Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 Hversu mikið vissu íslensk stjórnvöld um mál Miksons? Gyðingar báð um framsal eftir stríð u Bandaríski lögmaðurinn Maurice Bookstein skrifaði íslenskum stjórnvöldum vegna Miksons skömmu eftir stríð, að sögn skyldmenna Rubin-fjölskyldunnar. I m m 9 9 Ættingjar meintra fórnarlamba Miksons hófu leit að honum strax eftir stríð og höfðu uppi á honum á íslandi. Erindum til íslenskra stjórn- valda um framsal var svarað neitandi, að sögn ættingjanna. Ýmislegt bendir til þess að ís- lenskum stjórnvöldum hafi verið vel kunnugt um ásakanir um meinta þátttöku Evalds Miksons skömmu eftir komu hans hingað til lands árið 1946. Þá hafði bandarískur lögmaður, Maurice Bookstein, samband við dóms- mála- og utanríkisráðuneyti og fór fram á að íslensk stjórnvöld fram- seldu Mikson eða gripu til ann- arra viðeigandi ráðstafana í máli hans. Ekki hafa fundist gögn um svör íslenskra stjórnvalda, en upplýsingar PRESSUNNAR benda til þess að þau hafi verið neikvæð. RUBIN ENN OG AFTUR Það voru ættingjar Alexanders og Ruth Rubin sem héldu þessu fram í nýlegum samtölum við PRESSUNA. Þau Alexander og Ruth voru feðgin og eru á meðal þeirra sem Mikson er gefið að sök að hafa drepið. Alexander var fyrst handtekinn ásamt eiginkonu sinni í september 1941, en dóttirin Ruth, fjórtán ára, flúði á náðir starfsmanns í skartgripaverslun föður síns. Hún var handtekin nokkrum dögum síðar eftir að annar starfsmaður hafði bent lög- reglunni á dvalarstað hennar. Eins og PRESSAN hefur rakið áður bendir allt til þess að eist- nesku lögreglumennirnir hafi haft megináhuga á að komast yfir verðmæti úr skartgripaverslun Al- exanders. Fyrir því liggja lýsingar fyrrum samstarfsmanna Miksons úr lögreglunni svo og afrit af yfir- heyrslu yfir þeim starfsmanni Al- exanders sem benti lögreglunni á hvar Ruth væri að finna. Leit lög- reglunnar virðist hafa borið ár- angur á endanum og þegar Mik- son kom til Svíþjóðar árið 1944 hafði hann meðferðis gull sem sænsk yfirvöld gerðu upptækt. Aðspurður kvaðst hann hafa keypt það hjá áðurnefndum starfsmanni. Þegar mál Miksons kom upp í febrúar á þessu ári sagðist hann ekki hafa heyrt á þetta fólk minnst nema í frásögn Þjóðviljans af mál- inu árið 1961. Nú er komið á dag- inn að Mikson þekkti Rubin-fjöl- skylduna ágætlega, enda faðirinn vel þekktur skartgripasali í mið- borg Tallinn, og meðal annars leitaði Mikson effir fjárstuðningi hans við knattspyrnulið sitt. Fyrir liggur handtökuskipun á hendur hinni fjórtán ára gömlu Ruth Rubin með undirskrift Mik- sons. Þar er henni gefið að sök að vera kommúnisti, en sjálf segist hún í yfirlýsingu við handtökuna hafa verið handtekin ásamt starfs- manni föður síns sem hafi verið sakaður um að „leyna verðmæt- um“. BANDARÍSKUR BLAÐA- MAÐUR FLYTUR TÍÐINDIN Þau Alexander og Ruth voru tekin af lífi skömmu eftir að þau voru handtekin. Það er Mikson sakaður um að hafa gert, en ekki er vitað til að vitni séu á lífi til að bera um það. Systir Alexanders, Sima Arlosoroff, bjó á þessum tíma í Palestínu og var gift þekkt- um síonista, einum frumkvöðl- anna að stofnun Ísraelsríkis. Hún fékk fregnir af örlögum bróður síns að stríðinu loknu, þegar bandarískur blaðamaður kom til Palestínu í þeim tilgangi að leita uppi ættingja Alexanders. Að sögn Seul Arlosoroff, sonar henn- ar, hafði þessi blaðamaður setið í fangelsi í Tallinn á sama tíma og Alexander