Pressan - 24.09.1992, Page 18
18
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 24. SEPTEMBER 1992
E R L E N T
Evrópskur gjaldmiðill
Opin og smá efnahagskerfi Evrópu ganga ekki upp, hvað þá í formi
sameinaðs markaðar, ef gengi verður fljótandi. En tilraunir til að útbúa
kerfi sem að miklu leyti festir gengið hafa beðið hnekki. Það er ekki
ósennilegt að innan skamms muni heyrast raddir hjá einhveijum ríkis-
stjórnum um að rétt sé að koma aftur á hömlum á alþjóðlegum fjár-
magnsflutningum, sem var aflétt fyrir tíu árum. En það er rangt svar.
Besta svarið fyrir Evrópu er að koma á laggirnar sameiginlegum gjald-
miðli, þótt slíkt kunni að virðast ofmetnaður eins og sakir standa. Með
sameiginlegum gjaldmiðli hefði verið miklu auðveldara að útvega Þýska-
landi fjármagn með lægri vöxtum til að kosta sameininguna, verðbólgu-
áhrifin af þenslunni í vesturhluta landsins hefðu orðið minni. Óstöðug-
leiki í gengismálum væri úr sögunni. Óhagganlegur og smásmugulegur
seðlabanki, sem hefði það hlutverk að fylgjast með allri Evrópu, gæti
óhindrað stefnt að stöðugleika í verðlagi í öllu Evrópubandalaginu.
Þegar ríkisstjórnir freista þess að bæta skaða síðustu daga verður
ábyggilega fjölyrt um að nú sé úr sögunni það markmið að koma upp
sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli. Sú niðurstaða yrði skelfileg mis-
tök. Og á vissan hátt stórundarleg. Því atburðir eins og urðu 16. septem-
ber eru einmitt það sem sameiginlegur gjaldmiðill — og ekkert annað
fyrirkomulag — getur afstýrt.
bandalag. Fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna í Frakklandi reyndist
ekki auðvelt að samhæfa Sósíai-
istaflokk Mitterrands og hægri-
miðjuflokkinn UDF, sem hefur
helstan foringja Giscard d'Esta-
ing, fyrrum forseta. f Bretlandi er
andúðin milli stóru flokkanna
mikil eftir Thatcher-tímabilið og
varla að stjórnmálamenn geti náð
saman á einhverri miðju.
En hvað gerist ef Maastricht
verður ekki að raunveruleika, eins
og flest virðist benda til?
Það eru engin teikn um annað
en að Þjóðverjar verði mjög við
sama heygarðshornið í efhahags-
málum. Sérhver endurskipulagn-
ing innan EMS myndi vísast gera
markið enn sterkara. Frakkar hafa
gætt mikils aðhalds í efnahags-
málum og munu varla aðhafast
neitt til að veikja frankann, né
heldur munu önnur ríki kasta fyr-
ir róða þeirri stefhu sem þau hafa
fylgt í áratug.
Kannski er vandinn að miklu
leyti upprunninn í Þýskalandi, en
samt hefur EMS dugað þeim ríkj-
um vel sem eru tengd Þýskalandi
hvað sterkustum böndum. Innan
myntbandalagsins hafa þau fund-
ið höfti gegn stórsjóum utan þess.
Frakkar, sem geta stært sig af
nokkrum hagvexti á þessu
kreppuári, munu líkiega fylgja
Þjóðverjum og þá líka Hollend-
ingar og Belgar. Það er hætt við að
gjaldmiðlar þeirra þjóða sem
stæðu utan við slíkt samstarf yrðu
taldir óæðri, annars flokks —
Bretlands, Italíu, Spánar og Portú-
gals, ríkja sem ekki stæðu sig á
efnahagssviðinu.
Á stjórnmálasviðinu gæti orðið
svipuð þróun. í Frakklandi er
stjórnmálamönnum umhugað
um að þessi órói nái ekki að skaða
náið samband Frakklands og
Þýskalands. í Þýskalandi hafa
stjórnmálamenn viðrað hug-
myndir um stjórnmálasamstarf
sem myndi byggjast á þeim ríkj-
um sem eru í kjama Vestur-Evr-
ópu. Afleiðingarnar gætu orðið
Evrópa sem er ekki mynduð í
kringum Brussel og EB, heldur í
kringum stjórnirnar í Bonn og
París, með einhverri þátttöku
smærri ríkja í norðvesturhluta álf-
unnar. Bretland gæti þurft að sitja
mestanpart hjá.
