Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 23 E R L E N T iVíflður vikunnar Bobby Fischer Sá dásamlegi karakter Bobby Fischer ætlar ekki að valda að- dáendum sínum vonbrigðum. Flann er ennþá sami maður- inn, eða svona hérumbil, og hann var fyrir svosem tuttugu og fimm árum, ungur skák- meistari afgyðingaættum, sem varð tíðrætt um það í viðtölum að konur gætu ekki teflt, að skákmenn væru illa klæddir og að gyðingar væru versta fólk. Hann hvarf sjónum í tuttugu ár; flestir héldu að hann væri horfinn fyrir fullt og allt inn í lokaðan heim ofsóknarbrjál- æðis, en nú er hann semsagt kominn aftur — varla mjög breyttur maður frá því í Reykjavík fyrir tuttugu árum. Eða eru hinar ólíklegustu kröf- ur skákmeistarans ekki kunn- uglegar þeim sem fylgdust með í Laugardalshöll sumarið 1972? Tólf sérsaumaðar skyrtur, al- veg eins og hann klæddist í Reykjavík. Sérstakir speglar á sviðið til að hann geti fylgst grannt með öllu. Áhorfendur í hæfilegri fjarlægð og vandlega valið taflborð. Klósettskál á keppnisstaðnum sem varð að hækka um nokkra sentímetra. Jakka, svipaðan þeim og hann keypti eftir skákmót í Júgóslav- íu stuttu fyrir 1970, fær Fischer hins vegar ekki. Hann var ffamleiddur í sundursprengdri verksmiðju þar sem nú heitir Króatía. Fischer er nefnilega snúinn aft ur með einkennileg- um hætti, hann hefði varla get- að valið meira æsandi augna- blik, því að vissu leyti er hann orðinn aðili að skæðustu striðsátökum í Evrópu síðan 1945. Embættismenn í Banda- ríkjunum hafa hringt í hann og faxað og hótað fésektum og tíu ára fangelsisvist ef hann tefli í Svartfjallalandi. Fischer, sem er umkringdur 200 öryggisvörð- um í villu sem sjálfúr Tító bjó í, þráast við og ætlar að tefla um allar milljónimar sem hann á vísar. Hann segist vera tilbúinn að taka þá áhættu að verða ff amvegis landflótta í Balkan- löndum eða þá heima hjá kær- ustunni, ungversku smá- píunni, í Búdapest. Ogkannski sýnir Fischer að hann er best- ur, þrátt fyrir állt; að minnsta kosti álítur hann að skákirnar í einvígjum þeirra Kasparovs og Karpovs hafi verið skrifaðar fyrirffam, það hafi verið samið um úrslitin. Svoleiðis myndi Fischer ekki gera. Er engum treystandl? Það er ekki nóg með að allt sé að verða vitlaust á Englandi vegna vergirni innan konungsfjölskyld- unnar. Á Spáni velta menn nú vöngum yfir meintu ffamhjáhaldi Jóhanns Karls Spánarkonungs með Mörtu Gaya, sem er 43 ára gamall innanhússarkitekt. Felipe Gonzales hefúr orðið konungi sín- um til varnar og gefið í skyn að sögusagnirnar séu liður í alþjóð- legu samsæri til að veikja Spán á alþjóðavettvangi. Á morgun kemur út í Danmörku bók sem ber heit- ið „Frá þinginu í klefa 290w. Höfundur hennar heit- ir Ole Sohn og er fyrrum formaður danska komm- únistaflokksins, DKP. Sohn hefur lagt sig í líma við að grafast fyrir um örlög danska kommúnistafor- ingjans Arne Munch-Petersen sem hvarf sporlaust í Moskvu sumarið 1937. Nú er hulunni endanlega létt af þessu máli. í 55 ár, frá 29. júh' 1937, hefúr það verið Dönum ráðgáta hvað varð um kommúnistaforingjann Arne Munch-Petersen, sem hafði í rúmt ár verið fulltrúi danskra kommúnista hjá Komintern, al- þjóðasambandi kommúnista. Þennan dag var hann væntanleg- ur aftur tÖ Kaupmannahafnar. Hann kom aldrei. Eftirgrennslan Ole Sohn, fyrrum formanns danska kommúnistaflokksins, hefúr leitt í ljós að Munch-Peter- sen andaðist úr veikindum í sov- ésku fangelsi í nóvember 1940. Þangað hafði hann verið settur rnn vegna gruns um hryðjuverka- starfsemi, trotskíisma og andsov- éskt atferli. Danska utanríkisráðuneytið grennslaðist hvað eftir annað fyrir um afdrif Munch-Petersen, en alltaf fékkst sama svarið frá Sovét- ríkjunum: Að örlög hans væru ókunn, hann hefði farið úr landi einhvers staðar