Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 27 TopplO Þessi fengu OFTAST 10 í EINKUNN 1. Steingrfmur Hermannsson 39 2. Davíð Oddsson 31 3. lóhanna Sigurðardóttir 30 4. Þorsteinn Pálsson 25 5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 21 6. Halldór Ásgrímsson 16 7-8. Friðrik Sophusson 11 Jón Baldvin Hannibalsson 11 9. lón Sigurðsson 9 10. Kristín Einarsdóttir 8 Botn 10 Þessi fengu sjaldnast 10 í EINKUNN 1—5. EiðurGuðnason 1 Halldór Blöndal 1 ÓlafurG. Einarsson 1 Ólafur Ragnar Grímsson 1 SvavarGestsson 1 6. Sighvatur Björgvinsson 2 svipaðri stöðu og Davíð Oddsson. Hann þarf að þola tvo flokks- menn sína í ráðherrastól fyrir of- an sig á listanum. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON 5,0 Jón Baldvin rétt nær prófinu. Hann fær slétta 5 í meðaleinkunn og er lægstur þeirra Jóns og Jó- hönnu en heldur ráðherralærling- um þeirra krata, Sighvati og Eiði, undir sér. Það kemur sjálfsagt engum á óvart að Jón Baldvin fær mildð af núllum þar sem hann hefur marg- sinnis mælst meðal óvinsælli stjórnmálamanna. Hann er eldd allra, eins og sagt er í minningar- greinum. f raun má segja að Jón sé að braggast, því fjórir stjórn- málamenn fá fleiri núll en hann. Jón er ekld eins vinsæll og hann er óvinsæll og má því þola að hafa sex fyrir sig ofan sig á listanum yf- ir flestar hæstu einkunnir. Það sem bjargar Jóni frá falli er að þeir sem á annað borð gefa honum falleinkunn gefa honum núll. Hann er því tiltölulega sterk- ur í einkunnum á bilinu 5 til 8. Þegar eldri kannanir eru skoð- aðar kemur í ljós að Jón Baldvin er á fljúgandi uppleið. Hann fékk 4,5 í einkunn bæði í janúar og maí. Ef einhver hefur haldið að hann væri fastur þar þá afsannar hann það nú. DAVÍÐ ODDSSON 4,9 Davíð Oddsson sýnir í þessari könnun að hann er skipstjórinn í ríkisstjórninni. Og þar sem rílds- stjórnin fær falleinkunnina 4,9 sekkur Davíð með henni og fær einnig 4,9. Það álit sem menn hafa á Davíð er nokkurn veginn það álit sem menn hafa á ríkisstjórn- inni sem heild. Davíð kemur næstur á eftir Steingrími hvað varðar hæstu ein- kunn eða 10. Hann er hins vegar snöggtum óvinsælli og fær meira en helmingi fleiri núll en Stein- grímur. Og núllin hans Davíðs eru svo mörg að þó svo að 59 prósent þátttakenda gefí honum 5 eða meira fellur hann samt. Núllin eru svo mildu fleiri en tíurnar. Annars er dreifing einkunn- anna hjá Davíð nokkuð jöfn. Menn virðast hafa allskyns skoð- anir á því hvernig hann stendur sig. Þetta er í annað sinn sem Davíð fellur í sambærilegri skoðana- könnun. Hann féll í janúar síðast- liðnum en náði 5,1 í maí. Fæst núllin ÞESSI fengu sjaldnast NÚLL í EINKUNN 1. HalldórÁsgrímsson 16 2. Þorsteinn Pálsson 23 3. Jón Sigurðsson 27 4-5. Halldór Blöndal 31 Steingrímur Hermannsson 31 6-7. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir 35 Jóhanna Sigurðardóttir 35 8. ÓlafurG. Einarsson 37 9. Eiður Guðnason 38 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON 4,7 Ólafur Ragnar er sá formaður stjórnmálaflokks sem fær lægsta einkunn í þessari könnun. Aðeins einn þátttakandi gefur honum 10. Það hljóta að vera honum von- brigði því oftast má á honum skilja að hann væri sjálfur tilbúinn að gefa sér þessa einkunn. Sökum þess hversu fáir gefa 01- afi 10 getur hann eldd afsakað lága meðaleinkunn með því að hann sé umdeildur. Enda eru margir sem fá fleiri núll en Ólafur. Ástæðan fyrir lágri meðaleinkunn liggur fyrst og fremst í því að það eru fleiri sem gefa honum lága meðal- einkunn en háa meðaleinkunn. Ólafur getur þó huggað sig við að erkifjandi hans þessa dagana, Svavar Gestsson, fær mun verri útreið hjá aimenningi í þessari könnun. Hann verður hins vegar að sætta sig við að hafa flesta aðra af fjendum sínum fyrir ofan sig á listanum. EIÐUR GUÐNASON 4,5 Eiður Guðnason kemur allra manna verst út úr þessari könnun þegar litið er til hæstu einkunna. Aðeins 1 gefur honum 10 og eng- inn 9. Það eru því ótrúlega fáir sem hafa mikla trú á Eiði. Að sama skapi eru það tiltölu- lega fáir sem hafa mjög litla trú á honum, en þó tleiri en hafa milda trú. Það er einmitt þetta sem dregur Eið niður. Því þrátt fyrir að fáir gefi honum hæstu einkunn fær hann nokkuð mikið af dágóð- um einkunnum. Flestir gáfu hon- um til dæmis 6. f janúar fékk Eiður svipaða ein- kunn og nú, 4,8. í maí hækkaði hann sig í 5,1 og náði prófi. Nú fellur hann hins vegar með 4,5. HALLDÓR BLÖNDAL 4,4 Halldór er þriðji óvinsælasti ráðherrann. Fyrst þegar PRESS- AN lét gera svona könnun í janú- ar síðastliðnum fékk Halldór að- eins 3,9 í einkunn og var lægstur ráðherranna. Síðan hífði hann sig upp í maí og skildi þá Sighvat og Jón Baldvin eftir fyrir neðan sig. Nú hefur hann þá Ólaf G. og Sig- hvat undir sér. I þessari könnun er Halldór slakur meðalmaður. Hann er slakur að því leyti að fáir hafa mikla trú á honum eða telja hann standa sig sérstaklega vel. Og hann er meðalmaður að þvf leyti að enginn fær jafhoft 5 í einkunn og hann. Og hann er líka meðal- maður hvað varðar núllin. Fólki er ekki meira uppsigað við hann en stjórnmálamenn almennt. Það sem skýrir fallið hjá Hall- dóri er að það eru fleiri á því að hann standi sig mjög illa en mjög vel. Svo miklu fleiri að það eyðir áhrifunum af því að það telja fleiri að hann standi sig þokkalega en slælega. Flest núllin Þessi fengu oftast NÚLL í EINKUNN 1. Svavar Gestsson 116 2. Kristín Einarsdóttir 95 3. Sighvatur Björgvinsson 73 4. Davíð Oddsson 71 5. Jón Baldvin Hannibalsson 63 6. Ólafur Ragnar Grímsson 60 7. Friðrik Sophusson 54 ÓLAFUR G. EINARSSON 4,2 Ólafur G. virðist kominn í sama vanda og hann stóð í eftir niður- skurðarhrinuna við fjárlagagerð- ina f fyrra. f janúar á þessu ári fékk hann 4,4 í meðaleinkunn. I’ maí hækkaði hann umtalsvert og var hástökkvarinn í ríkisstjórninni. Hann fékk 5,3 og kom næstur á eftir þeim Jóhönnu og Þorsteini. Nú dunkar hann hins vegar niður í 4,2 og situr á botninum ásamt botndýrinu honum Sighvati. Skýringin á bak við lága ein- kunn Ólafs er einföld. Aðeins einn gefur honum 10. Aðeins einn gef- ur honum 9. Og aðeins átta gefa honum 8. Þetta er ömurlegur árangur og enginn stjórnmála- maður situr uppi með jafn þunn- skipaðan aðdáendahóp ef mörkin um inngöngu eru sett við þessar einkunnir. Þegar svona fáir hafa mikla trú á Ólafi getur ekkert bjargað hon- um frá falli. Ekki einu sinni sú staðreynd að hann fær tiltölulega fá núll. Flestar einkunnir Ólafs liggja