Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 f Þ R Ó T T I R MmitWumm.'M'MM.'M'mú Gervihnattasport 12.00 NBA-körfuboltinn Screen- sport. Cleveland og Chic- ago mætast, þarer Jordan. 13.00 Klifur Eurosport. Klifur er bæði erfið og hættuleg íþrótt sem lítillega er farið að stunda hérá landi. 23.30 Þýski fótboltinn Sky Sport. í kjölfar góðs gengis Skagfirðingsins Eyjólfs Sverrissonar fylgjast íslend- ingar grannt með Bund- esligunni. 17.30 Fótbolti Screensport. Bein útsending frá Suður-Afríku. Án gríns. Nú eru ekki leng- ur hömlur á ferðum íþróttafólks þangað og annaðhvort Tottenham eða Aston Villa munu mæta einu besta félagsliði Suður-Afríku sem heitir Amazula. 22.30 Fótboltahelgin Sky Sports. Spáð í leiki helgar- innar á Englandi. í kjölfarið fylgir mikil markasyrpa. 01.00 Hnefaleikar Sky Sports. Bein útsending frá stórs- lag. Heimsmeistarinn Ev- ander Holyfield mætir áskorandanum Riddick Bo- we. Tyson horfir á í fang- elsinu. 13.00 íþróttir á laugardegi Sky Sports. Alveg hellingur af allskonar íþróttum í fimm tíma. 19.40 Heimsmeistarakeppnin í fótbolta Eurosport. Bein útsending frá Parc des Princes í París þar sem Frakkar mæta Finnum í sjötta riðli undankeppni HM. 20.00 Fjölbragðaglíma Sky Sports. Hulk Hogan og fé- lagar hoppa hver á öðrum. 12.00 Snóker Screensport. Þetta er hreint dásamleg. sjón- varpsíþrótt, sérstaklega fyr- ir þá sem hafa skemmt sér ótæpilega kvöldið áður. 18.30 Heimsmeistarakeppnin í fótbolta Eurosport. Bein útsending frá Rúmeníu þar sem Rúmenar mæta Tékk- um í fjögurra riðla undan- keppni HM. Rúmenar hafa Hagi og Lacatus og fleiri snjalla. 21.00 Þýski fótboltinn Sky Sports. 00.00 Keila Screensport. Það er tilefni margvíslegra um- ræðna hvort klukkan geti yfirleitt orðið 00.00 en keil- ararnir í Los Angeles hafa ekki áhyggjur af því. Minnsta stórskyttan Glímumað- urínn og sjónvarps- stjarnan Vinsælasti íþróttamaður Japana er tvímælalaust hinn 132 kílóa þungi Takahan- ada. Þrátt fyrir að vera að- eins tvítugur er hann einn fremsti sumo-glímumaður landsins. Því er ekki nema von að almenningur í Japan fylgist með ástarsambandi hans og Rie Miyazawa sem er ári yngri en 70 kílóum léttari. Rie er einnig mjög fræg í Japan, enda hálfgert kyntákn eftir að hafa birst fáklædd í blöðum og er vin- sæl í sjónvarpinu. Bjarni Friðriksson ÞRJÓSKAST VIÐ AÐ HÆTTA „Ég er að hugsa um að gutla áfram í eitt ár enn,“ sagði Bjarni Friðriksson júdókappi sem gerði sér lítið fyrir og nældi í tvo Reykja- víkurmeistaratitla í viðbót nú um helgina - í opnum flokki og 95 kílóa flokki. Bjarni sagðist ekki muna númer hvað þeir væru. Bjarni man hins vegar eftir ís- landsmeistaratitlunum, en hann hefur fimmtán sinnum orðið fs- landsmeistari í sínum flokki og jafnoft í opnum flokki. En á ekki að fara að hleypa öðrum að? „Árið í fyrra átti að verða mitt síðasta, enda var það besta ár mitt fram að Ólympíuleikunum. Það hefði verið gaman að geta hætt eftir það en maður þrjóskast við. Ætli heimsmeistaramótið í Kan- ada á næsta ári verði ekki að vera endapunkturinn," sagði Bjami. um,“ sagði Þorberg- urAðal- steinsson, landsliðs- þjálfarií hand- knattleik, þegar hann var spurð- urum frammi- stöðu íslenskra handknatt- leiksmarkvarða undanfarið. Á síðasta vetri vakti Þor- bergur athygli fyrir að gagn- rýna