Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
29
i útvarpshúsinu við Efstaleiti stendur
nú stórt skrifstofupláss autt. Um er að
ræða það svæði í hús-
inu sem ætlað er fyrir
fféttastofu sjónvarpsins
en enn hefur engin
ákvörðun verið tekin
um flutning sjónvarps-
ins þangað. Á meðan
stendur þetta mikla
svæði autt en nánast tilbúið til notkunar.
Margir á Rás 2 hafa haft augastað á svæð-
inu enda mjög illa búið að rásinni enn
þann dag í dag. Hún er til húsa í glugga-
lausu rými þar sem upphaflega var gert
ráð fyrir gangvegi. Stefán Jón Hafstein,
fráfarandi yfirmaður rásarinnar, mun oft
hafa stungið upp á að rásarmenn fengju
að nýta sér þetta svæði en enginn viljað
kveða upp úr með það þótt fyrir liggi að
sjónvarpið muni ekki nota það á næst-
unni...
s
L/ amtök um kvennaathvarf hafa sótt
um að fá að byggja girðingu umhverfís
hús sitt hér í Reykjavík. Umsóknin er nú
til meðferðar hjá byggingamefhd Reykja-
víkurborgar og má gera ráð fyrir að svo
sjálfsagt erindi sem að girða Kvennaat-
hvarfið af verði samþykkt með láði...
F
-1—l ins og komið hefur fram hafa
nokkrir aðilar, með Herluf Clausen í
broddi fylkingar, eignast verslunina
Sportval sem hefur ver-
ið í eigu Kjartans
Guðmundssonar og
fjölskyldu um langt
skeið. Sonur Kjartans,
Guðmundur Kjart-
ansson, var þar versl-
unarstjóri auk þess að
vera formaður Félags sérvöruverslana.
Hann er nú á leiðinni til Þýskalands þar
sem hann mun veita forstöðu ferðaskrif-
stofunni Island Tours sem er í eigu ís-
lenskra aðila. Guðmundur var einnig for-
maður knattspyrnudeildar Vals og segja
gárungarnir að það hafi verið upphafið að
fjármálaógæfu hans, enda virðist Vals-
mönnum vera flest annað betur gefið en
að sinna fjármálastjórn eins og sannast
hefur á forverum Guðmundar...
ndanfarna daga hefur verið unnið
að því að rýma húsnæði Asiaco hf. á Vest-
urgötu 2. Eftir því sem komist verður
næst er fyrirhuguð lok-
un á fyrirtækinu af
hálfu innheimtumanns
ríkissjóðs. Sem kunn-
ugt er hefur Páll Þor-
geirsson séð um
reksturinn undanfama
mánuði en hann hefur
verið að koma sér fyrir í nýju húsnæði við
Lækjartorg. Út úr húsnæðinu á Vestur-
götu hafa meðal annars verið flutt tölvur
og húsgögn og hafa fyrrverandi og núver-
andi eigendur staðið að því...
i síðasta tölublaði var sagt frá braski
með húsnæði við Strandgötu 26 í Hafnar-
firði. Á sínum tíma, þegar KRON seldi
eignina, mun Hafnarfjarðarbær hafa átt
forkaupsrétt en fyrir mistök ónýttist sá
réttur. Það kostaði því Guðmund Áma
Stefánsson og félaga töluverðar upphæð-
ir að fá leiðréttingu á því máli á sínum
tíma...
OÐ AVOXTUN
Á UNDANFÖRNUM ÁRUM SÝNIR AÐ
VERÐBRÉFASJÓÐIR
KAUPÞINGS ERU
TRAUSTSINS VERÐIR
Þegar þú kaupir verbbréf skiptir
meginmáii,hve örugg verbbréfin eru og
hve góba ávöxtun þau gefa, þegar til
lengri tíma er litib. Á tíu ára starfsferli
Kaupþings hefur reynslan kennt spari-
fjáreigendum ab þeir geta treyst okkur
þegar þeir leita ab góbum kosti á
íslenskum verbbréfamarkabi.
Verbbréfasjóbir Kaupþings eru dœmi um
fjárfestingarleib sem hœgt er ab reiba sig
á um leib og þeir gefa mjög góba ávöxtun.
SPARISJÓÐIRNIR
®BÚNAÐARBANKINN
-Tmustur banki
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sími 689080
í eigu Bútiadarbatika íslands
og sparisjóðanna
KAUPÞING HF. - FRAMTÍÐARÖRYGGI í FJÁRMÁLUM,