Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
E R L E N T
Njósnari eða fórnar-
lamb nornaveiða?
Bill Cosby
Það hljóp óvænt líf í langlífustu
kaldastríðsdeilu Bandaríkja-
ntanna fyrir skömmu þegar rúss-
neskur hershöfðingi upplýsti að
Alger Hiss, fyrrum starfsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, hefði ekki verið sovéskur
njósnari. Þetta sagði hershöfðing-
inn eftir að hafa farið í gegnum
skjöl sovésku leyniþjónustunnar
og Hiss gamli, sem reynt hefur að
halda fram sakleysi sínu í hartnær
hálfa öld, fagnaði eðlilega ákaft.
Ekki eru þó allir jafnsannfærðir og
yfirlýsingar hershöfðingjans hafa í
reynd ekki varpað umtalsverðu
ljósi á mál mannsins sem stund-
um er kallaður fyrsta fórnarlamb
kalda stríðsins.
EF EKKIKOMMÚNISTI, ÞÁ í
ÞAÐ MINNSTA LYGARI
Það var fyrrum kommúnisti,
Whittaker Chambers, sem bar
upp ásakanir á hendur Hiss.
Chambers hafði gengið til liðs við
bandaríska kommúnista árið
1924 og verið virkur í neðanjarð-
arsamtökum þeirra langt fram á
fjórða áratuginn. Árið 1939 „frels-
aðist“ hann og hóf að skýra yfir-
völdum frá meintum njósnum
Bandaríkjamanna fyrir Sovétríkin.
Ekkert varð þó úr aðgerðum í
máli Hiss fyrr en í ágúst 1948 þeg-
ar Chambers kom fýrir þá nefnd
Bandaríkjaþings sem fjallaði um
„óamerískt athæfi“ og var eitt af
helstu tækjum McCarthyismans.
Chambers staðhæfði að Hiss hefði
verið kommúnisti frá 1934, þegar
þeir hittust fyrst, og að minnsta
kosti til 1938.
Ekkert mál kveikti eins heiftar-
lega í bandarísku þjóðinni, enda
var Hiss ekkert venjulegt skot-
mark. Hann var að mörgu leyti
dæmigerður fýrir frjálslyndu elít-
una sem kom til Washington á
fýrstu valdadögum Roosevelts —
hámenntaður frá Johns Hopkins
Tom Cruise og Demi Moore.
Tom Cruise
leikur
lögfræðing
Aðdáendur leikarans Toms
Cruise, sem þykir geta leikið
býsna vel fyrir utan að vera
fjallmyndarlegur, hafa nú ríka
ástæðu til að kætast, því í des-
emberbyrjun er von á nýrri
mynd með honum sem nefnist
Nokkrir góðir menn. Cruise
fer með hlutverk lögfræðings í
bandaríska hernum sem tekur
að sér að verja tvo sjóliða sem
sakaðir hafa verið um morð.
Mótleikari hans í myndinni er
ekki af lakari taginu, hinn
gamalreyndi Jack Nicholson,
og fer hann með hlutverk hátt-
setts yfirmanns í hernum.
Handritið er eftir William
Goldman en leikstjórn er í
höndum Robs Reiner. Með
önnur hlutverk í myndinni
fara m.a. ungliðarnir Kevin
Bacon og Kiefer Sutherland og
hin gullfallega Demi Moore.
Toppmódelin
sniðgengin
Efaðrir tískukóngar taka upp á því að fylgja fordæmi
franska fatahönnuðarins Emanuel Ungaro getur verið að eft-
irsóttustu toppmódel heims hafi fulla ástæðu til að óttast um
vinsældir sinar — og afkomu. Ungaro tók upp áþvíá annars
hefðbundinni tískusýningu sinni, sem haldin varíParís ný-
verið, að sniðganga öll eftirsóttustu módelin, m.a. Lindu Ev-
angelistu, Christy Turlington, Claudiu Schiffer og Naomi
Campbell. Istað þeirra fékk tiskukóngurinn óþekktari og um-
fram allt mun ódýrari sýningarstúlkur til liðs við sig.
