Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 Leynist IMU smllmgurá þím hámili? Tónlistarhæfileika barna er unnt að laða fram snemma, sé hlúð að þeim á réttan hátt. Hvatning foreldra er góður bakhjari en hljóðfærið þarf líka að vera ósvikið. Vandað hljóðfæri reynist barni ómetanlegt því að lengi býr að fyrstu gerð. Vandað hljóðfæri-hjarta hvers menningarheimilis. L IFS H. MAGNUSSONAR B úddistinn og tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson er nú með nýja hljómplötu í burðarliðnum, en mörg ár eru síðan Herbert sendi síðast frá sér plötu. Þá sló hann í gegn á fs- landi með laginu Don’t walk away og reyndi lítillega fyrir sér erlend- is. Nú ædar Herbert að reyna að slá í gegn aftur en platan verður með enskum textum og hugmyndin er að reyna að koma henni á framfæri erlendis. Herbert ætlar að hljóð- blanda og leggja lokahönd á plötuna er- Iendis, en meðal þeirra sem lög eiga á plötunni væntanlegu er Jóhann G. Jó- hannsson, forsprakki Púlsins, sem samdi hið ódauðlega dægurlag Don’t try to fool me... X Vjiattspymukappinn Guðni Bergs- son hefur verið lengst úti í kuldanum hjá liði sínu, Tottenham, undanfarið og ekki einu sinni fengið að spreyta sig með vara- liðinu. Upphaf þessa kuldakasts hjá Guðna má rekja til þess að hann sagði þvert nei við að fara til Newcasde, en það félag vildi kaupa Guðna. Forráðamenn voru ekki hrifnir af þeirri afstöðu Guðna að vilja ekki fara, en Guðni vill komast að hjá liði á meginlandinu. Þegar hann síðan fór til íslands til að leika landsleik í stað þess að vera til taks úti fóru ráðamenn Tottenham í enn meiri fyiu út í Guðna og síðan hefur hann lítið sem ekkert fengið að spila. Guðni segir þetta baráttu eins og er en hann voni það besta og að úr fari að rætast fljódega... i M ikið hefur verið rætt og ritað um óprúðmannlega framkomu knattspymu- manna og forráðamanna félaga á knatt- spymuvöllum landsins í sumar. Það eru yfir- leitt dómaramir sem verða fyrir barðinu á leikmönnum, þjálfur- um og liðstjórum, vegna meintrar slæ- legrar frammistöðu. Á fundi aganefndar nú í vikunni var Eyjólf- ur Bergþórsson, liðstjóri fyrstudeildar- liðs Fram, sektaður um 15.000 krónur vegna óprúðmannlegrar ffamkomu í garð dómara eftir leik Fram og ÍBV, sem Fram- marar töpuðu 4-2 og vom vægast sagt óhressir með frammistöðu dómarans, Braga Bergmann, og kenndu honum um tapið. Þjálfari Fram, Pétur Ormslev, lét meðal annars þau orð falla í fjölmiðl- um eftir leikinn að Bragi þyrfti að leita sér aðstoðar... OPINN FUNDUR UM BREYTINGAR í EANDBÚNAÐI Heimdallur og Landbúnaðarnefnd SUS efna til fundar í kvöld, fimmtudag, um hinar miklu breytingar, sem eiga sér stað í landbúnaðarmálum þjóðarinnar. Gestirfundarins verða Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Júlíus Guðni Antonsson, formaður Landbúnaðarnefndar SUS. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst kl. 21.00. FUNDURINN ER ÖEEUM OPINN. F • U • S

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.