markmenn okkar óspart, en nú segir hann að þetta hafi verið hluti af ákveðinni taktík. Báðir landsliðsmarkverðirnir séu í örri framför enda á góðum aldri. Sagðist Þorbergur eiga von á að þeir ættu enn eftir að bæta sig. „En menn mega ekki gleyma því að það eru einn- ig aðrar skýringar á bættri markvörslu. Nú eru þjálfarar farnir að leggja meira upp úr að þjálfa varnarleik- inn. Það kallar um leið á betri mark- vörslu." Þorbergur sagði að fram á sjónarsviðið væru að koma nokkrir mjög efnilegir markmenn sem gætu varið vel en skorti stöðugleika. Framtíðin væri þó þeirra. Toni á Skaaann ? Mikið er nú rætt um tilfæringar erfiðleika og leikmanna á milli knattspyrnufé- þ j á 1 f a r a - laga, en nú er uppboðsmarkaður- b r e y t i n g a. inn á fullu. Heyrst hefur að Vals- A n t h o ny menn eigi í miklum erfiðleikum Karl Gregory með að halda leikmönnum sín- hefur verið um, meðal annars vegna Ijárhags- orðaður við Akranesliðið, sem vantar sóknarmenn nú þegar tví- burarnir eru farnir. Einnig eru þeir B a l d u r Bragason og Einar Páll Tómasson orðaðir við Vestmannaeyjaliðið, sem sömuleiðis hefur falast eftir Arnari Grétarssyni. Frammarar, sem sjaldan halda sig lágt þegar kaup eru annars vegar, hafa talað við Hlyn Birgisson, varnarmann- inn snjalla í Þór, en heyrst hefur að Pétur Ormslev ætli að færa sig framar á völlinn og því vantar Frammara vamarmenn. Parársinsí Japan. „ Því stærri varnar- menn því betra“ - segir Sigurður Sveinsson „minni' Óvæntasta innlegg FH-inga' í hinum glæsta sigri þeirra á Ystad um síðustu helgi var að beita hornamanninum knáa Sigurði Sveinssyni sem vinstrihandarskyttu. Sigurður, sem er um 15 sentimetrum minni en flestar skyttur, stóð sig frábærlega í leikjunum. „Það var brugðið á þetta ráð á meðan Kristján Arason er að ná sér,“ sagði Sigurður, en hann hefur áður spilað í þessari stöðu hjá Aftureldingu ogKR. Dreymir hann um að feta í fótspor nafna síns? „Ég spilaði nú lengi í treyju númer 13 eins og hann en varð að gefa hana eftir til Guðjóns Árnasonar þegar ég kom til FH. Vissulega er gaman að prófa þessa stöðu þótt hornið sé minn staður. Það er oft gaman að plata þessa stóru varnar- menn og það má segja að því stærri sem - þvíbetra!" varnarmenmrmr eru - Þorbergur Aðaisteinsson landsliðsþjálfari Mark- varsan hefur Landsliðið á leið út Landsliðið í handknattleik er nú að hefja lokaundirbúning fýrir A-keppnina í Svíþjóð. Fyrstu helgina í desember fer liðið til Danmerkur og verður leikið við Dani, Portúgali og Hollendinga. Frakkar koma síðan hingað á milli jóla og nýárs. I upphafi næsta árs verður síðan farið á Lotto-Cup í Noregi þar sem keppa Rúmenar, Rússar, Norðmenn, Hollendingar og ítalir. Lokaundirbúningurinn hefst síðan 8. febrúar. Knattspyrnumarkaðurinn: „Bæði Bergsveinn og Guðmundur hafa staðið sig ff ábærlega og þá auðvitað best þegar mestá reyndi eins ogíB- keppninni ogá Ólympíu- leikun- FH- INGAR í GRÓÐA FH-ingar léku snjallan leik þegar þeir fengu sænska liðið Ystad til að leika hér heima. Ekki nóg með að þeir slægju Svíana úr leik heldur græddu þeir á öllu saman. Svíamir tóku ekld nema rúma milljón fyrir en FH-ingar fengu hátt í tvær millj- ónir í aðgangseyri. Auk þess seldu þeir auglýsingar og sjónvarpsrétt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.