Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 29 H E F U R Þ U T I M A A F L Ö G U ? Ásdís Kvaran tilhevrir hópi fólks sem sótt hefur Islendinpasapnanámskeið í mörg ár. hyggjast sækja skólann heim í vetur og leiðbeina keppendum fyrir danskeppnir vetrarins. DANSSKÓLI SIGURÐAR HÁKONAR- SONAR Samkvæmisdansar: Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar leggur alla áherslu á kennslu sam- kvæmisdansa og fylgir því ekki tískusveiflunum í dansi hverju sinni. í vetur verða kenndar tíu mismunandi tegundir af sam- kvæmisdönsum. Standarddans- arnir fimm eru slow-foxtrot, qu- ickstep, enskur vals, vínarvals og tangó. Suður-amerísku dansarnir sem í boði verða eru paso- doble, jive, samba, rumba og cha, cha cha. Auk samkvæmisdansanna verð- ur kennsla í gömludönsun um og einnig barnadöns- um og er tekið á móti nemendum frá fjögurra ára aldri. ENSKU- SKÓLINN Starfsemi skólans miðast fyrst og fremst við almenna ensku- kcnnslu fyrir fulloröna og börn frá þriggja ára aldri, en auk þess er boðið upp á ýmiss kon- ar sérnámskeið. Börn: Bar.naskólinn er ætlaður 6 til 12 ára börnum og er áhersla lögð á talæfingar. í leik- skólanum er 3 til 5 ára börnum veitt leiðsögn í ensku. Ung- linganámskeiðin eru sniðin fyr- ir aldurinn 13 til 15 ára. Fullorðnir: Auk almennra enskunámskeiða er m.a. boðið upp á kennslu í viðskiptaensku, skriflegri ensku, enskum bók- menntum, ensku fyrir eldri borgara auk undirbúnings fyrir eftirtalin inntökupróf, TOEFL, GMAT og GRE. FÉLAGS- MÁLASKÓLI ALÞÝÐU Skólinn er starfræktur af Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu og fyrst og fremst ætlaður félagsmönnum aðild- arfélaga ASÍ, BSRB og félags- mönnum Sjálfsbjargar. Stéttar- félögin styrkja oftast félaga sína til náms en kennsla fer fram í Ölfusborgum. Haustönn: Fyrsta önn skólans verður haldin í október. Við- fangsefni verða með sama sniði og áður, en þau eru einkum fé- lags- og fundarstörf, ræðu- mennska, hópefli, skipulag, stefna og starf ASÍ og BSRB, og þættir úr hagfræði og vinnu- rétti. I pokahorninu: Námskeiðin „í pokahorninu" eru margvísleg og verða m.a. tekin fyrir EB- fræðsla, húsbréf, umhverfismál, lífeyrismál og tryggingamál. Þá verður boðið upp á sérnám- skeið í rituðu máli, ensku, í íótSDor feðnanna Ásdís Kvaran kveðst hafa ómældan áhuga á íslendingasögunum og hefur hún sótt öll námskeið þar að lútandi sem Tómstundaskól- inn hefur boðið upp á síðastliðin átta ár. Ásdís tilheyrir hópi áhugafólks sem sótt hefur íslendingasagnanámskeið skólans mjög reglulega og hafa nokkrir ekki látið sig vanta eina einustu nám- sönn, frekar en hún. „Ég hef alltaf lesið mjög mikið og haft sérstakan áhuga á íslend- ingasögunum. Það þurfti því ekki að tala mig til að fara á námskeið Tómstundaskólans þegar byrjað var með þau. Á hverju námskeiði er farið í eina íslendingasögu og þegar lokið hefur verið við að fara yfirtextann höfum við farið á innlendar söguslóðir. Fyrir nokkrum árum datt okkur svo í hug aö víkka sjóndeildarhringinn og skoða jafnframt erlendar söguslóðir og höfum farið í slíkar ferðir annað hvert ár." Á fyrsta námskeiði Tómstundaskólans var fjallað um Njálssögu og síðan hafa þær verið teknar fyrir, ein af annarri. „Jón Böðvarsson leiðbeinandi fer í efnisatriði textans, sem síðan eru rædd í hópnum og hefur þá hver sína skoðun. Ferðirnar bæði innan- og utanlands hafa verið afar áhugaverðar og fróðlegar, sérstaklega eftir að rýnt hefur verið í texta sagnanna. Við höfum kynnt okkur sögusvið Fær- eyingasögu og Orkneyingasögu erlendis og í fyrra brá hópurinn sér til Póllands og skoðaði sögusvið Jómsvfkingasögu. Á næsta námskeiði skólans, sem verður þó ekki fyrr en eftir ára- mót, stendur til að fjalla um Egilssögu og lít ég til þess með nokkurri tilhlökkun, enda alltaf haft mestar mætur á þeirri íslendingasögu. Við förum svo auðvitað á söguslóðir Egilssögu hér heima og