Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
Nauðganir og gróf kynferðisleg misbeiting gagnvart körlum:
Best varðveitta
leyndarmál
samfélagsins
Þúsundir kvenna hafa upplifaðþá
niðurlœgingu og sálarangist sem
fylgirþví að karlmenn hafa komið
fram vilja sínum við þcer. Konur
eru hins vegar ekki einufórnar-
lömb kynferðislegrar misbeitingar
og má einnig telja karlmenn til
þeirra, enda þóttfá tilfelli hafi
komið fyrir augu almennings.
Kynferðislegt ofbeldi er ekki kyn-
bundið ogfjöldi kœrumála virðist
ekki endurspegla það sem raun-
verulega fer fram fyrir luktum
dyrum. Umrœðan er tabú.
Nauðgun og kynferðisleg mis-
beiting skilja fórnarlambið eftir
niðurlægt og fullt sektarkenndar;
einstakling sem hefur orðið fyrir
alvarlegu sálrænu áfalli og þarfn-
ast mikils kjarks til að ná andlegu
jafnvægi á ný. Hundruð kvenna,
þolendur kynferðislegs ofbeldis,
eru til vitnis um hversu alvarleg
brotin eru en raddir karlkynsþol-
enda hafa farið lágt, þrátt fyrir
samdóma álit margra sérffæðinga
um að nauðganir og gróft kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn karlmönn-
um viðgangist í þjóðfélaginu.
Kynferðisleg misbeiting er ekki
kynbundin og fjöldi kærumála
virðist ekki endurspegla það sem
raunverulega fer fram fyrir lukt-
um dyrum.
Á síðasta áratug tengist gróf
kynferðisleg áreitni þremur alvar-
legum líkamsárásarmálum hér á
landi. Aðeins í einu tilvikanna
þótti líklegt að ágengni karlmanns
við annan hefði getað stuðlað að
hinum heiftarlegu viðbrögðum er
leiddu meintan brotamann til
dauða. Hegðun hans kom til refsi-
lækkunar ákærða í málinu. Ekki
þykir sannað í hinum tilvikunum
tveimur að kynferðislegt ofbeldi
hafi verið á þann veg að leitt gæti
til alvarlegrar líkamsárásar.
Aðeins eitt nauðgunarmál hef-
ur komið til endanlegrar dóms-
meðferðar en marga rekur einnig
minni til er maður kvaðst hafa
orðið fyrir hópnauðgun inni á sal-
erni skemmtistaðar í Reykjavík.
Málið er ekki til í skýrslum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og lfldegt
að fallið hafi verið frá kæru eða
það aldrei komið til almennrar
meðferðar lögreglu og dómsvalds.
Þeir aðilar sem fara með málefni
unglinga eru ófúsir til að nefna
einstök tilvik en bera ekki á móti
því að hafa haft spurnir af nauðg-
unarmálum. Þau mál hafa þeim
vitanlega ekki verið kærð. Vitað er
um annars konar misnotkun á
unglingspiltum, en kærur eru fá-
ar. Sumir taka svo sterkt til orða
að kynferðislegt ofbeldi gegn
drengjum geti vart flokkast undir
annað en nauðgun.
Allar tegundir brota fyrirfinn-
ast í samfélaginu
„Ég ímynda mér að allar teg-
undir brota fyrirfmnist í samfélag-
inu,“ segir Þórir Oddsson hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins. „Við
höfum heyrt um tilfelli þar sem
um misbeitingu gagnvart fulltíða
karlmönnum er að ræða en kærur
hafa ekki borist til okkar. Ef til vill
treysta menn sér ekki í það og þeir
hafa þá sínar ástæður, persónu-
legar eða aðrar. Við tökum tillit til
þess og þvingum fólk ekki til að
tjásig."
Umræðan um kynferðislega
misbeitingu gagnvart karlmönn-
um er afar viðkvæm og flestir eru
á einu máli um að jafnvel erfiðara
sé fyrir drengi og fulltíða karl-
menn að játa valdbeitingu en kon-
ur. Almannarómur svo og sér-
fræðingar segja nauðganir á karl-
mönnum fýrir hendi, sérstaklega
við tilteknar kringumstæður;
áfengis- eða fíkniefnaneyslu, í
fangelsum og víðar, en málaflokk-
ur þessi er dulinn, skilar sér hægt
inn á borð til sérfræðinga og erfitt
er að nálgast nákvæmar upplýs-
ingar um hann. „Karlanauðganir
eru til en nauðgunarmál eru fyrst
og fremst ofbeldismál sem beinast
gegn konum og eru framin af
körlum. Það þarf ekki samkyn-
hneigðan til að fremja brotið og
það getur verið notað sem kúgun-
artæki gegn körlum," segir Guð-
rún Agnarsdóttir læknir. Hún
starfaði á sínum tíma með nauðg-
unarmálanefnd en hefúr ekki haft
persónuleg afskipti af slíku máli.
