Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 3. SEPTEMBER 1992 H E F U R Þ U TIMA AFUÖGU Elsa E. Dragede fast m.a. við postulínsmálun. en hún fór á sitt fvrsta námskeið fvrir fimmtán árum. KRAMHUSIÐ Leiklistarnámskeið: Kramhúsið gengst fyrir leiklistarnámskeiði í vetur fyrir 25 ára og eldri. Á námskeiðinu lesa þátttakendur eitt af sígildum leikritum leik- bókmenntanna og kynna sér rækilega persónur þess og að- stæður. Stefnt er að því að þeir geti leikið ákveðin atriði úr leikritinu í lok námskeiðsins. Börn og unglingar: í vetur verður boðið upp á nokkur námskeið fyrir börn og ung- linga s.s. tónmennt, hip-hop, leiklist og djassdans. Fullorðnir: Meðal þess sem þeir fullorðnu hafa úr að velja í Kramhúsinu má nefna orkuleik- fimi, kripólí-jóga, kínverska morgunleikfimi Tai-chi, leik- fimi fyrir bakveika, mömmu- leikfimi með barnapössun og afródans. KVÖLD- SKÓLI KÓPAVOGS Kvöldskóli Kópavogs býður upp á margvísleg námskeið í vetur fyrir fólk á öllum aldri. Verð er á bilinu 2.600 til 9.300 krónur. Barnabækur: Nýtt námskeið fyrir foreldra og annað áhuga- fólk þar sem eftirfarandi atriði verða m.a. tekin fyrir: Ágrip af sögu íslenskrá barnabóka, gildi þjóðsagna, myndabækur fyrir litlu börnin, bækur fyrir eldri börnin, að lesa fyrir börn og hvað er góð bók. Verklegar greinar: Þau verk- legu námskeið sem boðið verð- ur upp á eru bókband, búta- saumur, fatasaumur, leirmótun, leturgerð, skrautritun, Ijós- myndun, myndlist, trésmíði, út- skurður og upptaka á eigin myndbandsvélar. Skapandi listþjálfun: í vetur verður kennd skapandi listþjálf- un fyrir börn, unglinga og full- orðna, líkt og í fyrra. Þá verður boðið upp á námskeið í innan- hússskipulagningu og mat- reiðslu á spennandi pastarétt- um. Auk íslensku fyrir útlend- inga verða kennd ýmis tungu- mál s.s. þýska, franska, ítalska og spænska. MÁLASKÓLI HALLDÓRS Haustnámskeið: Námskeið eru að hefjast hjá Málaskóla Hall- dórs og verður boðið upp á kennslu í eftirtöldum tungumál- um: dönsku, sænsku, ensku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku og íslensku fyrir út- lendinga. Lögð er áhersla á fá- menna hópa. VR veitir félags- mönnum sínum styrk og starfs- menntunarsjóðir ýmissa starfs- Dvrmætap stundin Elsa E. Dragede hefur sótt námskeið Námsflokka Reykjavíkur í 15 ár. Frá árinu 1984 hefur hún fengist við postulínsmálun og hyggst skrá sig á nýtt námskeið í haust, auk þess sem hún sækir tíma í prófadeild Námsflokkanna. Elsa segir nauðsynlegt að eiga sér eitthvert tómstundagaman, sérstaklega þegar komið sé yfir miðjan aldur og ef til vill meiri tími aflögu. „Ég byrjaði árið 1978 að sækja tíma hjá Námsflokkum Reykja- víkur, þá í grunnnámi skólans, sem ég síðan lauk. Fyrir átta árum datt mér í hug að fara á námskeið í postulínsmálun og hafði svo gaman af að ég hef sótt allflest námskeið Námsflokkanna sfðan. Ég er nú reyndar ekkert flink en hef alveg óskaplega gaman af að mála. Postulínsmálun er mikið nákvæmnisverk og það þýðir lítið að vera óþolinmóður, en skemmtilegt er það. í byrjun lærði ég undirstöðu- atriðin, enda hafði ég aldrei fengist við málun áður. Eftir að ég hafði lært réttu tökin gat ég farið að gera það sem ég vildi. Ég hef svo ver- ið að mála allt milli himins og jarðar í gegnum árin, á til dæmis átj- án jólabolla sem ég hef svolítið gaman af." Elsa segir tómstundagaman sem þetta ómetanlegt fyrir sig. „Tóm- stundir gefa manni svo ótrúlega mikið. Ég er í postulínsmáluninni með vinkonu minni og við njótum hverrar stundar. Félagsskapurinn á námskeiðunum er afar góður og stundirnar því dýrmætar. Mér finnst nauðsynlegt að fólk finni sér einhverjar tómstundir þegar komið er yfir fertugsaldurinn, þá er oft meiri tími aflögu og sjálfsagt að nota hann til að læra eitthvað sniðugt. Áf nógu er að taka. Ég er að minnsta kosti ekki í nokkrum vandræðum með að drepa tímann, en fyrir utan postulínsmálun sæki ég tíma á heilsugæslubraut hjá Námsflokkunum, auk þess sem ég vinn á kvöldin." mannafélaga greiða námsgjöld- in að fullu fyrir félagsmenn sína. Námskeiðsgjald er 13.000 