Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 Stefán Baldursson Þjóölelkhússtjóri Leikhússtjóri verður að STYRA leikhúsinu Á stundum er íslenskt leikhús upphafið og tilgerðarlegt, á stund- um engu öðru líkt. Þjóðleikhúsið hefur í nær áratug verið í táradal, með einstaka undantekningu, tómir áhorfendabekkir sögðu sína sögu og fólk var orðið fráhverft leikhúsinu. Á síðasta leikári virtist blaðinu snúið við og makalaus ríf- andi gangur hefur verið nánast á hverju verki síðan. Manni er spurn í hverju galdurinn er fólg- inn. Er hann í verkinu, leikurun- um, leikstjóranum eða jafnvel leikhússtjóranum sjálfum? „Samvinna allra sem að verk- inu vinna,“ segir leikhússtjóri Þjóðleikhússins, Stefán Baldurs- son, sem náð hafði töluverðum árangri erlendis er hann ákvað að setjast í skipstjórnarstól flaggskips íslenskrar leiklistar. Velgengni er enginn gaidur, aðeins vinna. Þjóðleikliússtjóri stefhumót- andi og ábyrgur Stefndi í meiri staifsframa er- lendis? „Það hefði verið mjög skemmtilegt að halda áfram er- lendis og ég tek ekki fyrir að það komi til seinna, en mér fannst ögr- un að taka við þessu húsi og taídi að ýmislegt væri hægt að gera. Ég vildi gjarnan glíma við það.“ Þú gerir breytingar um leið og þú tekur við. „Mjög eðiilegt skref var að gera breytingar á mannahaldi vegna þess að lögum samkvæmt á þjóð- ieikhússtjóri að vera stefnumót- andi, ábyrgur og ráða listrænni stefnu hússins. Það liggur því í augum uppi að hann verður að hafa ákveðið svigrúm til að hafa veruleg áhrif á það með hvaða fólki hann vinnur hverju sinni. Það væri út í hött að setja nýjan ieikhússtjóra ef hann væri eini maðurinn í húsinu sem skipt væri út. Ég kaus því að breyta samsetn- ingu leikhópsins þar sem hún var orðin afar sérstök og hafði ekki breyst mjög lengi, en nauðsynlegt er að hafa sterkan, fastan kjarna leikara sem getur tekið að sér hvaða verkefni sem er.“ Hvað um leikstjóra? „Sú einkennilega staða hefur verið í íslenskum leikhúsum að aðeins tveir leikstjórar hafa átt möguleika á fastráðningu, og er það hér við Þjóðleikhúsið. Að mínu mati, og annarra í leikhús- heiminum, fólst engin sanngirni í því að sömu leikstjórar væru nán- ast á lífstíðarráðningu. Því tók ég þá ákvörðun að ráða tímabundið nýja leikstjóra og óskaði eftir því að þeir sem voru hér fyrir væru ráðnir í einstök verkefni. Mér finnst eðlilegt að það sé undir leik- hússtjóra komið hverjir eru í far- arbroddi og nýtt leikhúsfólk fylgi honum.“ Erþað leikurum og leikstjór- um ef til vill hollt að vera ekki fastirá einum ákveðnum stað? „Öll þurfum við að halda okkur ferskum og gæta okkar á því að festast ekki í einhverju. Nauðsyn- legt er þó fyrir leikhúslistamenn að njóta atvinnuöryggis en ég tel að það þurfi ekki að vera varanlegt alla ævi. Með fyrrnefndum upp- sögnum var ég ekki að segja: „Verið þið sæl á meðan ég er hér leikhússtjóri," því sannarlega var það vilji minn að við gætum notið starfskrafta þessa fólks ef svo bæri undir, en aðeins á annars konar samningum. Málin æxluðust hins vegar þannig að margir sem urðu fyrir þessu kusu að líta öðruvísi á málið, þótt sumt af fólkinu hafi starfaðhéráfram." „Kalda borðið“ í stóru leikhús- unum Er hœtta á stöðnun í stóru leik- húsi? „Það er eitt verkefni leikhús- stjóra, og annarra stjórnenda leik- hópsins, að sjá til að svo sé ekki. Stórt leikhús á ekki að þurfa að bjóða upp á stöðnun ffekar en þau minni. Það er algerlega háð því hvernig unnið er í viðkomandi húsi. Þvert á móti á að vera hægt, vegna betri vinnuaðstæðna, að veita fólki fjölbreytilegri verkefni og meiri örvun, sem skilar sér í ennþá frjórri og skemmtilegri vinnu.“ Fjármagnið œtti líka að vera til staðar. „Það má ekki gleyma því að Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar og það er fyrir sam- eiginlegt fé landsmanna sem þetta hús er rekið. Þetta er yfirlýst stefha og því mikilvægt að allir geti sótt leikhúsið, það sé fjölbreytt og þar megi gera tilraunir. Stundum er sagt að stærri leikhúsin lendi í því að bjóða upp á „kalda borðið“, að eitthvað sé fyrir aila gert og stefnu- mörkun ómarkviss af þeim sök- um. Það er alrangt, því krafa eig- endanna hlýtur að vera að hér sé ekki rekið einstefnuleikhús og hægt sé að ganga að því vísu að boðið sé upp á fýrsta flokks leik- list. Þjóðleikhúsið á að vera flagg- skip íslenskrar leiklistar.