Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
Klassíkin
• Sinfóníuhljómsveitin
leikur Vilhjálm Tell, for-
leik eftir Rossini, Fiðlu-
konsert í g-moll eftir M.
Bruch og Sinfóníu nr. 5 eftir Beet-
hoven. Einleikari er Auður Haf-
steinsdóttir sem hefur lokið fram-
haldsmámi í fiðluleik frá Bandaríkj-
unum. Hljómsveitarstjóri er Guð-
mundur Oli Gunnarsson en hann
hefur lokapróf í hljómsveitarstjórn
frá Hollandi. Háskólabió kl. 20.
• Hiroto Yashima og Hrólfur
Vagnsson leika saman á fiðlu og
harmoníku á tónleikum í menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarðar.
Hafnarborgkl. 20.30.
• Gunnar Kvaran og Gísli Magn-
ússon spila saman á selló og píanó
í félagsheimilinu Leikskálum Vík í
Mýrdal. Leikskálar.
LAUGARDAGUR
• Elana Riv frá Venesúela heldur
píanótónleika í menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar. Hafnar-
borgkl. 17.
• Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran
syngur á Ijóðatónleikum Gerðu-
bergs við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar. Ljóðasöngvarnir
sem fluttir verða eru m.a. eftir
Hjálmar Helga Ragnarsson, J. Tur-
ina, L. Bernstein, Ravel og V. Bell-
ini. Gerðubergkl. 17.
SUNNUDAGUR
• Mótottukór Hallgrímskirkju
flytur enska kirkjutónlist m.a. eftir
Byrd, Purcell, Blow og Whyte.
Stjórnandi er Bernharður Wilkin-
son. Hallgrímskirkja kl. 17.
FIMMTUDAGUR
arskóla íslands sýnir þetta kunna
verk í leikstjórn Þorsteins Bach-
mann. Hátíðarsalur VÍkl. 20.
LAUGARDAGUR
• Dýrin í Hálsaskógi. Vinsælasta
og skemmtilegasta barnaleikrit í ís-
lenskri leikhússögu. Fyrsta leikhús-
reynsla ótal íslenskra barna. Þjóð-
leikhúsið kl. 14.
• Hoima hjá ömmu. Borgarleik-
húsið kl. 20.
• Platanov. Borgarleikhús kl. 17.
• Vanja frændi. Borgarleikhús kl.
20.
• Ríta gangur menntaveginn.
Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30.
• Hafið. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Stræti. Smíðaverkstœði Þjóðleik-
hússins kl. 20.
• Clara S. Lindarbær kl. 20.30.
• Hræðilag hamingja. Hafnar-
húsið kl. 20.30.
• Lína langsokkur. Leikfélag Akur-
eyrarkl. 14.
SUNNUDAGUR
• Uppraisn. Þrír bandarískir ball-
ettar í uppfærslu íslenska dans-
flokksins sem er að vakna aftur af
værum blundi undir stjórn Maríu
Gísladóttur. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Dýrin í Hálsaskógi. Þjóðleikhús
kl. 14.
• Ríta gengur menntaveginn.
Þjóðleikhúsið, litla svið kl. 20.30
• Lucia di Lammermoor. íslenska
óperan kl. 20.
• Clara S. Nemendaleikhúsið.
Lindarbœr kl. 20.30.
• Hræðileg hamingja. Hafnar-
húsið kl. 20.30.
• Hvenær kemurðu aftur rauð-
hærði riddari? Hátíðarsalur Verzl-
unarskóla íslands kl. 20.
Leikhús
• Sannar sögur - af sál-
arlífi systra. Leikdagskrá
byggð á svonefndum
Tangasögum eftir Guð-
berg Bergsson en leik-
gerðin er eftir Viðar Eggertsson.
Leiksýningin er þáttur í sýningunni
Orðlist Guðbergs Bergssonar, sem
nú stendur yfir í Gerðubergi.
Gerðuberg kl. 20.30.
• Hræðileg hamingja. Leikrit eftir
sænska höfundinn Lars Norén. Al-
þýðuleikhúsið sýnir í gamla Hafn-
arhúsinu. Hafnarltúsið, Tryggva-
götu 17, kl. 20.30.
• Heima hjá ömmu. Margt er
ágætt um þessa sýningu að segja.
Þó er eins og flest sé þar í ein-
hverju meðallagi, sem ekki er beint
spennandi, skrifar Lárus Ýmir Ósk-
arsson. Borgarleikhúsið kl. 20.
• Platanov. Sýningin á Platanov
er þétt og vel leikin oq skemmti-
leg, skrifar Lárus Ýmir Oskarsson í
leikdómi. Borgarleikhúsið, litla svið,
kl. 20.