á suð-vestur- landamærum ríkisins, enga per- sónu með þessu nafni væri að finna í Sovétríkjunum. Vitað er að Gromyko, sem var utanríkisráð- herra Sovétríkjanna 1957 til 1985, hafði sjálfúr áhyggjur af því hvemig hann gæti logið sig út úr máli Munch-Petersens þegar hann tók á móti danska utanríkis- ráðherranum H.C. Hansen árið 1957. . Ole Sohn hefur fengist við að rannsaka þetta mál síðan 1987. f fyrstu var honum tjáð að hann færi villur vegar. Það var loks í desember í fyrra að hillti undir endanlega lausn gátunnar. Effir mikið þref fékk hann aðgang að skjalasafni leynilögreglunnar KGB þar sem var að finna skýrslur um yfirheyrslur yfir Munch-Petersen og um það bil tuttugu bréf sem hann skrifaði Stalín og Beria. FLOKKSFORMAÐURINN VISSIALLT Ole Sohn telur næsta víst að Aksel Larsen, sem var formaður danska kommúnistaflokksins frá 1932 til 1958, hafi verið kunnugt um afdrif Munch-Petersens allt frá janúar 1938. Formaðurinn hafi hins vegar kosið að þegja. Öraggt sé að Larsen hafi þekkt söguna að afstöðnu 20. flokksþingi sovéskra kommúnista, þegar Krútsjov hóf uppgjör við Stalínstímann. Arne Munch-Petersen fæddist 1904 og gekk í æskulýðshreyfingu kommúnista 1924. Þar varð hann fljótt formaður og fékk þar með inngöngu í innsta valdahring Danmerkurdeildar Kommtem, en á þefrn tíma var ekki enn búið að stofna danska kommúnistaflokk- inn. Meðal kommúnista um allan heim geisaði uppgjör milli fylgis- manna Stalíns og Trotskís; Munch-Petersen snerist á sveif með Stalín, fékk lagsbræður sína til að samþykkja stuðningsyfirlýs- ingu við hann, hann var ákafúr og trúfastur stalínisti allt þar til hann var handtekinn. Árið 1936 dvaldi hann í Sovétríkjunum ásamt konu sinni, fúlltrúi hjá Komintern. Hann kom heim í janúar 1937 og hélt meðal annars ræður þar sem Ole Sohn. Kommún- istaforingi sem fór að leita að kommúnistaforingja sem hvarf sporlaust. hann dásamaði sovéska réttar- kerfið. En flokknum hafði ekki tekist að finna neinn til að leysa hann af hólmi í Moskvu og í mars fór Munch-Petersen aftur austur, nú einn síns liðs. Þetta ár var enginn óhultur í Sovét, allra síst vopnabræður harðstjórans; Munch-Petersen áleit það samt misskilning þegar hann var handtekinn, hann sendi Stalín og Bería bréf þar sem hann æskti þess að mistökin yrðu leið- rétt. f bréfúnum, sem aldrei kom- ust lengra en í hendur fangavarða og þaðan í skjalasafn, má sjá hvernig reiði og hneykslan Munch-Petersens vex með tíman- Ljósmynd úr möppu númer 11.888 í höfuðstöðvum KGB. Arne Munch-Petersen stuttu eftir handtökuna 1937. um. En allt kom fyrir ekki. f nóvem- ber 1940 andast hann úr berklum í fangelsi. Bókarhöfundurinn Ole Sohn telur fullvíst að ef sú hefði ekki orðið raunin hefði Munch- Petersen verið skotinn fyrir glæpi sína. Þeir voru náttúrlega ímynd- aðir, en þau vora örlög flestra út- lendra kommúnista sem Stalín lét handtaka á þessum blóðuga tíma. Smáóheppni Philip van Niekerk, sem er fréttastjóri suður-afbíska blaðs- ins Weekly Mail, er ekki maður heppinn. Fyrir nokkrum vikum var hann rændur og skotinn í höfuðið með þeim afleiðingum að kjálkinn fór í mél. Þegar hann var á heimleið eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsinu lenti hann í árekstri við slökkviliðs- stjóra Jóhannesarborgar og ger- eyðilagði bílinn sinn. Slökkvi- liðsstjórinn var hins vegar svo reiður að hann réðst á van Niekerk, kýldi hann og kjálkabraut aftur. Van Nie- kerk var að vonum fremur nið- urdreginn og ákvað að taka sér þriggja mánaða frí í Bandaríkj- unum meðan hann hugsaði sinn gang. Viku eftir að hann fór vestur um haf var hús hans rifið fyrir misskilning. Van Niekerk segist nú hugleiða að sækja um dvalarleyfi í Bandaríkjunum. „Við virðum einkalíf kon- ungsfjöl skyldunnar..." Leiðari