Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 F Y R S T F R E M S T Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags Bakvörður í sviðsljósinu Efallt væri með felldu ætti þessi pistill að fjalla um eftirmann Ólafs Ragnars, Friðrik Sophusson. En það sýnir auðvitað best hvernig ástandið er að fyrrverandi fjár- málaráðherra er meira í fréttun- um en núverandi. Það vita allir að Ólafur Ragnar er ekki hræddur við sviðsljósið — hann bókstaf- lega nærist á því. Og einhvern veg- inn tekst honum að koma því svo „Þeir mæta heim á Seltjarnarnesið þar sem Ólafur Ragnar er myndaður í nýrri peysu með úfið hafið í baksýn.“ fyrir að hann er alltaf í fréttunum. Skiptir engu þótt hann hafi verið fluttur úr sókninni í bakvarðar- stöðu. Ef hann er ekki að birta gamlar fundargerðir, sem ekkert stendur í, þá er hann að leiðrétta ríkisend- urskoðun. Því næst er hann vond- ur við Svavar. Og þegar hann er búinn að vera vondur við Svavar byrjar hann að tala um fjármálin og Frikka. Sumir hefðu haldið að það væri eins og að nefna snöru í hengds manns húsi en Ólafur Ragnar virðist ekkert hafa að fela úr fjármálaráðherratíð sinni. Þvert á móti hefur hann marg- víslegum fróðleik að miðla og ekki skortir fjölmiðlamennina í kring- um hann. Sumir þeirra eru gamlir nemendur sem eru vanir að taka próf í Ólafi Ragnari og þá skiptir meira máli að skilja hvað hann á við en efast um það. Þeir hlýða kallinu þegar þeir eru teknir upp að púltinu og eru ekki með neinn kjaft. Þeir mæta heim á Seltjarnar- nesið þar sem Ólafur Ragnar er myndaður í nýrri peysu með úfið hafiðíbaksýn. Það er reyndar eitt það dásam- legasta við Ólaf Ragnar hvernig honum hefur tekist að blanda saman akademískri þekkingu sinni á stjórnmálum og praxís. Hann veit að stjórnmál eru leikur hins mögulega og að meira máli skiptir að ná málamiðlun en að festa sig við einhvern málstað. Þess vegna skilur enginn af hverju Ólafur Ragnar sló á útrétta sátta- hönd Svavars nema einfaldlega honum hafi þótt þetta meira spennandi valkostur. Má vera að hann hafi vitað að Svavar væri svo beygður að það væri allt í lagi að taka eina snerru enn við hann. Baldinn foli verður sjaldan oftam- inn. Ólafur Ragnar hefur skrifað lærðar greinar um flokkakerfið og einnig hefúr hann kannað hið pól- itíska litróf innanfrá með því að heimsækja nánast alla flokka í því sem mætti kalla akademískri starfskynningu. Vegna þess er honum gefið að sjá sjálfan sig sem stjórnmálamann í sögulegu ljósi — eiginleiki sem verður að teíjast afar fágætur. Og sem betur fer eru stjórn- málamenn eins og Ólafur Ragnar fágætir. Líklega væri það of mikið álag á hvaða þjóðfélag sem er að hafa þótt ekki væri nema tvo slíka — en það væri að sönnu litlaus- ara. RLR rannsal rasisma Er bannað að vera rasisti á fs- landi? Ríkissaksóknari hefur séð ástæðu til að athuga það mál nán- ar og hefur sent Rannsóknarlög- reglu ríkisins til meðferðar bréf sem honum barst nýlega frá Elíasi Davíðssyni. Þar vísar Elías til ný- legra greinaskrifa Magnúsar Þor- steinssonar frá Vatnsnesi í Gríms- nesi í Morgunblaðinu. í greinun- um (sem heita „Verndun nor- ræna kynstofnsins" og „Helför hvíta mannsins“) lýsir Magnús áhyggjum sínum af því að dökk- hært og brúneygt fólk flytjist til landsins og spilli þannig hinum ljóshærða, bláeyga stofni sem sé öðrum kynstofnum göfugri. Magnús vitnar fram og til baka í Mein Kampf Hitlers og önnur merkisrit hugmyndasögunnar og er lesningin öll hin óhuggulegasta. Nokkrar setningar nægja úr þessum makalausu skrifum. Magnús harmar það til dæmis hversu „norræni kynstofninn“ hafi blandast í gegnum söguna og bætir við: „Hins vegar væruni við miklu merkilegri ef við værum af hreinræktuðu norrænu kyni og gera fáir sér grein fyrir því hve stórglæsileg ofurmenni við vær- um þá.