• Stræti. Þessi sýning er gott
dæmi um það hve stílfærður og
stór leikur fer vel á sviði. Leikararn-
ir smyrja vel á, en ævinlega með
sannleika persónunnar og atburð-
arins sem fastan grunn. Utkoman:
grátleg og sprenghlægileg blanda.
Þetta segir Lárus Ýmir Óskarsson í
leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smiðaverk-
stœði, kl. 20.
• Hafið. Það er skemmst frá því að
segja að áhorfandans bíða mikil
átök og líka húmor, oft af gálga-
ætt, skrifaði Lárus Ýmis Óskarsson í
leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20.
Myndlist
• Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir textíllistakona sýn-
ir grafíkverk unnin á silki
með sáldþrykki, ætingu
og einþrykki, í listhúsinu Sneglu.
Opið kl. 12-18 virka daga og kl.
10-14 á laugardögum. Lokað á
sunnudögum.
• Kristinn E. Hrafnsson hefur
opnað sýningu á skúlptúrum og
veggmyndum í Effinu í menningar-
miðstöðinni í Gerðubergi. Opið
föstudaga kl. 10-16, laugardaga kl.
13- 16, sunnudaga kl. 14-17 og aðra
daga kl. 10-22.
• Safnsýning á verkum Níelsar
Hafstein og Þórs Vigfússonar
stendur yfir í Nýlistasafninu. Sýnd
eru 104 bókverk sem Níels setti
saman og gaf Nýlistasafninu 1978.
Þá eru sýndar tvær stórar lista-
verkagjafir Þórs Vigfússonar; ann-
ars vegar málverk í 12 hlutum og
hins vegar skúlptúr í 24 tenings-
laga einingum. Opið kl. 14-18.
• Guðmunda Andrósdóttir, gam-
alkunn listakona sem telst til Sept-
emhóps helstu afstraktlistamanna
þjóðarinnar, heldur málverkasýn-
ingu í listhúsinu Nýhöfn. Opið kl.
14- 18.
• World Press Photo er árleg sýn-
ing á fréttaljósmyndum sem hæst
ber hverju sinni. Fallegar myndir,
en líka átakanlegar, sýndar í Lista-
safni Alþýðu. Opið kl. 14-22.
# Steingrímur Eyfjörð sýnir í Ný-
listasafninu 50 teikningar og texta-
verk, sem hann hefur unnið á síð-
ustu árum. Opið kl. 14-18.
■ MíM-M 1*11 il
• Dunganon. Ef maður gerir kröfu
til að leikverk sé dramatískt í upp-
byggingu þá vantar slíkt í leikritið.
En öðrum skilyrðum er fullnægt;
maður skemmtir sér vel og fær nóg
til að hugsa um eftir að sýningu er
lokið, skrifaði Lárus Ýmir Óskars-
son í leikdómi. Borgarleikhús kl. 20.
• Vanja frændi. Vanja geldur
samflotsins við Platanov. Þótt hug-
myndin að nýta sömu leikara og
leikmynd sé í sjálfu sér sniðug ber
seinni sýningin það með sér að
leikararnir voru valdir til að leika í
þeirri fyrri, skrifar Lárus Ýmir Ósk-
arsson. Borgarleikhúsið, litla svið,
kl. 20.
• Ríta gengur menntaveginn.
Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru
að eltast við nýjungar, heldur
gömlu góðu leikhússkemmtunina
með hæfilegu ívafi af umhugsun-
arefni, þá mæli ég eindregið með
þesari sýningu, segir Lárus Ýmir.
Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30.
• Clara S. er leikrit frá Austurríki
og þar sögð saga af því þegar og ef
Clara Schumann lendir í höllinni
hjá ítalska saurlífisseggnum og
skáldinu Gabriel d'Annunzio. Nem-
endaleikhúsið sýnir. Lindarbœr kl.
20.30.
• Lucia di Lammermoor. Sigrún
Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín
skært á íslensku óperufestingunni.
íslenska óperan kl. 20.
• Kæra Jelena. Ungu og efnilegu
leikararnir í snjallasta leikritinu
sem fært var upp á síðasta leikári.
Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Hvenær kemurðu aftur rauð-
hærði riddari? Leikfélag Verzlun-
• Daði Guðbjörnsson er farinn
norður til Akureyrar með myndirn-
ar sínar og hefur opnað sýningu í
Galleríi Allrahanda í Grófargili. Op-
ið kl. 13-18 virka daga, laugardaga
kl. 10-12.
