Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 H E F U R P U TIMA AFLÖGU Heillaöup af heimsneki Haukur Örn Hauksson hefur sótt nám- skeið Heimspekiskólans í þriú ár. BANDALAG KVENNAf REYKJAVÍK Vetrardagskrá: Boðið verður upp á námskeið um forystustörf í félögum og fyrirlestra um margs konar efni. Einnig verða ýmis önnur námskeið haldin á vegum félagsins, s.s. í skraut- skrift, gítarleik og ensku. Til- boðin eru að mestu ætluð fé- lögum í aðildarfélögum BKR, en sum verða þó opin almenn- ingi. BANDALAG STARFS- MANNA RÍK- IS OG BÆJA Fram tii áramóta gengst BSRB fyrir eftirtöldum námskeiðum fyrir félagsmenn: Verklok: Upplýsingar um ýmis- legt sem að gagni getur komið þegar fólk fer að nálgast eftir- launaaldurinn, s.s. upplýsingar um Tryggingastofnun og lífeyr- ismál. Greinaskrif og útlitsteiknun: Sniðið að þörfum þeirra sem sitja í ritnefndum og þurfa jafn- vel að setja upp fréttabréf. á fundum, svara spurningum fréttamanna og svo framvegis. BRÉFA- SKÓLINN Bréfaskólinn var stofnaður árið 1940 og er enn eini skólinn á landinu sem eingöngu hefur fjarkennslu á sinni könnu. Auk kennslubréfa eru hljóðbönd og myndbönd nú notuð við kennsluna. Sálarfræði: Ein af nýjungum Bréfaskólans er bréfanám í sál- arfræði fyrir almenning. Mark- miðið er m.a. að þátttakendur öðlist þekkingu á ýmsum svið- um sálarfræðinnar s.s. greind- arþroska, félagsþroska, sálræn- um sjúkdómum, andlegu heil- brigði, uppeldi og fíkniefnum. Kennari er Guðfinna Eydal sál- fræðingur. Teikning: Nýtt námskeið í teikningu verður í boði hjá skólanum í vetur. Um er að ræða grunnnámskeið, ætlað öllum sem gaman hafa af að teikna og einnig þeim sem þarfnast góðs undirbúnings undir frekara myndlistarnám. Kennari er Eyþór Stefánsson Haukur Örn Hauksson, 11 ára, hefur sótt hin ólíkustu námskeið Heimspfkiskóians undanfarin þrjú ár og því orðinn margs vísari um þau fræði. Þessi ungi áhugamaður um heimspeki segir það al- veg öruggt aó hann muni skrá sig á nýtt námskeið hjá Heimspeki- skólanum í vetur, enda sé áhugi hans á greininni óbilandi. „Ég var átta ára þegar ég byrjaði að læra heimspeki. Ég var nú svo sem ekki áhugasamur fyrst, hafði eiginlega engan áhuga á læra eitthvað um heimspekilegar vangaveltur. Mömmu minni og kennar- anum mínum tókst samt einhvern veginn að tala mig inn á það að prófa að fara í einn tíma og sjá hvernig mér fyndist. Þær reyndust hafa rétt fyrir sér með það að skólinn væri skemmtilegur, því ég varð alveg heillaður eftir fyrsta tímann. Síðan hef ég sótt námskeið á hverju ári." Haukur Örn segist hafa lært ýmislegt fróðlegt í Heimspekiskólan- um og margt sem gagnlegt sé að breyta eftir. „Á námskeiðunum lærir maður allt milli himins og jarðar. Ég hef til dæmis lært mikið um rökfræði og haft mjög gaman af því. í skólanum lærum við að hlusta vandlega á skoðanir annarra og virða þær. Áhersla er lögð á hvað það sé nauðsynlegt að vega og meta skoðanir fólks og taka mark á þeim, því oft geta aðrir haft rétt fyrir sér án þess að maður geri sér grein fyrir því. Mér finnst ég hafa haft mjög mikið gagn af þessum námskeiðum. Ég hef þjálfað mig mikið í rökhugsun og mér finnst rökleikni koma sér vel, hvort sem ég er í skólanum eða bara heima!" Hann segist ekkert vera viss um að hann ætli að leggja heim- spekina fyrir sig. „Mér finnst heimspekin mjög skemmtileg en ég er ekkert viss um að ég fari í háskóla til að læra hana. Mér finnst þetta skemmtileg