Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
LfFIÐ EFTIR VINNU
37
„Ingi er svo sem
ekkifyrir neinum
með útsaumspopp-
inu sínu - ekki
verður maður mik-
ið var við hann á
vinsældalistum eða
í útvarpinu - en
mikið svakalega er
þetta óathyglisvert
popp,“ segir
Gunnar
Hjálmarsson í
gagnrýni sinni á
nýja plötu Inga
Gunnars
Jóhannssonar.
að á hljómborð ýmiskonar. Platan
er þokkalega vel unnin, hljóðfæra-
Ieikur ágætur hjá landsliðinu
nema hvað það mætti fara að setja
bakraddakórinn „Evu, Ernu og
Eyfa“ á varamannabekkinn og
skipta honum bara inn á fyrir
Júróvisjón.
Ingi Gunnar á fleira sameigin-
legt með Eyjólfi „Eyfa“ Kristjáns-
syni en að hafa gaulað með hon-
um skátalög í óteljandi skíða-
ferðalögum. Báðir virðast þeir ríg-
fastir í karakterslausu verksmiðju-
poppi sem á álíka mikið sameigin-
legt með „alvöru“ tónlist og út-
saumsmynd keypt í hannyrða-
verslun með Kjarvalsmynd. Ingi
Gunnar á jafnmikla möguleika á
að skrá spor sín í (tón)listasöguna
og útsaumsfJúrnar og líkt og þeim
finnst Inga örugglega svaka gam-
an að því sem hann aðhefst í frí-
stundum.
Ingi er svo sem ekki fyrir nein-
um með útsaumspoppinu sínu —
ekki verðúr maður mikið var við
hann á vinsældalistum eða í út-
varpinu — en mikið svakalega er
þetta óathyglisvert popp. Þessi
tónlist á heima í Júró- og Lands-
lagskeppnum og einhvern daginn
ber Ingi kannski sigur úr býtum,
annað eins hefur nú gerst.
Það eru fjórtán lög á plötunni,
hæfileg gomma fyrir þá sem fíla
léttvægt poppgutl, en aðrir ættu
að halda sig í hæfilegri Qarlægð.
Gunnar Hjálmarsson
Hann fjallar um nútímafólk, ang-
ist þess og skelfmgu yfir að vera
til. Hvað það er hræðilega erfitt að
vera með öðru fólki og hvað það
er útilokað að vera án þess. Hann
grefur inn í kvikuna og gefur
hvorki persónum sínum né áhorf-
endum nein grið. Og umfram allt
skrifar hann frábæran leiktexta.
Hingað til hafa leikrit Lars Noréns
verið of fáséð hér á landi. Það er
því til fagnaðar að þessi hópur Al-
þýðuleikhússins skuli hafa tekið
Hræðilega hamingju til sýningar.
Hópurinn, undir stjórn leikstjór-
ans og þýðandans Hlínar Agnars-
dóttur, hefur komið sér fyrir í
Hafnarhúsinu, í rými sem þjónar
sýningunni vel, að minnsta kosti
fyrir þá áhorfendur sem koma
snemma og ná í góð sæti. Þetta er
sterk og skemmtileg sýning. Lífs-
háski Noréns blómstrar ef svo má
segja. Þýðingin er þénug heyrðist
mér, þótt hnökrar séu á stöku
stað.
Leikararnir hafa heldur betur
munnfylli af góðum texta með til-
finningum sem krauma stöðugt
bæði yfir og undir yfirborðinu.
Sérstaklega var gaman að fylgjast
með Árna Pétri Guðjónssyni, sem
er orðinn merkilegur skapgerðar-
leikari. Hinir leikararnir þrír eiga
líka stórgóða spretti. Ég mæli með
þessari sýningu vegna leikritsins,
skemmtilegs leikrýmis og list leik-
arans, sem þarna er iðkuð af lífi
Lárus Ýmir Óskarsson
Náttúran í lit-
um Hrólfs
HRÓLFUR SIGURÐSSON
OG EIRÍKUR SMITH
Á KJARVALSSTÖÐUM
Hrólfur Sigurðsson hef-
ur aldrei verið fyrirferð-
armikill í sýningarsölum
landsins. Samt koma margar
myndanna kunnuglega fyrir sjón-
ir. Þetta stafar ekki einungis af því
að líklega hefur maður rekist á
eina og eina á samsýningum eða
opinberum stöðum, heldur er
eitthvað við myndirnar sjálfar
sem kallar á samlíkingar úr fortíð-
inni. Málaralist hans virðist ekki
eiga mikla samleið með samtíma-
list og unir sér betur innan um
Jón Stefánsson og Snorra Arin-
bjarnar, jafrivel þýska málara eins
og Macke og Nolde. En þrátt fýrir
myndlistarlega fortíðarþrá sést,
þegar málverkum Hrólfs er safn-
að saman, að þau eru kjarnmikil
og standa vel fýrir sínu innan um
alla þá náttúruvæmni sem víða
blasirviðídag.