Ungaro gafþá skýringu á uppátækinu aðhann kærði sig
ekki lengur um að vinna með þessum hrokafullu, fordekruðu
stúlkum. Hann mundi framvegis aðeins velja viðkunnanleg-
ar „alvöru" konur til að sýna fötin sin.
Auk þess fyndist honum það siðlaust að ausa fjármunum í
fokdýr módel, á meðan börn syltu i Sómaliu og styrjaldir og
náttúruhamfarir herjuðu á heimsbyggðina.
Rússneskur hershöfð-
ingi segir Alger Hiss
aldrei hafa verið njósn-
ara fyrir Sovétríkin. Það
dugar þó ekki til að
hreinsa nafn mannsins
sem Richard Nixon
hundelti og hefur verið
kallaður fyrsta fórnar-
lamb kalda stríðsins.
og lagadeild Harvard, aðstoðar-
maður virtra hæstaréttardómara
og loks stjórnarerindreki frá 1936.
Hann reis fljótt til metorða, var
ráðgjafi Roosevelts á Yalta—
fundinum, einn skipuleggjenda
ráðstefnunnar í Dumbarton Oaks
og framarlega í undirbúningi
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Árið 1947 varð hann forseti hinn-
ar virtu Carnegie Endowment for
International Peace, þá 42 ára.
Meðal stjórnarmanna þar voru
ekki minni menn en Dwight Ei-
senhower, en stjórnin neitaði ít-
rekað að samþykkja afsögn Hiss
þegar málið kom upp.
Tveimur dögum eftir að Cham-
bers bar fram ásakanir sínar
mætti Hiss fyrir nefndina og bar
þær af sér á svo sannfærandi hátt
að flestir nefndarmanna vildu láta
málið niður falla. Einum glögg-
skyggnum, þingmanninum Ri-
chard Nixon, þótti skýringar Hiss
þó óljósar og hann ákvað að halda
málinu vakandi. Nixon lagði í
raun pólitíska ffamtíð sína að veði
í málinu og uppskar ríkulega þeg-
ar hugboð hans reyndist rétt.
I
.
'
Tveimur vikum síðar komu
þeir báðir fýrir nefndina á lokuð-
um fundi, Hiss og Chambers, og
þá viðurkenndi Hiss að hafa þekkt
Chambers undir nafninu George
Crosley, sem hefði verið fátækur
lausapenni. Hann kvaðst eiðsvar-
inn ekki hafa séð Crosley síðan 1.
janúar 1937.
Það var komið framyfir kosn-
ingar í nóvember þegar Chambers
sakaði Hiss fyrst um njósnir og
sýndi skjöl úr utanríkisráðuneyt-
inu sem hann sagði Hiss hafa af-
hent sér. Þessi skjöl voru frá 1937
og 1938, dagsetningar sem ekki
stemmdu við eiðsvarinn vitnis-
burð Hiss. Skömmu síðar dró
Chambers upp örfilmur með fleiri
skjölum sem hann sagðist hafa
falið í holu graskeri heima hjá sér.
Ekki leið á löngu uns Hiss var
ákærður fýrir meinsæri. Sakir um
njósnir, ef einhverjar voru, voru
fyrndar, en engum duldist að
meinsærisréttarhöldin snerust í
reynd um það mál. Málaferlin
tóku á annað ár — fyrst klofnaði
kviðdómur í afstöðu sinni, en
seinna var Hiss sakfelldur og sat
Þingmaðurinn Richard Nixon virðir fyrir sér örfilmurnar sem Whittaker Chambers
faldi í graskerinu.
tæp fjögur ár í fangelsi.
