Pressan


Pressan - 12.11.1992, Qupperneq 7

Pressan - 12.11.1992, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 7 F Y R S T & F R E M S T M E N N 2 O O o Stefán Friðfinnsson, forstjóri Islenskra aðalverktaka Jafnaðarmaðurinn á Suðurnesjum Mikið rosalega hefur hann Stef- án Friðfínnsson farið illa með ís- lenska aðalverktaka — þetta ágæta fyrirtæki sem þeir Thor Ó. Thors og Halldór H. Jónsson voru áratugi að byggja upp. Stefán hafði ekki fyrr lært að rata um vallarsvæðið en fyrirtækið fór að molna niður. NATÓ vildi ekkert borga. Hluthafarnir fóru í hár saman. Kaninn vildi draga saman. Reginn gat ekki lengur staðið undir Sambandinu og það fór á hausinn. Hluthafarnir í Samein- uðum verktökum, móðurfélaginu sjálfu, tóku meira að segja upp á því að berast á banaspjótum. Því hefði enginn trúað. Samheldni þess hóps um hermangsgróðann var sterkari en nokkur blóðtengsl. Samt eru þau að bresta. Er nema von að maður kenni Stefáni um? Það er ekkert annað sem hefur breyst hjá íslenskum aðalverktökum. Thor er þarna ennþá en fær auðsjáanlega ekkert við ráðið. Og nú skilst manni að það sé ekki allt búið enn. Það eru uppi hugmyndir um að taka her- mangsgróðann af þeim sem hafa unnið til hans og setja á stofh ein- hvers konar félagsmálastofnun at- vinnulífsins á Suðurnesjum fyrir peninginn. Þar er jafnaðarmönn- um eins og Stefáni rétt lýst. Þar sem þeim er fyrirmunað að eign- ast peninga hætta þeir ekki fyrr en þeir hafa gert alla fátæka. Það er enginn óhultur. Ekki einu sinni Thor Ó., sem þó reyndist Stefáni vel með því að taka við honum frá Jóni Baldvini. Gott dæmi um þessa jafnaðar- stefnu Stefáns er að þegar at- vinnuleysið jókst á Suðurnesjum greip hann til þess ráðs að segja hundrað manns upp. Hans rétt- læti er að allir menn á Suðurnesj- um séu jafnatvinnulausir. Allir nema hann. Þrátt fyrir jafnaðarstefnuna hefur hann sömu laun og Thor Ó. hafði — eitthvað um milljón á mánuði. Hann getur þurft að reka yStefán getur þurft að reka marga efhann œtlar að halda háum launum, núþegar kaninn og NATÓ eru hætt að borga og hluthafarnir viljafá að hafa sinn gróða sjálfir. “ marga ef hann ætlar að halda þeim launum, nú þegar Kaninn og NATÓ eru hætt að borga og hluthafarnir vilja fá að hafa sinn gróða sjálfir. Til að íslenskir aðalverktakar hafi ráð á laununum hans Stefáns þarf hann líklega að reka eina tíu verkamenn á mánuði. Ef fram heldur sem horfir verður hann því fljótlega einn eftir hjá fyrirtækinu. Og þegar hann hefur ekki fleiri verkamenn að reka mun hann stimpla sig út. Völlurinn verður auður; herinn farinn og stríðs- gróðinn uppurinn. Þá er hugsan- legt að Stefán snúi sér að því að koma íslandi úr NATÓ, úr því herinn er á burt.__________________ As Hanna tölvu til að ná sambandi við AN NAN HEIM f Bandaríkjunum er starfandi nýaldarklúbbur, Metal Science, sem segist vera búinn að ná sam- bandi við annan heim með hjálp nútímatækni. Sama hugmynd kom upp hjá tveimur fslending- um, sem hafa menntun í raf- magnsverkfræði og eðlisfræði. „Við æduðum að fara aðra leið en Bandaríkjamennirnir og vorum að velta fyrir okkur Kirliantækn- inni, sem er hátíðniljósmyndun, til að ná sambandi við framliðna. Hugmyndin er í raun og veru sáraeinföld þótt hún sé of flókin til að útskýra á prenti. Við ætluðum að hanna lyklaborð sem á að tengja við tölvuskjá, að vísu ekkert venjulegt lyklaborð, en í því felst galdurinn," sagði rafmagnsverk- fræðingurinn sem ekki vill láta nafiis síns né félaga síns getið, þar sem hann telur þetta mjög við- kvæmt mál. Áttu þeir framliðnu þá að komafram á tölvuskjánum? „Já. Sjálfur hef ég heyrt „sam- tal“ af spólu sem tæknimaður og ffamliðinn maður áttu sín á milli, einmitt með hjálp samskonar tækni.“ Rafmagnsverkfræðingurinn segir ýmislegt áhugavert um að vera í heiminum í dag í þessum efnum. Til dæmis sé nýbúið að gefa út bók sem inniheldur ljós- myndir sem eiga að vera teknar í heimi framliðinna. „Ég hef einnig fengið fregnir af því að á Englandi sé búið að hanna myndbandsupp- tökutæki sem á að nema fram- liðna.