Þau landslagsmótíf sem Hrólf-
ur vinnur með ættu ekki slá
áhorfendur út af laginu, en það er
ekki landslagið sem slíkt sem er
aðdráttaraflið, heldur litirnir og sá
ljómi sem stafar af þeim. Allmarg-
ar myndanna eru dimmbúnar og
búa yfir mikilli litadýpt. Ýmist er
rökkrið að hvolfast yfir eða dags-
glæta brýtur af sér Ijötra myrkurs.
Sólarglætan þröngvar sér inn á
milli skýja og sjóndeildarhrings,
og víða má sjá hvar gul eða rauð
skíma opnast í jörðinni, eins og
glitti í hulinn eld. Þetta eru „sann-
ir“ litir, ekki í þeim skilningi að
þeir lýsi litum náttúrunnar eins og
þeir birtast okkur, heldur fylgj-
umst við með hvernig þeir koma
út úr rökkrinu og hverfa inn í það
aftur, hvernig birtan kveikir upp í
litunum og rökkrið hylur þá á ný.
Hinum megin við ganginn er
Eiríkur Smith með málverk og
vatnslitamyndir. Samanburður-
inn er sláandi (og óhjákvæmileg-
ur). Þótt Eiríkur noti sterka liti og
dreifi þeim um víðáttumikla striga
með líflegum tilburðum virka lit-
irnir samt daufir í samanburði við
knappar myndir Hrólfs. Pensil-
skriftin er losaraleg og ójöfn, í
staðinn fyrir að vera frjálsleg virð-
ist hún of ofi kærúleysisleg, verð-
ur máttlaus út við kantana og skil-
ur eftir sig dauða bletti, sérstak-
lega í homunum.
Einkennandi fyrir myndir Ei-
ríks er hvernig draugalegum fíg-
úrum eða andlitum er stillt upp í
landslaginu, einnig einhvers kon-
ar gátt sem opnast inn í náttúr-
una, stundum eins og dyragætt,
en annars staðar eins og taumur
eða súla. Eiríkur notar þessa að-
skotahluti í landslaginu til að gefa
myndbyggingunni áhersluþunga,
en það dylst engum að þeim er
einnig ætlað að auka á dulúð nátt-
úrunnar og minna á anda, vættir
og innri heima. Reyndar er skír-
skotunin svo augljós og klisju-
kennd að hún verður uppáþrengj-
andi. Auk þess vottar ekki fyrir
því í myndunum að Eiríkur sjálfur
hafi nokkra trú á vofunum, svo
ólíkindalegar eru þær, heldur er
hann að reyna að auka á áhrifa-
mátt myndanna með því að nota
upptuggna arfleifð sem samtím-
inn hefur engin tengsl við nema í
gegnum ritaðar heimildir. í raun
hefur Eiríkur gefist upp á að reyna
að fá áhorfandann til að upplifa
dulúðina í myndum sínum og
þess í stað sviðsett hana með
landslagsmynd í bakgrunni eins
og sviðstjald.
Það er fróðlegt að sjá hvernig
þessir tveir listamenn beita lita-
túbum sínum, vandvirkni og hóf-
semi Hrólfs verða ótvíræðar
dyggðir gagnvart ýkjum og oflát-
ungshætti Eiríks.
Gunnar J. Ámason
Útsaumspopp
INGI GUNNAR JÓHANNSON
UNDIR FJÖGUR AUGU
FIMMUND/STEINAR
★
Qlngi Gunnar hefur um
árabil verið fastur með-
limur í Vísnavinum og
túristagrúppunni Islandica. „Það
er ánægjulegt að geta nú loksins
sent frá sér eigin plötu,“ segir Ingi
á umslagi fyrstu sólóplötunnar,
„mér fannst tími til kominn að tjá
mig frá eigin brjósti.“
Ingi syngur þrettán frumsamin
lög á plötunni og eitt er effir Eyð-
un Nólsöef?!). Ingi semur líka
flesta textana en einnig leggja
nokkrir valinkunnir menn honum
lið. Ingi er með ágætis hljóðfæra-
leikara með sér — nokkurn veg-
inn „popplandsliðið" — og Jón
Ólafsson er titlaður upptökustjóri
auk þess sem hann leikur auðvit-
17.30 Evrópuboltinn. E
18.00 Stundin okkar. E
18.30 Babar.
18.5S Táknmálsfréttir.