hyggj- umst að því loknu bregða okkur til Noregs og Svíþjóðar f fótspor feðranna, en Egill dvaldist þar ytra í 12 ár." Ásdís segir áhuga al- mennings á íslendingasögunum greinilega fara vaxandi. Á fyrsta námskeiðinu sem haldið var hafi mætt 8 manns til að ffæðast um Njálu. Á námskeiðið sem haldið var um Eyrbyggjasögu í fyrra mættu hins vegar hvorki meira né minna en um 90 manns og þurfti að leigja nýjan sal svo allir kæmust fyrir. Segir það sitt um áhuga ís- lendinga á þessum sígildu bókmenntum. sænsku og námskeiðið „Árin okkar" fyrir eldri borgara. FULLORÐ- INSFRÆÐSL- AN Fullorðinsfræóslan starfar allt árið og býður upp á helsta námsefni grunn- og framhalds- skólanna. Bæði er um að ræða námskeiö og náms- aðstoð. Meöal helstu kennslu- greina eru ís- lenska, ís- Ilenska fyrir út- lendinga, stærðfræði, sænska, enska, verslunarenska, franska, spænska, ítalska, þýska bókhald og skrifstofu- tækni, ritaranám og rekstrar- hagfræði. Auk þessa býður fullorðins- fræðslan upp á ýmiss kon- ar viðskiptaþjónustu og ráðgjöf s.s. varðandi VSK- uppgjör, skattframtöl, bókhald og tollskýrslu- gerð. HAND- MENNTA- SKÓLI ÍSLANDS HMI er bréfaskóli sem leitast við að veita fólki á lands- byggðinni, sem aðrir skólar ná ekki til, kennslu í handmennt. Ævintýralínan: Ný grein innan skólans er íslenska og verður kennslan með óvenjulegra móti, þar sem hún fer fram í gegnum síma. Ætlunin er að kenna börnum að ná betra valdi á tungunni með því að lesa fyrir þau gömul ævintýri. Sögurnar taka nokkrar mínútur ílestri. Húsasótt: Nýtt af nálinni er námskeið í húsasótt, en leið- beinandi verður Brynjólfur Snorrason á Akureyri, sem þekktur er fyrir framlag sitt til rafsegulsviðsrannsókna í og við hús. Þá verður kennd stjörnu- speki í námskeiðaröðinni Hver er ég? Handmennt: Megináhersla er að sjálfsögðu lögð á námskeið í handmennt, s.s. teiknun og málun, skrautskrift, teikningu og föndur fyrir börn, og innan- hússarkitektúr, sem er undir- búningur fyrir inntökupróf er- lendis. HEIMILIS- IÐNAÐAR- SKÓLINN Haustnámskeið: Heimilisiðn- aðarskólinn býður upp á nám- skeið í handmennt fyrir fólk á öllum aldri. Á hverju misseri er boðið upp á námskeið í 10 til 15 greinum. í haust verður boðið upp á kennslu í eftirtöld- um greinum: körfugerð, al- mennum vefnaði, myndvefn- aði, tóvinnu, prjónatækni, fata- saumi, hekli, bútasaumi, tau- þrykki, leðursmíði, útskurði og jurtalitun. Þá verur boðið upp á „helgarpakka" fyrir leiðbein- endur og sérstök jólanámskeið. HEIMSPEKl- SKÓLINN Heimspekiskólinn er hugsaður fyrir börn og unglinga á aldrin- um 5 til 15 ára. Hvert nám- skeið er samtals 24 kennslu- stundir og kostar 9.000 krón- ur. Hugtakatengsl: Nemendur eru þjálfaðir í að greina hugmyndir í sundur og koma auga á áður óþekkt tengsl hlutanna. Fyrir 5-6 ára. Tengsl manns og náttúru: Hvernig öðlumst við reynslu af heiminum og hvernig vinnum við úr henni? Fjallað er um tengsl manna við dýr og nátt- úru. Fyrir 7-8 ára. Mál og hugsun: Gaumur gefinn að margræðni, líkingum og rökvísinni sem felst í daglegu máli. Fyrir 9-10 ára. Ráðgátur og rökleikni: Fjallað er um undirstöðuatriði rökfræð- innar og sígildar ráðgátur krufnar. Fyrir 11-12 ára. Siðfræði: Rökræddar verða m.a. hugmyndir okkar um hið rétta, hið góða og hið sann- gjarna. Fyrir 13-16 ára. HRAÐLESTR- ARSKÓLINN Vetrardagskrá: Á námskeiðum Hraðlestrarskólans læra þátt- takendur ýmis tæknileg atriði við lestur mismunandi lesefnis og ná alla jafna að þrefalda lestrarhraða sinn eða jafnvel meira. Kennd eru ýmis atriði varðandi námstækni, svo sem hvernig á að bera sig að við lestur námsbóka og búa til glósur. Námskeið skólans standa í sex vikur. Þá verður boðið upp á kennslu í hrað- lestri á tveggja daga námskeið- um fyrir fyrirtæki og þéttbýlis- staði úti á landi. Ætlunin er jafnframt að fara með þau námskeið út á land.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.