“ En eruð þið tveir hœttir við? „Það er eitt að fá hugmynd og annað að framkvæma hana. Við ígrunduðum þessar hugmyndir mjög vel en þetta er dottið upp fyrir, í bili að minnsta kosti, aðal- lega vegna tímaleysis og svo fjár- skorts.“ Erþetta raunverulega hœgt? „Ég tel þetta alls ekld útilokað. Það er að minnsta kosti ekkert hingað til sem hefur afsannað þetta." Á L I T Hefði átt að reka skólamálastjórann? Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi: ig er ekki á því. Borgarstjóri tók rétt á þessu máli með því að veita honum alvarlega áminn- ingu. Þarna voru brotnar reglur Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, en að sjálfsögðu ber emb- ættismönnum borgarinnar að fara eftir þeim samþykktum. Hitt er annað mál að Framsóknar- flokkurinn hefur boðað að það þurfi að setja siðareglur fyrir bæði borgarfulltrúa og æðstu embætt- ismenn borgarinnar til að starfa eftir, því þetta mál er ekki lögbrot — það er spurning um siðferði. Að vísu eru reglur Innkaupa- stofnunar brotnar, en fyrst og fremst er þetta siðferðisbrot. Við teljum nauðsynlegt og tímabært að setja nýjar reglur og bendum sem dæmi á einn af borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins sem var í lóðabraski fyrir nokkrum árum. Framsóknarflokkurinn mun á næstunni flytja um þetta tillögur í borgarstjóm.“ j Kristín Á. Ól- afsdóttir, borgarfulltrúi: „Ég tel mig þurfa að fá aðeins betri gögn um málið áður en ég get dæmt um það. Af upplýsing- unum sem komu fram á borgar- stjórnarfundinum að dæma er málið þess eðlis að maðurinn hef- ur brugðist trausti, þar af leiðandi varðar málið brottrekstri. En ég hef ekki aðrar upplýsingar um þetta mál en af fundinum og vil því ekki kveða upp endanlegan dóm fyrr en ég hef fengið ítarlegri gögn í hendur. Mér finnst fyrst og fremst sorglegt þegar svona lagað gerist; þegar fólk fellur í þessar gryfjur. Maður spyr sig auðvitað hvernig er effirlitið? Þetta mál snýr einnig að pólitískum ábyrgðarmönnum borgarinnar, hvernig þeir rækja eftirlitshlut- verk sitt. Það á ekki að bjóða fólki upp á svona gryfjur til að falla í.“ I Kristín Ást- I geirsdóttir, þingkona: „Þetta er mjög sérkennilegt mál. Að mínum dómi er vítavert að gera svona samning við sína nánustu. Þegar verið er að gera samninga þar sem nánir ættingj- ar eiga í hlut eiga auðvitað aðrir að taka ákvarðanir. Brotið hefur þegar verið framið en ef viðkom- andi embættismaður hefur ekki brotið af sér áður finnst mér eðli- legt að hann fái áminningu. Málið á hins vegar að líta mjög alvarleg- um augum. Þetta er siðferðisbrot, svona lagað á ekki að gerast. Mér finnst einnig mjög sér- kennilegt að málið skuli komast svona seint upp, sem þýðir auð- vitað að menn fylgjast ekki nógu vel með því sem verið er að gera hjá borginni. En auðvitað á að vera hægt að treysta embættis- mönnunum til að fremja ekki svona siðferðisbrot." Sigfús Jóns- son, fyrrum bæjarstjóri: „Ég hef ekki kynnt mér þetta einstaka mál nægilega vel til að geta tjáð mig um það, en þegar ég var bæjarstjóri á Akureyri lét ég setja siðareglur einmitt um svona mál sem náðu bæði til kjörinna fulltrúa og embættismanna bæj- arins. Reglurnar eiga fyrst og fremst að vera leiðbeinandi til manna um það hvað sé við hæfi hverju sinni. f siðareglum segir að menn skuli forðast að láta vensl og vinskap ráða kaupum sínum á vöru og þjónustu. Á Akureyri kom upp mál sem gaf tilefni til að setja siðareglurn- ar, en þá var forstöðumaður Skíðastaða umboðsmaður snjó- troðara. Það var vitað fyrirfram. íþróttafélagið ákvað að kaupa troðara af forstöðumanninum og olliþað miklum leiðindum. Á Akureyri er aðalvandamálið fjölskylduráðningar. Þetta er hins vegar eina bæjarfélagið, auk Njarðvíkur, sem sett hefur siða- reglur.“

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.