Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Sorgleg umræða um vímuefni Það var orðið tímabært að alþingismenn hæfu umræður um vímuefnamál á Islandi. Það er grátlegt að stórslys á lög- reglumanni skuli hafa þurft til, en líka sorglegt að heíjandi umræðunnar í fyrradag skuli ekki hafa haft gæfulegra inn- legg í málið en raun bar vitni. Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi, leggur til að lögreglan fái meiri peninga, refs- ingar verði þyngdar og innflytjendur ólöglegra vímuefna settir í farbann og birt nöfn þeirra og mynd í fjölmiðlum. Þessar hugmyndir lýsa vitanlega einkum stjórnlyndistil- hneigingum þingmannsins, en um leið skilningsleysi hans á viðfangsefninu. Leið Guðna Ágústssonar hefur verið reynd annars staðar, til dæmis í Bandaríkjunum. Fyrir þremur árum lýsti George Bush yfir stríði á hendur ólöglegum vímuefhum. Árangur- inn er sá að þar hefur aldrei jafnstór hluti þjóðarinnar verið á bak við lás og slá, grafið er undan lýðréttindum og dóm- stólar kikna undan málafjöldanum. Samt minnka viðskipt- in ekki, en ofbeldi færist í aukana af því að sífellt meira er í húfi fyrir glæpamennina sem stjórna markaðnum. Vímuefnaviðskipti verða ekki stöðvuð með lögregluað- gerðum. Á meðan til eru kaupendur og seljendur munu þessi viðskipti eiga sér stað. Það átti við um áfengið á bann- árunum og það á við um þessi vímuefhi. Þeir íslendingar skipta þúsundum sem vilja nota hass til að koma sér í vímu, eins og tugþúsundir nota áfengi til þess sama og einhver hundruð nota læknadóp. Þeir neytendur eru um allt þjóð- félagið — ekki krúnurakaðir leðurjakkatöffarar sem berja vegfarendur í miðbænum um helgar, eins og ætla mætti af umræðunni. Víða erlendis hafa marktækir menn viðurkennt þessar staðreyndir og lagt til að farið verði með þessi vímuefni eins og önnur — litið sé á þau sem heilbrigðisvandamál en ekki löggæslumál. Rökrétt niðurstaða er að neysla þeirra sé leyfð að einhverju marki, en viðskiptin látin lúta sömu lögmál- um og gilda um önnur lyf. Lengst er þessi umræða komin í Bandaríkjunum, en einnig má benda á nýlega umfjöllun í þýska tímaritinu Der Spiegel. Flérlendis hefur enginn stjórnmálamaður þorað að tala á þessum nótum. Það vantaði eina slíka rödd á Alþingi í fýrradag, þó ekki væri nema til að vega upp á móti mönn- um á borð við Guðna Ágústsson sem komast upp með að slá sig til riddara með málflutningi sem þrífst á óhollri nær- ingu: móðursýki almennings og skoðanaleysi stjórnmála- manna. Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sfmi 643080 Faxnúmer Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,auglýsingar643076 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur f lausasolu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friðriksdóttir, Dóra Einarsdóttir.Egill Helgason, Friðrik ÞórGuðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Jónmundur Guðmarsson, Karl Th. Birgisson, Sigurður Már Jónsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Kynlíf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N ÓNAUÐSYNLEG GEÐSHRÆRING Yfir fáu hefur þjóðin svitnað meira en meintum niðurskurði Sighvats Björgvinssonar á heil- brigðiskerfmu. í fyrra var hann útmálaður sem eitthvert versta fúlmenni íslandssögunnar, geðs- hræringunni verður vart lýst með orðum. Því er ekki nema von að það komi flatt upp á þjóðina þeg- ar kemur í ljós að niðurskurður- inn var alls enginn niðurskurður, heldur þandist heilbrigðiskerfið út sem fyrr. Þjóðin og Sighvatur hefðu getað