni Ólafs Ragnars. Sú sem mestu tapar í þessum tröllaslag kann því að verða Guð- rún Helgadóttir. Hötundur er formaður þingtlokks Alþýðu- fíokksins. U N D I R Ö X I N N I Fyrir hvern er þessi verksmiðja, Hákon? „Áburðarverksmiðja ríkisins var vitanlega reist í þágu allrar þjóðarinnar. Þó að stærsti við- skiptaaðilinn sé bændur þjón- ar verksmiðjan einnig öðrum neytendum og því er ekki hægt að tala um einhvern ákveðinn hóp í þessu sam- bandi." Hefur ekki þótt ástæða til að lækka áburðarverð hér á landi? „Eins og með svo mörg önn- ur fýrirtæki höfum við staðið í þeirri baráttu að halda niðri rekstrarkostnaði verksmiðj- unnar. Það hefur hins vegar ekki verið tekið sérstaklega fyr- ir innan stjórnarfyrirtækisins hvort áburðarverð skuli lækk- að eða ekki." Jafnvel þó að verð á áburði sé svo hátt að bændur veigra sér viðaðkaupahann? „Borið saman við nágranna- lönd okkar er verð á áburði ekki miklu dýrara hér en ann- ars staðar. íslenskur bóndi greiðir til dæmis ekki nema 4 til 10 prósentum hærra verð fyrir áburð en bóndi (Noregi." Hvað með fregnir af geysilega lágu áburðarverði í Skotlandi? „Staðreyndin er sú að gífur- legar sviptingar hafa verið á þessum markaði innan Evr- ópu vegna samdráttar síð- ustu árin. (Bretlandi hefurorð- ið mikill taprekstur á þessu sviði og því er ástandið þar orðið afar slæmt. (kjölfar harðnandi samkeppni hefur verið gripið til þess ráðs að lækka vöruverð niður úr öllu valdi og virðist það vera skýr- ingin á þessu ótrúlega lága verði íSkotlandi." Burtséð frá háu verðlagi, er Áburðarverksmiðja ríkisins ekki stórlega varasöm, af ör- yggisástæðum? „Það er alls ekki rétt sem hald- ið hefur verið fram, að Áburð- arverksmiðja ríkisins sé úr sér gengin. Þær framleiðsluað- ferðir sem notaðar eru hér á landi samsvara því sem tíðk- ast annars staðar. Að sjálf- sögðu hefur margt breyst frá því verksmiðjan var sett á fót og tækjabúnaður verið end- urnýjaður í gegnum tíðina. Það er því fráleitt að ætla að verksmiðjan sé óbreytt frá því sem var í upphafi." Nýjar efasemdir hafa vaknaö um Áburðan/erksmiðju rikisins ikjöifar fréttar af tágu áburðarverði ÍSkot- landi, en samanburður leiðir i Ijós að hvert tonn erallt að 80 prósentum dýrara hérá landi. Hákon Björnsson er framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.