á bilinu 3 til 7. Og það gefa honum fleiri 3 en 7 og fleiri 4 en 6. SVAVAR GESTSSON 4,1 Svavar Gestsson er alveg merkilega óvinsæll stjórnmála- maður. Næstum fjórðungur þátt- takenda, eða 23 prósent, vildi gefa Svavari núll fyrir frammistöðuna. Hins vegar vildi aðeins einn gefa honum 10. (Ef gert er ráð fyrir að hver maður þekki um 500 manns þá er næsta víst að þetta hafi verið kunningi Svavars.) Svavar var valinn með í þessa könnun sökum þess hversu lag- inn hann hefur verið við að kom- ast að í fjölmiðlum að undan- förnu. Hann hefur birst í hveijum fréttatímanum á fætur öðrum og gefið komment á allt milli himins og jarðar. Honum tókst meira að segja að komast í þátt um hippa- músík um daginn. En þetta virðist ekld hafa orðið honum til framdráttar. Það er að minnsta kosti huggulegra að ganga út frá því en ímynda sér hvaða einkunn Svavar hefði feng- ið ef hann væri minna áberandi. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON 4,0 Fyrir Sighvat er þessi könnun bæði góðar fréttir og slæmar. Góðu fréttirnar eru þær að hann hefur hækkað í meðaleinkunn frá því hann fékk 3,7 í sambærilegri könnun í maí síðastliðnum. Slæmu fréttirnar eru að hann er enn sem fyrr sá ráðherra sem fær verstu einkunnina. Það er óhætt að segja að Sig- hvatur á ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni. Aðeins einn þátttakenda gaf honum 10 í einkunn og aðeins 6 prósent gáfu honum góða ein- kunn; það er 8 til 10. Hins vegar vildu 73 gefa honum núll fyrir frammistöðuna og 52 prósent gáfu honum 4 eða minna. Meiri- hlutinn vill því fella Sighvat. Sig- hvatur er því ekki umdeildur. Hann er svo til bara óvinsæll. f janúar fékk Sighvatur 4,0 í einkunn eins og nú. Þá var hann ekki lægstur heldur Halldór Blön- dal. Síðan hrapaði Sighvatur í 3,7 og lægsta sætið. Þrátt fyrir að hann hækld sig nú dugir það ekld til. Hann er enn óvinsælastur ráð- herranna. Fæstar einkunnir ÞESSI fengu sjaldnast MJÖG GÓÐA EINKUNN; 9EÐA 10 1. EiðurGuðnason 1 2. Ólafur G. Einarsson 2 3. Halldór Blöndal 4 4. SvavarGestsson 6 5. Sighvatur Björgvinsson 11 6. Jön Sigurðsson 15 7-8. Kristln Einarsdóttir 24 Ólafur Ragnar Grímsson 24 Flestar góðar einkunnir Þessi fengu oftast MJÖG GÓÐA EINKUNN; 9 EÐA 10 1. Steingrímur Hermannsson 75 2. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 63 3. HalldórÁsgrímsson '59 4. Jóhanna Sigurðardóttir 58 5. Jón Baldvin Hannibalsson 39 6. Friðrik Sophusson 38 7. Davíð Oddsson 36 8. Þorsteinn Pálsson 29 KRISTÍN EINARSDÓTTIR 4,0 Ef Svavar Gestsson er dæmi um að stjórnmálamenn græði ekki alltaf á því að nöldra yfir aðgerð- um eða aðgerðaleysi stjórnvalda þá er Kristín Einarsdóttir ekki síð- ur gott dæmi um það. 52 prósent þátttakenda gáfu henni fallein- kunn fyrir frammistöðuna. Að- eins 9 prósent töldu að hún ætti 8 eða hærri einkunn skilda. Rétt tæpur fimmtungur, eða 19 pró- sent, vildi gefa Kristínu núll. Kristín kemur því hálfrlla út í samanburði við stöllu sína, Ingi- björgu Sólrúnu. Ingibjörg fær hærri meðaleinkunn, miklu fleiri háar einkunnir, færri núll og færri falleinkunnir. Kristín stendur því að öllu leyti að baki Ingibjörgu. Og það segir kannski meira en mörg orð um bága stöðu Kristfnar að hún þarf