• Orðlist Guðbergs Bergssonar. í
Gerðubergi. Opið föstudaga kl.
10-16, laugardaga kl. 13-16, sunnu-
daga kl. 14-17 og aðra daga kl.
10-22.
• Guðrún Kristjánsdóttir málari í
Norræna húsinu, en líka í FÍM-saln-
um í Garðastræti. Hún sýnir lands-
lagsmyndir, svolítið óhlutrænar
þó. Opiðkl. 14-19.
• íslenski myndlistarrefillinn
1992 er á Mokkakaffi.
• Fyrsti vetrardagur er yfirskrift
sýningar sem stendur yfir í Listhús-
inu í Laugardal. Sverrir Ólafsson
sýnir skúlptúra, Þórður Hall og
Magdalena Margrét grafík, en Þor-
björg Þórðardóttir vefnað. Opið kl.
14-18.
• Þrír myndlistarmenn halda sýn-
ingar á Kjarvalsstöðum. í Austursal
er yfirlitssýning á verkum Hrólfs
Sigurðssonar. í Vestursal sýnir Ei-
ríkur Smith olíumálverk og vatns-
litamyndir, en í miðsal sýnir ungur
myndhöggvari, Thor Barðdal, nýja
skúlptúra. Opiðkl. 10-18.
• Finnsk aldamótalist prýðir veggi
Listasafns íslands. Finnskt kvöld
verður haldið þar fimmtudaginn
12. nóvember í tilefni af sýning-
unni Finnsk aldamótalist. Gestum
verður boðið upp á leiðsögn um
sýninguna, finnskar veitingar og
fyrirlestur Timos Karlsson um finn-
skar bókmenntir. Kl. 20.30.
„Guðmundur
hefur mjög sér-
staka oggóða
rödd oggefur
poppinu hálf-
furðulegan
hljóm; manni
finnst stundum
eins og latur
teiknimynda-
hundur sé að
syngja, “ segir
Gunnar
Hjálmarsson í
gagnrýni sinni
um sígilda popp-
plötu
Guðmundar
Jónssonar.
Óperustórlax í
stuði
GUÐMUNDUR JÓNSSON
LAXLAXLAX
STEINAR
★★★★
Þetta meistaraverk ítur-
vaxna óperusöngvarans
bwáBknm áður út hjá SG í
upphaft hippatímans á íslandi.
Þetta var fyrsta og eina poppplata
Guðmundar ef frá er talin poppuð
jólaplata sem hann gerði með
Guðrúnu Á. Símonar heitinni
skömmu síðar. „Lax lax lax“ hefúr
hinn skemmtilega sakleysishljóm
sem einkenndi íslenskt popp á
sjöunda áratugnum. Undirleikur-
inn er frábær og fjölbreyttur.
Magnús Ingimarsson píanóleikari
og Árni Scheving bassaleikari eru
áberandi en margir aðrir spila á
plötunni, þ.á m. trommusnilling-
urinn Pétur östlund, sem á góðan
dag. Bakraddasöngkonur setja
svo skemmtilegan svip á poppið
og undirstrika rækilega tíðarand-
ann.
Guðmundur hefur mjög sér-
staka og góða rödd og gefur
poppinu hálffurðulegan hljóm;
manni finnst stundum eins og lat-
ur teiknimyndahundur sé að
syngja. Flest lögin ættu að vera
uppkomnum íslendingum kunn
og minna þá á forna daga og
óskalagaþátt sjúklinga. „Eyjólfúr“
og „Klukkan hans afa“ eru mögn-
uð stuðlög með hinum eina og
sanna Farfísutón, og margir fá tár
í augun við að heyra „Jón tröll“ og
„Það er eins og gerst hafi í gær“.
Guðmundur getur síðan auðveld-
lega kallað sig fyrsta rappara í
heimi, því í titillaginu rappar
hann hálfþartinn við nöldrandi
„eiginkonuna".
„Lax lax lax“ er frábær stuð-
plata og ætti að hleypa glensi í
flest partí. Það tekst líklega aldrei
að framleiða dægurlög með þess-
ari sakleysisáferð aftur.
Gunnar Hjálmarsson
Þetta er ekki
skáldskapur
TRAUSTI STEINSSON
FJALL R(S
GUÐSTEINN 1992
®
OÞeir sem taka að sér
gagnrýni í einhvern
tíma koma sér fljótlega
upp þeim eiginleika Súpermanns
og George Washingtons að segja
einungis sannleikann. Um leið
þarf æði oft að brjóta gegn hinu
ágæta boði Einars Ben; „Aðgát
skal höfð í nærveru sálar.“
Hér er einfaldlega komin svo
vond bók að mestu tíðindi þessar-
ar bókavertíðar yrðu þau ef ein-
hver verri kæmi á markaðinn.