Bretar hafa nefhilega gengið út
frá því sem vísu að í veiku Evr-
ópubandalagi gætu ýmis áform
um efnahagssamruna ræst, en
pólitísk mál myndu sitja á hakan-
um. De Gaulle var ekki fjarri sanni
þegar hann sagði að Bretar vildu
breyta EB í einfalt ffíverslunar-
bandalag. Á meginlandinu þykir
flestum stjórnmálamönnum það
ekki nóg. Nú þegar öfgahópar
vaða uppi og stutt virðist í
glundroða á ýmsum sviðum og í
ýmsum löndum er það útbreidd
skoðun að EB geti verið brjóst-
vöm gegn myrkraöflum.
Það hefur ríkt upplausn í
Evrópu síðustu dagana.
Ólíklegt virðist að Maast-
richt-samningurinn verði
að veruleika. Gengissam-
starf Evrópubandalagsríkja
er brostið. Miklar efasemd-
ir hafa kviknað um Evr-
ópubandalagið, sérstaklega
hjá eindregnum hægri- og
vinstrimönnum. Þeir sem
eru nær miðjunni eru hlið-
hollari Evrópuhugmynd-
inni, en eiga í erfiðleikum
með að ná saman.
Frá lokum seinna stríðs hafa
stjórnmálamenn í Evrópu bundið
trúss sitt við bandalög sem síðan
hafa verið að smáþróast. Megin-
tilgangurinn var að gera stríðs-
rekstur útilokaðan, enda voru
tvær stórstyrjaldir Evrópubúum í
fersku minni. Aðferðin var aukið
efnahagslegt samband, sem
myndi leiða til aukinna samskipta
og vináttu á öðrum sviðum. Upp-
hafsmennirnir og þeir sem hafa
síðan verið ötulustu baráttumenn
þessarar hugmyndar voru eink-
um pólitíkusar á miðju stjómmál-
anna, kristilegir demókratar og
sósíaldemókratar, sem var mikið í
mun að styrkja miðjuna gegn
öfgaöflum til hægri og vinstri.
Fyrsta skrefið var kola- og stál-
bandalagið svokallaða, síðan náðu
þjóðirnar samkomulagi um sam-
eiginlega landbúnaðarstefnu og
loks Efnahagsbandalag Evrópu,
sem breyttist í Evrópubandalagið.
Efnahagslegur samruni skyldi
verða lykillinn að friðsælli Evr-
ópu.
Braut þessa efnahagslega sam-
runa hefur verið mjög greið síð-
ustu fimmtán árin. Viðskipta-
múrar hafa hrunið og raunar ekki
bara í Evrópu. Innri markaður EB
verður að veruleika um áramótin
og fetta núorðið fæstir fingur út í
þá fr amkvæmd. Það er mildð hæft
í þeim orðum Martins Bange-
mann, sem fer með málefni iðn-
aðarins í framkvæmdastjórn EB,
að í efnahagsmálum hafi þjóðir
ekki lengur neitt fullveldi. Ríkin
eru ákaflega háð hvert öðru,
stjómir geta ekki látið eins og þær
starfi í tómarúmi.
Árið 1979 var myntbandalag-
inu (EMS) svo komið á. Hlutverk
þess var að tryggja stöðugt gengi,
en um leið mjökuðust ríkin áffam
á samrunaferlinu. Til að viðhalda
stöðugleika þurftu öll ríkin að
taka á sig vissar skuldbindingar,
það ríki sem ekki stóð sig þurfti að
gjalda fyrir.
Markmiðið Maastricht-fundar-
ins var að kóróna þetta mynt-
bandalag með sameiginlegum
gjaldmiðli fyrir aldamót. Það hefði
ekki orðið svo lítið skref á sam-
runabrautinni.
En nú er allt þetta komið í háa-
loft. Italir og Bretar hafa dottið út
úr gengissamstarfinu sem er hluti
af EMS. Efnahagur beggja þessara
ríkja er í afleitu ásigkomulagi,
bæði eru þau komin út á braut
gengisfellinga og verðbólgu, en
slíkt samræmist ekki þeim kröf-
um sem eru gerðar í myntbanda-
laginu.
