Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
POPP
FIMMTUDAGUR
Djasssveit verður á
^^vjjneðri hæð Hornsins, í
I't^BDjúpinu, sem nú hefur
■kJ^Bverið endurvakið. Það eru
þeir Pétur Grétarsson tommuleikari,
Þórður Högnason kontrabassaleikari
og Hilmar Jónsson gítarleikari sem
fremja djass í kvöld eftir klukkan tíu.
• Billy Boy munnhörpuleikari,
söngvari og lagasmiður leikur djass á
Púlsinum með Vinum Dóra, en Billy
Boy varð vinur Dóra í Bandaríkjaferð-
inni sem hljómsveit hans fór fyrr á
þessu ári.
• Guðmundur Rúnar segir gesti
Fógetans síður en svo orðna leiða á
sér, það er nokkuð til í því. Hann spil-
ar á gítar á Fógetanum til sunnu-
dags.
• KK-band, eða Kristján Kristjáns-
son og félagar, leikur fyrir gesti
Gauksins.
• Silfurtónar halda tónleika í Borq-
arvirkinu í kvöld. Þetta eru fyrstu silfr-
uðu tónarnir sem heyrast innan
veggja Borgarvirkisins. Á þeim bæ
eru í vændum miklar breytingar.
■iiiiiimi
• EK-band er náskylt KK-bandi. Það
skipa þau Ellen Kristjánsdóttir og eig-
inmaður hennar, Eyþór Gunnarsson,
auk Sigurðar Flosasonar. Þau verða á
Blúsbarnum með djass og blús fram
á sunnudag.
• Honey B and the T-Bones er
finnsk sveit sem kemur í þriðja sinn
til íslands og heldur nú tónleika á
Tveimur vinum. T-beinsteikin er ný-
búin að gefa út geislaplötu sem selst
hefur mjög vel á Norðurlöndunum,
Þýskalandi og í Japan og er væntan-
leg til íslands innan skamms.
• Adamski kemur til landsins ásamt
fríðu föruneyti og slær upp með Mr.
Monday og D.J. Rad Rice villtum
dansleik í danshúsinu Tunglinu.
Þetta er sama villta tónlistin og spil-
uð er í langvinsælustu klúbbum stór-
borganna.
• Billy Boy, hinn heimskunni blús-
ari, leikur blús á Púlsinum ásamt fé-
lögum.
• Povl Dissing er góðkunnur
danskur vísnasöngvari sem kominn
er hingað til lands til tónleikahalds.
Hann heldur tónleika á Púlsinum á
undan Billy Boy ásamt John van Dal-
er fiðluleikara og Christian Sögaard
harmonikkuleikara og flytja þeir fé-
lagar lög Povls Dissing sjálfs.
• Guðmundur Rúnar, hinn vinsæli
trúbador, verður á Fógetanum.
• X-rated er ný geislavirk popp-
grúppa og örugglega sú fimmta eða
sjötta í röðinni sem Richard Scobie er
aðili að. Hann, íslendingur, Frakki og
tveir Bandaríkjamenn skipa þessa
vestrænu sveit sem spilar á Gaukn-
um í kvöld.
• Tveir Logar leika aftur á hverfi-
skránni Rauða Ijóninu eftir smáfrí.
• Viðar og Þórir leika kántrí og
rokk í Borgarvirkinu.
Pr.l'H.l.UULUU
• Honey B and the T-Bones ieikur
á Tveimur vinum finnskt rokk sem er
vinsælt meðal annars í Japan.
• Billy Boy leikur enn blús á Púlsin-
um.
• Guðmundur Rúnar er yfirfógeti
Fógetans.
• X-rated koma í annað sinn fram á
Gauknum. Geislavirkt rokk.
• Tveir Logar frá Vestmannaeyjum
leika á Rauða Ijóninu.
• EK-band verður á Blúsbarnum. El-
len Kristjánsdóttir er aldrei betri en í
djass og blús.
• Viðar og Þórir spila saman í
Borgarvirkinu.