og hafði heitið honum því að finna fjölskyldu hans og skýra henni frá afdrifum þeirra ef hann slyppi lifandi úr prísund- inni. Hann mun ekki hafa séð með eigin augum að Mikson myrti Alexander, en kvað það hafa verið á allra vitorði í fangelsinu. Þessi bandaríski blaðamaður er nú látinn. Að sögn Seul Arlosoroff hóf móðir hans umsvifalaust leit að Mikson þegar hún hafði fengið fregnimar af afdrifiun bróður síns og fjölskyldu hans. Hún leitaði ásjár lögmannsins Maurice Book- stein, sem hafði aðsetur í New York og starfaði fyrir Gyðinga- skrifstofuna (the Jewish Agency), en sú stofnun var fyrirrennari fsraelsríkis. Þau komust loks að því að Mikson hefði flúið til Sví- þjóðar, en þá hafði Mikson verið vísað úr landi þar og litlar upplýs- ingar var að fá um ferðir hans þaðan. Eftir enn frekari eftir- grennslan komust Bookstein og Sima Arlosoroff að því að Mikson væri á íslandi. Að sögn Seul Arlosoroff skrif- aði Bookstein íslenskum stjórn- völdum, utanríkisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti árið 1947 eða snemma árs 1948 og fór fram á framsal Miksons eða að íslensk stjórnvöld gripu til annarra að- gerða til að hann yrði dreginn fyr- ir dóm. Þetta gerði Bookstein sem lögmaður Gyðingaskrifstofunnar, fýrir hennar hönd („under the flag of the Jewish Agency") og með að- stoð bandaríska dómsmálaráðu- neytisins, að sögn Arlosoroffs. Hann bætti við að viðbrögð fs- lendinga hefðu verið neikvæð. LEIT STENDUR YFIR AÐ BRÉFUNUM Ekki hafa fundist afrit af þess- um bréfaskriftum Booksteins til íslenskra stjórnvalda, þrátt fyrir töluverða leit bæði í Bandaríkjun- um og ísrael. Þegar Bookstein lést var hluti skjalasafns hans fluttur til ísraels, en einhverjum hluta þess var fleygt og er hugsanlegt að bréfin hafi verið á meðal þess. Að sögn Arlosoroffs er leitinni þó ekki lokið. PRESSAN hefur farið þess formlega á leit við ráðuneytin tvö að fá aðgang að þeim gögnum sem til kunna að vera í skjala- geymslum þeirra. Við fyrstu yfir- ferð hafa ekki fundist slík gögn í Meint kynferðismisnotkun lögregluþjóns á stjúpdóttur sinni: Doitismálayfinvöld knafin um rannsókn Lögreglumenn vilja rannsókn á hvort tilraun til kæru hafi verið stungið undir stól. Yfirvöld telja ekkert hægt að gera þar sem kæra var ekki lögð fram. Mikil óánægja ríkir nú innan lögreglunnar í kjölfar viðtals PRESSUNNAR við konu sem sakaði stjúpföður sinn, lögreglu- þjón, um kynferðislega misnotk- un. Jón Pétursson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, og Hilrnar Þorbjörnsson lögreglu- maður hafa báðir komið fram opinberlega með kröfu til dóms- málayfirvalda um rannsókn á máli þessu. „VIÐ VILJUM FÁ NIÐUR- STÖÐURNAR BIRTAR“ Jón Pétursson sagði í samtali við PRESSUNA að innan stéttar- innar væru þessi mál litin mjög alvarlegum augum. „Landssam- band lögreglumanna hyggst beita sér fyrir því að það verði upplýst hvernig að máli konunnar sem þið rædduð við var staðið á sín- um tíma. f viðtali blaðsins kemur fr am sú ásökun konunnar að lög- reglan hafi verið að hygla félaga, en við viljum fá um það úrskurð hvort eðlilega og lögformlega hafi verið að málinu staðið eða því stungið undir stól. Þá hyggst Lög- reglufélagið senda dómsmála- ráðuneytinu bréflega fyrirspurn um fjölda kæra í þessum mála- flokki þar sem starfandi lögreglu- þjónar koma við sögu. Við viljum fá niðurstöðurnar birtar,“ sagði Jón. Jón vildi að það kæmi fram að fyrr á árum hefði skilningur á slíkum málum verið minni og ekki verið tekið á þeim. „Sem bet- ur fer hefur þetta breyst. í dag eru mjög ströng skilyrði fyrir inn- göngu í lögregluna og mikið gert til að hreinsa út menn sem ekki eru taldir heppilegir í starfið. f dag er það í raun talsverður gæðastimpill að komast í lögregl- una.