Þessi kreppa á sér svosem eðli-
legar skýringar eins og annað. Rót
vandans er Þýskaland, efnahags-
stórveldið sem er í raun horn-
steinn þessa kerfis. Þýskaland
drekkur í sig fé til að fjármagna
sameiningu þýsku ríkjanna. Lítil
verðbólga er trúaratriði í Þýska-
landi og talin nauðsynleg til að af-
stýra glundroða. En harðlínu-
mennirnir í þýska seðlabankan-
um valda með þessu miklum örð-
ugleikum í öðrum ríkjum. Til að
standast samkeppnina þurfa þau
að halda uppi háum vöxtum, en
samt flæðir þármagn inn í Þýska-
land. Raunar er það ekki aðeins í
Evrópu að gjaldmiðlar standa
veikt. Ásigkomulag bandaríska
efhahagslífsins er lélegt og mun-
urinn milli lágra vaxta vestanhafs
og hárra vaxta í Þýskalandi hefur
reynst erfiður. Ódýrir dollarar eru
ekki góðir fyrir efnahaginn.
En vandinn er fráleitt bara
efnahagslegur. Myntbandalagið
var náttúrlega ekki annað en tæki
þeirra sem vildu hraða samruna-
ferlinu. Vandamálin eru fyrst og
frjmst af stjórnmálalegum toga.
Danir hafa hafnað Maastricht,
samþykki hans í Frakklandi var of
naumt til að gefa honum byr und-
ir báða vængi. f Englandi berst
hægri armur íhaldsflokksins á
móti samningnum og einnig
vinstri armur Verkamannaflokks-
ins. I Þýskalandi heyrast líka
sterkar efasemdaraddir, örvaðar
af óvissunni í efnahagsmálum.
í klemmu þama mitt á milli eru
miðjuflokkar, sem annaðhvort
hallast til hægri eða vinstri. Þeir
eru nær undantekningarlaust
hliðhollir Maastricht og Evrópu-
samrunanum. En það þýðir samt
ekki að þessir flokkar geti náð að
mynda öflugt eða trúverðugt
TVÍadwr
vikunnar
Francois
Mitterrand
f raun er ekki auðvelt að skýra í
fáum orðum óánægju Frakka
með forseta sinn. Það ríkir efna-
hagslægð í Evrópu, en Frakkar
hafa farið betur út úr henni en
aðrar þjóðir. Þeir geta meira að
segja stært sig af tveggja prósenta
hagvexti á þessu ári, flestum ber
saman um að ástæðan sé nokk-
uð góð efnahagsstjórn. En það
breytir því ekki að Frakkar eru
dauðleiðir á forseta sínum,
kannski er ekki von á öðru eftir
ellefu ára setu hans á valdastóli.
Þessi leiði er slíkur að hann á sér
varla viðreisnar von. Stjórnmála-
kreppan í Frakklandi er varla
áþreifanlegt fýrirbæri, hún er
miklu frekar tilfinningamál.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Ma-
astricht snerist að miklu leyti
upp í eins konar vinsældakönn-
un um Mitterrand. Hann kom
ekki vel út úr henni og telja
margir að miklu fleiri hefðu ver-
ið hlynntir samningnum hefði
forsetinn ekki þvælst fyrir. Frétt-
ir um að hann væri með krabba-
mein vöktu nokkra samúð, hún
virðist ekki hafa dugað lengi,
enda er það tilfinning sem ekki
er vænleg til ffamdráttar í pólit-
ík. Hneykslismál innan og utan
flokks sósíalista, mikið atvinnu-
leysi, sambland af valdhroka og
fumkenndum vinnubrögðum
— allt hefur þetta orðið til að
fara illa með orðstír þessa mikla
stjómmálamanns sem var kos-
inn í annað sinn og þá með yfir-
burðum 1988. Betri sigur í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni hefði gert
Mitterrand kleiff að hætta með
sæmd — nú velta menn því fyrir
sér hvort hann lafi út kjörtíma-
bilið, til 1995. Fjölmiðlar og
stjómmálamenn skora á hann að
fara frá. Það er vanþukklátt starf
að vera þjóðarleiðtogi í Vestur-
Evrópu þessa dagana. Það er sótt
að þeim þremur Mitterrand,
Kohl kanslara Þýskalands og
Major forsætisráðherra á Bret-
landi. Tími þeirra tveggja fyrr-
nefndu virðist nánast á þrotum,
kannski nær sá þriðji að bjarga
sér. Hann er ennþá ungur mað-
The
Economist
Skilur leiðir
í Evrópu?