“ Magnús varar við flutn- ingi útlendinga til landsins og seg- ir ella hættu á að við verðum „svarthærðir, brúneygðir og mó- kollóttir kynblendingar“ með til- heyrandi hnignun siðmenningar, Að kröfu Elíasar Davíðs- sonar er rannsóknarlög- reglan að kanna hvort.. sem Hitler hafi réttilega varað við. Magnús hvetur einnig Al- þingi til að banna fólki frá þriðja heiminum að koma til landsins. Fólk af erlendu bergi brotið bregst af hörku við þessum skrif- um í nýjasta tölu- blaði Foreign Li- ving. Þar er grein eftir hjónin Magneu B. Jóns- dóttur og John Hopkins, en einnig skýrt frá bréfaskriftum El- íasar til ríkissak- sóknara. Elías vís- ar til 233. greinar hegningarlaga, þar sem það varðar refsingu að hæða, rægja, smána, ógna eða ráðast opinberlega á hóp fólks á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða. PRESSUNNI tókst ekki að fá upplýsingar um afgreiðsiu máls- Helför hvíta mannsins Svnr við Sfr*>n Sveins Baldvinssonar ...Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, má birta greinar með nasískum áróðri um yfirburði „aríska" kynstofns- ins hjá RLR, en þangað barst það í síðustu viku. Til öryggis sendi El- ías afrit af bréfinu til ýmissa al- þjóðastofnana og mannréttinda- samtaka, svo og bandarískra stjórnmálamanna sem hafa látið til sín taka í baráttu gegn haturs- fúllum áróðri sem þessum. Hann hefði kannski líka átt að kalla ann- an góðkunningja Morgunblaðs- ins, Tómas Guðmundsson, sér til liðsinnis með tilvitnun í kvæðið góða: „Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og í Gríms- nesinu.“ Á heilbrigðisþjónustan að vera ókeypis fyirir almenning? Vilhjálmur Árnason dósent við HÍ „Já, í langflestum tilfellum tel ég að svo ætti að vera. Skattakerf- ið er í raun samlag borgaranna sem þeir leggja meðal annars í til að tryggja sig gegn áföllum. Allir geta orðið fyrir sjúkdómum og slysum af óviðráðanlegum ástæð- um. Heilbrigðisþjónustan gegnir ákaflega mildlvægu hlutverki í því skyni að jafna lífstækifæri manna. Það er því mikið réttlætismál að heilbrigðisþjónusta sé ókeypis, að minnsta kosti sé ekki tekið um- framgjald af sjúklingum þegar þeir þurfa á lækningu að halda. Hins vegar eru til ákveðnar tegundir þjónustu er veitt er í heilbrigðiskerfinu, sem er á mörkum þess að teljast til heil- brigðisvandamála. í þessu sam- bandi má nefna kynskiptaaðgerð- ir, ýmsar tegundir fegrunarað- gerða og tæknifrjóvganir. Að auki virðast líka vera tilvik þar sem heilbrigðisvandinn stafar af frjálsri ákvörðun viðkomandi einstaklings, svo sem sjúkdómar af völdum reykinga. Ég er þó þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að leggja sérstakt gjald á heilsuspillandi vörur, eins og tób- ak, til að fjármagna óbeint með- ferð þeirra er spilla heilsu sinni á þann hátt.“ Kjartan Magn- ússon, formað- ur Heimdallar heilbrigðisþjónusta sé ókeypis í núverandi kerfi. Hún er mjög dýr en kostnaðinum er deilt niður á okkur skattborgarana. Hins vegar má færa rök fyrir því að pening- arnir séu illa nýttir, vegna þess að heilbrigðiskerfið er ríkisrekið að stærstum hluta. Því tel ég kominn tíma til að við nýtum okkur kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjón- ustu. Þannig gætum við náð auk- inni hagræðingu, og þar með aukinni velferð, með því að einkavæða heilbrigðiskerfið og leyfa frjálsri samkeppni að njóta sín. Til að allir ættu kost á að njóta þjónustunnar yrði að skylda alla til að kaupa sér sjúkratrygg- ingu hjá sjúlcrasamlagi eða öðru viðurkenndu tryggingarfélagi.“ Ólína Þor- varðardóttir borgarfulltrúi Hannes H. Gissurarson, lektor við HÍ „Já. Heilbrigðisþjónusta er einn þáttur mannréttinda og mér finnst óeðlilegt annað en hún sé hluti af samneyslunni. Fólk hefúr þegar lagt til heilbrigðiskerfisins með skattgreiðslum. Það er eðli- leg krafa að þau gjöld sem við greiðum til hins opinbera renni til nauðsynlegra samþarfa þjóðfé- lagsins, eins og heilbrigðisþjón- ustu, skólakerfisins og félagslegr- ar samhjálpar. Að mínum dómi eiga menn ekki að þurfa að líta í veskið áður en þeir leita til lækn- „Það er mikill mlsskilningur að „Ég tel að sú regla eigi almennt að gilda, að menn greiði fýrir það sem þeir fá, og sé enga ástæðu til að fella þá reglu úr gildi í heil- brigðisþjónustunni. Auðvelt er að leysa mál fátæks eða örkumla fólks með því að skylda alla til að greiða hluta launa sinna til trygg- ingarfélags, er síðan greiðir bætur þegar fólk veikist eða slasast. Vissulega vill enginn horfa upp á mann blæða út úti á götu vegna þess að hann getur ekki greitt gjaldið á slysavarðstofunni, en það má ekki nota slíkar dæmi- sögur til að læða inn greiðslum á eigin reikning."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.