“ YFIRSTJÓRN LÖGREGL- UNNAR VEIT UM HVAÐA MANNERAÐRÆÐA Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru engar fyrir- ætlanir uppi um sérstaka rann- sókn á máli því sem blaðið fjallaði um í viðtalinu. Málið hefur mikið verið rætt innan lögreglunnar, en afstaða Böðvars Bragasonar Iög- reglustjóra og dómsmálaráðu- neytisins er skýr: Á meðan engin kæra hefur borist hefur ekkert saknæmt átt sér stað. Auk þessa er bent á að meint kynferðisbrot sé fyrnt. „Þetta er hið versta mál og auðvitað hafa menn rætt það. Ef þessar ásakanir eru réttar ætti viðkomandi ekki að vera í þessari vinnu. En það er ekki hægt að hrófla við honum á meðan engin kæra hefur borist og eins og í öðr- um tilvikum eru menn saklausir þar til sekt er sönnuð,“ sagði heimildamaður í dómsmálaráðu- neytinu. Heimildamenn PRESSUNN- AR innan lögreglunnar eru sam- mála um að þótt málið sé erfitt viðureignar og engin kæra liggi fyrir sé því ekki lokið. „Menn eiga eftir að ræða þessi mál næstu vik- umar og þótt ekki verði meira úr málinu eiga menn eftir að draga sinn lærdóm af því,“ sagði einn þeirra. „Hér hafa menn hugsað sér að gera allt til að hreinsa sig af þessu. Þessi mál eru ekki búin,“ sagði annar. Þótt PRESSAN hafi ekki nafn- greint viðkomandi lögregluþjón í greininni getur blaðið fullyrt að yfirmenn innan lögreglunnar vita um hvern er að ræða. TILRAUN TIL AÐ KÆRA MISTÓKST OGNÚER MÁL- IÐFYRNT Böðvar Bragason lögreglustjóri hefur ekki vfljað tjá sig um þetta tiltekna mál. Hann sagði þó ný- verið í útvarpsþætti: „... ef menn telja sig hafa upp- lýsingar um refsiverða háttsemi eiga þeir ekki að hlaupa með þær fyrst í blöð, heldur eiga þeir að kæra það atferli til réttra aðila, sem er lögreglan, og þá fá þau mál sína réttu meðferð... Það er ekki nóg að koma ffarn á völlinn með ásakanir ef menn eru ekki reiðubúnir að fylgja þeim eftir með því að kæra málin til réttra aðila. Mér er ekki kunnugt um að ein einasta kæra hafi komið til löggæslu á undanförnum árum sem rennir stoðum undir þessar ásakanir blaðsins og þar af leið- andi vísa ég þeim á bug.“ I þessu sambandi er rétt að utanríkisráðuneytinu, en Þor- steinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri taldi líklegt að beiðnum um fram- sal hefði verið vísað til dómsmála- ráðuneytisins. Það ráðuneyti hef- ur ekki sinnt fyrirspurnum PRESSUNNAR. Upplýsingar Arlosoroffs benda til þess að íslenskum stjórnvöld- um hafi verið kunnugt um ásak- anir á hendur Mikson mjög fljót- lega eftir að hann kom til íslands. Bjami Benediktsson gegndi störf- um bæði utanríkis- og dómsmála- ráðherra á þessu tímabili. Bjarni var einnig dómsmálaráðherra árið 1961 þegar Þjóðviljinn tók málið upp og ákvað þá að engin rann- sóloi skyldi fara ffam. Þá var mál- ið afgreitt sem áróður upp úr sov- ésku leyniþjónustunni, en bréfa- skriftir Booksteins áttu sér stað löngu áður en Sovétmenn hófu að birta upplýsingar um stríðsglæpi í Eystrasaltsríkjunum. Þessar bréfaskriftir Booksteins varðandi Mikson áttu sér stað á svipuðum tíma og íslenska ríkis- stjórnin beitti sér fyrir því að fá Ólaf Pétursson lausan úr haldi