Pressan - 12.11.1992, Side 13

Pressan - 12.11.1992, Side 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 13 Varnaðarorð ættingja Steins Ármanns: „Þiggðu be ekki af hon Ættingjar Steins Ármanns Stefánssonar undruðust skyndileg- an vinskap og örlæti Jóhanns Jónasar Ingólfssonar, tálbeitu lögreglunnar í kókaínmálinu. Vitnisburður og atburðarás í málinu benda til þess að Steinn hafi ekki ætlað að selja efnið hérlendis fyrr en Jóhann fékk hann til þess. Þáttur lögreglunn- ar í málinu verður æ undarlegri. Réttarhöldin í kókaínmálinu hafa svarað mörgum spumingum um hlut lögreglunnar í aðdrag- anda handtöku Steins Ármanns Stefánssonar aðfaranótt 18. ágúst sl. Enn meira er þó á huldu en áð- ur um eftirförina og sjálfa hand- tökuna í Mosfellsbæ, enda ber lögreglumönnum ekki saman um lykilatriði þar. Enginn veit hver kom kókaíninu fyrir í bílnum og enginn lögreglumaður minnist þess að hafa opnað afturhlerann á bíl Steins og fundið kókaínið. Tveir lögreglumenn sem eru lykil- menn í atburðum á handtökustað voru hvergi nefndir í lögreglu- skýrslum. Rannsóknarlögregla ríkisins, sem tók við rannsókn málsins af fíkniefnalögreglunni, yfirheyrði aldrei Jóhann Jónas Ingólfsson, tálbeituna og eitt höf- uðvitnið í málinu, en lét sér nægja skýrslur þess sem stýrði honum, Björns Halldórssonar, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar. Ekki er umdeilt í málinu að Steinn hafi flutt efnið til landsins, en lögreglunni hefur ekki tekist að sýna ffam á með óyggjandi hætti að Steinn hafi ætlað að selja það hérlendis fyrr en Jóhann lýsti áhuga á viðskiptum fyrir hönd lögreglunnar. Þvert á móti bendir flest í framburði bæði Steins og Jóhanns, svo og forsaga þess að efnið kom hingað, til hins gagn- stæða — að hann hafi ætlað að skila því af sér erlendis og aldrei ætlast til að það færi í umferð hér- lendis, heldur flutt það hingað fyr- ir samspil tilviljana og óheppni. Sá framburður Steins, sem PRESS- ANbirti í byrjun september, hefur enn eldd verið vefengdur. MEÐ KÓKAÍNIÐ í LÖG- REGLUFYLGD FRÁ DAN- MÖRKU Það var á seinni hluta síðasta árs að Steinn Armann fór til Kól- umbíu til dvalar hjá fjölskylduvin- um. Að sögn ættingja Steins hafði hann í nokkurn tíma ráðgert að fara til dvalar erlendis og velt fyrir sér ýmsum löndurmen Kólumbía varð fyrir valinu á endanum. Inn- an nokkurra vikna var hann far- inn að bjarga sér á spænsku og gat farið ferða sinna. Einn góðan veð- urdag hvarf Steinn sjónum um stund, en lét vita af sér nokkru síðar og var þá kominn til Kaup- mannahafnar. Samkvæmt fram- burði hans kom hann til Dan- merkur í gegnum Spán og átti von á að komast í samband við aðila sem áttu að taka við kókaíni sem hann hafði tekið að sér að flytja fyrir menn í Kólumbíu. í Kaup- mannahöfn settist hann að á til- tölulega dýru hóteli og beið þess að viðtakandinn gerði vart við sig. Þannig beið hann í þrjá daga án þess að heyra í neinum og var þá orðinn töluvert órólegur, enda með mikið magn af kókaíni og af- ar peningalítill. Biðin endaði með því að hann fór og keypti sér súpudisk fyrir tuttugu danskar krónur. Þegar kom í ljós að hann átti ekki fyrir súpunni var lögregla kölluð til. Hún færði Stein á stöðina og komst að því hver hann var og einnig að hann átti óafplánaðan dóm á íslandi, sem átti rætur að rekja til verbúðafyllerís á Suður- eyri í janúar 1991. Þeim viðskipt- um lauk þannig að