Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 33 María skapar fötin María Ólafsdóttir er ein fárra íslenskra búninga- hönnuða sem hafa nóg fyrir stafni. Er þetta er fæmi eða bara heppni? „Þetta er bara færni,“ segir hún og hlær við. „Maður verður þó að hafa sig mikið í frammi á þessum síðustu og verstu tímum því kreppan bitnar á fatahönnun líkt og öðru.“ María er ekki há í loftinu en ber sig vel og vekur athygli hvar sem hún kemur. Hún útskrifaðist frá Parsons School of Design sem tískuteiknari vorið 1991 og hefur síðan meðal annars unnið við kvikmyndina Veggfóður og hannaði júróvisjón- búninga á Stjórnina síðastliðið vor. Að auki sá hún um fatnað þeirra frá degi til dags á meðan á keppninni stóð. „Ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að vera þátttakandi í júróvisjón með einhveijum hætti, manni fannst þetta svolítið fyndin keppni. Engu að síður var skemmtilegt að vera í hringiðunni. Vinnan við kvikmyndina Veggfóður var einnig góð reynsla. Við vorum, má segja, öll meira og minna byrjendur í kvikmynda- gerð en ekki mjög skarpar línur dregnar _______ á milli þess sem ég eða sá næsti var að ^ gera. Það var einmitt það sem gerði vinnuna við myndina svo skemmtilega og ekki getur maður verið óánægður Á með útkomuna." María hannaði að auki frumsýningarkjól Sóleyjar Elíasdóttur, sem leikur eitt aðalhlutverkið í Sód- ómu. „Ég geri ekki mikið af því að hanna föt á fólk en ég geri það þó fyrir fólk sem ég þekki, og mér finnst sérstaklega skemmtilegt að hanna föt á sterka karaktera. Að mínum dómi skapa fötin ekki manninn heldur maðurinn fötin. Það skiptir öllu máli hvemig manneskjan ber sig og lykilatriðið er innri styrkurinn." Eru næg verkefni framundan? „Já, það er nóg framundan en ekkert af því get ég gefið upp strax.“ Kvikmyndjr? „Jafnvel.“ María Ólafsdóttir hefur sérstakt dálæti á náttúrulegum efnum og gömlum flíkum sem hún hannar upp á nýtt. Á þessari mynd er hún í gömlum kamelullarfrakka og í rúskinnsbuxum sem hún hefur gefið nýtt líf. APAMSKI REIFARI Þorsteinn Pakkhús Högni Gunnarsson er ekki „ligeglad" um landa sína þótt hann sé horfinn utan til Washington til náms. Fyr- ir hans tilstuðlan kemur hingað til lands danstónlistarfríkið Ad- amski, en af honum fer frægðar- orð fyrir frumlegan og framúr- stefnulegan tónlistarflutning. Með honum í för verða Mr. Monday, D.J. Rad Rice og Sean McClusky sem hafa skapað heita, kynferðis- lega stemmningu á vinsælasta dansklúbbnum í London um þessar mundir, Love Ranch. Þar mæta gellurnar nánast í korseletti og Wonderbra einum klæða og því hyggilegt að draga upp það skásta sem til er skúffunum ef mæta á í Tunglið á föstudags- kvöld. Adamski og kompaní verða svo á N1 á laugardags- kvöldið en þar verð- ur ekki selt inn. Ein- ungis 50-70 manns komast fyrir í húsinu og því verður fjör inni; fúlt úti. Danstónlistarfríkið Adamski kemur í Tunglið og á N1. Sóley Elíasdóttir í frum- sýningarkjólnum sem María hannaði á hana. ey á blúshátíð HEIT 5VEIFLA Kuran Swing er um margt sérstæð hljómsveit og í nafninu einu felst loforð um að tón- listin sé af öðru tagi en ó m a r hvunndags í glymskratl- anum. Það eru þeir Björn Thoroddsen sólógítar- isti, Szymon Kuran fiðluleikari, Ólafur Þórðarson ryþmagítarleikari og Þórður Högnason á kontrabassa ásamt fleirum sem spila saman „swing-djass" á nýútkominni plötu hljómsveitarinnar. Upphaflega fýrirmynd að Kur- an Swing má finna í hljómsveit- inni Hot Club de France. Þeir spiia því heita tónlist og greina má til- finningaþrungin sígaunaáhrif gegnum djasssveifluna. Ryþminn er það sem heldur tónlistinni gangandi, sem kemur til af því að engar trommur eru notaðar og mikil stemmning er í hljóðfæra- leikurunum. Ennþá njóta Vinir Dóra ávaxt- anna af því að hafa brugðið sér til Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þar komust