sparað kraftana. HINN RAUNVERULEGI SIGURVEGARI íslandsvinurinn Bobby Fisch- er fer hamförum suður í Svart- fjallalandi og heimsbyggðinni er skemmt yfir því hvað maðurinn er dásamlega bilaður. En í skugganum er hinn raunverulegi sigurvegari einvígisins og lætur lítið fyrir sér fara; annar fslands- vinur, heimsborgarinn Boris Spasskí. Allar götur ffá því í ein- víginu í Reykjavík 1972 hefur Spasskí verið letiblóð sem finnst þægilegast að gera mörg jafiitefli. Þess vegna er hann ekki lengur vinsæll á skákmótum og farin að léttast. Nú þarf hann ekki annað en að sýna sig í Sveti Stefan, hreyfa taflmennina og láta lítið á sér bera. Hann er eins og partur af leik- tjöldunum. Öllum er sama þótt hann brjóti samskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Það hefur nefhilega enginn áhuga á honum, þótt í orði kveðnu sé hann annar af aðalleikurunum. Spasskí getur tekið því rólega og hirt hundrað milljónimar sínar í kyrrþey. HVERS VEGNA Má ekki reka forstjóra ríkisstofnana, semfarafram úrfjárlögum? STEINGRÍMUR ARI ARASON, AÐSTOÐARMAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA Það hefur komið til álita og ekki ólíklegt að á það reyni á næstu misserum. Eðlilegra væri þó að segja sem svo að mikil áhersla stjórnvalda á að ríkisstofnanir spari og hagræði í rekstri sínum reynir óhjákvæmilega mjög mikið á samstarfs- og stjórnunarhæfni forstöðumanna ýmissa stofnana ríkisins. Þar með er líklegt að í ljós komi að einstaka forstöðumenn séu í raun ekki starfi sínu vaxnir og eigi þar með að víkja. Auðvitað hefur það komið fyrir á liðnum árum að einstaka for- stöðumenn ríkisstofnana hafa ekki risið undir ábyrgðinni sem starfi þeirra fylgir. Þeir hafa þá ýmist sjálfir vikið úr starfi eða ver- ið látnir víkja. Þetta hefur sjaldn- ast farið hátt og oft hafa ráðuneyt- in tekið þátt í að tryggja hlutaðeig- andi forstöðumanni viðráðanlegri störf. Vert er að undirstrika að hér er verið að tala um viðbrögð við því að forstöðumaður standi sig ekki í starfi fremur en vegna þess að hann hafi farið ffam úr fjárlögum. Ástæðan er sú að enn eru fjárveit- ingar samkvæmt fjárlögum í mörgum tilvikum spurning um áætlun fremur en ófrávíkjanleg staðreynd sem forstöðumenn eiga að standa og falla með. Mergur málsins er sá að flestum forstöðu- mönnum er samtímis ætlað að halda uppi tiltekinni þjónustu og að ná því takmarki að vera innan ramma fjárlaga. Útgjöíd stofnana í samanburði við útgjöld samkvæmt fjárlögum eru því ekki einhlítur mælikvarði og í raun aðeins eðlilegur að því marki sem forsendur hafa ekki breyst af óviðráðanlegum ástæð- um. Til að fá eðlilegan mæli- kvarða í þeim tilvikum þarf að liggja fyrir hvernig þeir hafa brugðist við breyttum forsendum. í því sambandi má nefha nokkur lykilatriði. Góður forstöðumaður þarf að halda vel utan um fjármálin og bera reglulega saman áætlun og raunveruleg útgjöld. Hann þarf að fylgjast með þeim forsendum sem áætlunin hvílir á og endurskoða hana ef nauðsyn krefur. Til þess er ætlast að hann tilkynni hlutaðeig- andi ráðuneyti tafarlaust frávik frá gildandi áædun, ef það er ekki á hans valdi að grípa til viðeigandi ráðstafana. Þannig mætti lengi telja. Að lokum er rétt að geta þess FJÖLMIÐLAR EKKIÞJÓÐARÍÞRÓTT Um tíma héldu briddsmenn að íþróttin þeirra væri orðin þjóðar- íþrótt. Olíklegustu menn urðu þjóðhetjur vegna þess hversu vel þeir höfðu spilað bridds austur í Japan. Þessi sæla entist skammt, eldd nema tæpt ár. Briddslands- liðið galt afhroðá ólympíubridds- mótinu á