Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 15 Jóhann G. Berghórsson Eftir umdeilda sölu á tækjum Hagvirkis til Hagvirkis-Kletts taldist eigintjárstaða Hagvirkis upphafi siöasta árs um nálægt 100 milljónum. Nú telst hún neikvæ um nær 1.500 milljónir og ekki einu sinni víst að hálfvirði fengist fyrir helstu eignir. Þegar Jóhann G. Bergþórsson í Hagvirki seldi Jóhanni G. Berg- þórssyni í Hagvirki-Kletti allar vélar og búnað Hagvirkis í desem- ber 1990 kom hann undan fyrir- séðu þrotabúi nálægt 700 milljón- um króna. Hagvirki skuldaði 2,1 til 2,2 milljarða króna, en við söl- una á tækjunum til Hagvirkis- Kletts lækkuðu skuldirnar niður í um 1.500 milljónir. Á hinn bóginn fól salan um leið í sér að mestallur möguleiki á því að þessar 1.500 milljónir fengjust greiddar hvarf. Gamla fyrirtækið stóð eftir án véla og tækja og rekstrarforsendur því brostnar, enda tekjumöguleikar engir eftir söluna og raunvirði eft- irstandandi eigna umdeilanlegt. Ekki einasta var Hagvirki- Klettur komið með öll rekstrar- tæki Hagvirkis undir hendur, heldur taídist kaupverðið eftir á hafa vérið rangt. Þá telur Jóhann í Hagvirki-Kletti sig hafa tekið á sig ýmis verk og útgjöld fyrir Jóhann í Hagvirki. Þetta þýðir að Hagvirki- Klettur telur sig geta lagt fram kröfu á hendur væntanlegu þrota- búi Hagvirkis upp á um 230 millj- ónir króna. Ef eignir finnast í þrotabúinu og til úthlutunar kem- ur á Hagvirki-Klettur því mögu- leika á að fá til sín Wuta andvirðis- ins. „EF ÞETTA ER HÆGT ÞÁ GERA ÞAÐ ALLIR“ Yfirvofandi gjaldþrot Hagvirlds á sér talsverðan aðdraganda, sem ástæðulaust er að fara út í í smáat- riðum. Fyrirtækið hefur átt í erfið- um málaferlum gagnvart ríkis- sjóði vegria umdeildra söluskatts- skulda allt frá 1982 og uppgjörs- mála vegna verktöku við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eigin- og lausa- fjárstaða fyrirtækisins versnaði með hverju ári. Viðmælendur PRESSUNNAR í verktaka- og byggingabransanum eru sammála um að Hagvirkis-samsteypan hljóti nú að vera rekin með tals- verðum halla, hún hefur verið að bjóða mjög lágt í stór sem smá verk. Nefna má stórt útboð á veg- um Hafnarfjarðarbæjar vegna safnaðarheimilis, tómstunda- heimilis og fleira í miðbænum, þar sem Hagvirki-Klettur bauð 137,7 milljónir, 77 prósent af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 178,5 milljónir. Þá má nefna að Hagvirki-Klettur bauð lægst í smábátahafnarframkvæmdir í Grófinni í Keflavík; 39,7 milljónir, sem er aðeins 58 prósent af kostn- aðaráætlun. Einn viðmælandi blaðsins úr bransanum sagði að vandlega yrði fylgst með úrslitum mála. „Ef þetta er hægt þá gera það allir. Það er ekki glæsilegt að bjóða á móti fyrirtæki sem getur afskrifað hundruð milljóna eins og ekkert sé. Ef það er hægt er lífið leikur. En ég geri ráð fyrir því að riffunar- leiðir verði skoðaðar. Og það kunna að koma upp miklir erfið- leikar hjá Hagvirki ef og þegar hús og tæki verða boðin upp.“ RAUNVIRÐIEIGNA HELM- INGUR ÞESS SEM BÓKFÆRT ER? I væntanlegu gjaldþrotamáli verður það þungamiðja meðferð- arinnar hvort salan á vélum og tækjum Hagvirkis og um leið skuldayfirfærslan í því dæmi hafi falið í sér mismunun milli kröfu- hafa. Reynist það niðurstaðan er óhjákvæmilegt að reynt verðj að fá þessum gjörningi rift og við- komandi eignir teknar inn í þrota- búið. Eignir Hagvirkis eftir söluna á vélum og tækjum teljast vera um 1 milljarður króna. Þar af er bók- fært virði lóða í Smárahvamms- landi í Kópavogi sagt um 520 milljónir og brunabótamat fast- eigna við Skútahraun 2 til 4 í Hafharfirði er skráð um 220 millj- ónir króna. Af öðrum eignum má nefna lóðir á Valhúsahæð. Raunvirði þessara eigna er þó álitamál. Jóhann Bergþórsson hef- ur lengi leitað kaupenda vegna Smárahvammslands, en án árang- urs. Telja verður að verði landið og aðrar eignir Hagvirkis seld, á nauðungaruppboði eða með öðr- um hætti, fáist fýrir þau upphæðir sem eru talsvert undir bókfærðu verði. Ætla má að skuldir Hag- virkis umffam eignir séu um leið nær 1.000 milljónum en 500 millj- ónum. BLIKK OG STÁL RÆNDIJÓ- HANN PÍSLARVÆTTIS- ÍMYNDINNI