19.00 Úr ríki náttúrunnar. Snákar og ernir, um skákerni,
einu arnartegundina f Evrópu sem leggur sér snáka
til munns.
19.30 ★ Auðlegð og ástríður.
20.00 Fréttir.
20.35 fþróttasyrpan. Evrópufótbolti, myndasyrpa með
Valsaranum Frank Booker og viðtal við Pétur Péturs-
son fótbóltakappa, sem nú býr á Sauðárkróki.
21.15 Nýjasta tækni og vísindi. Breytingar á lofthjúpi
jarðar, kappakstur sólknúinna bifreiða sem líklega
verður aldrei að veruleika hér á landi, háir hælar og
fótakvillar og ungir hugvitsmenn sem leita að lífinu
úti í geimnum því þeir eru orðnir leiðir á öllum
skemmtistöðunum á jörðinni.
21.30 ★ ★ Eldhuginn.
22.25 Króatía 1992. Ferð Sæmundar Norðfjörð, Júlíusar
Kemp og tveggja Króata til Króatíu í vor. Reynt var að
hafa uppi á ættingjum Króatanna.
23.10 Fréttir.
23.20 Þingsjá.
FÖSTUDAGU R
17.30 Þingsjá. E
18.00 HvarerValli?
18.30 Barnadeildin.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Magni mús.
19.25 Skemmtiþáttur Eds Sullivan. Kannski finna þeir
bráðum upp litasjónvarpið!
20.00 Fréttir.
20.35 Kastljós.
21.25 Evrópumót bikarhafa í handknattleik. Bein út-
sending frá lokakafla leiks Vals og Maistas Klaipeda
frá Litháen í annarri umferð.
21.55 ★★ Sveinn skytta. Gunguhöfðinginn ítoppformi.
22.00 ★★ Derrick. Hann er kominn aftur, eldri konum til
mikillar gleði.
23.00 Fárleg sjóferð. Voyage of Terror - The Achille Lauro
Affair. Fjölþjóðleg, 1990. Fyrri hluti. Samtakamáttur
Þjóðverja, Frakka og ítala er yfirleitt ekki mikill, að
minnsta kosti ekki í kvikmyndum. Greint frá sann-
sögulegum atburðum þegar hryðjuverkamenn tóku
farþega og áhöfn skemmtiferðaskipsins Achille
Lauro í gíslingu í október 1985. Burt Lancaster og
Eve-Maria Saint leika stór hlutverk.
14.30 Kastljós.E
15.00 íslandsmótið í körfuknattleik. Bein útsending úr
Hafnarfirði frá leik Hauka og Tindastóls.
16.45 íþróttaþátturinn. Úrslit dagsins og stórmót sunn-
lenskra hestamanna á Gaddstaðaflötum.
18.00 Ævintýri úr konungsgarði.
18.25 Bangsi bestaskinn.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 ★ Strandverðir.
20.00 Fréttir.
20.35 Lottó.
20.40 ★ Fyrirmyndarfaðir. Áttunda og síðasta syrpan
um Cliff Huxtable og fjölskyldu.
21.10 Haukur í lit. Endursýndur þáttur í minningu hins
nýlátna söngvara Hauks Morthens. Þátturinn var tek-
in upp 1977 og því með þeim fyrstu sem teknir voru
upp í lit hjá Sjónvarpinu.
21.45 Fárleg sjóferð. Voyage of Terror - The Achille Lauro
Affair. Fjölþjóðleg 1990. Seinni hluti.
23.15 ★★★ Forfallni kúrekinn. Drugstore Cowboy. Am-
erísk 1989 Matt Dillon og Kelly Lynch sýna mjög góð-
an leik í þessari sjálfsævisögulegu skáldsögu James
Fogle um hóp fíkla sem ræna verslanir til að verða
sér úti um eiturlyf. Auk þeirra kemur rithöfundurinn
William S. Burroughs fram í myndinni.
