Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 Þórólfur Þórlindsson • • a t , * V i I \\ i , \\ v » • *í» » í.* «v4Í > •»’ -*d ,,Við þurfum að temja okkur nýjar Margir eru þeirrar skoðunar, að aldagömul eining í ís- lensku samfélagi sé að rofna og við blasi sundrung og upp- lausn með fjölgun hjónaskiln- aða og sjálfsvíga og auknu of- beldi og firringu í samfélag- inu. PRESSAN náði tali af Þórólfi Þórlindssyni prófessor og innti hann eftir þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðinni og íslensku þjóðfélagi í tímans rás og helstu skýringum þar á. Þór- ólfur er prófessor í félags- fræði við Háskóla íslands og Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Hafa orðið veigamiklar breyt- ingar á íslensku samfélagi d síð- ustu árum ogáratugum? „Það er margt sem bendir til þess að sú eining sem við höfum þekkt sé að rofna og ef vitnað er til þekktra félagsfræðilegra kenn- inga, kenninga manna eins og Emile Durkheims, má vel finna þessum breytingum, sem við fmnum fyrir á íslandi í dag, stað í kenningum hans og hugmyndum um þróun nútímasamfélags. Durkheim benti á að aukin verka- skipting og sérhæfing innan sam- félagsins leiddi til þess að sú ein- ing sem hefðbundið samfélag byggði á hér fyrrum hefði rofnað. Lengst af höfum við búið við afar einsleita menningu, fyrst hreina bændamenningu en síðan bænda- og sjómannamenningu. Atvinnuhættir voru einhæfir, fólk lifði í sama heimi, allir voru þátt- takendur í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og allir þekktu af eig- in raun þennan sameiginlega reynsluheim. Sérhæfingin í dag er orðin mikil og það er ýmislegt sem bendir til þess að hún hafi rofið þá einingu sem áður var til staðar. Nú er svo komið að við verðum að læra að búa við að- stæður þar sem menn þekkja oft lítið hver til annars starfa. Sem dæmi má nefna að reynsla þeirra sem hafa alist upp úti á landi og farið að stunda sjómennsku þegar í barnæsku er afar ólík reynslu Reykvíkings á sama aldri, sem hefur ef til vill setið á skólabekk ffá sex ára aldri og ffamundir þrí- tugt. Þessir tveir einstaklingar styðjast ekki við sömu reynslu og búa ekki við sömu menningu. Þetta eru veigamiklar breytingar sem hafa orðið á íslensku samfé- lagi.“ HÆTTA Á AÐ FÓLK MISSI KJÖLFESTUNA Hefur þetta áhrif á kjölfestu mannaílífinu? „Já, töluverð. Menn verða að byggja samskipti sín á sameigin- legum grunni til að hafa fótfestu í lífinu. Þegar sérhæfingin eykst er hins vegar hætta á að fólk missi kjölfestuna, að minnsta kosti um stundarsakir, þar til jafnvægi kemst á og nýjar hefðir hafa myndast.“ Hafa Islendingar borist of hratt inn íhringiðu nútímans? „íslendingar hafa að mörgu leyti farið úr hinu hefðbundna samfélagi yfir í nútímasamfélag á mjög skömmum tíma, reyndar á mun skemmri tíma en annars staðar. Til að mynda tók það iðn- byltinguna á Englandi nær heila öld að ná hámarlu en hér festu nú- tímaatvinnuhættir rætur á nokkr- um árum í byrjun þessarar aldar. Fyrir þann tíma lifðu íslendingar í sama reynsluheimi, unnu svipuð störf, bjuggu við svipuð skilyrði og höfðu mjög áþekk gildi í lífinu. Við byggðum á arfi kynslóðanna, sem hafði tekið litlum breytingum í aldanna rás. Stöðugleikinn í samfélaginu byggði á þessum grunni. Þegar nútímalifnaðar- hættir, með vaxandi verkaskipt- ingu og aukinni sérhæfingu, hófu innreið sína riðluðust gamlar hefðir og venjur. Upp spretta ýmsir menningarafkimar, eins og sérstök unglingamenning og menning sjómanna svo dæmi séu tekin. I þessu sambandi má ef til vill nefna að til skamms tíma unnu börn og unglingar við hlið hinna fullorðnu og kynntust því mismunandi starfsgreinum og viðhorfum, auk þess sem hinir eldri kynntust eðli og lífsviðhorf- um æskunnar. Þetta hefur því miður breyst.“ FYRRITENGSL HAFA ROFNAÐ Fólk hefúr þá glatað skilningi sínum á viðhorfum hinna ýmsu þjóðfélagshópa? „Þessi sumarvinna, sem ég minntist á hér að framan, var mikilvægt einkenni á íslensku þjóðfélagi en svo virðist sem hún muni nú brátt heyra sögunni til, eða að minnsta kosti minnka mjög mikið. En kannski kemur fleira til. Franski félagsfræðingur- inn Durkheim benti tD dæmis á að hinn siðferðislegi grunnur þjóðfé- lagsins, sérstaldega í hinu hefð- bundna þjóðfélagi, byggði á virð- ingu fyrir meginstofnunum þjóð- félagsins, eins og Alþingi, skóla, kirkju, fjölskyldunni og ekki síst á virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Durkheim lagði áherslu á að nem- andi ætti að bera virðingu fyrir kennara sínum og börn fyrir for- eldrum sínum. Þessi virðing taldi hann að ætti mikinn þátt í að skapa nauðsynlega festu og aga.