Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 47

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 47
47 Framhald afsíðu 45 asta söngkona landsins áður en Björk Guð- munds kom rymjandi fram á sjónarSviðið. Platan er beint framhaid af seinni breið- skífu Hljóma. Á henni var Gunnar Þ. kom- inn í dramatískan ballöðufíling með popp- fónkívafi sem teygði sig yfir í Trúbrot og blandaðist þungum og þróuðum áhrifúm frá Flowers-mönnunum Kalla og Gunnari J. Samkvæmt ríkjandi hefð eru nokkur erlend lög á plötunni og eru útsetningar Trúbrots skemmtilegar, Bítlalagið „Things we said today“ fær þungan bún- ing, „Rain“ eftir blinda Púertó Ríkanann José Feliciano er tekið nærri óbreytt og >vÁn þín“, upphaflega flutt af The Suprem- es, fær ljúft umhverfi og angurvær rödd Shady Owens ætti að vekja grátstafi í kverkum allra ungra elskenda. Gunnar Þ. er í góðu formi í lagagerð- inni. Hann á lipra ballöðuspretti í „Við“ og „Frelsi andans" og vel er rokkað í „Sama er mér“. Þó er langlokan „Áfang- ar“ heldur rýr og einnig annað grínlag, „Konuþjófurinn“. Karl heitinn Sighvats- son byggir djúpt og magnað verk úr Píla- grímakór Richards Wagner. Þar fer hann hamförum á Hammondinn og leigðir blásarar og strengjaleikarar eru í stuði. Eitthvað fór útsemingin í útvarpsmenn á sínum tima, þeir urðu fúlir og rispuðu lagið á öllum eintökum plötusafnsins. „Konuþjófurinn" fór líka undir vasahníf- inn, líklega vegna textans. Aukalög geislaplötunnar tryggja þenn- an kjörgrip endanlega. Þar eru á ferð lög af tveimur sjötommum og eitt óútgefið lag, „Breyttu bara sjálfum þér“, sem sýnir bandið í rokkuðu formi. Fyrri sjötom- man, „Ég sé það/Ég veit að þú kemur", er ein helsta peria hippatímabilsins á fslandi. Lögin skína af dirfsku og frumleika og mér er til efs að Gunnar Þ. hafi verið eins ferskur í annan tíma. Lögin eru sýru- menguð fónkpopplög og fössgítar Gunn- ars ætti að fá hörðustu nýbylgjunagla til að gapa. Seinni sjötomman er afslappaðri, hálfmóðukennd, eins og hljómsveitin hafi lifað á reykelsum dagana áður en haldið var í hljóðverið. Þó mæðir mikið á skæli- fótstigi Gunnars í „Hr. hvít skyrta og bindi" og textinn fær mann til að brosa að hippísku sakleysinu. Rúmum tíu árum síðar eru Grýlumar komnar á kreik, fyrstar íslenkra kvenna- hljómsveita. Þær voru borubrattar í hlut- verki frumkvöðlanna; spiluðu stórkerl- ingalegt popprokk með skondnum text- um sem oft voru mettaðir einkahúmor og kvenrembu. Líkt og Trúbrot hafa Grýl- umar elst vel þótt múnderingin á þeim sé að vísu ótrúlega hallærisleg. Tónlistin er á köflum stórskemmtileg og lögin „Sísí“ og „Valur og jarðarberjamaukið hans“ eru réttilega orðin klassísk. Fleiri lög bera vott um sérstaka meðferð á popparfinum sem á sér enga hliðstæðu í íslensku poppi. Það verður helst að fara til Japans til að hlusta á bönd eins og Go-Bangs og Shonen Knife til að finna svipað kvennapopp. Grýlumar voru alltaf léttar á bárunni og sprell- stemmdar á meðan duttlungafull fýla draup af flestum samferðamönnum þeirra í poppinu f byrjun síðasta áratugar. Sprellið skilaði sér í tónlistinni og tókst oft að lyfta þunnum lagasmíðum. Þó skín oft í gegn að Ragga og stöllur hafa verið hálf- svifaseinar í lagasmfðdm. Lög eins og „Tröllaþvaður“ og „Djásnið mitt“ ná sér aldrei af djammstiginu og verða að skoð- ast sem uppfyllingarefhi. Á geislaplötunni hefur verið bætt við fjögurra laga tólftommu Grýlanna frá 1981. Þar standa upp úr lögin „Gullúrið" og „Fljúgum hærra“ eftir Jóhann G. Þró- unin á milli platnanna tveggja er augljós og ánægjuleg. Gaman væri ef Grýlumar hefðu haldið áfram, hamrað jámið á með- an það var heitt, en eins og svo oft í ís- lenskri poppsögu var hætt á vitlausum tíma og örugglega hafa mörg handarbök verið nöguð síðan. Steinar hf. eiga þakkir skildar fyrir þessar vönduðu endurútgáfur. Umbúð- imar eru einstaklega vel unnar, textar og myndir á stnum stað og inngangur Jónat- ans Garðarssonar fræðandi og skemmti- legur. Áfram með smjörið. Gunnar Hjálmarsson FIMMTUDAGUR