SUNNUDAGUR
13.30 Meistaragolf.
14.30 Kiri og André á Broadway. Kiri Te Kanawa og
André Previn saman með lög úr þekktum^Broadway-
söngleikjum. Kiri syngur frábærlega og André stjórn-
ar vel.
15.20 Valdimir Askenasí. Viðtal við Askenasí um viðhorf
hans til tónlistar.
16.15 Gjaldþrot heimilanna, hvað er til ráða? Eða jafn-
vel hver á að ráða? Valgerður Matthíasdóttir ræðir
við sára einstaklinga. E
16.55 öldin okkar. Franskur myndaflokkur um helstu við-
burði aldarinnar. Engir gera sögulega fróðleiksþætti
betur en Frakkar.
17.45 Sunnudagshugvekja. Séra Ólöf Ólafsdóttir, prest-
ur í Skjóli.
18.00 Stundinokkar.
18.30 Brúðurnar í speglinum. Sænskur myndaflokkur.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Bölvun haugbúans. Kanadísk ungmenni finna vík-
ingahaug.
19.30 ★ Auðlegð og ástríður.
20.00 Fréttir.
20.35 ★ Vínarblóð. Það hlýtur eitthvað að fara að gerast.
Eitthvað mikið.
22.00 EES. Hvers vegna Evrópskt efnahagssvæði?
22.10 í þoku Ijósri vindar vefa. Þáttur um Hannes Sig-
fússon skáld.
23.00 Til heiðurs Sevilla. Homage á Séville. Placido Dom-
ingo leiðir áhorfendur um Sevilla.
17.00 Hverfandi heimur. Þjóðflokkar sem stafar ógn af
kröfum nútímans. í þessum þætti verður fjallað
mannfræðilega um Tuareg-þjóðflokkinn í Alsír.
18.00 Borgarastyrjöldin á Spáni. Þáttaröð um ógnvæn-
lega atburði sem voru eins konar æfing fýrir heims-
styrjöldina síðari og leiddu til einræðisformyrkvunar
á Spáni.
TTIHWIIH-——
17.00 Áttavitar. Þáttaröð um fólk sem fer í ferðalög.
18.00 Dýralif. Fjallað um vaðfugla sem flykkjast til vestur-
hluta Ástralíu á hverju ári.
MMTUPAGUR
16.45 Nágrannar.
17.30 Með afa.E
19.19 19.19.
20.15 Eiríkur.
20.30 Landslagið á Akureyri 1992.
20.40 ★★ Eliott-systur.
21.35 Aðeins ein jörð.
21.45 Laganna verðir.
22.35 ★ Á æskuslóðum Far north. Amerísk, 1988. Sam
Shepard og Jessicu Lange hefur oft tekist betur upp
en í þessari mynd. Fjallað um sveitalíf í Ameríku. Kate
nokkur fer til heimahaganna er faðir hennar slasast í
viðureign við ótemju. Góðu efni sóað.
00.05 ★ Rósin helga. Legend ofthe Holy Rose. Amerísk.
Þokkalegur einaspæjari í lakri mynd.
FÖSTUDAGUR
16.45 Nágrannar.
17.30 Áskotskónum.
17.50 Litla hryllingsbúðin.
18.10 Eruð þið myrkfælin?
18.30 NBA-deildin. E
19.19 19.19
20.15 Eiríkur.
20.30 Sá stóri. Breskur myndaflokkur.
21.00 ★ Stökkstræti21.
21.50 ★★★★ Glæpir og afbrot. Crimes and Misdemea-
nors. Amerísk 1989. Þarna eru Woody Allen og Mia
Farrow í góðum málum, reyndar einnig Alan Alda
og Anjelica Huston og fleiri í þessari feikigóðu Allen-
mynd, einni af hans metnaðarfyllri til þessa. Kannski
er hún ekki eins fyndin og hinar, en dramað er dýpra
og oft kómískt. Þarna má meðal annars finna morð
og örlitla sektarkennd.
23.40 ★ Til kaldra kola. Burndown. Amerísk frá 1989 Kjarn-
orkubær verður að draugabæ en morðingi er á
meðal þeirra sem eftir eru. Morðinginn er sennilega
geislavirkur.
01.05 Psycho IV E Perkins snýr aftur sem Norman Bates.
Hann er brjálaðri en nokkru sinni fyrr og myndin er
einnig verri en nokkru sinni.