Steinn fór út á flugvöll í fylgd dönsku lögregl- unnar — með kókaínið í farangr- inum. Steinn fékk nokkurra daga ffest áður en til afþlánunar kæmi til að eyða með fjölskyldu sinni. Þá daga notaði hann líka til að kanna hvort hann gæti fengið ökurétt- indi aftur eftir fjögurra ára svipt- ingu, en fékk þau svör að hann þyrfti að taka bílpróf til þess. Til þess gafst ekki tími þá, enda átti Steinn að hefja afþlánun fljótlega. Hann var fyrst settur í Hegn- ingarhúsið og kynntist Jóhanni Ingólfssyni, sem afplánaði þar nauðgunardóm og rak að auki heildsölu sína, Þokka hf., að miklu leyti úr klefa sínum, að sögn þeirra sem þekktu til. Á milli þeirra Steins myndaðist nógu mikill trúnaður til að Steinn sagði honum frákókaínsendingunni, en Jóhann kveðst hafa sýnt áhuga á að kaupa efnið og hafa gert sér upp þekkingu á fíkniefnamark- aðnum til að fá ffekari upplýsing- ar ffá Steini. Sjálfur á Jóhann óaf- greitt mál vegna aðildar að inn- flutningi að þremur kflóum af hassi fyrir tveimur árum. Að sögn Jóhanns færðist Steinn undan fyr- irspumum hans, en samþykkti þó að hafa samband við hann þegar afplánun lyld. Skömmu síðar var Steinn fluttur að Kvíabryggju og var laus þaðan í byrjun júlí. BAUÐ ÍBÚÐ VIÐ NJÁLSGÖT- UNA LEIGULAUST Að sögn ættingja Steins bjó hann í júlímánuði hjá fjölskyldu sinni og þar barst „vinur“ hans Jó- hann noklcrum sinnum í tal. Vin- skapur þeirra Steins olli ættingj- um hans nokkurri undrun, sem ekki minnkaði þegar í ljós kom að Jóhann lánaði honum peninga og lét honum í té vandaðan rú- skinnsjakka án þess að skýringar fylgdu. f kjölfarið kom upp mis- klíð milli Steins og fjölskyldu hans sem endaði með því að Steinn flutti til annars ættingja um mán- aðamótin júlí-ágúst. f framburði Björns Halldórssonar kom fram að Jóhann hafi fyrst haft samband við hann um svipað leyti, 30. júlí, og daginn eftir hafi þeir hist og Jó- hann afhent honum sýnishorn af kókaíni. Eftir það lét Bjöm Jóhann hafa peninga til ffekari efniskaupa og lét fylgjast með Steini allan sól- arhringinn. Steinn hreyfði sig hins vegar lítið úr húsi, talaði við fáa aðra en Jóhann, var ffemur þung- ur á brún og virtist aðstandendum sem eitthvað þungt hvíldi á hon- um. Um það leyti sem Steinn flutti til ættingja síns kom í ljós að Jó- hann hafði boðið honum vinnu hjá Þokka hf. og íbúð við Njáls- götu — leigulaust — og lagt mikla áherslu á það. Þetta vakti enn frekari undrun ættingja Steins, sem ráðlögðu honum að „- þiggja ekki slíkt af ókunnugum“ án þess að kanna málið frekar. Steinn grennslaðist fyrir um hver ætti íbúðina við Njálsgötu, en fékk fremur loðin svör frá Jóhanni. Fyrir rétti kvartaði Jóhann yfir því að Steinn hefði verið tortrygginn og tregur til að taka boðum sín- um, en Björn Halldórsson sagði íbúðartilboðið hafa verið ætlað til þess að „auðveldara yrði að kom- ast að“ Steini. Til þess kom ekki að Steinn flytti á Njálsgötuna, því hann rakst á smáauglýsingu í DV um her- bergi til leigu á Grensásvegi og gekk ffá leigu þar fyrstu vikuna í ágúst. Þar bjó Steinn þar til hann var handtekinn 18. ágúst. STEINN TREGUR TIL VIÐ- SKIPTANNA Ríkissaksóknari byggir ákær- una um ætlaða sölu eingöngu á samskiptum Steins og Jóhanns. Jóhann Ingólfsson kvart- aði yfir því að Steinn Ár- mann var tregur til að þiggja vinnu hjá Þokka hf. og fría íbúð við Njáls- götu. Ættingjar Steins ráðlögðu honum að taka ekki slíkum