SUNNUDAGUR
• Billy Boy og Vinir Dóra taka
Púlsinná blúsinum.
• Povl Dissing og félagar leika fýrir
gesti Norræna hússins klukkan fjögur
um miðjan dag. Aðgangseyrir er
1.500 krónur og verða þeir eingöngu
seldir við innganginn.
• Haraldur Reynisson trúbador
tekur við af Guðmundi Rúnari, sem
nú er kominn í nokkurra daga frí.
• Pops voru nýlega með kombakk á
Hótel íslandi. Pétur Kristjánsson og
félagar komu, sáu og sigruðu með
öll villtu lögin í anda Wild Thing. Þeir
skemmta á Gauknum í kvöld.
• EK-band leikur á Blúsbarnum.
• Viðar og Þórir leika í virki Borgar-
innar.
SVEITABÖLL
■IiHIH.111111
# Gjáin, Selfossi hljóm-
sveitin Exizt leikur fyrir
dansi en þeir hituðu sem
kunnugt er upp fyrir Iron
Maiden og Black Sabbath í sumar og
eru vel heitirennþá.
• Ráin, Keflavík Á neðri hæðinni
rokkar Rokkvalsinn en á þeirri efri
verður Guðmundur Haukur altmul-
igmand.
• Sjallinn, Akureyri KK-band leik-
ur.
LAUGARDAGUR
• Þotan, Keflavík fær Stjórnina til
að halda stórdansleik fyrir Suður-
nesjabúa í kvöld.
• Ráin, Keflavík hefur enn Guð-
mund Hauk og Rokkvalsinn.
• Sjallinn, Akureyri fær til þess að
leika fyrir Eyfirðinga hljómsveitina
Gal í Leó.
Barir
Drykkjumaður PRESS-
UNNAR brá sér í kven-
mannslíki um síðustu
helgi og heimsótti
drykkjubælið Tvo vini þar sem
hljómsveitin Nýdönsk skemmti
eftir hafa hlotið góða dóma um
ytra útlit að áliti dómnefndar-
kvenna PRESSUNNAR. Veðrið var
með afbrigðum vont þetta
kvöld, rok var úti og rigning í
grennd. Því hefði sosum ekki
skipt máli hvar drykkjumann
PRESSUNNAR bar niður; allt er
betra en rok og rigning í grennd.
Fljótlega, eftir að hafa rennt nið-
ur nokkrum kampavínsdrykkjum
í stórveislu fyrr um kvöldið, var
þó ákveðið af fimm kvenna
föngulegum hópi að bregða sér
á Tvo vini til að sjá hvort kyntöfr-
ar þeirra Daníels og Björns
stæðu fyrir sínu, hvort þeir vin-
irnir tveir brygðu birtu yfir Tvo
vini. Og það er skemmst frá því
að segja að það gerðu þeir.
Fjöldi krakka úr Menntaskólan-
um á Laugarvatni hafði troðið
sér fyrir framan sviðið til að geta
skoðað goðin og í það minnsta
fjórir þjóðkunnir en penir knatt-
spyrnumenn sátu við eitt borðið
og sötruðu hvítvín. Á barnum
bað samstæði kvennahópurinn
um sama drykkinn; einfaldan
Grand Marnier og einfaldan kon-
íak. Ástæðan fyrir að þeim drykk
var skolað niður er sú að þetta er
afbragðs dansdrykkur; það er lít-
il sem engin hætta á því að hann
færi til spillis við nokkrar steypi-
reiðarmjaðmasveiflur á dans-
gólfinu þar sem hann er drukk-
inn úr stóru koníaksglasi. Eftir
klukkustundarveru inni á Tveim-
ur vinum fór fjör að færast í leik-
inn; korteríþrjú-gæjarnir voru
komnir á kreik, litlir, stórir,
sveittir, feitir, stæltir, alls konar
karlmenn komu og spurðu mis-
þvoglumæltir: Hvað heitiði stelp-
ur, viljiði dansa? Svo horfðu þeir
hópinn í von um viðbrögð. Rann-
sóknir sýna að aðeins ein af
hverjum fimm konum gefur sig á
tal við korteríþrjú-gæja með
þetta ólýsanlega veiðismetti.