I skýrslu nauðgunarmála-
nefndar segir: „Kærulíkur kyn-
ferðisbrota hafa helst verið kann-
aðar í sambandi við nauðgun. Fer
ekki á milli mála, að mikill fjöldi
nauðgana kemur aldrei fram í
dagsljósið, svo hin dulda brota-
starfsemi er allmikil á þessu
sviði... Til þess geta legið margar
ástæður.“ Ástæður geta legið í
auknum óþægindum, að þolandi
vilji gleyma reynslu sinni í stað
þess að auka á hana með kæru og
rannsókn, og á stundum er fyrir
hendi ótti um hefndaraðgerðir.
Skömmin er einnig mikil og fáir
vilja að nafn þeirra komist í opin-
ber gögn.
Sköntmin nær óyfirstíganlegur
þröskuldur
Framangreind orð byggjast á
könnunum um nauðgunarmál
kvenna, en margt bendir til að
þau eigi ekki síður við um brot
gegn karlmönnum. í þögn þeirra
getur falist svo mikil niðurlæging
og auðmýking að þeir megni ekki
að opinbera þá misbeitingu sem
viðhöfð hefur verið gegn þeim.
Varnarleysi karlmannsins er nær
algert og ytri aðstæður honum
óhagstæðar, því nauðgun karl-
manna hefur ekki verið viður-
kennd fram til þessa. Það var ekki
fyrr en í sumar á þessu ári að rétt-
arkerfið tók út kynbundið ákvæði
í lögum um nauðgunarmál, eftir
að það hafði velkst um í kerfinu í
þrjú ár, þar sem ekki þótti lengur
þörf á að vernda konur sem kyn-
verur umfram karlmenn. Innri
skömm mannsins og mótstöður
eru honum ef til vill enn stærri
þröskuldur að stíga yfir.
Ástæða þagnar af hálfu karl-
manns kann ekki síst að liggja í
því að hann blygðast sín fyrir að
hafa verið þátttakandi í einhverju
sem hann telur hómósexúal kyn-
hegðun og óttast fordóma opin-
berra rannsóknaraðila. Gagnkyn-
hneigður maður getur því óttast
að menn álíti hann samkyn-
hneigðan og samkynhneigður
maður getur óttast að yfirvöld ef-
ist um orð hans og líti svo á að
með háttalagi sínu hafi hann sjálf-
ur stofhað til „vandræða“. Hvort
tveggja getur orðið til að auka á
sálarangist mannsins.
Nauðgun er ofbeldisverknaður
Litið er á nauðgun sem ofbeld-
isverknað ffemur en hún sé tengd
kynhneigð. „Við erum ekki að tala
um kynlíf og þess vegna á tal um
kynhneigð ekki við þegar talað er
um að karlmaður nauðgi öðrum
karlmanni þrátt fyrir að árásarað-
ili sýni samkynhneigða hegðun.
Við erum að tala um ofbeldi,“ seg-
ir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
hjúkrunar- og kynfræðingur.
„Annars vegar er um að ræða
ástríðu og hins vegar ofbeldi.
Þetta eru tveir ólíkir hlutir en
þeim er stundum ruglað saman.
Markmið nauðgunar er að niður-
lægja og karlmenn vita að það er
það versta sem fýrir annan karl-
mann getur komið að vera nauðg-
að af karlmanni. Nauðgun hefur
ekkert með kynlíf að gera.“
Þegar nauðgun á sér stað
þvingar gerandi fórnarlamb sitt til
holdlegs samræðis gegn vilja
hans. Notuð eru úrræði sem þol-
andi býr ekki yfir svo sem lflcam-
legir yfirburðir, vopn, klækir eða
annað sem gerir brotamann
sterkan á velli. Sigrún Júlíusdóttir,
lektor í félagsráðgjöf, segir í bók
sinni „Hremmingum“ að hugtak-
ið nauðgun merki kynferðislega
valdbeitingu og þrátt fyrir að skil-
greiningin hafi lengi tekið ein-
göngu til kvenna sem þolenda og
karlmanna sem gerenda væri aug-
ljóst að kynferðisleg nauðgun gæti
átt sér stað milli einstaklinga af
sama kyni. Nauðgun er því fýrst
og fremst brot gegn sjálfsvitund
en ekki kynfærum.