krónur. MÁLASKÓL- INN MÍMIR Námskeið málaskólans sem haldin verða í vetur standa í sjö vikur og er verð frá 11.200 til 15.700 krónur. Hraðnámstækni: í fyrra kynnti skólinn hraðnámstækni í fyrsta sinn á íslandi og verður aftur boðið upp á slík námskeið í vetur. Hraðnámstæknin eykur hæfnina til að læra og festa orð og hugtök í minni mun hraðar en með hefðbundnum aðferð- um. Aðferðin sem kennd er styðst við ákveðna tegund tón- listar, takt, öndunarmynstur, liti og slökunaræfingar. Framandi tungumál: Boðið verður upp á kennslu í tveimur framandi tungumálum, hebr- esku og japönsku fyrir byrjend- ur. Auk annarra erlendra tungumála verður kennd ís- lensk réttritun, íslenska fyrir út- lendinga og enskar bókmennt- MENNINGAR- NÁMSKEIÐ HÁSKÓLA ÍS- LANDS Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands býður á haust- misseri upp á mikinn fjölda námskeiða, sem ætluð eru sér- fræðingum og áhugafólki og tengjast bæði störfum og áhugamálum þátttakenda. Meðal þeirra eru svokölluð menningarnámskeið sem hald- in eru í samvinnu við heim- spekideild HÍ. Um er að ræða kvöldnámskeið og verðið frá 7.200 til 8.800 krónur. Þrír meistarar siðfræðinnar: Innsýn veitt í kenningar þriggja merkustu siðfræðinga sögunn- ar, Aristótelesar, Immanúels Kant og Johns Stuarts Mill. Leiðbeinandi er Vilhjálmur Árnason dósent. Tónsmíðar Mozarts: Rýnt verð- ur í nokkur fegurstu verka W.A. Mozarts; kór- og kammerverk, sinfóníur og óperur. Leiðbein- andi: Guðmundur Emilsson, tónlistarstjóri RÚV. Alheimurinn og við: Þættir um stjörnufræði og heimsmynd okkar fyrr og nú. Leiðbeinend- ur eru Guðmundur Arnlaugs- son, fyrrverandi rektor, og Gunnlaugur Björnsson stjarn- eðlisfræðingur. Brennu-Njáls Saga: Fjallað verður um sögugerð, persónu- lýsingar, sögusvið, staðhátta- þekkingu, lífsviðhorf og hug- myndaheim höfundar. Ferð um söguslóðir í Rangárvallasýslu. Leiðbeinandi er Jón Böðvars- son, cand. mag. í íslenskum fræðum. Er til kvenlegur ritháttur?: Um bókmenntir, konur og kynferði. Fjallað verður um undirstöðu- atriði femínískra bókmennta- fræða, helstu kenningar fræð- anna, átlitamál og stefnur. Leiðbeinandi er Helga Kress, prófessor við HÍ. Túlkun og tjáning tilfinninga í myndlist: Fjallað verður, frá ýmsum hliðum, um hið rótfasta viðhorf að myndlist sé ætlað að tjá tilfinningar listamannsins, sem og að miðla til og vekja hjá áhorfandanum tilfinningar. Leiðbeinandi er Gunnar Árna- son heimspekingur. Hin nýja Evrópa: Fjallað verður um þróun Evrópu á líðandi öld. Raktir verða m.a. megindrættir þeirrar framvindu, sem hefur gert vesturhluta álfunnar að einu þriggja efnahagsvelda sem gnæfa yfir heimsbyggðina, jafn- framt því að sovéska risaveldið er liðið undir lok. Leiðbeinandi er Magnús Torfi Ólafsson. Spænskar bókmenntir: Fjallað verður um nýju frásagnarlistina í spænskum samtímaskáldskap og spænska Ijóðlist frá 1900-1992. Farið verður yfir Hundrað ára einsemd eftir Ga- briel García Márquez og Undraborgina eftir Eduardo Mendoza. Leiðbeinandi er Guðbergur Bergsson rithöfund- ur. MYNDLISTA- SKÓLINN Á AKUREYRI Myndlistaskólinn á Akureyri var stofnaður 1974 og er sjálf- stæð stofnun. Almenn nám- skeið fyrir börn og fullorðna eru ríkur þáttur í starfi skólans og eru eftirtalin námskeið meðal þess sem verður í boði í vetur. Teiknun og málun fyrir börn: Leitast er við að glæða áhuga nemenda á ýmsum greinum myndlistar og örva sköpunar- gleði þeirra á markvissan hátt. Kennd eru undirstöðuatriðin í teiknun og málun. Málun og litameðferð: Kennd er litafræði, myndbygging og meðferð akrýllita. Nemendum er gefinn kostur á að bæta við þekkingu sína og kunnáttu og er áhersla lögð á að mæta ósk- um og þörfum hvers og eins. Auglýsingagerð: Innsýn er veitt í verksvið auglýsingateiknar- ans. Kennd eru vinnubrögð við algeng verk svo sem gerð merkja, hönnun umbúða, upp- setningu og fleira. Byggingarlist: Leitast er við að veita innsýn í helstu greinar byggingarlistar og fá nemendur að kynnast störfum arkitekta og þeirra sem vinna að skipulags- málum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.