Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 41 Steinar Sigurbjörnsson (Bárðarsonar) er riddaralegur við hlið hvfta hestsins. En er hann til? 4/xf+4*l*’ Er riddarinn á hvíla hestinum til; hinn eini sanni sem prinsessan hittir að lokum og á með ham- ingjuríkt líf það sem eftir er æv- innar? Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. Reyndar hefur margan fýst að vita hvað gerist 1 framhaldi af því að þau hittast. Er þetta eintóm sæla? Það fylgir aldrei sögunni. Og það sem meira er; hvítur hestur er ekki til — hvítir hestar eru gráir. Þótt þeir séu hvítir fyrir augað er það blekkingin ein; þeir eru gráir! En er sjálfur riddarinn til? Nei, ekki að því er virðist, ekki hinn eini sanni. Að minnsta kosti hefur engum rómantískum riddara komið það til hugar hér á landi að leigja sér hvítan hest til að heilla elskuna sína. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Einar Bolla- son hjá fshestum sagði í samtali við PRESSUNA að ef einhverjum riddaranum dytti til hugar að leigja hvítan hest til að koma á í hlaðið hjá heimasætunni þá væri það ekki útilokað. Semsagt strák- ar; komiði þeim nú á óvart. Það er hægt. Stuttmyndin „Biskup í víga- hug“ verður frumsýnd um næstu helgi en þar fer kvikmynd í stíl vísindaskáldsagna. Persónur eru allar í sama dúr; ýktar. „Týpan sem ég leik heitir Júdas og það segir nú heilmikið um hana,“ seg- ir Ami Pétur Guðjónsson leikari. „Hann svíkur fram og aftur, er í raun þrefaldur njósnari." f mynd- inni er loft lævi blandið og ef til vill ekki skrítið að Júdas skuli skipta um yfirboðara við sérhvem andardrátt sem hann dregur. „Júdas er öfgafenginn, en myndin erlíkaöllíþeim stíl.“ Það fer fram mikið uppgjör milli Fritz Fabúlusar og Frikka þrettánda uppi á sjálfum Snæfells- jökli og það var í eina skiptið sem aðstæður höguðu því þannig að ekki var unnt að halda áfram við upptökur. „Það stöðvaði okkur þyrla frá Vamarliðinu sem þama sveimaði um vegna slyss. Við lögðumst saman nokkur í hrúgu og það var dásamlegt að liggja þama í kuldanum. Þrótturinn síg- ur úf manni og maður vill bara hverfa. Okkur leið yndislega þar til við vomm rekin á fætur og okkur gefið kaffi og sígó,“ segir Ámi. Og áffarn var haldið, Júdas hélt áfram að vinna fyrir Frikka biskup en var um leið að njósna fyrir Fritz. „Ég hafði það ekki alltaf á hreinu fyrir hvern Júdas var að vinna, en það var bara um að gera að vera nógu falskur." mundsdottir í myndintii PlayeA settekhr verður til sýningar í Regnboganun nœstunni ADEILA AOLAN5- HEIM HOLLYWOOD Á næstunni hyggst Regnboginn taka til sýningar mynd leikstjórans Roberts Altman, The Player, sem hefur hlotið töluverða umfjöllun. Myndin fjallar um kvikmyndaffamleiðanda, Griffin Mill, sem af vangá drepur David Kahane, uppáþrengjandi handritshöfund sem sent hefur honum morðhótanir. Mill þarf af þeim sökum að sjá við haukfránum rannsóknaraugum iögreglunnar en að aukj lendir hann í ástarsambandi við hina íslenskættuðu June Gudmundsdottir, sem er fymim vinkona hins láma. Myndin lýsir öðram þræði spilltu lífemi Hollywoodstjam- anna, sjónhverfingum og lygaheimi. Margar frægar persónur koma ffam í The Player undir eigin nafrii og undranarefni hversu margir fengust til að taka slík aukahlutverk að sér. „Ég sagði þeim að ég væri að búa til mynd um kvikmyndaffamleiðanda sem myrðir rithöftind, kemst upp með það og endar vel,“ segir Robert Altman í blaðaviðtali. „Og þau sögðu: „Ha, ha... en ég vil vera með.“ f rauninni vilja þau bara vera með í mótmælunum en myndin er djúp ádeila á vinnubrögð kvikmynda- heimsins.