Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 03.09.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 43 ♦ ♦ KUlI Batman snýr aftur Batman Re- turns ★ ★★ Augnakonfekt og pottþétt skemmtun, þrátt fyrir þunnan söguþráð. Danny De Vito er stórkostlegur og Michelle Pfeif- fer hrífandi. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af tilraunum til dramatíkur. Batman snýr aftur Batman Re turns ★★★ Augnakonfekt og pottþétt skemmtun, þrátt fyrir þunnan söguþráð. Atlantis ★★ Eftir Luc Besson sem gerði Big Blue, Subway og Nikita. Mynd um lífið í undirdjúp- unum. Fagurt, jafnvel hrífandi, en ekki endilega við almannaskap. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrii fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Vinny frændi My Cousin Vinny ★ ★★ Fyndin grínmynd. Joe Pesci er mun skemmtilegri í þessari mynd en þriðja hluta Lethal Wea- pon. Tveir á toppnum Lethal Wea- pon ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum, en meira af tilraunum til dramatíkur. Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvik- mynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur í íslenskri bíómynd en hjá Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur. Rapsódía í ágúst Rhapsody in Agust ★★★ Kurosawa- mynd með Richard Gere í aðalhlutverki. Hugljúf og heillandi. Ástríðuglæpir Love Crimes ★★ Enn einn erótíski tryllirinn. Miðað við framleiðslu Hollywood á myndum um smáskrítna kynlífsóra eru þeir inni í dag; hvað sem allri eyðni líður. Þessi mynd hefur þó hvorki kitlandi óra né titrandi spennu. Hvort tveggja er flatt. Falinn fjársjóður Pay Dirt ★★ Dálítið dellukennt grín og því mið- ur dellukennd spenna einnig. Nokkrir góðir smásprettir leikar- anna ná ekki að halda myndinni á floti. Hún sekkur eins og steinn í lokin. Veröld Waynes Wayne's World ★★ í flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og ofsjaldanfyndinn. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Konu- mynd; um konur og fyrir konur. Góðir eiginmenn láta undan og fara með. Ameríkaninn American Me ★★ Þokkalega spennandi án þess þó að teljast til betri mynda. Hringferð til Palm Springs Round Trip to Heaven ★ Allt að því óbærileg leiðindi. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Stoppaðu eða mamma hleypir af Stop! Or My Mom Will Shoot ★ Sylvester Stallone slær hér út flestar af sínum verstu myndum og verður það að teljast afrek. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Markaðsfræðingarnir fá bæðar stjörnurnar. Annað við myndina er ómerkilegt. Léttlynda Rósa ★★★ Ljúf saga um vergjarna stúlku. Kolstakkur ★★★★ Mögnuð mynd; hæg, seiðandi og falleg. Besta myndin í bænum. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allir verða að sjá. Ofursveitin Universal Soldier ★ ★ Mynd um karlmenni, fyrir stráka sem kannski pína kærust- urnar með. Schwarzenegger gerir þetta allt miklu betur. Náttfarar Sleepwalkers ★★ Það er orðið langt síðan tekist hefur að búa til almennilega mynd eftir sögu Stephens King. Þessi tilraun er með því skárra af afurðum síð- ustu ára. Hún mun gleðja hörð- ustu unnendur hrollvekja. Óður til hafsins The Prince of Tides ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á floti. Börn náttúrunnar ★★★ Róm- aðasta íslenska bíómyndin. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg unglingamynd en ef til vill ekki stórkostlegt kvikmynda- verk. Höndin sem vöggunni rugg- ar The Hand that Rocks the Cradle ★★★ Ansi spennandi. Born to be Wiltí. Besti ellipoppar- inn og í öðru æ „kombal(l(“ ársins. Pétur Kristjánsson ætlar að gera enn eitt kombakkið með félögum sínum úr Pops í sept- m ONDLAR BASSANN EFTIR 25 ARA HLE Pétur Kristjánsson poppari hefur greinilega enn á ný náð athygli lands- manna því í vinsældavali PRESSUNN- AR var hann kjörinn besti ellipoppar- inn, varð í öðru sæti yfir kombakk árs- ins og á stóran hlut í danslagi og rokk- lagi ársins, „Króknum“, sem hann söng ásamt hinum kynþokkafulla góðsöngvara Stefáni Hilmarssyni. Pétur segist mjög ánægður með þessa kosningu. „Ég hef mjög gaman af þessu,“ sagði Pétur um úrslitin. Pétur ætlar ekki að láta þar við sitja heldur er hann aftur farinn að æfa sig á bassa, en bassann hefur Pétur ekki snert síðan hann var í hljóm- sveitinni Pops fyrir um það bil 25 árum. Og ástæðan fyrir því að hann er affur farin að möndla bassann; Pops ætla að koma affur saman á Hót- el fslandi helgamar 11. og 12. og 18. og 19. september. Hljómsveitin gaf út smáskífu með lögunum Það er svo geggjað og Ljúfa lífþar sem stórpopp- arinn Flosi Ólafsson smellti sér í hippabúninginn og kyrjaði af lífi og sál. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Björgvin Gíslason, Birgir Hrafnsson, Óttar Felix Hauksson og Ólafur Sig- urðsson, sem hefur stuttan stans á Is- landi því hann er búsettur í Danaveldi. Pétur var í Pops til ársins 1970 þegar hann fór yfir í Náttúru. En finnst Pétri mikil nostaigía í gangi? „Já, það finnst mér, og reyndar er það ekkert skrítið því bestu lögin voru samin á árunum milli 1965 og ’70. Þetta fer allt í hringi. Til dæmis fann ég vel fyrir því hve lög eins og Jenny Darling og Rabits féllu í góðan jarðveg á Þjóðhátíðinni í Eyjum þrátt fyrir að mest af því fólki sem þar var hefði ekki upplifað þau áður.“ Með Pops söng Pétur lög eins og Wild Thing og Born to be Wild; villt lög sem væntanlega heyrast á Hótel ís- landi í september. Árni Matt, hinn velþekktipoppskríbent á Mogganum, er að skrifa bók um Sykurmolana og á hún að koma út á hefðbundnum útgáfutíma bóka rétt fyrir jól. „Ég heffylgst með þeim alveg frá upphafi og svolítið skrifað út frá því, en auðvitað vinn ég með þeim og reyni að hafa sem mest afstaðreyndum. Bókin spannar tímabilið frá hausti 7 985, þegar Kuklið er að leysast upp, og fram að þvi að þau samþykkja að fara i U2- túrinn i vor,"segirÁrni. „Bókin er unnin isamvinnu við Molana en vísast verður þó eitthvað í henni sem þau eru ekki alveg sammála, enda skrifa ég töluvert út frá minu sjónarhorni. Það er ekki vitn- að orðrétt i neinn nema það hafi komið fram á prenti og er þetta ekki viðtalsbók. Ég reyni hins vegar að hafa ihenni sem mest af staðreyndum." Myndiríbókinni eru úr einkasafni Bjargar Sveinsdóttur, konu Árna, og eru eitthvað á annað þúsund. Að auki hefur hann frjálsan aðgang að efni sem Molarnir hafa sjálfir tekið, allskyns skyndimynd- um á ferðalögum og þess háttar. En fáum við að lesa eitthvað sem al- menningur veit ekki nú þegar?