LAUGARDAG U R
09.00 Meðafa.
10.30 Lísa í Undralandi.
10.50 Súper Maríó-bræður.
11.15 Sögur úr Andabæ.
11.35 Ráðagóðir krakkar.
12.00 Landkönnun National Geographic.
12.55 Visasport. E
13.25 ★★ Sæl systir.HelloAgain.Amerískfrá 1987.
Hér er fjallað um tvíburasystur, önnur þeirra deyr en
hin kemur í hennar stað. Shelley Long, sem fór hvað
lengst með aðalhlutverkið í Staupasteini, reynir fýrir
sér á hvíta tjaldinu.
15.00 Þrjúbíó. Ferðir Gúlívers.
16.30 Sjónaukinn.
17.00 Hótel Marlin Bay.
18.00 Poppogkók.
18.55 Laugardagssyrpan. Teiknimyndir.
19.19 19.19.
20.00 ★ Falin myndavél.
20.30 Imbakassinn.
20.50 ★★ Morðgáta.
21.50 ★★ Pottormur í pabbaleit. Look Who's Talking.
Amerísk 1989. Þankagangur lítils barns gerður opin-
ber með rödd Bruce Willis. Gamanmynd um ein-
stæða móður sem kemst í kynni við ýmsa menn.
Kirstey Alley og John Travolta leika aðalhlutverkin. í
eina skiptið sem John Travolta hefur sýnt vott af
hæfileikum fyrir utan danshæfileikana. Hugmyndin
er góð en myndin ekki nógu fyndin.
23.25 ★★★ Guðfaðirinn III. The Godfather Part III. Amer-
ísk 1990. Lakasti Guðfaðirinn undir leikstjórn Francis
Ford Coppola. Langdregin en meistaralega vel gerð,
þó með einum áberandi veikum hlekk sem er leikur
Sofiu, dóttur Coppola, í hlutverki dóttur Michaels
Corleone. Sennilega síðasti Guðfaðirinn, því Michael
finnur endalokin nálgast og reynir að finna viðskipt-
um sínum löglegan farveg.
00.55 ★★ Mannrán. Target. Amerísk frá 1985. E Gene
Hackman og Matt Dillon eiga góða spretti en hand-
ritið er illa skrifað og Gene Hackman getur gert
miklu betur.
SUNNUDAGUR
09.00 Regnboga-Birta.
09.20 össi og Ylfa.
09.45 Myrkfælnu draugarnir.
10.10 Prins Valíant.
10.35 Maríanna fyrsta.
11.00 Brakúla greifi.
11.30 Blaðasnáparnir.
12.00 Fjölleikahús.
13.00 Opera mánaðarins. Kata Kabanova. E Söguþráður-
inn er byggður á „The Storm" eftir A.N. Ostrovsky en
tónlistin er eftir Leo Janacek. Uppfærsla Glyndebo-
urne-leikhússins sem hrósað var í hástert af breskum
gagnrýnendum, sérstaklega frammistaða Nancy Gu-
stafsson í hlutverki Kötu.
14.50 NBA-deildin. Sýnt frá leik.
15.15 Stöðvar 2-deildin.
15.45 NBA-körfuboltinn.
17.00 Listamannaskálinn. írskt rokktónlistarfólk.E
18.00 60 mínútur. Bandarískur fréttaþáttur.
18.50 Aðeins ein jörð. E
19.19 19.19.
20.00 ★ Klassapíur.
20.30 Landslagið á Akureyri.
20.40 ★★ Lagakrókar.
21.30 ★★★ Endurfundir. Kaleidoscope. Amerísk 1990.
Þrjár litlar stúlkur eru skildar að eftir að foreldrar
þeirra eru myrtir. Löngu síðar ræður vinur foreldra
þeirra einkaspæjara til að hafa uppi á þeim. Endur-
fundirnir hafa óvænta atburði í för með sér. Sjón-
varpsstjarnan Jacklyn Smith fer með hlutverk einnar
systurinnar. Ágæt spenna en ekki tilþrifamikil.
23.00 ★★★★ Tom Jones og félagar. Fyrsti þáttur af sex
um hinn tilfinningaríka söngvara Tom Jones og fé-
laga hans.
23.30 ★★ Karate-strákurinn II. The Karate Kid II. Amerísk
1986. Nú fara þeir Daniel og Miyagi til Japans og
lenda í undarlegustu atburðum. Ekki eins góð og
fyrri myndin en aðalleikararnir standa sig ágætlega.
★ ★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni