Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 37 f Þ R Ó T T I R íslendingarnir á Bretlandi Elga misjöfnu gengi að fagna Gerry Cox skrifar —««5 íslensku landsliðsmenn- irnir þrír í knattspyrnu /• sem leika á Bredandseyj- um hafa átt misjöfnu gengi að fagna með liðum sínum. Framherjinn Guðmundur Torfason, er leikur með Saint Johnstone í skosku úrvalsdeild- inni, hefur slegið í gegn. Honum hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að liðið hans fyrrverandi, Saint Mirren, hafi átt í miklum erfíð- leikum. Guðmundur skoraði 27 mörk í 86 leikjum íyrir Saint Mirr- en og var afar vinsæll meðal aðdá- enda liðsins þau þrjú tímabil sem hann var á Love Street-vellinum, heimavelli Mirren. Á síðásta keppnistímabili féll Saint Mirren.niður í fyrstu deild og þá fannst Guðmundi kominn tími til að færa sig um set, ekki síst með tilliti til landsliðsferils síns. „Ég var ekki valinn í íslenska landsliðið í síðasta leik og ég er viss um að það var vegna þess hversu liði mínu gekk illa,“ segir Guðmundur. „Ég stefni á að end- urheimta sæti mitt í landsliðinu og vonandi hjálpar það mér að ég er áfram í úrvalsdeildinni og spila með betra liði.“ Nýja liðið er Saint Johnstone en ffamkvæmdastjóri þess, Alex Tot- ten, taldi sig gera kjarakaup er hann keypti Guðmund á aðeins 90.000 pund, rúmar 9 milljónir ís- lenskra króna. Hinn þn'tugi Guðmundur hefúr þegar sýnt að hann er peninganna virði og gott betur og skoraði þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sín- um. Hann skoraði meðal annars í bikarleik, en Johnstone er komið í Magnús Ver á heimavelli Um næstu mánaðamót verður keppn- in „Sterkasti maður heims" haldin hér á landi. Magnús Ver Magnússon er sem kunnugt er handhafi titilsins og i örstuttu spjalli við PRESSUNA sagð- ist Magnús vera að komast í gott form og hann myndi gera hvað hann gæti til að verja titilinn. Hann segir erfiðasta andstæðinginn verða Eng- lendinginn Jamie Rieves en hann vann keppnina 1989 en hefur ekki verið með siðustu tvö ár vegna meiðsla. Keppnin getur orðið mikil auglýsing fyrir ísland en að öllum líkindum verður keppt á stöðum eins og við Cullfoss, Geysi og Bláa lónið. Þar og á fleiri stöð- um verða mestu kraftakarlar heimsins, en sjónvarpsþættir þeirsem gerðir hafa verið um keppnina hafa notið mikilla vin- sælda og verið sýndir um allan heim, tildæmis erkeppnin fast- ur liður á jóladagskrá breska rikissjónvarpsins, BBC. Magtiús Ver Magnússon, sterkasti maðurheims. Vonandi verður hann það áfram eftir keppnina hér á landi um mánaðamótin. fjögurra liða úrslit skosku bikar- keppninnar. „Það er frábært að við skulum vera komnir í undanúrslit bikar- keppninnar," segir hann. „Og ég hlakka mikið til að mæta Glasgow Rangers á Hampden Park, við trú- um því að við getum staðið okkur vel á móti hverjum sem er — jafnvel skosku meisturunum. Ég hef fallið vel inn í hjá Saint Johnstone og það að við erum komnir í undanúrslit bikarsins gerir hlutina enn skemmtilegri,“ segir Guðmundur. Það verður ekki sagt um hina íslendingana á Bretlandi að þeir hafi fallið vel inn í sín lið. Hvorki Guðna Bergssyni hjá Tottenham né Þorvaldi Örlygssyni hjá Nott- ingham Forrest hefur tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði félaga BB^g^sinna — þrátt fyrir að hafa verið hjá liðunum þrjú keppnistímabil. Guðni hefur spilað 66 deildar- leiki með Totten- ham frá því hann gekk til liðs við fé- lagið árið 1989, en hann hefur aldrei náð að tryggja sér sæti í liðinu. „Ég hef verið inni og úti til skiptis og hef aldrei fengið að leika mína uppá- haldsstöðu, stöðu „sweepers*, og það hefúr gert mér enn erfiðara að vinna mér öruggt sæti í liðinu,“ segir Guðni. Sökum þess hve Guðna hefur geng- ið erfiðlega að festa sig í sessi hefur hann farið fram á sölu ffá Tottenham og vill helst reyna sig á meginland- inu. „Ég hef sagt að ég vilji helst leika í Þýskalandi, ftalíu, Hollandi eða Frakklandi, en ég held að Tottenham Mórallinn skiptir máli Það vekur oft athygli í íþróttum hvernig íþróttalið geta virst ósigr- andi um tíma en síðan skyndilega farið að tapa leik eftir leik án sýni- legrar ástæðu. Þegar þetta hendir er oft talað um að liðsheildin eða „mórallinn" í liðinu hafi versnað. Að sama skapi kemur oft á óvart þegar lið, sem ekki eru talin sterk á pappírunum, leggja stjörnum- skrýdd lið að velli hvað eftir ann- að. f þessu sambandi er gaman að minnast þess að meistaraflokki Þórs frá Akureyri var spáð neðsta sæti, og þar með falli í aðra deild, af þjálfurum fyrstudeildarliðanna skömmu fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Þrátt fyrir það eru Þórsarar nú í öðru sæti Samskipa- deildarinnar, næst á eftir ÍA. Þórs- liðið hefur engum „stjörnum“ á að skipa þó að þeir Halldór Ás- kelsson og Sveinbjörn Hákonar- son hafi báðir leikið með landslið- inu. Samt sem áður hefúr Þór sigrað lið eins og Víking og Fram, en hið síðarnefnda vann Þór í báðum umferðunum. En hvaða þættir eru það sem orka á liðsheildina? PRESSAN leitaði svara hjá Jó- hanni Inga Gunnarssyni, sálffæð- ingi og handknattleiksþjálfara. Jó- hann Ingi kvað fjölmarga þætti snerta getu og baráttuanda hvers liðs en mikilvægastir væru eflaust gagnkvæmt traust milli þjálfara og leikmanna, umgjörð liðsins, það er að leikmenn skilji og sætti sig við hlutverk sitt í liðinu jafnvel þó að þeir þurfi að sitja mikið á bekknum, og að markmið liðsins séu rétt skilgreind og í samræmi við getu þess. Andlega hliðin skiptir líka miklu máli. Allir sem eru í kringum liðið, liðstjórar, vilji selja mig til ensks liðs því þá fær liðið meira fyrir mig,“ segir hann. „Það verður ekki auðvelt fyrir mig að fá sölu til annars lands. Það eru tveir eða þrír aðilar í öðrum löndum að athuga málin fyrir mig og vonandi kemur eitt- hvað út úr fyrirspurnum þeirra." segir Guðni. Guðni hefur alltaf verið mjög vinsæll meðal áhangenda Totten- ham og honum líkar afar vel að búa í Englandi, en segir þó: „Ef ég væri beðinn að ráðleggja ungum íslenskum leikmanni um hvort hann ætti frekar að fara til Eng- lands eða Þýskalands myndi ég ráðleggja honum að fara til Þýska- lands.“ Þetta sjónarmið má líka heyra hjá Þorvaldi Örlygssyni, sem hefúr átt enn slælegra gengi að fagna hjá Nottingham. „Það er lögð alltof mikil áhersla á hlaup og líkams- burði á Englandi, á kostnað tækn- innar,“ segir hann. „Ég vildi ekki ganga í gegnum sama skóla og ungir enskir leikmenn þurfa að gera. Þeir leggja hart að sér, en alltof oft er áherslan á líkamlegu hliðina en ekki þá tæknilegu.“ Þorvaldur telur mjög erfitt fyrir erlenda leikmenn að sanna sig á Englandi: „Aðdáendur liðanna búast við einhverju meiriháttar frá útlendingunum,“ segir hann. „En það eru líka góðar hliðar á Eng- landi. Það er auðvelt að aðlagast ensku þjóðinni og ef ég ætti að velja land til að búa í, fyrir utan fs- land, þá yrði England fyrir val- inu.“ Þorvaldur á nú í viðræðum við Nottingham um áframhaldandi samning, en meðan þær viðræður standa yfir gerir hann samning við liðið til einnar viku í senn. í upphafi gekk Þorvaldi vel hjá Nottingham en síðan fór að halla undan fæti og á þarsíðasta keppn- istímabili lék hann ekki einn ein- asta leik með liðinu. f lok síðasta tímabils komst hann aftur í liðið og er búinn að vera í hópnum það sem af er þessu tímabili. „En ég veit ekki hversu lengi það verður,“ segirhann. Ems og Guðni hefúr Þorvaldur ekki fengið að leika þá stöðu sem hann helst kýs. „Ég vil helst leika á stjórnarmenn viðkomandi félags og aðrir, verða að styðja við bakið á leikmönnum, umbuna þeim og hvetja eftir þörfum. Off eiga sál- fræðilegir þættir stóran þátt í gengi liðs. Til að mynda getur lið, sem hefur verið ósigrandi ein- hvern hluta keppnistímabils, hrunið einfaldlega vegna þess að það trúir ekki eigin velgengni og stundum getur undirmeðvitund leikmanna hreinlega sagt þeim fyrirffam að þeir muni tapa næsta leik. Þessa tilhneigingu segist Jó- hann Ingi hafa greint hjá Akranes- liðinu fyrir leikinn gegn Val á dög- unum, enda spáði hann því fyrir leikinn að ÍA myndi tapa, þrátt fyrir að vera efsta lið deildarinnar og á heimavelli í umræddum leik. Eins og flestir knattspymuáhuga- menn muna sigraði Valur 5:1 í umræddum leik. Þeim Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara ÍA, og Sigurði Lárussyni, þjálfara KA, var báðum illa við að Þorvaldur Örlygsson gerir nú samning til einnar viku í senn við Notting- ham. Hann á í viðræðum við lið- ið um lengri samning og hefur verið í hópnum það sem af er tímabilinu. miðjunni — þótt ég telji að ég geti gert gagn hvar á vellinum sem er — en hjá Nottingham er ég látinn spila á kantinum." Hötundur er iþrúnokéttamaiut hjá Hayt- ers:fréttastofunni I London. Selfyssingar sigla nú hraðbyri niður i þriðju deild, gengi þeirra hef- ur ekki verið upp og ofan, eins og oft er, heldur bara ofan. Þjálfari Selfyssinga var framan af tímabil- inu Gylfi Þ. Gíslason, alnafni hins fræga pól- itikuss. Það gerðist einu sinni — á þeim tima er Gylfi Þ. eldri var ráðherra — er Gylfi var að leika með Selfossliðinu að dóm- arinn kallaði hann til sín iþví skyni að sýna honum gula spjaldið. Dómarinn spurði Gylfa að nafni og hann svaraði eins og rétt var: Gylfi Þ. Gísla- son. Dómarinn sagði Gylfa snúðugt að hætta þessari vitleysu og greina rétt frá nafni. Gylfi greyið gat ekkert annað gert en endurtaka fyrra svar. Dómarinn var ekki i skapi til að hlusta á þessa fyndni Gylfa og í stað gula spjaldsins fór það rauða á loft og Gylfi var sendur út af fyrir að segja ekki rétt til nafns. upplýsa blaðamann um hvaða brögðum þeir beittu til að leik- mönnum ykist ásmegin en voru þó sammála um, að hárnákvæmt einstaklingsbundið hlutfall á milli hvatningar og gagnrýni væri lyk- illinn að góðum liðsmóral. Þegar lið aftur á móti hrynur er oft erfitt að byggja upp sjálfstraust leikmanna að nýju og ef of seint er gripið í taumana er oft nær ómögulegt að snúa atburðarás- inni við. ðvæntir sigrar og ósigrar í fyrstu umferðum íslandsmóts eiga sér oft afar einfalda skýringu: Þegar lið kemur til leiks í upphafi móts er geta þess óljós gagnvart hinum liðunum. Fyrstu leikirnir fara því í að finna út „goggunar- röð“ liðanna, það er hveijir vinna hverja og hverjir eru erfiðir heim að sækja svo eitthvað sé nefnt. Þegar lengra h'ður á mótið kemst meira jafnvægi á leik liða og því verða úrslit oft fyrirsjáanlegri en í fyrstu. Guðmundi Torfasyni hefur vegnað vel í Skotlandi, skoraði mikið af mörkum fyrir Saint Mirren og hefur byrjað frábær- lega hjá sínu nýja liði, Saint Johnstone. Hann segist stefna að því að endurheimta sæti sitt í íslenska landsliðinu. Um helgina 1. DEILD KA - Valur kl. 14.00. KA-menn eru ekki bestu vinir Valsara nú um stundir og ætla sér ugglaust sigur og ekkert annað. Breiðablik - IBV kl. 14.00. Botn- slagur. Barátta, blóð, sviti og tér. fA - FH kl. 14.00. Þeim í Fimleika- félaginu hefur ekki gengið alveg sem skyldi í sumar. Skagamönn- um hefur hins vegar gengið flest í haginn og þeir ætla sér titilinn. KR - Þór kl. 14.00. Athyglisverður j leikur þetta. Jafntefli er sama og tap, sigur getur þýtt mikla upp- hefð. 2. DEILD Selfoss - Bl kl. 14.00. Selfýssíngar spila í þriðju deild að ári, það er Ijóst. Ámundi, þjálfari Isfirðinga, datt niður á eitthvert töframeðal fyrir skömmu og liðið er búið að bjarga sér frá falli. Þróttur - Fylkir kl. 14.00. Lið hinna meiddu markmanna gegn Árbæ- ingunum. Þróttarar fara ekki upp en það væri sárabót fyrir þá að vinna Fylkismenn, sem fara upp. (BK - Víðir kl. 14.00. Staða þessara Suðurnesjaliða er ólík. Nú eru þau í sömu deild en á næsta ári verður sennilega heil deild á milli þeirra. IR - Stjarnan kl. 14.00. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í sumar. Áhangendur þeirra geta huggað sig við að fótboltatlmabilið er að verða búið og handboltinn á næsta leiti og þargengur vonandi betur. Leiftur - Grindavík kl. 14.00. Ól- afsfirðingar eru erfiðir heim að sækja. GOLF Hótel Stykkishólms-mótið Golfklúbburinn Mostri í Stykkis- hólmi með opið mót, 18 holur ] með og án forgjafar. Kóngsklapparmótið Opið mót hjá Grindvíkingum, 18 holur með og án forgjafar. Coca Cola-mótið fer fram é Ak- ureyri. Leiknar verða 36 holur, flokkaskipt. Stöðvakeppnin hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja 36 holur með og án forgjafar. AKSTURSÍÞRÓTTIR Torfæra Björgunarsveitin Stakkur með torfærukeppni. (slandsmótið. Rallíkross hjá Start á Egilsstöðum. Æfingamót. K’JI I ■ i il I Fram - Víkingur kl. 16.00. Þessi lið voru é allt öðrum og betri stöðum f deildinni í fyrra en þau eru nú og vilja sjálfsagt bæði klára mótið með sæmilegri reisn og vinna sigur. 1. DEILD KVENNA Þór - Stjarnan kl. 14.00. Stjarnan hefur.komið á óvart undanfarið en stelpurnar frá Akureyri eru á leið niður í aðra deild. KR - lA kl. 14.00. (A-stelpurnar eru nýbakaðir bikarmeistarar. Kristrún Heimisdóttir hrósaði Skagastúlk- um í hástert þegar hún lýsti bikar- leiknum í sjónvarpinu. Hún er í | KR-liðinu og vill sjáffsagt að (A leiki verr i dag en i bikamum. Valur - Þróttur Nes. kl. 14.00. Valsstelpur ættu að vinna þennan leik. Breiðablik - Höttur kl. 14.00. Ef | allt fer samkvæmt bókinni eru þetta auðveld þrjú stig fýrir Blika- stelpurnar. GOLF Coca Cola-mótið á Akureyri, seinnidagur. Stöðvakeppnin seinni dagur mótsinsíEyjum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.