Ítalíu. Fjölmiðlarnir passa sig á að minnast helst ekki á bridds. Það gætí vakið upp óþægi- legar minningar. KREPPAIGOSINU Hvers eiga þeir að gjalda sem þykir RC-kóla betra en kók og pepsi? Sanitas-appelsín og - malt betra en Egils-appelsín og -malt? Sanitas-greip betra en Eg- ils-greip? Já, hvers á gosþjóðin að gjalda? Hún þarf að fara að hamstra alla góðu gosdrykkina sem nú hverfa snögglega af mark- aði! Oft hafa ráðuneyt- in tekiðþátt í að tryggja hlutaðeig- andi forstöðu- manni viðráðan- legri störf að samkvæmt gildandi lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eiga forstöðumenn rétt á því að fá frá yfirboðurum sínum formlega aðvörun áður en kemur til þess að víkja þeim úr starfi. Þannig er Ijóst að einnig eru gerðar miklar kröfur til ráðuneyt- anna hvað varðar samskipti og eftirlit með einstökum stofnunum og forstöðumönnum þeirra. Öll þessi atriði þarf að hafa í huga þegar dómur er lagður á frammi- stöðu forstöðumanna ríkisstofn- ana. Auglýsingarfíkniefnalögreglunnar Nokkrir ríkisstarfsmenn kom- ast upp með að segja einhliða fféttir af störfum sínum, af því að hinn aðilinn í málinu ýmist vill ekki eða getur ekki komið sínu sjónarmiði á framfæri. Þetta er fíkniefnadeild lögreglunnar. Dæmi er ffétt í DV um miðjan ágúst undir fyrirsögninni „Hass og kókaín í fíkniefnarassíu". Þeir sem lesa lengra sjá að lögreglan gerði húsleit, handtók fimm manns og fann um gramm af hassi og þriðjung úr grammi af kókaíni. Sagan búin. Eldd er að sjá í þessu máli eða öðrum að blaða- maðurinn reyni að komast að því hvað gerðist nákvæmlega. Og fíknó fær fjöður í hattinn. f þessu tilviki réðst lögreglan án húsleitarheimildar inn á einka- heimili, handtók fimm manns og færði þá úr öllum fötum til að reyna að finna meira en þetta rúma gramm. Það tókst ekki. Hátt í tugur manna tók að sögn þátt í þessari „rassíu", væntanlega á dýrmætu næturvinnukaupi. Það eru-tvær leiðir til að þessi útgáfa af sögunni komist til al- mennings. Blaðamaður getur spurt og húsráðandi getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hvorugt ger- ist og ástæðan er sú sama í báðum tilvikum. Blaðamaður veit að það er eng- in samúð með málstað þess, sem neytir ólöglegra vímuefna, og hef- ur hana að líkindum ekki sjálfur. Dópneytendur eru holdsveikir nútímans; það snertir þá enginn. Þolandi innrásarinnar, neytand- inn, er ólíklegur til að tjá sig opin- berlega af nákvæmlega sömu ástæðu. Enginn spyr. Og blöðin birta athugasemdalaust fréttatil- kynningu ffá fiknó. Þó er full ástæða til að spyrja. Til dæmis hvernig eru tryggð rétt- indi þeirra sem fíkniefnadeildin ákveður að ráðast til inngöngu hjá, kannski á grundvelli nafn- lausrar ábendingar á símsvara? Meira að segja dópistar eiga að njóta verndar stjórnarskrárinnar. Eða hversu skynsamlegt er það, að eyða orku og takmörkuðum fjármunum í að elta venjulega hassneytendur sem reykja sína pípu heima í stofu, engum til skaða nema sjálfum sér? Hækkar það verð á hassinu og stýrir þann- ig neyslu í hörð og samfélags- hættuleg efni á borð við spítt og kókafn? Við vitum ekki svörin, af því að það er ekki spurt. PRESSAN reyndi að spyrja um húsleitar- heimiidina í ofangreindu máli; héraðsdómur neitaði, yfirmenn lögreglu vísuðu á fíknó, sem vísaði á Björn Halldórsson. Björn neitar að ræða við blaðið, af því honum líkar ekki fréttaflutningur þess af fíkniefnamálum og honum per- sónulega. Enda birtum við ekki fféttatilkynningar. ________________ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.