PRESSANmí. SEPTEMBER 1992 Kjörgripir Japönsk leirkeralist ( Norraena húsinu I Síðastliðið ár hefur rekið á fjör- • 5^ ur okkar athyglisverðar sýning- _______| ar á japanskn list. Fyrir um það bil ári var spennandi sýning á japanskri Samtímalist þar sem vestræn áhrif vom áberandi; í vor var á sama stað japönsk grafík sem olli talsverðum vonbrigðum; nú er komið að hefðbundinni japanskri leirkeragerð og hér eru Japanir heldur betur á heimavelli. Á þessu sviði em þeir meistaramir og þurfa ekki að sækja fyrir- myndir sínar neitt annað. Hér gefúr að líta hefðbundna lefrkera- iist helstu meistara samtímans, bæði við- urkenndra og upprennandi, undir yfir- skriftinni „Kjörgripir“, og er það sannar- lega ekki ofmælt. Því miður hefúr orðið „hefðbundið" frekar neikvæða auka- merkingu í umræðu um listir: Það sem er bundið í hefðinni hefúr orðið eftir f fortíð- inni og er þar af leiðandi úrelt og sveitó. Það mætti því ætla að þessi sýnmg höfð- aði eingöngu til sérviturra áhugamanna um japanska sögu en það er af og frá. Aldagömul reynsla hefur verið notuð til að blása lífi í leirkeragerð og skapa smiðn- um nýja möguleika til sjálfstæðrar sköp- unar, með þeim árangri að japönsk leir- keragerð er listamönnum um allan heim innþlástur og fýrirmynd. Glöggt má sjá mikla breidd í aðferð og stfl. Strax við inngangfrin er stillt saman verkum eftir tvo smiði sem eru lýsandi fyrir einkennandi andstæður í japanskri menningu. Annars vegar hárnákvæmt handverk, í blómavasa eftir Sakaida með fínlegri blómaskreytingu, sem endur- speglar menningarlega siðfágun og íburð. FJins vegar sexstrendur blómavasi og diskur eftir Hamada, sem útnefndur hef- ur verið „þjóðargersemi“. Vinnubrögðin eru frjálslegri og óform- legri og yfirbragðið mun grófara. Það eru mörg dæmi um slík efnistök á sýning- unni, verk sem maður gæti haldið að væru klaufaleg, illa mótuð, samfallin og misheppnuð. Þessi hlið á japanskri leir- keragerð gefúr frmsýn í trúarlíf Japana og þá miklu áherslu sem lögð er á nálægð við náttúruna. Það er eins og verið sé að reyna að útmá fjarlægðina miili jarðar, elds og mannshandarinnar. Nægjusemi og fátækt, einfalt lífemi f barmi náttúr- unnar, er það umhverfi sem þessi leirker kalla fram. f því skyni að sýna munina í viðeigandi umhverfi hefur verið innréttuð Iítil testofa, sem gefur nasaþefmn af því hvemig japanskt listfengi hefur sameinað trúarlíf og hversdagsleikann. í sumum verkanna virðast andstæð- urnar, skrautkennd siðfágun og hið fá- tæklega, renna saman í hófsamri en ein- beittri formfegurð, eins og sjá má f svörtu kúlulaga keri eftir Onodera og ljósbláu postulínskeri með fínlegum spmngum í glerungnum eftir Suzuki. Það gefast fá betri tækifæri til að kynn- ast galdri og dýrð leirkeralistarinnar. Gunnar J. Ámason Ut Á Restaura?it Pizzeria HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍKSÍMI13340 Stórhljómsveitin Svartur pipar ásamt Gylfa Má og Margréti Eir skemmta föstudag og iaugardag OPIÐ 23.00-03.00 Snyrtilegur klæöna&ur, 20 ár STRANDGÖTU 30 N N U NILLABAR Guömundur Rúnar trúbador skemmtir fimmtudag, föstudag og laugardag. Ath. á fímmtudag er KONUKUÖLD Allar veitingar á hálfvir&i a&eins fyrir konur. OPH) 18.00-03.00 Frábærstemmning SIMI650123 Hr&so Rúnar Þór og hljómsveit fimmtudagskvöld V i n i r D ó r a föstudags- og Iaugardagskvöld Kuran Swing sunnudagskvöld ■ hjMí mím FRlAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensósvegi 11 — þjónar þér allan sólarhringlnn CA F É Opið föstudags- og laugardagskvöld kl. 11-03 ftðaCréttir Sk.ötusdstcik. mcdJcrsku (jrœnmcti í cst ragon rjómasósu. %r. 990.- Cjíjáð„tfai"kjúktingaóringa ttiecf eggjanúcfíum og hvítíaukssósu %r. 1.590,- (jriííaður famhahryggur borinnfram tncðrósiti- piparsoði og scíjurótar- cetiþisttamauki• 1.490.- (jrifíuð nautahnjggsncið ttieð shaífottufaukj. svepputn, ferskutn baunutn og tnadcirasósu. %r. 1.890.- Edda Borg syttgurf. matargesti laugardagskvöld Opið föstudags- og laugardagskvöld sími 689686

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.