“ Handrit myndarinnar er eftir Michael Tolkin sem einnig skrifaði sam- nefnda bók. Hún er nú væntanleg á íslenska bókamarkaðinn en nýlokið er við að þýða hana. Bókin þykir skemmtileg en var ekki söluhá í Banda- ríkjunum. f Englandi gekk hún hins vegar prýðilega og svipaða sögu er að segja um myndina, sem rokgengur f Evrópu en vekur minni hrifn- ingu vestanhafs. Ástæðan er ef til víll sú að farið er ómjúkum höndum um glansheim Hollywood. „Ég sd hann í glugga, féll fyrir honum og keypti hann bara/'segir Eyjólfur Krlstjánsson ’ tónlistarmað- ur, sem keypti sér Hondu CRX rétt sem þar væri um ný jakka- föt að ræða. En það er vlst smástrákurinn sem blundar í kappanum þegar bílar eru annars vegar og fær hann tll að haga sér svona. A6 eigin sögn er hannþó meiri jeppamaður. „Þetta er lipur, litill og kraftmiklll bill og það skemmir ekki hvað hann er fallegur. En ég er nú kominn á virðulegan aldur og það þýðir ekkert að vera svona endalaust. Því hyggst ég eiga þennan bil iár eða svo og fá mér svo jeppa." Bíllinn er aðeins tveggja sæta og að öllum líkindum töluvert mál að bjóðo fjölskyldunni með i bíltur. „Það er stórt skottið! Ég hefþvi nóg pláss fyrir græj- urnar og svo erplássleysið lika ágætt, þvi þegar maður er piparsveinn er voðalega þægilegt að hafa afsökun til að þurfa ekki að skutla vinkonunni heim lika..." VIÐ _ MÆLUM MEÐ Að Álfrún ömólfsdóttir fái Felix þvi hún er leikkona af guðs náð. Gleðinámskeiðum svo fólk hafi hvorki tíma né rúm til að velta fyrir sér hvernig beita eigi fyrirframákveðnu og skipulögðu of- beldi. Að fólk nái sér f fastan elsk- huga fyrir veturinn því vitrir menn spá r 9 hörðum vetri 9 j}> I og það er eins gott að hafa hlýjan og góðan elskhuga fyrir snjóhörmung- amar og gaddinn á komandi vetri. Betritíð með blóm í haga og ban INNI Elskendur sem láta tilfinningam- ar ráða í ástarsamböndum, ekki þessa hundleiðinlegu geldu skyn- semi þar sem allt er algjör flat- neskja. Það má merkja langar leiðir í hvaða samböndum er hiti og hverj- um ekki. f hitasamböndunum sjást elskendurnir ýmist í faðmlögum eða slagsmálum; faðmlögum sem eru svo heit að þau gætu brætt næsta ísjaka. Á hinn bóginn ef til ástarátaka kemur tekur aftirýðisem- in sinn toll. örlítil ögrun er nefni- lega hluti af leiknum, og efhitinn er mikill má búast við léttum spörkum á báða bóga og jafnvel örlitlum gráti, ef tilfinningarnar bera þann afbrýðisama ofurliði. Við þær að- stæður blandast vinir oft inn í og reyna að stilla til friðar. Ef átökin eiga sér stað á öldurhúsi er að auki hægt að tala um þau í næsta sauma- eða bridsklúbbi. Semsagt: Eldheit ástarsambönd krydda tilveruna. UTI Þ U K E M S T E K K I G E G N U M V I K U N A ... nema með bundnar hendur. Það ér svo dýrt að lifa. f ... nema taka þlg saman f andlitinu. ... nema einhver ■ hafi kysst á þér taernar. ... nema lenda á séns með hlýjum manni Veturinn nálgast Konur sem vorkenna einstæðum feðrum og bjóða þeim kjallarann til leigu fyrir innan við 20 þúsund á mánuði og bjóðast að auki til að sækja bamið á dagheimilið og passa það kvöld og kvöld. Þetta eru raun- ar ágætiskonur með stórt hjarta en oftar en ekki haldnar þeirri grillu að barnsmæður mannanna hafi yfirgefið þá fyr- ir aðra menn I og skilið þá eina eftir með barnið eða | börnin. Þetta endar oft með því að þær eru farnar að elda fyrir mennina, þvo af þeim ^ þvottinn og þrífa undan þeim skítinn. Og á endan- um vilja þær velja kærustumar fyrirþá. „ÞaÖernú meira hvað ungar stúlkur eru ósmekklegar. Þœr erufamar að bera aftur böndum hálsinn einsog einhverjar villtar mellur úr vestrinu. Ekki nóg með það, heldur klœðast þcer leðurgöllum frá toppi til táar líkt og einhverjir öfuguggar. Heldur vildi ég hafa þær í silki meðgull um hálsinn."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.