boðum án vandlegrar athugunar. Þar stendur upp úr hversu tregur Steinn var til viðskiptanna þrátt fyrir ítrekuð boð Jóhanns og að alltaf hafi verið ætlunin að efnið færi úr landi. Ekkert í atferli Steins í sumar bendir til þess að hann hafi ætlað eða reynt að selja kóka- ínið hérlendis. Hann var peninga- laus og naut velvildar ættingja vegna útgjalda fyrir sígarettum og öðrum daglegum þurftum. Hann komst tvisvar yfir peninga svo nokkru næmi — ffá Jóhanni og í formi hundrað þúsund króna endurgreiðsiu frá skattinum í byrjun ágúst. (f réttinum kom fram að Björn Halldórsson hafði skoðað fjármál Steins hjá skattin- um, en var ókunnugt um þessa endurgreiðslu.) Samkvæmt framburði allra þriggja — Steins, Jóhanns og Björns — stóð alltaf til að Jóhann kæmi effiinu á markað erlendis og kæmi greiðslu til eigenda þess í Kólumbíu, meðal annars í krafti viðskiptasambanda sinna í Evr- ópu og reynslu í stórum gjaldeyr- isyfirfærslum, sem kunnugir segja Stein aldrei hafa komið nálægt. Björn segist hafa uppálagt Jóhanni að skrökva þessu að Steini af því að það væri „klókt“ — það gerði Jóhann trúverðugri. Björn Halldórsson segist ekki hafa ætlað að sanna sölu, heldur vörslu efnisins á Stein. Um vörsl- una er út af fyrir sig ekki deilt, en vafaatriðin sem að ofan eru nefnd nægja til að gera þetta að sérstæð- ari lögreglumálum síðari tíma. Þar fyrir utan er óvíst hvað varð um efnið sem Jóhann fékk hjá Steini — Steinn kveðst hafa afhent 50 grömm, Jóhann nefnir 15-20, en Björn fékk 8,8 af þynnra efni en var í endanlega pakkanum. Björn segist hafa heyrt í hlerunartækjum að Steinn og Jóhann neyttu kóka- íns kvöldið örlagaríka í ágúst. f kjölfarið óku þeir Steinn og Jó- hann báðir, með vitund Björns, bílnum sem fíkniefnalögreglan hafði tekið á leigu, en opinber gögn sýna að Steinn hafði þá verið próflaus í fjögur ár. Að sögn lækn- is át Steinn á flóttanum banvænan skammt af kókaíni sem hann hafði hjá sér — í því skyni að ekk- ert fyndist í bílnum, að eigin sögn. Að mati veijandans, Ragnars Að- alsteinssonar, samrýmdist notk- un tálbeitunnar ekki dönskum lögum, sem Björn vísaði þó sér- staklega til fyrir réttinum. Ekld var leitað heimildar fyrir hlerunar- búnaðinum og nú hefur geðlælcn- ir borið að einangrunarvist Steins hafi orðið til þess að vafi leiki á hvort hann er sakhæfur. Karl Th. Birgisson Á UPPLEIÐ... Á NIÐURLEIÐ... Friðrik Jóhannsson. Það að opna sjóði Skandia en hafa þó lokað áfram er án efa besta hug- myndin ífjármála- heiminum þaðsem af erárinu. Sigurjón Pétursson. Það er loksins komið í Ijós hvað hann hefur verið að gera öll þessi ár. Fíkniefni. Að minnsta kosti virðist vera nóg af þeim. Steingrímur Hermannsson. Hann er með Clinton í Féiagi frjálslyndra flokka og faer þvi dálítið af dýrðaljóm- anum. Kristján Ara- son.Tókst að sigra Svía og vinstri armur- inn erfarinn að hreyfast aftur. Jón Baldvin Hannibalsson. Þaðer hálfaumkunarvert að kveinka sérundan Óla Þ. Þórðarsyni og fá Jón Sigurðsson til að kvarta líka. Veðrið. Það er að hefja sitt lakasta tlmabil. Davíð Scheving Thorsteinsson. Þegar menn fóru að rýna í tillögurnar datt botninn úr gengisfelling- unni stóru. Sigurgeir Sigurðsson. Stjórnmáiamenn sem þurfa að éta ofan í sig helstu baráttumálin lesa ekki stöðuna rétt. Kolaportið. Þetta með sjóðsvélarnar er upp- hafið að endalokunum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.