“ Setur það ekki hötnlur á verk- efnavalið, að svokölluð kassa- stykki eru sett upp til að ná inn áhotfendum á kostnað há- dramatiskra listaverka semfáir ttenna að hotfa á? „Verkefhaval er gífurlega mikil- vægt í stefnumörkun en ekkert kassastykki er gefið núorðið. Við- horfin hafa breyst og smekkur al- mennings sömuleiðis. Á síðasta leikári voru til að mynda sterkustu sýningarnar í aðsókn mjög dram- a- tískar sem sýnir að það þarf alls ekki að felast mótsögn í þessu. Blanda á saman léttari og strembnari verkum, ná fram fjöl- breytni, svo ekki sé verið að sýna tíu Shakespeare-verk á einu og sama árinu (þótt hugmyndin sé vissulega spennandi).“ Árangur næst með samvinnu Þjóðleikhúsið var t mikilli lœgð en nú er uppselt á velflestar sýn- ingar. Hvaðgerðist? „Það er erfitt að setja fingur á eitthvað eitt og segja: það er þessu að þakka. Ég tel að um marga samverkandi þætti sé að ræða, verkefnavalið og þá sem valist hafa til að vinna verkefnin. Við höfum líka lagt mikla vinnu í markaðssetningu en gerum okkur jafnframt grein fyrir að velgengnin þarf ekki að vera varanleg. Von- andi er þetta vottur um að við sé- um á réttri leið og í góðu sam- bandi við áhorfendur.“ Efallri hógvcerð er slepptfmnst þér það ekki vera þú sjálfur sem stendur að baki þessu? „Leikhússtjóri verður auðvitað að stýra sínu leikhúsi. Hann er ekki einráður, hefur með sér ýmis ráð og nefndir. En það er aðeins einn leikhússtjóri í einu. Hins veg- ar er leikhús vinnustaður sem byggist á sterku og nánu samstarfi á öllum vígstöðvum og öðruvísi gæti það ekki virkað. Það er leik- hússtjórans að hafa yfirsýn yfir alla starfsemina umfram aðra, en hann fær engu áorkað án góðra starfsmanna. Starfskraftarnir hér eru ótrúlega góðir." Hvfld fyrir s tressaðan nútíma- mann Erspenna á tnilli stóru leikhús- ana, Borgarleikhússins og Þjóð- leikhússins? „Því er ekki að neita að þarna er samkeppni á milli; um verkefni, leikara og áhorfendur. En um leið er þarna góð samvinna, og sam- starf með ágætum milli mín og leikhússtjóra Borgarleikhússins. A hinn bóginn er auðvitað ákveðinn þröskuldur sem ekki er hægt að komast yfir þegar kemur að hlut- um eins og verkefnavali og öðru. Þá hefst kapphlaup um hver nær hveiju.“ En þetta erfyrst ogfremst bar- átta um áhotfendur? „Það væri mjög æskilegt að bæði þessi leikhús væru alltaf full af fólki. Ég trúi á það lögmál að ef fólk fer í leikhús og sér góða sýn- ingu þá langi það aftur í leikhús. Góð leiksýning í Borgarleikhúsinu er ávinningur fyrir Þjóðleikhúsið ogöfugt." Við lifum í margbrotnu jjöl- miðlaumhverfi þar sem nánast allt hefur hraða, þróun og spentiu. Leiðist fólki nokkuð í leikhúsi? „Við verðum fyrir mjög miklu og ágengu áreiti í þjóðfélaginu og í stað þess að ganga inn í þetta verður leikhúsið að nota sér sér- stöðu sína, sem er þessi lifandi ná- lægð. Það á að vera hvíld fyrir stressaðan nútímamanninn að setjast niður í leikhúsi með sjálf- urn sér og öðrum í ákveðnu næði.“ Engar by 1 tingarkenndar breyt- ingaríbráð Hvernig sérðu Þjóðleikhúsið í framtíðinni? „Ekki er nauðsynlegt að gera byltingarkenndar breytingar að sinni, en mikilvægt að vera í sí- felldri endurskoðun, því leikhús þarf alltaf að vera að breytast á einhvem hátt og má ekki staðna. Ákjósanlegast væri að Þjóðleik- húsið skapaði sterkari tengsl við landsbyggðina en það er dýrt og spurning hvað við ráðum við. Ég vil að Þjóðleikhúsið sé almenn- ingseign í reynd, ekki bara í lög- um, og eðlilegur þáttur í lífs- mynstri hins almenna borgara. Þess vegna hlýtur það að vera krafa áhorfenda til okkar hér í leikhúsinu að skila það góðum sýningum að áhorfendur vilji koma aftur og aftur, að þeim finn- ist þeir eiga hingað raunverulegt erindi.“ Nú berast menn misjafnlega mikið á. Það fer ekki mikiðfyrir þér út á við. Er þetta vinnuaðferð þín? „Mér hefur fundist skipta mestu máli í starfi mínu að nýta það sem maður á, kann og getur. Starf leikstjórans á að koma fram í sýningunum ffemur en hann sé að berast á eða úttala sig um hluti sí og æ. Á sama hátt vil ég einbeita mér að því að gera vel í leikhús- stjórninni. Vinnunni er allt gefið og hvernig það speglast út á við skilar sér vonandi í þeim árangri sem nú hefur náðst.“____________ Telma L. Tómassort PRESSAN/JIM SMART „Mér hefurfund- ist skipta mestu máli í starfi mínu að nýta það sem maður á, kann oggetur. Starfleikstjórans á að komafram í sýningunum fremur en hann sé að berast á eða úttala sig um hluti sí og œ. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.