Átakanleg lífsreynsla
Talað er um að reynsla kvenna
af nauðgunarmálum sé ákaflega
erfið, svo vægt sé til orða tekið, og
fæstar kjósa þær að ræða um
reynslu sína við marga. Eftirmálar
virðast mörgum óbærileg lífs-
reynsla og eru ein ástæða þess að
kærumál eru ekki fleiri en raun
ber vitni. Má draga þá ályktun að
ef konum veitist erfitt að opinbera
nauðgunarmál megi það sama
segja um karlmenn í ljósi þess að
alloft er getið um að karlmenn eigi
erfitt með að tjá tilfinningar sínar
og veitist erfitt að segja frá sálar-
kreppu sem þeir kunna að verða
fýrir. „Það er erfitt að fá karlmenn
til að tala um reynslu sína af kyn-
ferðislegu oíbeldi,1' segir Guðrún
Jónsdóttir hjá Stígamótum. „Þetta
er mjög átakanleg lífsreynsla og ef
til vill er erfiðara fýrir þá að opna
sig en konur þar sem karl-
mennsku þeirra er ógnað. Konur
líta hins vegar á verknaðinn sem
niðurlægingu á sér sjálfum sem
konum.“
Sönnunarbyrði er erfið, orð á
móti orði, og vitni sjaldan til stað-
ar. í skýrslu nauðgunarmála-
nefndar segir: „Gerandi réttlætir
gjarnan brotið fýrir sjálfúm sér og
öðrum með því að tengja orsakir
þess við brotaþola til að minnka
fýrir sér afleiðingar þess. Sjálfrátt
eða ósjálfrátt afneitar gerandi
ábyrgð sinni með því að skella
skuldinni á fórnarlambið... Að
sjáifsögðu er hinn brotlegi ekki
einn um þessi viðhorf, þau hefur
hann tileinkað sér við aðra í sam-
félaginu...“ Fómarlambinu finnst
því ef til vill sem það njóti lítillar
samúðar meðal almennings og í
fjölmiðlum.
Læknisskoðun ætti þá ef til vill
að geta tekið af allan vafa um
hvort verknaðurinn hefur átt sér
stað. Þolandi á það hins vegar til
að draga kæru á langinn og
mögulegir áverkar þá horfnir þeg-
ar tQ skoðunar kemur.
„Ef karlmaður verður fyrir
þessu ætti ekki að vera mjög erfitt
að sanna það með læknisskoð-
un,“ segir fulltíða karlmaður sem
varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í
æsku sem og á unglingsárum.
„Mjög sárt er að hafa samræði við
annan karlmann og særindi í
endaþarmi algeng eftir slíka árás.
Konur tala um hversu auðmýkj-
andi ferli það er að láta skoða
kynfæri sín eftir nauðgun. Það
getur vart verið auðveldara fyrir
karlmann að láta skoða rassinn á
sér. Þetta er fjallerfið lífsreynsla
sem fáir treysta sér til að takast á
við.“
Mörg ofbeldismál leynd
Karimannlegt stolt bíður mik-
inn hnekki eftir samræði við ann-
an mann og getur skaðað tilfinn-
ingalíf þolanda ævilangt. „Ég held
að ansi mörg kynferðisleg ofbeld-
ismál séu geymd í leyni,“ segir
þolandinn sem PRESSAN ræddi
við. „Það er gífúrleg niðurlæging í
ofbeldinu fólgin og fylgir því mikil
vanlíðan, þunglyndi, kvíði og
reiði. Til að geta afborið lífið kjósa
margir að gleyma í hverju þeir
hafa lent. En sárin gróa ekki og
reynslan heldur áfram að búa
innra með manni. Eina leiðin til
að yfirvinna sálarangistina er að
horfast í augu við atburðinn með
því að leita sér aðstoðar. Það er
nánast óbærilegt, og sama kvöl
sem maður gengur í gegnum og
þegar verknaðurinn var framinn,
en er þó eina færa leiðin. Sálarlífið
gleymir engu.“
Hlutfall drengja og karlmanna
sem verða fýrir kynferðislegu of-
beldi fer hækkandi, ekki vegna
þess að þeir séu fleiri nú en áður
heldur eru karlmenn almennt að
gera sér grein fyrir afleiðingum
slíkrar lífsreynslu og leita sér að-
stoðar. Enn er enginn séraðili sem
þeir geta leitað til með þessi við-
kvæmu mál þótt vissulega séu til
meðferðaraðilar hjá félagsmála-
stofnun og víðar, sálfræðingar og
félagsráðgjafar, sem unnið hafa
markvisst með þessum mönnum.
Ef þróuninni hérlendis mun svipa
til þróunar annars staðar á Vest-
urlöndum er líklegt að í nánustu
framtíð komi upp á yfirborðið
mál sem engan óraði fyrir að fýr-
irfyndust í samfélaginu.
Telma L Tómasson