að þola það að deila botnsætinu með Sighvati Björg- vinssyni sjúklingaskelfi. smáa letrið Póstur og sími hefur staðið fyrir auglýsingaherferð undanfarnar vik- ur til að benda fólki á hvurslags vinur síminn er okkur í raun. Það eru aðallega þrír kostir sem Póstur og sími vill draga fram. í fyrsta lagi getur síminn vakið þig og það án þess að þú hringir í 02. í öðru lagi getur hann fengið bæði systur þína og bróður til að tala við þig og það samtímis. (Póstur og sími lofar reyndar ekki öðru en þetta sé tækni- lega mögulegt. Stofnunin lofar engum um vilja systkina þinna til oð spjalla við þig né að þú eignist systkini efþúóttengin fyrir.) í þriðja lagi get- urðu látið sírnann elta þig uppi. Þú getur slegið inn númerið á barnum í símann heima hjá þér og ansað svo á barnum eins og þú sért að eyða rólegu kvöldi heima. Þetta eru allt dásamlegir kostir og ekki laust við að maður sjái símann sinn í nýju Ijósi. í stað þess að taka símann af, ef þú vilt ekki láta ónáða þig, getur þú slegið inn númerið hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara og skátahöfðingja svo allir sem reyna að hringja í þig fái Gunnar í símann. Þeir munu álíta símann sinn bilaðan og ekki renna í grun að þú sért að reyna að forðast þá. Með þessu er óþarfi að taka símann upp og segja: „Halló, halló, ég heyri ekki í þér. Heyrir þú í mér? Halló, halló" og leggja svo á. En Póstur og sími kemst ekki í hálf- kvisti við Gulu línurnar hjá Miðlun. Þeir hafa stofnsett sérstaka síma- þjónustu fyrir þá sem vilja hlusta á Kristján Franklín Magnús (Múm- ínpabba) fara með hálfdónalegar sögur. Þar segir af óstöðvandi löngun fólks hvers til annars en Kristján þegir hins vegar yfir því hvort þetta aumingja fólk fær henni nokkurn tírnann svalað. í öðru númeri fræðir Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir okkur um kynlífið. Það er gott til þess að vita að hægt sé að leita ráða hjá henni á öllum tímum sól- arhringsins enda er það ekki bara á skrifstofutíma sem mann rekur í rogastans og veit ekki hvað skal gera á kynlífssviðinu. Bankarnir hafa líka fundið ný not fyr- ir símann. í upplýsingasíma þeirra má hlusta á Bjarna Vestmann þylja upp nýjustu sorgartíðindin af ávísanareikningnum manns. Og svona má lengi telja. Næsta skref hlýtur að vera símalína Sjálfstæðisflokksins; Flokkslínan. Þar gæti Hannes Hólmsteinn Gissurarson lesið inn flokkslínuna fyrir sjálfstæðismenn sem ekki sjá í fljótu bragði hver stefna flokksins er í ákveðnum málum eða hver af- staða hans er til annarra. Og eins og í öðrum þjónustusímum gæti Hannes boðið upp á ýmsa val- möguleika. Til dæmis: „Ýttu á einn ef þú ert Þorsteins- maður, tvo ef þú ert í Davíðsarmin- um, þrjá ef þú ert sjálfstæðismaður á Vestfjörðum, fjóra ef þú vilt fá stefnu Reykjavíkurbréfsins" og svo framvegis. önnur útgáfa fyrir Hannes gæti ver- ið sú að þeir sem vildu milda íhaldsstefnu ýttu á einn en þeir sem vildu harðsoðnari frjáls- hyggju veldu sér hærri tölur allt upp í níu. Þar mætti hlýða á skoðan- ir svipaðar þeim sem Hannes hafði fyrir nokkrum árum, áður en hann og vinir hans komust í jafngóð embætti og stöður og þeir gegna í dag.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.