„Það má auðvitað segja að sumt af þessu sé almennur fróðleikur," segir Árni. „Ég get því ekki sagtað þarna séu neinar stórkostlegar afhjúpanir en það er margt í sam- bandi við þróun hljómsveitarinnar sem á eftir að koma fólki á óvart. Þetta er eins og sakamálasaga eftir Agöthu Christie; þegar þú sérð lausnina þá auðvitað vissirðu þetta allan timann." ÚTLENDINGAR í FISKI - ÍSLENDINGAR f KJÖTI Það er forvitnilegt að vita í lok ferðamanna- tímabilsins hvort út- lendir gestir okkar hafa borðað vel og hvað það er sem hefur heiliað þá mest á íslenskum matseðlum. Það er líka fróðlegt að komast að því hvað landinn legg- ur sér til munns á sama tíma. PRESSAN leitaði til nokkurra vel þekktra veitingastaða og kom nið- urstaðan svosem ekki mjög á óvart: útlendingar vilja fisk en ís- lendingar kjöt. Þannig vildu út- lendir gestir Café Óperu almennt frekar fisk en kjöt en lundabringa og villibráð voru einnig í uppá- haldi. Islendingar voru meira í steikunum. Gesti Naustsins mátti nánast þekkja á því hvað pantað var og varð fiskur fyrir valinu í níutíu prósent- Bókin um Syk- um tilfella með- urmolana eftir útlendra en ÁrnaMatt lslendingar poppskribent verður eins voru aðallega í nauta- og svína- kjötinu. Þrír frakkar hjá Ulfari og Jónatan Livingstone Mávur eiga það sameiginlegt að leggja megin- áherslu á fisk, en hvalkjötið er líka vinsælt á Frökkunum. Á Hótel Valhöll vildu útlendingar nær ein- göngu lambakjöt og Islendingar Þingvallasilunginn, á Hótel Sögu vildu útlendingar fisk og I’slend- ingar lamb og naut. Hótel Holt fékk nánast enga íslenska gesti í sumar en útlendingar voru veik- astir fyrir búranum og heilagfisk- inu. Neysluvenjur breytast að vetri og er þá snæddur þyngri matur, drukkið meira rauðvín og setið lengur. Þá eru líka færri útlend- ingar. fegurstu kurímmn Isíands að dómi Unnár.Arngríms- dóttur hjá Módelsamtök- unum Harald Snæhólm flugstjóri, hann er sætur og huggulegur maður; Steinn Lárusson, starfsmaður Flugleiða í Lond- on, vegna þess hve hann er töff og ákveðinn og mikill karakter; Þorgeir Ástvaldsson finnst mér alltaf ægilega sætur; Stef- án Jón Hafstein vegna þess hve hann er skemmtilegur — ég er ekki hissa á því að stelp- urnar skuli vera vitlausar í hann; Gulli Helga vegna þess hve hann er snyrtilegur, hress og kemur vel fyrir; og Þor- grímur Þráinsson vegna framkomu hans. Hann er svo heilbrigður. Kort Einkaklúbbsins er það nýjasta í flórunni. Nú geta íslendingar loks farið að fylla upp í hólfin á seðlaveskjunum því sffellt bætast við fleiri og fleiri klúbbar það sem fólk þarf að sýna fram á meðlimakort til að njóta sérstakrar þjónustu. Fyrr á árinu var stofhaður einkaklúbbur fyrir nautna- belgina. Hanri heitir einfald- lega Einkaklúbburinn en er í raun og veru opinn öllum sem vilja njóta lífsins. Til dæmis er frítt inn á fjölmarga skemmtistaði, mikill afsláttur er af mat á veitinga- stöðum; í sumum tilfellum tveir fýrir einn, afsláttur er af líkamsræktarstöðvum, mikið er slegið af fatnaði, hárgreiðslan verður ódýrari, leikhúsin, bíóin, billjardinn, mynd- böndin, snyrtivörurnar, blómin og svo mætti áfram telja. Þorsteinn Sigurlaugsson, einn aðstandenda klúbbsins, segist ekki lengur hafa tölu yfir fjölda meðlima en sífellt hafa fleiri og fleiri viljað slást í förina. En hve hátt er árgjaldið? „Árgjaldið er 1.700 krónur og fólk er því fljótt að borga það upp ef það er duglegt að notfæra sér kortið. Inni í þessu er einnig það að sérstök klúbbkvöld eru haldin með reglulegu millibili þar sem félagarnir mætast og eiga góðar stundir." Það er semsagt hægt að byrja daginn með því að fara í líkamsrækt og síðan í hárgreiðslu og snyrtingu, þar á eftir að kaupa blóm handa elsk- unni, fara út að borða, á krá, síðan á ball og svo... Og daginn eftir í bíó, kaupa meiri blóm og gera margt, margt fleira skemmtilegt. EKKI VIÐTALSBOK UM MOLANA EINKAKLUBBUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.