Það vildi hins vegar svo til engin
úr okkar hópi gaf sig þetta kvöld,
því sjálfsagt höfðu þeir Daníel og
Björn slegið ryki í augu okkar
allra. Einn þeirra sem báru upp
dansbónorð var þó afar föngu-
legur og að því er virtist með
feita buddu. Hann gafst, eins og
hinir, fljótlega upp en stóð þó
áfram við hlið okkar við barinn
og pantaði einn bjór. Þá valt upp
úr aðaldrykkjukvendinu: Heyrðu
vinur, við erum fimm! Hann
hvarf samstundis. Það var eins
og gat kæmi á jörðina.
Steingrímur Hermannsson minnir
óneitanlega á Ólaf Ragnar.
Umdeildasta
\Át
stjórn-
málasög-
unnar
Kamelskór eru að slá í gegn.
Þeir fást einnig eftir formúlu
dr. Martens.
panta þá inn fyrir lögregluna sem
notar þá við löggæslustörf," sagði
Guðrún, verslunarstjóri í Kjallar-
anum, sem hefur umboð fyrir
skóna.
Þá er sagt að sá sem einu sinni
kemst í kynni við Dr. Martens hafi
ekki áhuga á öðrum skóm eftir
það. Þeir eru fremur grófir en
margir segjast þó alveg eins nota
þá við betri tækifæri jafnt sem
dagsdaglega.
Vinsælustu Dr. Martens-skórn-
ir um þessar mundir eru svokall-
aðir kamelskór, einskonar fjall-
gönguskór sem ættu að duga vel í
vetrartíðinni. Einnig eru vínrauðir
leðurskór að slá í gegn um þessar
mundir.
Eilífðar-
§kór dr.
Martens
Dr. Martens-skórnir eru heims-
þekktir skór sem upphaflega voru
hannaðir með það fyrir augum að
hægt væri að vera í þeim allan dag-
inn án þess að af hlytust einhver
Iíkamleg mein. Sá sem hannaði
skóna var læknir að nafiii Martens
sem hafði bak verkamanna í huga
við hönnun skónna og stáltáin átti
að verja á þeim fæturna, auk þess
sem sólinn andar þannig að mað-
ur á ekki að svitna í þeim.
Dr. Martens-skórnir hafa náð
mikilli útbreiðslu, langt út fyrir
raðir verkamanna. „Auk þess að
vera vinsælir hjá almenningi höf-
um við séð um að
BYLTINCAR-
RAUÐVÍNIÐ
VINSÆLAST
Þriggja lítra byltingarrauðvínið svokallaða, sem kom á markað árið
1989 á 200 ára afmæli ffönsku byltingarinnar, virðist heldur betur hafa
fest sig í sessi hér á landi sé tekið mið af sölunni hjá ÁTVR fyrstu níu
mánuði ársins. Það er langmesta selda vínið og selst í þrisvar sinnum
meira magni en næsta rauðvín á metsölulistanum,
sem er ffeyðirauðvínið Lambrusco.
1. Vin du Pays de L’Herault Red
2. Lambrusco Riunite
3. Piat de Beaujolais
4. Paul Masson Burgundy
5. Chateau Fontareche
6. Pére Patriarche
7. St. Émilion
8. Santa Cristina
9. Cotes du Rhone
10. Marques de Riscal
Vin du Pays de L’Herault Red er selt í
pappaadunkum og hefur það ff amyfir ann-
að rauðvín að kosta ekki mikla peninga, er
útsöluverð þess í ríkinu eru 31 á 2.450 krón-
ur. Það skemmist ekki við geymslu vegna þess að tappinn er þannig úr
garði gerður að ekki kemst súrefni að víninu og að auki finnst mörgum
það hreint ágætt miðað við verð. Það er að minnsta kosti Ijómandi með
bragðmiklum mat sem krefst ekki eðalvíns.
