Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigriður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Milliliðagróði í líknarmálum í PRESSUNNI í dag er meðal annars fjallað um söluherferð á ljóðabók, sem sögð er gefin út til styrktar krabbameinsveikum bömum. Bók þessi hefur verið boðin fólki í símsölu á undanförn- um mánuðum og selst í mjög stóru upplagi, enda eiga fáir auðvelt með að neita að láta tiltölulega lágar fjárhæðir renna til barna með krabbamein. Hvort sem það er ástæðan fyrir góðri sölu á bókinni eða ekki hafa sölumennimir ekki sést fyrir og oftsinnis láðst að geta þess að aðeins 10 prósent af andvirði bókarinnar renna til barnanna. Hér er því ekki um venjulega fjáröflunarstarfsemi félagasamtaka að ræða. Þegar fólk greiðir 1.600 krónur fyrir bókina fá börnin aðeins 160 krónur. Sölumennirnir fá líklega helmingi hærri upp- hæð og fyrirtækið sem gefur bókina út afganginn af hagnaðinum. Varlega áætlað á sá hagnaður að geta verið allt að fjórum sinnum hærri en upphæðin sem krabbameinsveiku börnin hafa fengið. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga þegar fyrirtæki auglýsir að það hyggist láta svo og svo stóra upphæð renna til líknar- eða mannúðarmála. Það er til dæmis hið besta mál ef Olís vill gefa fasta upphæð af hverjum bensínlítra sem það selur. Það er hins vegar siðferðislega rangt af fyrirtækjum að hengja sig á líknarfé- lög, stunda atvinnustarfsemi nánast í nafni þeirra en láta síðan aðeins hluta af hagnaðinum renna til þeirra. Það fólk sem kaupir bók til styrktar krabbameinsveikum börnum er að gefa fé til þessara barna en ekki til eigenda einhverra fyrirtækja úti í bæ. Því miður er þetta dæmi alls ekki einstakt. Til er mýgrútur af dæmum þar sem fyrirtæki hafa fengið lánuð nöfn líknar- og mannúðarfélaga og notað þau til að eiga greiðari aðgang að pyngju almennings. Stundum hafa þessi fýrirtæki greitt fyrir lán- ið á nafninu með peningum. Stundum ekki öðru en því að koma út fréttabréfi eða afmælisriti en hirt síðan allar auglýsingatekjur af útgáfimni. PRESSAN hefur áður greint frá dæmum þar sem fýrir- tæki sópuðu til sín milljónum í nafni slíkra samtaka. Og þetta er ekki einskorðað við fýrirtæki. Iþróttafélag lögreglu- mannna hefur til dæmis stundað það að safha saman auglýsing- um í nafni umferðaröryggis og vímuefnavanda ungmenna, safn- að saman einhveiju ritmáli um viðkomandi efni og gefið út, en notað hagnaðinn til að fjármagna tómstundaiðkun félagsmanna sinna. Þó að stundum sé um stórar upphæðir að ræða í þessum mál- um er það sjaldnast svo að gefendurnir leggi hver um sig til stóra fjárhæð. Það breytir hins vegar ekki því að þeim, sem safnar sam- an fé með því að höfða til samvisku og samúðar almennings, ber heilög skylda til að koma þessum fjármunum til skila. Ef menn vilja stunda viðskipti er þeim það ffjálst. Þeir geta gef- ið út bækur, rekið sólbaðstofur og hvaðeina. Við því er ekkert að gera annað en óska þeim heilla og góðs ábata. Mönnum er einnig frjálst að reyna að selja meðbræðrum sínum skottulækningar og jafnvel líf eftir dauðann ef þeir geta. Viðskiptum með ábata að meginmarkmiði á hins vegar aldrei að blanda saman við líknar- og mannúðarmál. Það er siðleysi að gera samúð fólks að féþúfu. Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Ámason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórs- dóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N MAÐUR VIKUNNAR Er án efa nakti ræning- inn á Sól Saloon. Fyrst lögg- an kom upp um hann er hinn fullkomni glæpur óhugsandi. Svo útspekúl- erað var ránið hjá þeim nakta. Fyrst kom hann inn á sólbaðstofuna eins og hvur annar viðskiptavinur og leigði sér bekk. En í stað þess að leggjast undir lamp- ana háttaði hann sig og beið í felum þar til bjallan hringdi til að gefa til kynna að slökkt hefði verið á perunum. Þeg- ar starfsstúlkan ætlaði síðan að hreinsa bekkinn stökk hann fram, hótaði henni með hnífi og stal úr kassanum. Þá klæddi hann sig aftur og faldi sig uppi á Hótel íslandi. Það furðu- lega var að dulargervið hélt ekki. í stað þess að löggan færi að leita að nöktum manni, eins og búast hefði mátt við, fór hún með starfs- stúlkuna niður á stöð og lét hana benda á andlitsmynd af mannin- um. Undir eðlilegum kringum- stæðum hefði konan átt að horfa á eitthvað allt annað en andlitið á ræningjanum. En úr því hún skoðaði hann í framan og úr því að löggan áttaði sig á því að hann hefði klætt sig aftur var ræninginn gómaður á Hótel Islandi. TIL BJARGAR KÓPAVOGI Sjálfsagt hefur enginn áttað sig á því fyrr en Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra las upp af- tökulista sinn á LÍÚ-þinginu hvað raunverulega er í húfi ef sjávar- útvegsfyrirtækjunum verður ekki bjargað og það fljótt. Meðal þeirra staða sem eiga allt sitt undir að Davíð og Jón Baldvin hætti að þráast við og láti Þorstein og Kristján Ragnarsson fá það sem þeir biðja um eru Djúpavík og Kópavogur. Það er nú kannski sök sér að Djúpavík fari í eyði í annað sinn en það er verra ef hrun sjávarútvegsins í Kópa- vogi verður til þess að hann legg- ist í eyði. Hvað verður þá um Gunnar Birgisson? GETUR FRIKKIEKKI BAÐAÐ SIG HEIMA HJÁ SÉR? Við sögðum frá baðhúsi fjármálaráðuneytisins í PRESSUNNI fyrir viku en í kjallara Arnarhváls er verið að smíða sturtuklefa, sauna og afslöppunarherbergi fyrir starfsmenn ráðuneytisins. Þótt ráðuneytismenn hafi ekki verið margorðir um þessar framkvæmdir á nið- urskurðartímum hafa þeir þó látið í veðri vaka að nauðsynlegt sé að starfs- mennirnir hafi aðstöðu til að baða sig í vinnunni. Þetta hljómar einkennilega — að minnsta kosti fyrir þá sem ekki hafa komið niður í ráðuneyti. Það hljómar eins og starfsmennirnir hafi unnið vinnu sína skítugir og illa lyktandi undanfama áratugi. Ef satt er þá er sjálfsagt að styðja þessar framkvæmdir. Samt er eðlilegt að spyrja: Geta starfs- mennirnir ekki baðað sig heima hjá sér eða bara farið í sund? í það minnsta fram að þeim tíma að baðhúsið kemst í notkun? HVERS VEGNA Mega útlendingar ekki kaupajarðir á íslandi? SIGURGEIR ÞORGEIRSSON, AÐSTOÐARMAÐUR LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Um það eru í fyrsta lagi skiptar skoðanir, hvort eða hversu sterkt beri að standa gegn því, að útlend- ingar geti keypt hér lönd og jarðir. Ég hygg, að það sé rík tilfmning fyrir því meðal fslendinga, að eignarhald á landinu sé ein for- senda þess að þjóðin geti talist sjálfstæð. Þetta finnst mér hafa komið rækilega fram í umræðum nú í sumar. Þá leggjum við mikið upp úr því að haía sem frjálsastan um- gengnisrétt um landið og viljum ógjarnan koma að girðingum eða hliðum með skiltinu „No tres- passing" eða „Umferð bönnuð". Að sjálfsögðu gildir það, hvort sem eignarhaldið er íslenskt eða erlent, en ríkari hefð er fyrir því víða erlendis að loka lendum fyrir óviðkomandi umferð en hér á landi. Loks má ekki gleyma því að landið er auðlind og eignarhald þess varðar því blátt áfram þjóð- arhagsmuni. Umræður um eignarhald á landi eru nú tilkomnar vegna samningsins um evrópska efna- hagssvæðið, en þar er almennt gengið út frá því, að ekki megi mismuna borgurum eftir þjóð- erni. Rétt er að vekja athygli á því, að réttur útlendinga til að eignast hér jarðir samkvæmt EES-samn- ingnum er bundinn