Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 9 Björn Hermannsson tollstjóri SETT^^^^H VANHÆFAN TENGDASON í nýlegum dómi Hæstaréttar segir að fógetafulltrúinn Jón H. Snorrason hafi verið vanhæfur til að framkvæma lögtök fyrir tengdaföður sinn, Björn Hermannsson tollstjóra í Reykjavík. Jón hafði þetta að arðbæru aukastarfi í mörg ár. Út frá fordæmisgildi dómsins hafa vaknað efasemdir um öll þau lögtök sem gerð hafa verið í nafni tollstjóraembættisins síðan Jón hóf störf árið 1985. Jón H. Snorrason: Hafði 210.000 krónur á mánuði í sjö ár fyrir aukastarfið. f nýlegum dómi Hæstaréttar er ógiltur lögtaksúrskurður fulltrúa fógetans í Reykjavík. Ógildingin er byggð á því að fulltrúinn Jón H. Stiorrason, sem ffamkvæmdi lög- takið, hafi verið mægður þeim sem bað um lögtakið, þ.e.a.s. toll- stjóranum í Reykjavík, Birni Her- mannssyni. Málið dæmdu hæsta- réttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari. Með bréfi dómsmálaráðuneyt- isins 10. janúar árið 1985 var Jón H. Snorrason löggiltur fógeti borgarfógeta. Var það að beiðni Jóns Skaftasonar yfirborgarfóg- eta, en starf Jóns H. Snorrasonar var eingöngu að gera lögtök fyrir tollstjórann í Reykjavík, Björn Hermannsson, sem frá árinu 1975 hefur verið tengdafaðir Jóns. Um var að ræða hlutastarf hjá Jóni H. Snorrasyni, sem jafnframt gegndi og gegnir deildarstjóra- stöðu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Með Jóni starfaði Gylfi Gautur Pétursson, skólafélagi hans úr lagadeild Háskólans. AUKASTARFIÐ VAR KALL- AÐ „GULLNÁMAN“ Á sínum tíma voru fjórir full- trúar löggiltir sérstaklega til þess- ara starfa fyrir tollstjóraembættið. Síðustu árin hafa þeir tveir ein- göngu sinnt þessu starfí. Eftir því sem komist verður næst var litið á þetta aukastarf sem gullnámu af þeim sem til þelcktu. Á hverju ári eru gerð ríf- lega 3.000 lögtök á vegum toll- stjóraembættisins í Reykjavík. Fyrir hvert lögtak fengu þeir 1.680 krónur sem þýðir að þeir tveir hafi skipt á milli sín ríflega fimm millj- ónum króna á ári. Hlutur hvors um sig er því um tvær og hálf milljón á ári eða 210.000 krónur á mánuði fyrir starfið sem var þó bara aukastarf. Þetta mun hafa átt sér stað ffá ársbyrjun 1985 til miðs árs þegar dómstólabreytingin varð. Þar sem þeir voru báðir í fullu starfi annars staðar, Jón hjá RLR og Gylfi Gautur í stjórnarráðinu, var starfstími þeirra fyrst og fremst um helgar og á kvöldin. Reyndar er tímasetning lög- taksins, sem var kveikjan að þessu máli, umdeilanleg. Það mun hafa átt sér stað á milli 15 og 16 á virk- um degi þegar enginn var heima. Sá sem varð fyrir lögtakinu og hóf málareksturinn, Kristján S. Guð- mundsson, dró í efa að nokkur hefði mætt í lögtak á þessum tíma. Lögtaksaðgerðin sem slík er einnig einkennileg, því hún var ekki framkvæmd fyrr en fallið hafði verið frá kröfunni. Hún kom til vegna mistaka við tölvufærslu sem skattstjóraembættið leiðrétti strax við ábendingu. Þyngra reyndist hins vegar að fá leiðrétt- ingu hjá tollstjóraembættinu. AUGLJÓS VANHÆFNIFRÁ UPPHAFI En það er ekki kjarni málsins. Nú, þegar dómur er fallinn í mál- inu, segja viðmælendur blaðsins að það hafi legið í augum uppi all- an tímann að Jón var vanhæfur. „Þetta er lykilatriði í réttarfari. Það er alveg ljóst að dómari má ekki vera tengdur málsaðila með þeim hætti og á að vera öllum lögfræð- ingum aðgengilegt að átta sig á því. Þetta er svo augljóst grund- vallaratriði að það á ekki einu sinni að þurfa að fletta upp í lög- unum,“ sagði virtur lögmaður um þetta mál. En hvernig stendur þá á því að Jón var settur í þetta sérstaka aukastarf? Skipaður í verk sem hann mátti ekki vinna? Jón Skaftason, fyrrverandi yfir- borgarfógeti og nú sýslumaður í Reykjavík, sagði að hann hefði ekki vitað af þessum fjölskyldu- tengslum fyrr en tiltölulega ný- lega. Þar sem Jón hefði ekki verið starfsmaður embættisins hefði hans hlutur aðeins verið að senda áfram beiðni Björns um löggild- ingu hans. Önnur afskipti hefði hann ekki haft af málinu. í dómsmálaráðuneytinu feng- ust þau svör að aðeins hefðu verið skoðuð hin almennu hæfisskilyrði Jóns þegar hann fékk löggildingu. Hin sérstöku hæfisskilyrði, sem Hæstiréttur hefur nú tekið afstöðu til, hefðu hins vegar átt að vera kunnug þeim sem báru ábyrgð á umsókninni, þ.e.a.s. borgarfógeta og tollstjóra. Að sögn Björns Hermannsson- ar hætti Jón að gegna starfmu um leið og óvissa vaknaði um hæfni hans. En átti Björn frumkvæði að því að tengdasonur hans tók að sér starfið á sínum tíma? „Nei, en ég átti frumkvæði að því að biðja fógeta um aukinn liðsstyrk og hann leysir það með því móti að fá aukaaðila. Ég átti enga aðild að því að hann var lög- giltur,“ sagði Bjöm. FLEIRIMÁL í KJÖLFARIÐ? Þá spyrja menn sig hvaða áhrif þessi niðurstaða Hæstaréttar hafi? Þótt aðeins sé tekið tillit til efnis- gagna í þessu einstaka máli hlýtur Jón Skaftason: Viss- um ekki um skyld- leikann. það að hafa fordæmisgildi. Jón H. Snorrason hefur staðið að nánast hverjum einasta lögtaksúrskurði tollstjóraembættisins síðustu sjö árin. Eru þeir ógildir? „Ég held að þetta sé ekki ein- göngu hjá mínu embætti heldur fjöldamörgum öðrum. Þarna er verið að innheimta opinber gjöld hjá mínu embætti þar sem eig- andinn er ríkissjóður. Það er ekki ég sem á þessar kröfur heldur rík- issjóður,“ sagði Björn. En þœr eru innheimtar í þínu nafhi? „Já, en nákvæmlega sama að- staða er út um allt land í hverju einasta embætti þar sem sýslu- menn og bæjartógetar eru inn- heimtumenn ríkissjóðs. Og þeir voru líka tögetar og framkvæmdu sjálfir þessar dómsaðgerðir. Ég hef aldrei séð að fundið hafi verið að því og þar eru það ekki tengda- synir viðkomandi manna heldur mennirnir sjálfir sem framkvæma þessar athafnir. Þetta er því langt frá því að vera nokkurt einsdæmi. Þetta var grasserandi út um allt land fram að breytingunni 1. júlí,“ sagði Björn. Hann taldi að aðgerð- arréttur í flestum þessum málum væri nú fýrndur. SigurðurMár Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.