Þetta er skáldsaga sem gerist á
fjöllum þar sem unnið er að virkj-
unarframkvæmdum en sögusvið-
ið er einnig höfuðborgin þar sem
menn fara til að hvflast, drekka og
sofa hjá konum.
Þeir sem hæst og mest hafa
vælt yfir því að ungir karlrithöf-
undar hætti sér sjaldnast út fyrir
túnblettinn heima í Vogunum
geta reynt að gleðjast yfir því að
einhver skuli halda til fjalla í leit að
söguefni. Mesti fögnuðurinn hlýt-
ur að ijátlast af þeim er þeir hefja
lesturinn. Söguþráðurinn varðar
reyndar litlu í þessu verki því það
virðist mestmegnis eiga að byggj-
ast á stflþrifúm og orðflæði.
Strax á fyrstu síðu fer lesand-
ann að gruna að allt stefni í
ógæfuátt. Það er þegar honum
mætir þessi bútur:
„Svo hristi hún tjaldið fyrir
glugganum ómjúklega og fer með
deiga tusku yfir kistuna. Svo treð-
ur hún fataleppunum í plastpoka.
Svo sópar hún gólfið... svo lagar
hún kaffi. Svo vaskar hún upp.“
Eitt það fýrsta sem við lærum í
stílfræði í skóla er að hefja setn-
ingar ekki á „og“ og skrifa aldrei
„svo“. Þetta er ágæt og nauðsyn-
leg byrjunarregla því það er fyrst
þegar við höfum náð valdi á orð-
um sem við getum farið að bregða
á leik og gætt setningar áherslum
með notkun smáorða. Því brjóta
allir færir stílistar þessa reglu öðru
hvoru. Laxness var einn af þeim
og hlaut Nóbelinn en Trausti
Steinsson fær enga viðurkenningu
fyrir þessa aðferð fremur en við
hin í barnaskóla. Hann fær heldur
ekki lof fyrir setningar á borð við
þessa: „...fólkið rennur saman í
graut, iðandi lifandi graut, og
minnir næstum á grjónagraut, eða
haffagraut...“ Svo eru aðrar í eft-
irfarandi stfltegund: „Láfi litli lýsi-
gull með augað sitt eina sem ljóm-
ar og lýsir sem lind í sandluktri
vin í eyðimörk mannlífsins miðri
sannkallaður Ólafur orms í auga
bliki.“
Ef einhver hefúr nú fyllst áhuga
á verkinu og vill lesa 185 blaðsíð-
ur, allar í þessum dúr, skal sá hinn
sami hafa samband við mig og ég
skal gefa honum bókina. En ég hef
þá trú að honum muni fara líkt og
mér eftir um það bil fjörutíu blað-
síðna lestur, fórna höndum og
segja eins og Hallgrímur Péturs-
son í kvæði Steins Steinars: „Ekki
meir, ekki meir!“
Svo vond er þessi bók að það
skiptir vart máli á hvern hátt höf-
undur kýs að fylgja henni eftir.
Næsta verk hans hlýtur að verða í
ffamfaraátt.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Bandaríki
hugans
RICHARD BRAUTIGAN
SILUNGSVEIÐI (AMERÍKU
HÖRPUÚTGÁFAN 1992
★★★★
SÞeir sem ekki þekkja
Silungsveiði í Ameríku
eiga veislu í vændum.
Þessi stórfurðulega skáldsaga er
byggð upp eins og bútateppi úr
litlum köflum sem virðast ekki
tengjast að öðru leyti en því að
sami náunginn segir frá og hann
er með silungsveiðar á heilanum.
Flestir kaflarnir fjalla í raun og
veru um silungsár og útilegur, en
athygli höfúndarins beinist jaftian
að einhverjum sérkennilegum fleti
á veiðiferðunum; annars staðar er
tengingin við silungsveiðar hæpin
eða fáránleg. Einhvers staðar að
baki textanum blundar kannski
sú hugmynd að góð aðferð til að
kynnast landinu sínu, Bandaríkj-
unum, sé að ferðast um og veiða
silung í hinum og þessum ám. Og
að góð aðferð til að skrifa skáld-
sögu um Ameríku sé að lýsa ferð-
um sínum um þessi Bandaríki
„sem oft eru aðeins til staðar í
huganum". En auk þess að vera
stef er Silungsveiði í Ámeríku per-
sóna sem svarar höfúndinum eins
og véffétt, skrifast á við vini hans,
kjáir framan í dóttur hans, er rík-
ur sælkeri sem snæðir kvöldverð
með Maríu Callas í einum kafla og
sjálfur Kobbi kviðrista í öðrum.