ryiu
þá sem tíma
ekki að kaupa
bókina
Nú er bókin hennar Madonnu
komin í fleiri bókaverslanir en (sa-
fold og rennur víst út. Sökum þessu
hversu bókin er dýr vill PRESSAN
birta hér samandregið efni hennar
fyrir þá sem vilja verja peningum
sínum í eitthvað annað en maga,
rass og læri söngkonunnar og fé-
laga hennar:
Myndir af konum með skalla og
tattó: 28
Geirvörtur: 84
Nákvæm lýsing á endaþarmskyn-
mökum: 1
Dæmi um not fyrir Vanilla lce: 39
Myndir af fingrum eða tám í
munni: 3
Myndir af Isabellu Rossellini sem
Lancome-snyrtivörufyrirtækið gæti
notað: 0
Karlar með hundaól: 9
Nokkuð sem lítur út fyrir að vera
sárt:6
Tippi sem sjást: 1
Guð nefndur á nafn: 3
Sinfóníuhljómsveit-
in spilarvinsæl tón-
verk undir stjórn
GuðmundarÓla
Gunnarssonar. ; (
Er hugsanlegt að einhver
geti borið hár Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra, allan
þennan dökka lubba sem er sá
umdeildasti í íslenskri stjórn-
málasögu fyrr og síðar? Þeii
sem ekki nenna að fylgjast mef
pólitík leggja sig þó að minnstí
kosti ffam um að hafa skoðun ;
hári forsætiráðherrans — flestir Erkifjendurnir Davíð Odas
vildu kannski hafa hendur í hári son og Ólafur Ragnar
hans sem stendur. Þeir eru þó til
nokkrir sem bráðöfunda Davíð
af makkanum og vildu gjarnan
hafa þó ekki væri nema helming-
inn af honum. Á myndunum sjá-
um við hvernig hár Davíðs fer
nokkrum kunnum stjórnmála-
Grímsson eru keimlíkir,
sömu bylgjurnar, sama
hárlínan en sitthvor litur-
inn.
Ekki er að sjá mikinn mun á hári
Davíðs og Guðrúnar Agnars-
dóttur. Maður gæti haldið að
þau ættu sér sama hárgreiðslu-
meistara sem er mjög gefinn fyr-
irfeminin hárgreiðslur.
Jón Baldvin Hannibalsson
minnir óneitanlega á Ingólf
Guðbrandsson með hár Davíðs.
Hann þyrfti aðeins að lita á sér
skeggið og dekkja yfirlit augn-
anna, þá yrði hann fullkominn.
Ef Þorsteinn Pálsson
hneppti niður á bringu
og bæri nokkrar þykk-
ar gullkeðjur um háls-
inn yrði hann óneitan-
lega líkur suðræna
hjartaknúsaranum
Julio Iglesias.
Við mælum með því að Jó-
hanna Sigurðardóttir fái sér
permanent, nýjan háralit og
öðruvísi gleraugu. Hún yrði
stórglæsileg.
Ungur stjórnandi .
með næg verkefni
Guðmundur Óli Gunnarsson er ungur
hljómsveitarstjóri sem ekki hefur getað kvart-
að undan verkefiiaskorti síðan hann lauk námi
í fagi sínu, því hann hefur farið víða um land og
stjórnað bæði stórum hljómsveitum og litlum.
Það er því ekki að furða að honum sýnist full
þörf á fólki með slíka menntun þótt margir ef-
ist um að næg séu verkefitin.
Guðmundur Óli telur klassíska tónlist eiga
töluvert undir högg að sækja þar sem menn
séu ákaflega uppteknir af eirilitir fjölmiðla-
ffelsi. Það sé því full þörf á kynn-
ingu til að örva áhugann,
því fólk sækist eðlilega
ekki eftir einhveiju sem
það veit ekkert um.
Sinfónían hefur fundið
eina leið til slíkrar kynn-
ingar, sem er að hafa á efn-
isskránni vinsæl tónverk
sem flestir ættu að kannast við
og geta notið.