Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 42
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 42 BARIR Ægmn** Það er afar vinsælt aö ^^■■agnúast út I drykkjusiöi Is- L /.■lendinga. Þoir eru sagðir BMBóhófsmenn til áfengis og ^“i4ö* *láti alla almenna kurteisi lönd og leið þegar vennibrlnsdrykkja er annars vegar. Vissulega er ýmis- legt til I þessu, aö minnsta kosti eru Islensk sveitaböll enn sem komið er einn af lægstu pyttum vestrænnar siðmenningar og I sjélfu sér verðugt viðfangsefni þjóðfræðinga og atferl- isfræðinga. Á hinn bóginn hefur ástandið tekið stökkbreytlngu til hins betra þegar litið er á drykkjuslði ungs fólks, að minnsta kosti hér á höfuð- borgarsvæðinu og llka á Akureyri ef drykkjumann PRESSUNNAR mis- minnir ekki frá slðustu heimsókn hans þar nyröra. Miðbær Reykjavlkur er vissulega eins og Beirút eftir mið- nætti um helgar, en þegar skyggnst er inn á barina er allt annað uþp á teningnum. Slðastliðið sunnudags- kvöld þrá drykkjumaðurinn sér á Gauk á Stöng og fékk sér tvo gráa. Þar var þröng á þingi og dúndrandi stuð, sem að miklu leyti má þakka svellandi hljómiðu Loðinnar rottu. En þrátt fyrir að þarna væri fólk að skvetta (sig fór allt fram með stakri prýði. Og merkilegt nokk var eina ónæðið af völdum erlendra Iþrótta- kappa, sem höfðu verið að henda spjótum, kringlum og kúlum um Laugardalsvöll þveran og endilang- an. Þessir karlar voru organdi af drykkju, þuklandi é kvenpeningnum og almennt til óþurftar. Þetta fannst drykkjumanni PRESSUNNAR ekki slst athyglisvert með hliðsjón af þvl að Iþróttamaflan hér grenjar árlega út morðfjár frá opinberum aðilum á þeim forsendum að með þeim hætti sé æskan hvött til hollrar iðju og henni forðað frá ógnum Bakkusar að ekki sé minnst á önnur efni. Hér með er stungiö upp á þvl að fjármunir | þeir, sem eytt er ((þróttahreyfinguna, j verði látnir renna til námskeiðshalds I rauðvlnsdrykkju og samkvæmislifn- aði fyrir aeskulýö allan. Poppið MMTUDAGUR • Tregasveitin, hrynsveit með útgáfutónleika á Púls- inum I kvöld. Blúsgjörning- ur I hæsta gæðaflokki. • Jökulsveitin er ný tregasveit, tekur einnig létta geðsveiflu. Meðlimir hennar eru Margrét Sigurðardóttir, sigurvegari I söngvakeppni fram- haldsskólanna, Georg Bjarnason bassi, Ásgeir Ásgeirsson og Heiðar Sigmundsson á gítar, Finnur Júllus- son á planó og Birgir Þórisson á trommur. Bassaleikarinn þykir af- burðaefnilegur. Það er svo gaman að vera efnilegur. Bein útsending á Bylgjunni milli 22.00 og 24.00. • Bogomil Font, hinn eggjandi og taumlausi kvennamaður, mun ásamt Milljónamæringunum koma róti á sálarllf norrænna kvenna með mjaðmahnykkjum I ætt við Elvis og Frank Sinatra á Tveimur vinum I kvöld. • Ingvar Jónsson, trúbador og Gafl- ari, spilar fyrir alla þá sem leggja leið slna á Café Amsterdam I kvöld. • Haraldur Reynisson trúbador spllar á Fógetanum I kvöld. Þessi reykvlski trúbador hefur getið sér gott orð fyr- ir skemmtilegt lagaval og alveg hreint ágætan flutnlng. • Tveir Logar frá Vestmannaeyjum eru þeir Hermann Ingi, söngvari og gltaristi, og Guðlaugur á hljómþorð, en eins og allir vita voru þeir I gömlu, góðu Logunum. Þeir halda uppi fjör- inu á Rauða Ijónlnu I kvöld og syngja meðal annars gömul Eyjalög. • Anna Vilhjálms og Hilmar Sverris sjá um sveifluna á Dansbarnum. • Rúnar Þór leikur annað kvöldið I róð á Hressó. Hans hrjúfa rödd mun væntanlega vekja upp rómantískar haustminningar fré liðnum öldum. • Gildran hefur nýlega sýnt á sér nýja hliö sem hún sýnir væntanlega elnnig á Gauknum I kvöld. Söngvar- inn uppgötvaði nefnilega nýlega að hann hefur suðræna rödd, ekki ólika hinum heimsfræga söngvara I Gipsy Kings. • Hörður Torfa heldur konsert I Borgarleikhúsinu ( kvöld. Hann titlar sig bæði trúbador og leikstjóra og leikstýrir væntanlega hinum árlega Islandskonsert slnum I kvöld. Lögin eru hans en textarnir annarra. Leik- stjóranafnbótina fær hann af þv( að hann mun leikstýra Leikfélagi Mos- fellsbæjar I september. Að þvl búnu leggur hann leið slna til Evrópu til að halda eina 20 konserta. Endurnærður kemur hann svo aftur tll Islands til að leikstýra ungmennum (framhalds- skólum landins. Semsagt mikið að gera hjá Herði Torfa. Tónleikarnir hefjast stundvlslega kl. 21.00. • Deep Jimi and the Zep Creams semsagt Deep Purple, Jlmi Hendrix, Led Zeppelin og Cream verða allar ( einum graut á Tveimur vinum I kvöld. Þetta verður stórdansleikur og sá eini I Reykjavlk með þessum ungu og huggulegu piltum, en hátt 140% meðlima sveitarinnar eru afkomend- ur Rúnars Júllussonar. Piltarnir syngja lög frá þvl pabbi var ungur, það er að segja pabbi þeirra telst nú I hópl elli- poppara. • Gildran leikur aftur I kvöld á Gauknum og nú eru útgáfutónleikar með hinum suðrænu rokklögum sveitarinnar. • Sýn eru þeir Guðmundur og Kiddi, sem spila á hljómborð og gltar á Dansbarnum ( kvöld. Þetta er gott tækifæri til að minna á að sú ný- breytni hefur veriö tekin upp á Dans- barnum aö hafa opið öll kvöld vik- unnar og boðið I karaoke fyrripart vikunnar. • Hermann Ingi heldur að öllum llk- indum uppi rlfandi stemmningu á Feita dvergnum I kvöld. • KK spilar á Púlsinum I kvöld og verða þetta slðustu tónleikar þessar- ar heittelskuðu hljómsveitar I blll, hún hefur að undanförnu verið á þeysireið um fjöll og firnindi en þó aðallega firnindi. Hvlldin verður KK- bandi kærkomin þvl bandið hyggur á útgáfu geisladisks fyrir jólin. • Vinir Dóra, það eru allir vinir Dóra; Dóri er svo vinsæll. Nú hafa Dóri og vinir hans fært sig um set og blúsa á Hressó I kvöld. Kannski I garðinum ef veöur leyfir og svo er svo gott að fá sér kakó og spila lúdó og hlusta á magnaðan gltarleikGuðmundar Pét- urssonar. • Jötunuxar hafa gaman af Grjótihu og Grjótið af þeim. Mikið var það gott þvl uxarnir rokka þar I kvöld. • Ingvar Jónsson trúbador heldur áfram I kvöld. Ljúfurað vanda. • Haraldur Reynisson trúbador held- ur áfram að spila á Fógetanum. • Tveir Logar halda uppi krár- og Eyjastemmningu I Rauða Ijónlnu eins og (gærkvöldi. • Svartur pipar er ágætur á stórsteik- ina og hann kryddar einnig tilveru Hafnfirðinga á Firðinum I kvöld og nú með Gylfa Má Hilmarssyni Hafn- firðingi og úr heiðurssæti Júróvisjóh- forkeppninnar. Gylfi er nýgenginn til liðs við sveitina og það er einnig Margrét Eir Hjanardóttir, hin bjarta von. Aðrir meðlimir eru þeir Haf- steinn Valbergsson, Jón Bergur Lofts- son, Veigar Már Gylfason og Ararnir Danlelsson og Einarsson. LAUGARDAGUR • Lizt er aftur I kvöld á Aprd og held- ur áfram að spila I anda Cult, Living Colour og Queen. I kvöld koma þelr fram I þriðja sinn opinberlega. • Jötunuxar enn á Grjótinu. Og það I allt kvöld. • Svartur pipar og Hafnfirðingurinn Gylfi halda áfram að skemmta Hafn- firðingum og nærsveitungum. Mikill Júróvisjón- fllingur, þvl Margrét Eir veröurþareinnig. • Karaoke á Tveimur vinum I kvöld. Heil 430 lög hafa bæst á