því, að þeir hafi þar fasta búsetu eða reki at- vinnustarfsemi á jörðinni. Ekki er um það að ræða, að Evrópubúar geti fjárfest í landi hér, fjárfesting- arinnar vegna eða til að reisa sér sumarhús til einkanota. Ég hygg, að menn hafi almennt ekki áhyggjur af því, að útlending- ar muni kaupa hér upp bújarðir til að stunda búskap, og þó svo að einhverjir geri það er það í mínum Það sem menn bera fyrir brjósti, með réttu eða röngu, er held égfyrst og fremst sá mögu- leiki, að dýrmœtar hlunnindajarðir eða hvers konar náttúruperlur lendi í útlendri eign. huga ekkert áhyggjumál. Það sem menn bera fyrir brjósti, með réttu eða röngu, er held ég fyrst og ffemst sá möguleiki, að dýrmætar hlunnindajarðir eða hvers konar náttúruperlur lendi í útlendri eign. Það verður svo hver og einn að gera upp við sig, hvort honum stendur á sama. FJÖLMIÐLAR Dónaskapur í krafti meirihlutaskoðunar Ég er einn af þessum leiðin- legu mönnum sem verða sjálf- krafa ósammála ef of margir eru orðnir sammála einhverri tiltek- inni skoðun. Ég ræð ekki við þetta. í hvert sinn sem myndast víðtæk samstaða um eitthvert málefni, hvort sem það er á ferm- ingarveisluplani eða þjóðfélags- legu, fer ég að hugsa: „Nja, þetta getur ekki verið svona einfalt." Fyrr á árum hugsaði ég þetta upphátt en mér hefur lærst að hugsa svonalagað í hljóði. Nema fáeinum sinnum að ég get ekki setið á mér, því mér finnst gaman að vera á öndverðum meiði. Ég er þó ekki eins langt leiddur og Bjarni Harðarson, kollega minn á Bændablaðinu, sem sagði eitt sinn: „Ég hef bara eina skoðun. Ég er á móti.“ Sökum þess hversu erfitt ég á með að vera sammála stórum hópi (mér er til dæmis lífsins ómögulegt að skilja það fólk sem gengur í stjórnmálaflokka eða önnur félög um skoðanir) fannst mér Gísii á Uppsölum ekki merkilegur. Mig minnir að hann hafi farið í fylu við bræður sína á þriðja áratugnum því þeir vildu ekki hleypa honum á ball og setið í þessari fylu sinni í hálfa öld. Ég hélt meira að segja með Kortsnoj þegar Jóhann vann hann í Kan- ada. Mér fannst Kortsnoj flottari skákmaður; gamall refur innan um þá ungu og áköfu. Þeir sögðu að hann væri orðinn of gamall til að láta sér detta nýir leikir í hug en samt tefldi hann í áratug eftir það. Auk þess styð ég alltaf menn sem verða fýrir aðkasti vegna reykinga. En ég set þessar hugleiðingar á blað vegna fréttar í DV í gær. Þar er viðtal við Halim Al, fyrrver- andi eiginmann Sophíu Hansen. Halim þessi bjó hér á landi í nokkur ár og kann örlítið fyrir sér í íslensku en alls ekki mikið. Þar sem Halim er vondi maðurinn í huga þjóðarinnar þykir DV við hæfi að birta orðrétt eftir honum það sem hann reynir að tjá sig um á íslensku. Engin tilraun er gerð til að draga saman það sem maðurinn er að reyna að segja. Þess í stað er hann gerður barna- legur, kjánalegur og skrítinn í huga lesenda. 1 Ameríku nkir sú hefð að það sem haft er eftir fólki innan gæsa- lappa er akkúrat það sem fólkið sagði. Ef það fer með einhverjar ambögur eru þær látnar standa. Hér er hefðin akkúrat öfug. Mál- far er lagfært og óþarfa orðum sem oft setja svip sinn á talmál er sleppt. Stundum gengur þessi þvottur á talmálinu út í öfgar og ritmálið verður teprulegt. En hvað um það. Þegar menn fá svipaða meðferð og Halim hjá DV, þegar þeir eru komnir svo langt út úr húsi hjá þjóðinni að blaðamenn eru hættir að gæta sjálfsagðrar kurteisi og farnir að leika sér að þeim og draga upp af þeim dekkri mynd en ástæða er til, þá er kominn tími til að velta því fyrir sér hvort það geti verið að þeir hafi eitthvað til síns máls. Gunnar Smárí Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.