Nafnbreytingin á Hagvirki í Fórnarlambið hf. var tilkynnt hlutafélagaskrá með bréfi dag- settu 26. ágúst eða sama dag og gjaldþrotabeiðni var lögð fram. I bréfinu kemur þó fram að þetta hafi verið ákveðið á Jiluthafafundi 24. ágúst. Nafnbreytingin hefur hins vegar engin réttarfarsleg áhrif, enda sama kennitalan í gildi. Líkleg ástæða nafnbreyting- arinnar er að ef aðeins lengri tími hefði liðið ffá breytingunni þar til gjaldþrotabeiðnin var lögð fram hefði hún getað tafið málið eitt- hvað. Kunnugir telja að Jóhann hafi stefnt að því að gjaldþrota- beiðni kæmi frá ríkissjóði og þá hefði Jóhann getað talað um málið sem píslarvottur ríkisvaldsins. öllu erfiðara er að gera sig að písl- arvotti þegar gjaldþrotabeiðnin kemur frá einkafyrirtækinu og undirverktakanum Blikki og stáli hf., sem krefur Hagvirki um greiðslu á tæplega 40 milljóna króna skuld ffá því 1987. Blikk og stál lagði fram kröfu um löggeymslu 2. mars sl., en fyrir henni skorti forsendur. Þann 5. maí lagði fyrirtækið fram kröfu um kyrrsetningu eigna, en hún kom ekki til framkvæmda vegna dómskerfisbreytinga og frests Hagvirkis til að benda á eignir. 25. ágúst kom til formlegrar en ár- angurslausrar löggeymslu og dag- inn eft ir var gjaldþrotakrafa Blikks og Stáls send — um leið og Hag- virki skipti um nafn og tók upp nýtt „lógó“; mynd af blæðandi rollu. „JARÐVINNSLU-, VIRKJ- ANA- OG VÉLADEILDIN" FÉKK ÞAÐ SEM MÁLISKIPTI Salan á vélum og tækjum t' des- ember 1990 var angi af uppstokk- un eða endurskipulagningu gamla Hagvirkis og hélst í hendur við samstarf Hagvirkis við sænsku verktakasamsteypuna NCC. Gamla fyrirtækið var leyst upp í einstök sjálfstæð hlutafélög. Það sem máli skiptir fólst í því að „byggingardeild“ Hagvirkis taldist sjálfstætt hlutafélag undir gamla nafninu, en „jarðvinnslu-, virkj- ana- og véladeild" fyrirtækisins var sameinuð dótturfyrirtækjun- um Hagtölu (áður Hraunvirki) og vélsmiðjunni Kletti undir nafninu Hagvirki- Klettur. Síðarnefnda fyrirtækið yfirtók sem fyrr segir hluta skulda, vélar og tæki upp á 700 milljónir og réð til sín helftina af mannskapnum frá gamla fyrir- tækinu. „Endurskipulagningin“ fól því fyrst og fremst í sér að koma mikilvægustu tekjutækjun- um úr götóttum vasa í traustan vasa sömu flíkurinnar. „Bygging- ardeildin" var skilin eftir eignalítil með fullt af skuldum og erfið málaferli og gjaldþrot yfir höfði sér. Þótt þetta séu umtöluðustu „deildirnar" eru undir Hagvirkis- hattinum fleiri sjálfstæð hlutafé- lög, misjöfn að umfangi. Nefna má Hagþing hf., Hagtak hf., Nor- tak hf., Verkfræðiþjónustu Jó- hanns G. Bergþórssonar hf. og nýjasta fyrirbrigðið, Hagvagna hf., sem stofnað var utan um almenn- ingsvagnarekstur Hagvirkis- Kletts. Um málefni Hagvagna var ítarlega fjallað í síðustu viku. f þeirri umfjöllun kom berlega í ljós hversu mildl tortryggni er ríkjandi gagnvart fjárhagslegri stöðu Hag- virkissamsteypunnar; Hagvirki- Klettur átti í mesta basli með að útvega sér fjármagn vegna vagna- kaupa, því mjög erfiðlega gekk að útvega ásættanlegar tryggingar. ÚR PLÚS 100 í MÍNUS 500 MILLJÓNIR Á EINU OG HÁLFUÁRI Þessi staða leiðir hugann aftur að breytingunum í árslok 1990 og yfirlýsingum Jóhanns í febrúarlok 1991. Hann lýsti því þá að Hag- virki hefði gengið í gegnum mikl- ar hremmingar undanfarin miss- eri með lausafjárerfiðleikum og neikvæðri eiginfjárstöðu. Með „endurskipulagningunni" og söl- unni á vélunum og tækjunum til hins nýja og sjálfstæða fyrirtækis Hagvirkis-Kletts hefði eiginfjár- staða Hagvirkis hins vegar orðið jákvæð. Nánar tiltekið sagði Jó- hann fyrir einu og hálfu ári að efnahagsreikningur Hagvirkis væri upp á 1.100 milljónir og eigið fé réttum megin við strikið og efnahagsreikningur Hagvirkis- Kletts væri upp á 700 milljónir. Hann sagði eiginfjárstöðu fyrir- tækjanna beggja vel á þriðja hundrað milljónir. Einu og hálfu ári síðar upplýsist að þrátt fyrir nær 700 milljóna króna sölu á eignum eru skuldir Hagvirkis (Fórnarlambsins) nær 1.500 milljónir, en bókfærðar eignir um 1.000 milljónir. Friðrik Þór GuÖmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.