í Noregi. Hann var kallaður „ís- lenski böðullinn“ og hafði fengið tuttugu ára fangelsisdóm fyrir hlutdeild í stríðsglæpum nasista. Því máli lyktaði þannig að norski konungurinn náðaði Ólaf fyrir beiðni Islendinga, sem vildu ekki að íslenskur ríkisborgari afþlánaði dóm sinn. Seul Arlosoroff hefur að und- anförnu ráðfært sig við systkini sín og lögffæðinga um hvort þau grípi til frekari ráðstafana í máli Miksons eftir afgreiðslu íslensku ríkisstjórnarinnar á því. Arloso- roff starfar nú hjá Alþjóðabankan- um í Washington, en snýr brátt aftur til fsraels þar sem hann mun taka við stöðu yfirmanns vatn- sveitumála í landinu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins leikur ein- hver vafi á um hvort svo hátt settir embættismenn geti hafið mála- rekstur á hendur erlendu ríki, í þessu tilfelli fslandi.__________ Kacl Th. Birgisson Böðvar Bragason lögreglustjóri: „Mér er ekki kunnugt um að ein einasta kæra hafi komið til lög- gæslu á undanförnum árum sem rennir stoðum undir þessar ásakanir blaðsins og þar af leið- andi vísa ég þeim á bug." rifja upp kafla úr viðtali PRESS- UNNAR við konuna. „Þegar ég var fjórtán ára var ég búin að fá ógeð á þeirri tilhugsun að hann væri þama heima eins og ekkert hefði í skorist og því að hann ynni í lögreglunni. Ég fór á stöðina við Hlemm og hafði systur mína með mér, mér til halds og trausts. Ég ræddi við varðstjóra og hann sýndi málinu áhuga, hripaði allt niður. En þegar ég nefndi nafn Halldórs og starf hans lagði hann ffá sér pennann. Ég man vel hvað hann sagði: „Sjaldan launar kálf- urinn ofeldið,“ og átti sjálfsagt við hversu góður Halldór hefði verið að taka að sér tveggja bama ólétta móður. Ég veit að hann sagði Halldóri ffá heimsókninni...“ LÖGREGLUÞJÓNN REKINN ÞEGAR ÞRIÐJA TILFELLIÐ KOMSTUPP Þær systur gerðu því sam- kvæmt þessu tilraun til að kæra stjúpföður sinn, en viðkomandi varðstjóri stöðvaði málið. Sjálf- sagt hefur engin skýrsla iitið dagsins ljós. Eins kom fram sú staðhæfmg konunnar að hún hefði leitað til Svölu Thorlacius lögfræðings, sem þá hafði mikil afskipti af slíkum málum. En Jón Pétursson, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur: „Við viljum fá um það úrskurð hvort eðlilega og lögformlega hafi verið að málinu staðið eða því stungiðundirstól." samkvæmt frásögninni vísaði Svala málinu frá sér þar eð hún var lögmaður Lögreglufélagsins. Aðrir lögmenn, sem konan leitaði til, töldu að málið væri fyrnt og þar með var þessi önnur tilraun til að kæra lögreglumanninn fyrir bí. Það hefur á hinn bóginn ekki vafist fyrir lögreglunni að víkja lögreglumönnum úr starfi vegna afbrigðilegrar kynhneigðar. Fyrir um fjórum árum var lögreglu- þjónn rekinn úr starfi, þegar upp komst að hann hefði verið að „sýna sig“ í Öskjuhlíðinni. Maður sá hvar hann ók burt, náði skrán- ingarnúmeri bflsLns og kærði at- hæfið til lögreglunnar. Reyndist um lögregluþjón að ræða og hafði sá áður komið við sögu vegna af- brigðilegrar kynhegðunar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafði lögregluþjónninn tvisvar áður verið sakaður um þukl á ungum drengjum og fengið viðvörun eða áminningu fyrir hjá yfirmönnum sínum ásamt skipun um að leita sér aðstoðar, en að öðru leyti var hann afgreiddur með dómsátt án þess að missa vinnuna. Hann var loks látinn fjúka eftir Öskjuhh'ð- arsýninguna.___________________ FriOrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.