“ En finnst þér virðingin fyrir hinum eldri og stofnunum sam- félagsins vera að minnka eða hverfa? „Eg er ekki frá því. Ég hef stundum sagt, bæði í gamni og al- vöru, að meginbaráttumál ’68- kynslóðarinnar svonefndu hafi ekki aðeins verið aukið ffjálsræði, heldur einnig að grafa undan hefðbundinni virðingu fyrir rót- grónum gildum þjóðfélagsins og hefðbundnum stofnunum þess. Þessi hugsunarháttur ýtti undir þá skoðun að allar reglur í mannlegu samfélagi væru afstæðar og ein- staklingsbundnar og stuðluðu því að vissri upplausn, sem enn er til staðar.“ EFNAHAGSKREPPAN EYK- URÁSUNDRUNGUNA Hvernig tengjast breytingarn- ará íslensku þjóðfélagi því ástandi sem við búum við nú? „Vandi okkar í dag er bæði efnahagslegur og menningarlegur. Við þurfiim að temja okkur nýjar leikreglur, umburðarlyndi, sem mér finnst hafa farið minnkandi, og takast á við vandamálin af heiðarleika. Sú efnahagskreppa sem við eigum nú við að glíma getur magnað upp óeiningu, sem gerir okkur erfiðara fyrir en ella að takast á við vandamálin." Kennir þá meiri óbilgirni í samskiptumfólks en áður? „Um það er erfitt að fullyrða. Það má kannski benda á að við fs- lendingar erum afskaplega um- burðarlynd þjóð á mörgum svið- um, eins og bandaríski félags- fræðingurinn Tomasson hefur bent á.“ En hvað fimnst þér um pólit- íska siðmenningu þjóðarinnar, veldur það þér áhyggjum hversu lítt almenningur virðist fylgjast með stjórnmálum og málum sem varða framtíðþjóðarinnar? „Já, vissulega er það alltaf áhyggjuefni ef almenningur fylgist ekki með því sem er að gerast á vettvangi stjórnmála. Meginfor- senda lýðræðisins er að kjósendur séu upplýstir um einstök mál og byggi afstöðu sína á skynsamlegri umfjöllun en ekki á tilfmningum og fyrirframmótuðum fordóm- um. Hér komum við inn á hlut- verk fjölmiðla. Fjölmiðlar ráða miklu um það hvernig þjóðfélags- umræðan þróast. Mér finnst til dæmis að íslenskir fjölmiðlar ýti að mörgu leyti undir þá upplausn og uppgjöf sem nú er til staðar í ís- lensku þjóðfélagi. Sá fyrirsagna- stíll, sem nú er í tísku, er ekki fall- inr) til að efla gagnrýna umræðu og baráttuþrek. Það hlýtur að vera meginatriði í lýðræðislegri um- fjöllun um allt sem viðkemur stjórnmálum, að fjölmiðlar fjalli hleypidómalaust um mál sem efst eru á baugi. Við eigum svo mikið undir því að umfjöllun fjölmiðla sé vönduð, að ólíkar skoðanir komi fram og umræðan beinist að aðalatriðum málsins, ekki ein- hverjum aukaatriðum. Nú virðast persónuleg átök stjórnmála- manna og átök innan flokka vera meira fréttaefni en þau málefni sem skipta þjóðina mestu á hverj- S umtíma.“ | I FJÖLMIÐLAR EIGA STÓRAN | ÞÁTT í NEIKVÆÐU HUGAR- FARI « Svo við víkjum aftur að efna- “■ hagskreppunni, þá er það stund- um áberandi að hugarfar fslend- inga gagnvart vandamálum ein- kennist af uppgjöfi Hvað finnst þér utn þetta sjónarmið? „Það er engin spurnig um það, að á krepputímum er sundrungin hættulegur óvinur. Nú þurfum við að standa saman og freista þess að brjótast út úr þrengingunum. Við verðum að takast á við vandann af raunsæi. Það þýðir ekki að leggja árar í bát en oft ýtir þjóðfélagsum- ræðan undir vonleysi fremur en að hvetja fólk til dáða. Hér kom- um við aftur að mikilvægi fjöl- miðla. Efnistök þeirra eru ffemur til að draga kjarkinn úr mönnum en efla baráttuþrek þeirra.“ Sérðu fyrirþér bjartari tíma? „Já, ég er þess fullviss að við munum leysa þann vanda er nú blasir við. Það tekur ef til vill nokkum tíma en það mun takast. Hér er allra veðra von. Við verð- um að takast á við verkefnin og leysa þau. Sú staðreynd að við höfum lifað af í þessu landi fram til þessa dags, í gegnum ótal þrengingar, sýnir að við erum vandanum vaxin.“____________ Jónmundur Guðmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.