Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 EINAR Vilhjálmsson spjótkastari setti nýtt íslandsmet á sunnudag- inn. Þetta gerðist í Laugardaln- um, en Reykvíkingar fréttu af því í gegnum útvarpið að Einar þættist loks hafa afsannað kenninguna gömlu um að hann gæti ekki kastað spjóti al- mennilega nema í roki. Þeim þótti þetta ekki ýkja sannfær- andi, húsmæðrunum sem höfðu eytt helginni í að bjarga þvottinum af snúrunum í norðangarranum og skildu ekki hvar Einari hafði tekist að finna logn. Þeir sem hækkuðu nógu mikið í útvarpinu tii að yfirgnæfa vindgnauðið heyrðu líka veðuríræðinginn á Stöð 2 tilkynna að „loksins hefði verið nógu mikill vindur fyrir spjót- kastið“. Líklega eru engar veð- urathugunarstöðvar í Laugar- dalnum. SVAVAR Gestsson hélt líka að hann væri búinn að afsanna gamla kenn- ingu, sumsé þá að hann væri kommúnisti af gamla skólan- um og ekki nothæfur sem þingflokksformaður í Alþýðu- bandalagi Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann reyndi í fýrra og aftur núna og í viðtali við Tímann spáði hann „erfið- leikum“ vegna andstöðu Ólafs við sig — sem á kremlólógísku þýðir að hann er farinn í fylu og ætlar að reyna að steypa Ól- afi um leið og færi gefst. Lík- legasti kandídat Svavars í for- mannssætið er hins vegar upp- tekinn við annað. Það hefur nefnilega ekki heyrst í STEINGRÍMI J. Sigfússyni frá því Herjólfúr kom nötrandi til Eyja. Nú hef- ur Steingrímur upplýst í mikilli ritgerð að aldrei hafi staðið til að Herjólfúr sigldi átakalaust til Eyja og hann hafi sem sam- gönguráðherra aldrei lofað því — og heyrði þó veðurstofan undir hann líka. Hann tók hins vegar undir þá kenningu að Árni Johnsen vissi ekkert um skipasmíðar, sem er eins ffétt- næmt og að segja að PÁLL Pétursson sé enn þingflokks- formaður Framsóluiar. Endur- kjör Páls staðfestir aðra kenn- ingu, að ffamsóknarmenn séu alls ekkert klárir á því hvað þeir vilja í pólitík og snúist eins og vindhanar effir aðstæðum. Þrír þingmenn greiddu Hall- dóri Ásgrímssyni atlcvæði sitt þótt hann segðist alls ekkert vera í ff amboði. Páll Pétursson var í ffamboði og sagðist þó ekkert ff ekar hafa átt von á at- kvæðum samflokksmanna sinna. Eina vitræna skýringin er sú að kjörið fór ffam á sunnudaginn — einmitt sama roksunnudaginn og Einar Vil- hjálmsson setti íslandsmetið sitt. Pálmi Sigurðsson hjá Dráttarbílum sf. SELDIVORUBIL MED FJÖGURRA MILLJÚNA KRÚNA SKATTSKULD Volvo-vörubíllinn fór ekki langt þrátt fyrir söluna því hann er enn í hlaðinu hjá Dráttarbílum í Garðabæ, reynd- arnúmerslaus. Fyrr á árinu var seldur Volvo- vörubíll með númerinu G 2432 frá fyrirtækinu Dráttarbílum hf. í Garðabæ. Það er í sjálfú sér ekki í ffásögur færandi nema af því að á bílnum hvíla óvenjuháar skatt- skuldir. Samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskoðun íslands hefur ekld verið greiddur þungaskattur af bílnum síðan 1987 þó að hann hafi verið notaður ff am á þetta ár. Þungaskattsskuldin er upp á rúm- ar 3,7 milljónir króna, sem að nokkru skýrist vegna dráttar- vaxta. Þá er salan í sjálffi sér forvitni- leg því hún fól ekkert annað í sér en að bíliinn var tekinn af skrá um leið og nýr eigandi tók við honum. Samkvæmt heimiidum PRESS- UNNAR er þetta liður í að komast undan því að greiða uppsafnaða þungaskattsskuld. í þvf sambandi hlýtur að vekja forvitni að bíllinn er enn á lóð fyrirtækisins. Að sögn Pálma Sigurðssonar, eiganda Dráttarbíla, er þetta eini bill fyrirtækisins sem á hvílir við- líka skuld. „Þessi bíll hefur ekki verið á skrá en skuldin hlýtur að hvíla á honum eins og önnur veð- bönd. Annars hlýtur þetta að verða borgað af þeim sem kaupir bílinn,“ sagði Pálmi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í fjármáiaráðuneytinu er það