Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 5

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PKESSAN 12. NÓVEMBER 1992 5 M ikið hefur heyrst af kvörtunum fólks vegna tíðra bilana á afruglurum Stöðvar 2. Mun ástandið vera þarrnig hjá Heimilistækjum, sem eru þjónustuaðili af- ruglaranna, að þar eru fimm eða sex starfs- menn í því að taka á móti biluðum afruglur- um. Sumir eru að koma með afruglara sína í annað eða þriðja sinn á sama árinu. Þessar tíðu bilanir ná sérstaklega til nýrri gerðarinnar — gömlu tækin munu end- ast betur. Talið er að þama sé um ffam- leiðslugalla að ræða sem veldur því að af- ruglaramir ofhitna og þéttamir bila. Um leið detta Páll Magnússon og félagar út... s, ' töðvun á flugrekstri Atlantsflugs kemur í sjálfu sér ekkert mjög á óvart enda verið erfitt ár hjá félaginu. Ekki nóg -imeð að Halldór Sig- k urðsson, stjórnarfor- Imaður félagsins, hafi Horðið að glíma við erfitt |efnahagsástand heldur jþurfti hann einnig að Jglíma við Guðna *Þórðarson í Sunnu. Sem kunnugt er rak Guðni ferðaskrif- stofu sína, Sólarflug, út á flugrekstrarleyfi Atlantsflugs en síðan þegar upp úr slitn- aði hrundi félag Guðna. Það er því leitt til þess að vita að Guðni skuli ekki vera bú- inn að koma út blaði sínu til að geta upp- lýst landslýð um stöðu Atlantsflugs... N. I ú þegar blasir við að Reginn hf. er á leið úr höndum Sambandsins til Lands- bankans hljóta menn að spyija sig hvaða áhrif það hafi á þróun mála innan Samein- aðra verktaka. Sem kunnugt er hefur Guð- _jón B. Ólafsson, for- llstjóri Sambandsins, Iskipað sér í hóp and- Ispyrnumanna innan Sameinaðra, en hann hefur farið með umboð Regins þar. Nú er lfklegt að á næsta firndi verði kominn nýr fulltrúi fyr- ir Regin á fundinn og því spuming hvar f hópi hann kemur til með að standa. Kannski valdabylting Jóns Halldórs- sonar verði lögleg eftir allt saman... JT að þarf lfklega ekki að hafa mörg orð um ástand þorskstofnsins hér við land undanfarið. Um ástæður þess hefur reyndar verið mikið deilt og skiptir þar í tvö hom eftir því hvort menn vilja friðun og uppbyggingu eða áffamhaldandi veið- ar. Undanfarið hefur borið á því að menn hafi horft til umhverfisþátta eins og ástands sjávarins og lífsskilyrða þar. Ot ffá því hafa menn sagt að ástandið breyt- ist strax á næsta ári og vitna þá gjaman í spár Veiðimálastofriunar um laxagengd, sem rættust á síðasta ári. Því er haldið fram að þorskurinn komi síðan ári síðar og er bætt ástand í Barentshafl tekið sem dæmi, en nú birtist mikill þorskur þar, þvert ofan í spár fiskiffæðinga. Það versta við þetta er að þetta gengur þvert á kenn- ingar Jakobs Jónssonar, forstöðumanns Hafrannsóknastofriunar, og fylgismanna hans... V J-X-úfisksfyrirtækið Bylgjan á Suður- eyri fór sem menn muna á bullandi haus- O inn. Þegar þrotabúið var gert upp í mars í fyrra fékkst ekkert upp í um 45 milljóna króna almennar kröfur en eignir seldust fyrir 31 milljón upp í 175 milljóna króna veðkröfur. Skellurinn var þó stærri, því áður hafði Byggðastofnun afskrifað hluta- fé og lán upp á 135 milljónir. Ragnar Jör- undsson, fyrrum sveitarstjóri á Suður- eyri, segir í viðtali í nýjasta hefti Bæjarins besta um ástæðumar, að byggt hafi verið á fölskum forsendum, röngum upplýs- ingum og tilrauninni þrýst í gegn með pólitísku handafli. Hann bætir við að svipuð teikn séu á loffi með núverandi kúfiskshugleiðingar Hjálms á Flateyri. Með öðrum orðum að Einar Oddur Kristjánsson hjá Hjálmi, fyrrum for- maður VSÍ, sé hugsanlega að ana út í vit- leysu... „Það er ekkert betra við stressinu en að fara í ljós, afslappandi nudd og pústa vel út í gufunni." J'ónína Egill „Augnabliks hvíld í Sól & Sælu gerir erfiðan dag að leik." „Ljósin eru örugglega ágæt en það er gufubaðið sem er vinsælast hjá mér." Hick SÓLBAÐSTOFA AÐALSTRÆTI 9 • S: 10256 NÓVEMBERTILBOÐ Rafhlöðuborvél 9.6 V GBM 9.6 VES Taska Stiglaus hraðastilling Fram- og aftursnúningur Sjálfherðandi patróna Aukarafhlaða fylgir kT22.900 Ath! Hleðsluborvélar frá kr, 9.990,- Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 • 105 Reykjavík Sími: 91-626080 • Fax: (91) 629980 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT BOSCH 20-50% afsláttur Slfpirokkur GWS 7-115, 710W Skífustærð 115 mm Spindillás Ábur kr. 13.456 Nú kr. 9.990 Hjólsög GKS 54, 1020W Skurðardýpt 54 mm 5000 snún. á mín. Ábur kr. 20.841 Nú kr. 15.980 Rafmagnsheftibyssa PTK 14E Stillanlegur sláttur Tekur nagla Áburkr. 12.862 Nú kr. 6.995 Stingsög GST 60 PBE, 550W Framsláttur á blaði Stiglaus hraðastilling Gráðustillanlegt land "SDS" lykillaus blaðfesting Ábur kr. 25.206 Núkr. 18.990 SDS Borvél GBH 2/20 REA, 500W Höggborvél með ryksugu Fram- og aftursnúningur Stiglaus hraðastilling Ath! takmarkað magn Verb nú abeins kr. 22.900

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.