þeir í samband við ýmsa bestu blúsara heims, þar með talinn Billy Boy Arnold, munnhörpuleika, söngvara og tónskáld, sem nú hefur rekið á fjörur Púlsins og heldur þar tónleika fjögur kvöld í röð, frá fimmtudegi til sunnudags. Billy Boy komst á yngri árum í kynni við Sonny Boy William- son og fékk því að njóta hans einstæðu hæfileika. Æ síðan hefur Billy tekið sér meist- arann til fyrirmyndar sem og gætir áhrifa hjá honum frá Little Walter og Junior Wells. Tónleikarnir verða teknir upp fyr- ir sjónvarp og sendir út bæði á Bylgjunni og Stöð 2. Billy Boy komst aðeins tólf ára í kynni við Sonny Boy Williamson. VI© MÆLUM Gosminjasafni ekki þó eins og því sem er verið að opna í Vestmannaeyjum heldur gosdrykkjaminjasafhi með Mirinda, Spur Cola, Póló og fleiri gömlum og ógleymanlegum gos- drykkjum. Að karlafatafellan komi út úr skápnum það er heldur spúkí að dansa strippdans með hauspoka. Maður gæti haldið að hér færi þjóðþekkt- ur einstaklingur. Nýju klippingunni hans Dav- íðs Oddssonar hún sýnir þó viðleitni. INNI Að skammast sín ekki fyrir sín- ar innstu hugsanir. Allir eru örlitl- ir pervertar inn við beinið og æ fleiri eru farnir að horfast í augu við það, líkt og Madonna. Kyn- þokkinn á njóta sín en hann felst í því að hafa greind til að láta hugs- anir sínar ekki aftra sér, — láta vaða. Klæðnaðurinn og líkams- burðurinn eiga að bera því vitni hvað þú ert að hugsa. Langi þig til dæmis að vera eins og Jón Ottar í jakkafötum og háum hælum er ekkert sem á að koma í veg fyrir það, þótt óljóst sé hvaða hugsanir það endurspeglar. Að minnsta kosti er það inni að láta fas og framkomu endurspegla pervert- inn í sér, það er í það minnsta allt- af einhver sem skilur hvað þú ert að fara. Ef ekki þá hlýtur þú að gera eitthvað rangt, — ert jafnvel ekki afþessum heimi. UTI Heiðar Jónsson snyrtir hefur tekið Jhverja konuna afannarri igegn, sagt Jþeim til um hvernig eigi að sitja, k 1 standa, mála sig, greiða sér, klæða sig !og svo hvaða litir fari þeim best. Sjálfur er Heiðar gangandi fyrirmynd kvennanna. Hann virðist hafa litgreint sjálfan sig og \allt útlit er fyrir að hann hafi fengið sér léttpermanent í hárið. Ljósu vangarnir gera hann frísklegri en brosið er eitt og hið sama. P U K E M S T K K I G E G N U M V » K U N A ... án þess að kíkja i bókina hennar Madonnu. ... án þess að eiga lillegar nærtuxur. Konangelurþáfþað minnsta glaðstyíir einhverju þegarþii háttarþig. ... án þess að velta þvi Eyrir þér hvaða augum aB og anuna heSðu litið striplið i henni Madonnu. ... ef þú borðar ekki hvíHauk daglega. Karlmenn í kreppu, ekki vegna kvenna, ekki vegna barna né lé- legs fjárhags, heldur vegna eigin eða jafnvel annarra veikleika, vegnu stíflu sem er svo djúpt á að það þarf kraftaverk til að losa um hana. Karlmenn í kreppu eru þeir sem hafa alist upp undir verndar- væng mæðra sinna, flæðiskvenn- anna sem eiga til óendanlega móðurást. Þær gefa sonum sínum til kynna með uppeldinu að lífið sé átakalítið og fagurt. Svo byrjar lífið. Þeir hefja sambúð, eignast jafnvel börn, eiga góðar og svo slæmar stundir og svo skilja þeir. Þá hefst flóttinn, oft- ast margra ára ómeðvitaður flóttieðajafn- vel leitin að flæðiskon- unni, móður- ímyndinni, sem er í raun að verða út- dauð. Þeir reka sig alls staðar á vegg. En auðvit- að vissu þær ekki fyrir, ' flæðiskon- urnar, hvernig ffamtíðarkon- an yrði, þannig að það er varla hægt að kenna þeim um. ... á/t//e,w (i/f ue/ta/>oi {/ýrá/>é/' /oort/>á eújá' að /rní/a/ij/'/rjó/i/i. „Éger íalvörunni að hugsa um að flytja til Flateyrar. Það virðist vera þarsem hlutimirgcrast. Nóg af sukkumm, nóg afdópi, nógafblóðheitum mönnum sem skjóta hverá ann- an ogsvo kemur sjarmörinn KK annað slagið t bœinn. Ég œtla að gerast grúppía á Flateyri. Það er mín köllun. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.