fyrirtækisins og forráða- manna þess að greiða skuldina, þannig að sala á bílnum á ekki að Edda Sigrún Ólafsdóttir: Akærð fyrir að svindla á slösuðum duga til að losna ffá skuldinni. Það vekur hins vegar athygli hve linkind innheimtumanns rík- issjóðs er mikil því eins og áður segir er hér um fimm ára skatt- skuld að ræða. Það er sýslumað- urinn í Hafnarfirði sem hefur inn- heimtuna með höndum. Pálmi sagði að reyndar væri ætlunin að gera við bílinn og þeg- ar hann færi aftur á skrá gerði hann ráð fyrir að skuldin yrði greidd. Núverandi eigandi er Hilmar Sigursteinsson. Ríkissaksóknari hefur loksins ákveðið að gefa út ákæru á hendur Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur lög- manni. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í um það bil tvö ár en það var ekki fyrr en eftir umfjöll- un PRESSUNNAR 1. nóvember 1990 sem ríkissaksóknari sá ástæðu til að láta fara fram opin- bera rannsókn á athæfi Eddu. Áð- ur hafði embættið fengið ábend- ingar um svik hennar en ekki sinnt þeim. Ákæran á hendur Eddu er í átta liðum. Þar er hún fyrst og fremst ákærð fyrir að hafa dregið sér fé af slysabótum skjólstæðinga sinna. Nemur sú upphæð nokkrum miiljónum króna sem hún á að hafa tekið af skjólstæðingum sín- um. Einnig er Edda ákærð fyrir brot á bókhaldslögum, skattalög- um og fleira. Upp komst um svik Eddu fyrir algera tilviljun. Einn skjólstæðinga hennar, ung kona, þurfti nauð- synlega að fá læknaskýrslur sem höfðu fylgt málinu á hendur tryggingafélaginu. Vegna fjarveru Eddu Sigrúnar leitaði konan til tryggingafélagsins og fékk þar gogn Þá kon Edda hafði hálfri PREL a&Bpithttiniiixav FEFLETTI FÓRNARI UMFERBi mm fa a Oilnn 'Æ w •> m-wfc.w&r' ŒgijeÍ meira en hún skilaði til ungu kon- unnar. Forráðamenn Sjóvár/Al- menna tryggingafélagsins vöktu athygli rannsóknarlögreglunnar á þessu. Síðar komu ffam fleiri mál þessu lík og í ákærunni er Edda sökuð um að hafa dregið sér fé ff á 28 skjólstæðingum sínum. Málið hefúr ekki verið þingfest en verður til meðferðar hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Edda Sigrún Ól- afsdóttir: Ákærð fyrir að hafa haft slysa- bæturaf 28 skjólstæðing- um. Eftir umfjöllun PRESSUNNAR sá ríkissaksókn- ari loksins ástæðu til að láta fara fram rannsókn. Ríkisendurskoðun kannar sam- einingarmál Árness hf.: r r OANÆGJA STOKKS- EYRINGA RÉTTMÆT Rlkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu vegna sameining- ar Glettings og Hraðffystihúss Stokkseyrar, þar sem sú niður- staða fæst að HS hafi borið skarðan hlut frá borði við sam- einingu fyrirtækjanna í Árnes hf. Telur Ríkisendurskoðun að hlutur Stokkseyringa hefði átt að vera að minnsta kosti 40 til 42 prósent í stað 36 prósenta, en að rök hafi verið fyrir allt að 48 pró- senta eignarhlut. PRESSAN fjallaði ítarlega um sameiningarmál þessi sl. maí. Þar kom fram það viðhorf Stokkseyringa að með því meðal annars að taka inn í dæmið mat á veiðireynslu utankvótateg- unda, 216 milljónir hjá Glettingi en 34 milljónir hjá FÍS, og með því að meta kvótalausan togara Glettings, Jóhann Gíslason, á 249 milljónir króna, hefði hlutur Glettings orðið of mikill. Að þeirra mati var eðlilegra hlutfall HS 42,6 prósent í stað 36 pró- senta. Niðurstaða Ríkisendurskoð- unar er mjög í anda þess sem Stokkseyringar héldu fram og gengur Ríkisendurskoðun jafh- vei lengra. Ríkisendurskoðun telur ekki rétt að verðleggja hugsanlegan veiðirétt á utan- kvótategundum, en réttmætt sé að meta reynsluna til viðskipta- vildar. Þetta ásamt mismunandi mati á úreldingarkostnaði vegna togarans leiði til þeirrar niður- stöðu að hlutur Stokkseyringa hefði átt að vera 4 til 6 prósent- ustigum meiri eða 40 til 42 pró- sent.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.