NIXON HAFÐISIGUR
Bandaríkjamenn hafa verið að
rífast um það síðan hvort Hiss var
sekur eða saklaus. Það varð að
eins konar trúaratriði meðal
vinstri manna að halda ffam sak-
leysi hans, enda var enginn skort-
ur á mikilsmetnum mönnum sem
komu honum til aðstoðar á sínum
tíma. Meðal þeirra voru Adlai
Stevenson, tvívegis forsetafram-
bjóðandi demókrata, og Dean Ac-
heson, utanríkisráðherra Harry
Trumans. Acheson rak lög-
mannsstofu með bróður Hiss og
þeir voru ágætisvinir, enda höfðu
þeir unnið náið saman í utanríkis-
ráðuneytinu. Acheson aðstoðaði
Hiss með leynd fyrir yfirheyrslur f
þingnefndinni og daginn sem
Hiss var sakfelldur sagðist hann
„ekki ætla að snúa baki við Alger
Hiss“.
Nixon og félagar hans réðu sér
ekki af bræði, kölluðu Acheson
kommúnista og kröfðust afsagnar
hans. Repúblikanar höfðu lagt of-
uráherslu á mál af þessu tagi í
kjölfar óvænts sigurs
Trumans í forseta-
kosningum 1948 og
notuðu þau til að
sýna fram á eitt alls-
heijar New Deal-Har-
vard-demókratasam-
særi um linkind gegn
kommúnismanum.
Yfirráð Sovétríkjanna
í Austur-Evrópu voru
viðurkennd, Maó var
að taka Kína og móð-
ursýkin hafði nægt
fóður meðal hægri
manna.
Hiss hefur alltaf
haldið fram sakleysi
sínu, en upplýsingar
rússneska hershöfð-
ingjans bæta engu við
efnisatriði málsins.
Nixon tókst aldrei að
sanna neitt nema
meinsæri á Hiss, en
hafði það upp úr
krafsinu að verða
varaforseti Eisenho-
wers. Whittaker
Chambers var orðinn ritstjóri
tímaritsins Time, en lét af því
starfi í látunum í kringum Hiss-
málið. Hann skrifaði um reynslu
sína af kommúnismanum bók-
ina Witness sem varð strax ein
af biblíum íhaldsmanna. Síð-
ar settist hann á skólabekk,
en lést upp úr 1960, flestum
gleymdur nema fýlgis-
mönnum sínum meðal
kommúnistahatara.
kaupir sér
eigin sjón-
varpsstöð
Fyrirmyndarfaðirinn og grín-
istinn Bill Cosby hyggst nú láta að
sér kveða í sjónvarpsmálum með
heldur öðrum hætti en áður. Cos-
by hefur nefnilega uppi áform um
að kaupa bandarísku sjónvarps-
stöðina NBC, en hún á velgengni
sína ekki síst einmitt honum að
þakka. Um miðjan níunda áratug-
inn horfði ekki vænlega fýrir fýrir-
tækinu og var NBC á hraðri niður-
leið, uns „Fyrirmyndarfaðirinn"
kom til sögunnar og tókst á
skömmum tíma að afla stöðinni
mikilla vinsælda á ný. Fljótlega
eftir að framleiðslu Cosby-þátt-
anna var hætt síðasta vor hrapaði
NBC á nýjan leik niður vinsælda-
listann hjá bandarískum áhorf-
endum og eru menn nú uggandi
um framtíð stöðvarinnar. Ástæð-
an fýrir því að Bill Cosby hefur nú
gert tilboð í NBC er sú að risinn
General Electric, sem keypti stöð-
ina 1986, hyggst nú losa sig við
hana aftur. Bill Cosby kveðst ekki
munu verða í
vandræðum með
að afla NBC vin-
sælda á ný, enda
viti hann allt um
það hvað
áhorfendur
fýsi að sjá.
Hvernig sem
fer er víst að
margir hafa
trúáhonum.
Karl Th. Birgisson