Karaoke-llsf- anh og stendur valið þvl orðið um sextén hundruð lög. Fer ekki allt kvöldið I að skoða lagavalið? Auk þessa veröur tekið I notkun nýtt hljóðkerfi þannig að Ibúar ( Breið- holtinu fé væntanlega éngan svefn- fríð. • Hermann Ingi spilar aftur á Feita dvergnum. • KK-band veröur aftur á Púlsinum. Þessir elskulegu piltar spila I slöasta sinn. • Vinir Dóra verða vonandi hressir é Hressó annað kvöldið I röð. • Sýn aftur á Dansbarnum I kvöld. •Ingvar Jónsson er enn á Café Amsterdam með gltar sinn og söng. • Haraldur Reynisson trúbador treð- ur upp þriðja kvöldið I röð é Fóget- anum. • Tveir Logar enn á Rauða Ijónlnu. • Sú Ellen og Dallasgengið dilla sér á Gauknum. SUNNUDAGUR • Guðmundur Rúnar Lúðvlksson trúbador tekur við af Haraldi á Fóget- anum. • Kuran Swing-eðalsveitin með sveiflu á Hressó, að vlsu ekki með Megasi. Góðurdjass. • Sýn er enn á Dansbarnum en hljómsveitin er skipuð þeim Guð- mundi og Kidda sem spila á hljóm- borðog gltar. • Karaoke á Tveimur vinum eins od alltaf á sunnudagskvöldum. Vallð stendur enn um sextán hundruö lög og texta. • Tveir Logar eru úthaldsgóðir mjög og troða upp fjórða kvöldið I röð þessa helgi á Rauða Ijóninu. • Sextett Eyjólfs Kristjánssonar ætlar •jð reyna að skapa Kerlingafjalla- stemmningu á Gauknum I kvöld. Meo Eyfa ætlar til dæmis trúbador- inn Richard Scobie að hefja upp raust slna. Dillibossastuð og sklða- stemmning. SVEITABÖLL • Gjáin, Selfossi: Loðin rotta leikur fyrir dansi. • Hlégarður, Mosfellsbæ; Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir. LAUGARDAGUR Gjáin, Selfossi: Loðnar rottur. • Patreksfjörður: Bogomil Font og Milljónamæringarnir trylla. Sj ónhver fingameist ar inn ARI ALEXANDER Fegurð huga Ara Alexanders snýst um greind og Innri fegurð. Matseðitf ♦♦ Otinu í ‘Búmantisftfukhinni ‘Torréttur Innbakaðurfetaostur með tómötum tflðalréttur Œ’önnustáktur tfufi Dijon meðsmjörsteifctum vorlauf o£ papriku ‘Lftirréttur ‘Pönnuéöítur með vínlegnum jarðarbetjum oa Sanönum meðgrand-sÚKfuCaðisósu og valfinetum ---------------------------------- Innbakaöur fetaostur: Laukur er fín- saxaöur og hnoðaö saman viö felaost- inn, pakkað is mjördeig og bakaö. Karfi og Dijon-sósa: Karfinn er smjör- steiktur og kryddaöur eftir smekk. Laukur eriéttsoöinn ismjöri og bætt út iDijon- ______Sinnepi, rjóma og hvitvíni._ Eftirréttur: Skýrir sig sjáifur en er borinn fram meö is. Eitt stórt spurning- armerki Anna Mjöll virðist ýmist elskuð eða hötuð og fólk er mjög klofið í afstöðu sinni til hennar ef marka má niðurstöður úr vinsældakönn- un PRESSUNNAR. Þar er söng- konan stigahæst í valinu um „vonbrigði ársins" með Landslag- inu en þykir jafnframt boðlegust íslenskra listamanna til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar í Júróvi- sjón. „Ég er bara eitt stórt spum- ingarmerki," segir Anna Mjöll. „Ég veit ekki hver meiningin er eiginlega, en ég er mjög hissa og ánægð með að vera kosin fram- bærilegust í Júróvisjón. Ég er mjög montin af því.“ Að auki hiaut hún annað sætið sem bjartasta vonin, það þriðja sem kynþokkafyllsti popparinn af kvenkyni og fjórða besta söngkona landsins. „Þetta er ekki ónýtt... en ég er eiginlega mjög hissa á þessu öllu saman ef ég á að segja alveg eins og er.“ En þrátt fyrir allar vinsælda- kosningar heldur lífið áfram hjá Önnu Mjöii og er hún á leið tU Bandaríkjanna nú í september. Hún ætlar fyrst og fremst í tónlist- arnám en eitthvað verður líka sungið þar ytra. ,>Iaður verður að prófa eitthvað með, en það verður að koma í Uós hvað maður kemst upp með. Ég ætla að prófa og at- huga grundvöllinn fyrir þessu ytra, því ég get ekki slappað af fyrr en ég er búinn að prófa þetta allt saman. Ég nenni ekki að vakna upp einn góðan veðurdag hér heima og hugsa: „Hvað ef?“ Ari Alexander heitir hann, sjónhverfingameistari hársins sem nú stundar ndmi skúlptúr í Par- son's og er á leið til Pétursborgar að hitta rússneska kollega sína; rússneska listamenn sem búa utan Rússiands. Er þetta í annað sinn sem slík samkoma er haldin. Fyrir rúmu árl var Ari einnig staddur d þessu sama þingi og lenti þá óvænt i miðri valdardnstilraun harðlínumannanna i Moskvuborg, sem hann ritaði um. Ari Alexander býr yfir mörgu og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann er sérstaklega mikill fagurkeri og kvenleg fegurð er hon- um hugleikin. En hvað er fegurð i huga hans? „Fegurð i minum hugaer afstæð. Hún snýst ekki um útlit eingöngu heldur um greind og innri fegurð. Allskonar konur d öllum aldri geta verið fallegar,"segir hann og bætirþvi við að hann bókstaflega elski að vera innan um konur og ástæðu þess sé að ieita i þvi að móðir hans, Alexandra Argunova, er einstök kona. „Konur hafa valdið mér mestri hamingju i lifinu en jafnframt mestri óhamingju, samanber sorgin og gleðin. Þvi meiri sorg sem þú upplifir því meiri gleði getur þú rúmað." Viðhorfhans til lífsins er meðal annars það að fólk eigi að vinna með sig; eigi að lifa lífinu, en það sé mikil kúnst;„Þótt fólk fæðist með einhverja náðargáfu þá fær hún ekki notið sín nema það vinni að þvi að rækta hana. Það er mikil vinna. Peningar erú einnig ab- strakt i mínum huga. Þeir koma og fara og ég nýt þeirra þegar ég á þá til en ligg ekki á þeim eins og ormur á gulli/'segir lífskúnstnerinn Ari Alexander. Anna Mjöll var kosin „von- brigði ársins" en flestir vilja hana í Júró. Hún er á leiðinni út f nám en ætlar líka að reyna fyrir sér ytra. Söngkonan glað- lynda ætlar ekki að vakna upp einn góðan veðurdag og hugsa: „Hvað ef?" CEÐ5VEIFLA Blúshljómsvetin Tregasveitin heldur útgáfutónleika á Púlsinum í kvöld, fimmtudagskvöld. Er þetta í fýrsta sinn sem þeir feðgar og gítar- snillingar Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson, oft nefndur undrabamið, ásamt Sigurði Sigurðssyni munnhörpuleikara gefa saman út geisladisk með lögum effir sig sjálfa. Með þeim í kvöld spila þeir Jó- hann Hjörleifs- son trommari og Haraidur Þor- steinsson bassa- leikari. Mikið hefur verið rætt um að íslenskur blús sé í háum gæðaflokki samanborið við það sem gengur og gerist í heim- inum;íhonumsé enga flatneskju að finna. „íslend- ingar leggja sig I alla fram við það sem þeir taka sér fyrir hendur og það kemur einnig fram í tónlistinni. Það er mikil dramatík í öllu sem þeir gera, samanber það að Davíð Sch. tókst að Soda Stream- væða íslendinga á örskömmum tíma og Sævari Karli tókst að gera Miklagarðsmerkið Boss að eðalmerki á íslandi,11 segir Pétur Tyrfingsson. Hvers konar blús spilar Tregasveitin? „Við spilum dramatískan Chicagobiús með fjallakyrrðarívafi. Þetta er hin týpíska geðsveifla.“ Hvað er merkilegast við blúsinn í þínum augum? „Að geta skapað dramatíska þögn í eina sekúndu.“ , gk' Feðgarnir Pétur og GuðmunduTTþila dramat ískan Chicago- blús með fjallakyrrðarívafi á útgáfutónleikum sínum á Púlsinum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.