dagblaðsins The Sun eftir að blaðið greindi frá því að það hefði komist yfir hljóðritun af símtali Söra Ferguson og Andrés- ar Jórvíkurhertoga, sem blaðið vildi þó ekki birta. Voff! Bæjaryfirvöld í Hamm í Þýska- landi hafa að undanförnu fengið margar kvartanir vegna hunda- halds í bænum, sér í lagi vegna gelts og spangóls, sem því fylgir. Bæjarstjórnin féllst á að ómögu- legt væri að koma í veg fyrir þetta eðli hunda, en setti þess í stað reglugerð, sem bannar hundum að gelta í meira en hálftíma á dag, ekki lengur en 10 mínútur í senn og aðeins milli klukkan 8.00-13.00 og 15.00-19.00. Nú bíða menn þess í ofvæni hver ætli að útskýra reglurnar fyrir hund- Díana í stofufangelsi? Dagblöð á Bretlandi telja sig hafa heimildir fyrir því að Elísabet II. Englandsdrottning hafi fengið sig fúllsadda af fjölmiðlafárinu í kringum tengdadætur sínar og hyggist tryggja það að annað eins bomsaraboms geti ekki hent aftur. ur sé óumflýjanlegur. Hins vegar telur hún ekki allt tapað í málefú- um Díönu og Karls ríkisarfa og fursta af Wales. Hún ku reyndar hafa misst allt álit á Díönu og þyk- ir hún vera „vanþakldát vélráða- norn“ eins og The Mail komst að orði. Að sögn The Mail on Sunday telur drottningin sig ekki hafa neitt frekar að ræða við Söru Ferguson og lítur svo á að skilnað- Til þess að verja fjölskyldu sína er drottningin sögð hafa ákveðið að draga verulega úr opinberum heimsóknum einstakra meðlima Kurteisi kostar Frakkar hafa löngum þótt fremur merkilegir með sig, ekki síst ígarð útlendinga sem sækja þá heim, en Frakkar neita alla jafna að tala önnur tungumál en frönsku heima fyrir jafnvel þó svo að tungumálakunnátta þeirra sé ágæt. Nú kann þetta að breytast, því í könnun franskra ferða- málayfirvalda kom í Ijós að ótrúlegur fjöldi erlendra ferða- manna kvaðst ekki geta hugsað sér að koma aftur til Frakklands, fyrst og fremst vegna þess hvað þeim fannst Frakkar vera óvingjarnlegir. Til að ráða bót á þessu hefur verið hafin mikil herferð jhnan ferðamálageirans, þar sem hjálpsemi, brosmildi og nærgætni eru brýnd fyrir fólki og minnt áaðþað séú þrátt fyrir allt útlendingar, sem borgi kaupið þeirra. \ * konungsfjölskyldunnar og reyna að takmarka aðgang fjölmiðla að slíkum tækifærum. Sérstaklega mun þetta eiga við um Díönu, sem Elísabet er sögð vilja hafa sem mest í felum. Díana er á hinn bóginn sögð hafa allt aðrar skoðanir á málun- um og ætla að gera það að skilyrði fyrir því að hún leggi rækt við hjónaband sitt að hún fái meira frelsi til að sinna eigin hugðarefn- um. Svo nú reynir á hvor þeirra er ákveðnari, Díana eða Elísabet drottning. Kunnugir veðja á drottninguna. f bliðu og stríðu Bill Boner, fýrrverandi borgar- stjóri í Nashville í Tennessee, og (fjórða) eiginkona hans, kántrí- söngkonan Tracy Peel Boner, leita nú skilnaðar fyrir dómi. Það veld- ur nokkrum vandræðum að dóm- arinn er fyrrverandi kærasta Bills og gömul vinkona Tracy Lee að auki. Tracy Lee segir að Bill hafi haldið framhjá sér með fyrrver- andi eiginkonu sinni númer þrjú. Hann bendir hins vegar á að sjálf hafi hún farið í skíðaferð með gömlum elskhuga. Þá er komið á daginn að Bill er farinn að sofa hjá lögfræðingi sínum, sem Tracy Lee nefnir aldrei annað en „ljóshærðu glyðruna" í réttarsalnum. Nú hef- ur dómarinn vikið úr sæti sínu, en vestra spá menn löngum og safa- ríkum réttarhöldum áður en sætt- ir nást. Ekkert heilagt Bókaforlagið Random House mun á næstunni gefa út 23. skáld- sögu Gore Vidals, sem talin er munu valda nokkrum titringi. Bókin nefnist „Bein útsending frá Golgata: Guðspjöll Gore Vidals“. Blaðamaður tímaritsins Vanity Fair fékk að glugga í gripinn á dögunum og segir bókina vera allsherjarárás á Nýja testamentið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.