tómstund og gaman að lesa bækur með heimspekilegu ívafi. Svo gerir það heimspekinámkskeiðin líka sérstaklega skemmtileg hvað samvinnan er góð á milli nemenda og kennara og það er alls ekki mikið rifist." myndlistarkennari. Islensk stafsetning: Önnur nýj- ung innan Bréfaskólans er námskeið í íslenskri stafsetn- ingu, sem lengi hefur verið tal- ið þörf fyrir. Kennari er Rósa Eggertsdóttir. Serbó-króatíska: Skólinn býður meðal annars upp á sjálfsnám í 18 erlendum tungumálum og er námsefnið fengið frá frönsku námsgagnastofnuninni Assimil. Eru sum þessara tungumála framandi eins og til dæmis serbó-króatíska, pólska, hebr- eska, japanska, rússneska, kín- verska, gríska og latína. BÚNAÐ- ARBANK- INN Fjármálanámskeið fyrir unglinga: Sú nýbreytni verður í starfsemi Búnaðar- bankans í haust að boðið verður upp á fjármálanám- skeið fyrir unglinga. Á námskeiðinu, ókeypis og einkum ætlað nem- endum 8. og 9. bekkjar grunn- skóla, verður farið yfir ýmis at- riði er varða fjármál s.s. sparn- að, vaxtaútreikning, vísitölur og verðtryggingu. Kennt er að fylla út ávísanir, víxla og skuldabréf. há verður fjallað um fjárhags- legar skuldbindingar, hvað það þýðir að vera ábyrgðarmaóur að láni og hvað getur gerst ef lán fer í vanskil. Skráning og kennsla fer fram í útibúum Búnaðarbankans um allt land. DAGNY BJÖRK DANSKENN- ARI Suðrænir dansar: Helsta nýj- ungin hjá Dansskóla Dagnýjar Bjarkar eru námskeið í suðræn- um dönsum s.s. rúmbu, bóleró, salsa og argentínskum tangó. Auk samkvæmisdansa og gömlu dansanna verður kennt djass, rokk, tjútt ög hip-hop. Önnur nýbreytni í starfsemi skólans eru tímar fyrir börn frá þriggja ára aldri og nefnast þeir „dans og leikir". Auk nám- skeiða sem haldin eru á nokkr- um stöðum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu býður skólinn einnig upp á kennslu á ísafirði og Laugarvatni. DANSLINA HULDU OG LOGA Dansskólinn er að hefja sitt fyrsta starfsár í Reykjavík, en hann hefur starfað víða á lands- byggðinni síðastliðin átta ár. Vetrardagskrá: Boðið verður upp á kennslu fyrir alla aldurs- hópa, yngst fjögurra ára. Meðal þess sem kennt verður eru sam- kvæmisdansarnir, bæði stand- ard- og suður-amerískir, og svo auðvitað gömludansarnir. Auk barnadansa verður svo kennt bæði tjútt og swing. DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS Dansskóli Hermanns Ragnars er nú að hefja 35. starfsár sitt og er fyrirhuguð afmælishátíð næsta vor af því tilefni. Kenn- arar skólans sóttu nýverið ráð- stefnu danskennara á Norður- löndum og kynntu sér helstu strauma og stefnur í dansi. Afrísk bylgja: Mikil áhersla verður lögð á tískudansana mambó og'salsa í vetur. Skól- inn hefur safnað að sér miklu úrvali af ýmiss konar afrfskri trommutónlist og verður hún allsráðandi í kennslunni. Þá verður notuð ný japönsk tónlist auk vinsælla íslenskra og er- lendra dægurflugna. Boðið verður upp á ýmsar nýjungar í barnadönsum og sérkennslufög eins og stepp. Þá verður kennd- ur djassdans, rokk og síðast en ekki síst hinn vinsæli hip-hop- dans. DANSSKÓLI JÓNS PÉT- URS OG KÖRU Skólinn er nú að hefja fjórða starfsár sitt og býður upp á danskennslu fyrir alla aldurs- hópa. Vetrardagskráin: Kenndir verða samkvæmisdansar, bæði stand- ard- og suður-amerískir dansar. Þá verður kennt tjútt og swing auk námskeiða í gömlu döns- unum og barnadönsunum. Ymsir erlendir gestakennarar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.