Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 H E F U R Þ U T 1 IVI A A F L Ö G U Guðmundur Guðleifsson kveðst lengi hafa haft áhuea á ættfræði. NAMS- FLOKKAR REYKAVÍKUR Innan prófadeildar Nánrsflokka Reykjavíkur er boðið upp á nám bæði á grunnskóla- og framhaldsstigi. Frístundanámið innan skólans er margþætt og skiptist í verklegar og bóklegar greinar. Postulínsmálun: Meðal þeirra verklegu greina sem kenndar verða í skólanum í vetur eru skrautskrift, postulínsmálun, bókband, fatasaumur, módel- teikning, teikning og litameð- ferð fyrir unglinga og hluta- teikning. Lestrartækni: Nýjung í vetur er kennsla í lestrartækni, ætlað þeim er eiga við lestruflanir og aðra lestrarörðugleika að etja. Af öðrum bóklegum greinum verður m.a. boðið upp á kennslu í tékknesku, búlgörsku, hebresku, rússnesku, portú- gölsku, ítölskum bókmenntum, íslenskri stafsetningu og mál- fræði. NÝI DANS- SKÓLINN Kynningarnámskeið: Sú ný- breytni verður í starfsemi Nýja dansskólans að bjóða upp á tveggja tíma kynningarnám- skeið þennan mánuð. Kynning verður á hverju kvöldi frá 1. til 10. september. Meðal þess sem kennt verður í skólanum í vetur er bug, swing, samkvæmis- dansar, bæði standard- og suð- ur- amerískir, gömludansarnir og barnadansar. Gestakennarar í vetur verða tveir Englending- RYMI Nýr myndmenntaskóli, Rými, er um þessar mundir að hefja starfsemi í nýja listahúsinu við Engjateig. Fyrirhugað er að bjóða upp á ýmiss konar kvöldnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna og er verðið ábilinu 14.000 til 21.000 krónur. Auk þessa verða haldin styttri helgarnámskeið með það fyrir augum að gefa starf- andi myndlistarmönnum, auk áhugamanna, möguleika á að auka við tæknikunnáttu sína á stuttum en markvissum nám- skeiðum með fremstu mynd- listarmenn okkar sem leiðbein- endur. Kvöldnámskeið: Meðal þeirra námskeiða sem haldin verða í vetur má nefna vatnslitamálun og litafræði sem ætlað er eldri borgurum og teiknun og málun fyrir unglinga, 13 til 16 ára. Þá verða m.a. boðin námskeiðin teikning og blönduð tækni, ol- íumálun og módelteikning, þ.e teikning og málun eftir lifandi fyrirmynd. Auk þess verða kynntir hinir ýmsu tæknilegu möguleikar á notkun glers í myndverkagerð. Helgarnámskeið: Meðal þess sem fjallað verður um á stuttu námskeiðunum sem haldin verða á vegum Rýmis um helg- ar í vetur má nefna steint gler, veggmyndagerð, uppsetningu sýninga, steypt í gips, umhverf- isverk, pappírsgerð, stein- steypu, grafík, töluvugrafík og þrívíða hugsun. SKÖPUN Ofurminnisnámskeið: Fyrirtæk- ið Sköpun býður nú annað árið í röð upp á ofurminnisnám- skeið, að bandarískri fyrir- mynd. Kennd er ákveðin tækni sem auðveldaj fólki að muna hvað sem er s.s. símanúmer, mannanöfn eða andlit fólks. Kennsluaðferð sú sem notast er við til að bæta minnið er óhefðbundin, og er allt sem þarf að muna sett í myndrænt samhengi. Ekki síst námsmenn hafa sótt ofurminnisnámskeið þetta, enda kemur tæknin sér vel þegar þarf að læra mikið utanbókar. fllllef eilthvað afl qpúska Guðmundur Guðleifsson segist lengi hafa haft áhuga á að fræðast um ættir manna, en hann hefur sótt námskeið Ættfræðiþjónust- unnar síðastliðin sex ár og segist alltaf vera að grúska eitthvað hpima. „Eg hef alltaf verið svolítið forvitinn og trúlega hefur það ekki orðið til að draga úr áhuga mínum á ættfræði að mitt fólk hefur ávallt verið mjög vakandi fyrir skyldleikatengslum. Eg er meðal annars af Fremra-Hálsætt í Kjós, en ég er af geysistórri fjölskyldu og á ættir víða. Því hef ég haft næg viðfangsefni þegar ég hef verið að grennslast fyrir um ættir mínar." Guðmundur segir námskeið Ættfræðiþjónustunnar dýrmæt fyrir alla þá sem áhuga hafa á ættfræði og vilja komast í góðar heimildir. „Ættfræðiþjónustan hefur komið sér upp góðum gagnabanka þar sem eru örfilmur af kirkjubókum af öllu landinu, auk annarra frum- heimilda, bóka og handrita. Þetta eru ómetanlegar heimildir, ekki síst fyrir útivinnandi fólk, þar sem Þjóðskjalasafn íslands mætir eng- an veginn þörfum þess hóps, lokar klukkan fimm á daginn og er að- eins opið fyrir hádegi á laugardögum að vetrarlagi. Eftir að hafa lært aðferðina við að leita eftir upplýsingum um ættir er hægt að grúska endalaust í gömlum heimildum og það er geysilega gaman að fræð- ast þannig um ættir sínar og annarra." Hann segist betur geta sinnt ættfræðinni á veturna, þegar meiri tími gefist frá vinnu. „Ég er annars alltaf eitthvað að grúska og hef komið mér upp nokkuð góðum bókum, til dæmis manntölunum þremur sem prentuð hafa verið. Oftast leita ég upplýsinga um mín- ar eigin ættir en hef engu að síður gaman af að fræðast um ættir annarra. Það er til dæmis afskaplega gaman að komast kannski að því eftir mörg ár að gamall vinur sé náskyldur manni. Sú varð raun- in ekki alls fyrir löngu og kom þaö skemmtilega á óvart." STJÓRN- TÆKNISKÓLI ÍSLANDS Skólinn sérhæfir sig í nám- skeiðum er lúta að mannlegum samskiptum og stjórnun. Samskiptaleikni: Á haustönn býður skólinn upp á námskeið í samskiptaleikni, þar sem áhersla verður lögð á árangurs- rík samskipti, framkomu og tjáningu. Lögð er áhersla á virka þátttöku og miðað að því aö hver og einn fái þjálfun í því að beita sér af fullum þunga og einurð, án þess að skaða aðra. Höfuðáhersla er lögð á verkleg- ar æfingar í samtalstækni, fram- komu og framsetningu efnis, sem og hvetjandi viðmót og ákveðni. STJÓRNUN- ARSKÓLINN Dale Carnegie: Námskeiðið er haldið í vetur á vegum Stjórn- unarskólans, eins og fyrri ár. Lögð er áhersla á að draga fram þá jákvæðu eiginleika sem hver einstaklingur býr yfir og gefa honum þannig kost á að byggja upp sjálfstraust sitt. Á námskeiðinu læra menn að hvetja aðra, taka við hrósi sjálf- ir og síðast en ekki síst standa upp og tala frammi fyrir hópi fólks. TÓM- STUNDA- SKÖLINN Skólinn býður upp á fjölbreyti- leg námskeið í vetur og er verð þeirra á bilinu 2.400 til 18.300 krónur. Hattagerð: Hattar eru aftur komnir í tísku og Helga Rún Pálsdóttir ætlar að kenna hvernig maður býr til sitt eigið höfuðfat. Myndlist fyrir börn: Önnur nýjung er framhaldsnámskeið í myndlist fyrir börn. Kennari er Harpa Björnsdóttir. Heimilið: Ýmiss konar nám- skeið verða í boði er tengjast heimilinu þar sem meðal ann- ars verður fjallað um innan- hússskipulagningu, garðaskipu- lag, gróðurskála/gróðurhús og sumarbústaðalandið. Handmennt: Meðal námskeiða má nefna silkimálun, glerskurð, bókband, skrautritun, módel- teiknun, pappírsgerð, vatnslita- málun, myndlist fyrir börn, unglinga og fullorðna. Fjölmiðlun: Kennd verða skap- andi skrif en einnig viðtöl og greinaskrif. Meðal annarra námskeiða má nefna Ijós- myndatöku, framköllun og stækkun, framsögn og upplest- ur og ákveðniþjálfun fyrir kon- ur. TÖLVUSKÓLI REYKJAVÍK- UR Skólinn hefur nú verið starf- rækur í rúmlega tvö ár en námskeiðum hans er skipt í þrennt; byrjendanámskeið, námskeið í notendahugbúnaði og starfsmenntunarnámskeið. Meðal byrjendanámskeiða má nefna grunnnámskeið í PC og bókhaldi. Algengustu námskeið í notendahugbúnaði eru Windows, ritvinnsla, töflu- reiknir, gagnasafnsfræði og tölvubókhald. Algengustu starfsmenntunarnámskeiðin eru skrifstofutækni, verslunar- tækni og bókhald. VERK- MENNTA- SKÓLINN Á AKUREYRI Kerta- og körfugerð: Nokkrar nýjungar eru fyrirhugaðar í námskeiðahaldi Verkmennta- skólans á Akureyri í vetur, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hverjar þær verða. Meðal þess sem boðið var upp á í fyrra og áfram verður á dag- skrá í vetur er körfu- og kerta- gerð, matreiðsla, borðskreyt- ingar, silkimálun, íslenska fyrir útlendinga, Ijósmyndun og myndbandagerð. Jafnframt verður áhugamönnum um garðyrkju boðið ýmislegt við sitt hæfi s.s. námskeið í skipu- lagningu garða, gróðurhúsa, sumarbústaðalanda og meðferð pottaplantna. ÆTTFRÆÐI- ÞJÓNUSTAN Starfsemi Ættfræðiþjónustunn- ar hefur frá upphafi verið þrí- þætt. Haldin eru námskeið fyr- ir almenning, rannsóknir stundaðar og samantekt gerð á ættum og niðjatölum og loks er veitt bóksöluþjónusta. Ætt- fræðiþjónustan hefur flutt sig um set og er nú til húsa við Brautarholt, þar sem áður var Málaskólinn Mímir. Vetrardagskrá: í haust hefjast ný grunnnámskeið fyrir byrj- endur og framhaldsnámskeið fyrir þá er lengra eru komnir. Á námskeiðunum er veittur fróð- leikur um fslenska ættfræði, heimildir, leitaraðferðir sem og úrvinnslu upplýsinga í ættar- skrám af ýmsum toga. Auk fræðslunnar fá nemendur gögn í hendur til að rekja eigin ættir og frændgarð. Aðstaða til rannsókna hefur verið bætt til muna og hefur Ættfræðiþjónustan nú yfir að ráða örfilmum af kirkjubókum af öllu landinu, frá upphafi til loka 19. aldar, auk annarra frumheimilda, handrita og prentaðra bóka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.