Hvaða merkingu hefur þá silungs-
veiðin? Er hún bara sniðug hug-
mynd til að halda saman bók eða
hefur hún eitthvert tákngildi, til
dæmis lífið sjálff, upplifun líðandi
stundar, eða horfna lífshætti, ffið-
sæla og sjálfsagða sambúð manns
og náttúru? Kannski allt þetta og
margt fleira. Það má alveg kalla
silungsveiðina tákn en eins og öll
góð tákn lætur hún ekki negla sig
niður heldur smýgur úr greipum
þröngsýns skilgreinanda sleip og
lipur. Slíkar hugleiðingar eru les-
andanum þó ekki ofarlega í huga
við fyrsta íestur: hann er of upp-
tekinn af að skemmta sér. Silungs-
veiði í Ameríku er verulega fyndin
bók sem kemur manni stöðugt á
óvart með óvæntum hugmynd-
um, skringilegum uppátækjum og
spriklandi myndlíkingum.
Þessi atriði koma mjög vel út í
þýðingu Gyrðis Elíassonar. Gyrðir
fer að verða rútíneraður í Brautig-
an því þetta er þriðja skáldsagan
sem hann þýðir effir hann og best
heppnaða þýðingin held ég. Mað-
ur býst við fallegum texta frá
Gyrði og fær hann, en stfllinn er
líka hæfilega afslappaður eins og
hæfir Brautigan. Á stöku stað
glittir í enskuna en það eins og
rímar ágætlega við stemmning-
una sem hefði getað sligast af yfir-
ferð harðsoðins íslenskuffæðings.
Svo rennum við í eftirmála þýð-
anda og komumst að því að við
höfúm verið að lesa allt aðra bók
en við héldum, dapurlegan óð til
brothættrar náttúru. Þá er bara að
byija aftur...
Jón Hallur Sveinsson
Yndisleg ógœfa
HRÆÐILEG HAMINGJA
EFTIR LARS NORÉN
LEIKSTJÓRI HL(N AGNARSDÓTTIR
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ
OÞað er eitt af hlutverk-
um listarinnar að sparka
í okkur. List hins við-
tekna — list góðborgaranna sem
gælir við njótandann og leyfir
honum að finnast hann vera göf-
ug vera um stund — á að sönnu
rétt á sér, en ævinlega hafa ffam-
sæknir listamenn reynt að setja
spurningarmerki við viðtekin
gildi og leitast við að færa út
landamæri ríkjandi hugsunar og
viðhorfa.
Þetta snýst reyndar oft upp í
óefni, í þreytandi áráttu lista-
manna að allt verði að vera nýj-
ung. Þeir rembast við að gera eitt-
hvað sem er öðruvísi og láta list-
þreytta fræðinga og rýnendur
espa sig til svokallaðs frumleika
sem er sjálfhverfur og áreynslu-
kenndur. Aðrir gera klaufalegar
tilraunir til að vera ögrandi með
því að veifa kyntáknum, eða
klæmast á þjóðsöng, íslendinga-
sögum eða öðru slíku, án þess að
þeim liggi neitt annað á hjarta en
að vekja athygli á sjálfum sér. Að
vísu þarf hver menning á þessu
harðlífisliði að halda, en það er
önnur saga. Það sem er svo ljóm-
andi indælt er að innan um streð-
arana kemur fram listafólk, sem
liggur eitthvað á hjarta og gerir
eitthvað nýtt eða „öðruvísi" af því
að það á ekki annarra kosta völ
við að tjá sig á þann hátt sem það
gerir. Einn úr þessum hópi er höf-
undur Hræðilegrar hamingju.
Lars Norén byijaði sem ljóðskáld
og skrifaði líka skáldsögu áður en
hann tók til við leikritin. Sem ljóð-
skáld er hann sá sem höfðar hvað
mest til undirritaðs af sænskum
ljóðskáldum síðan Gunnar Eke-
löv. Allar ljóðabækur hans eru
löngu uppseldar og hann hefur
ekki fengist til að samþykkja end-
urútgáfú, því miður.
Sem leikskáld er Norén yfir-
burðamaður. Hann er tvímæla-
laust eitt merkasta leikskáld þess-
arar aldar. Mörgum finnst hann
heldur svartur og segja að leikritin
hans séu í ætt við sjúkraskýrslur.
„Maður býst við fallegum textafrá Gyrði
ogfœr hann, en stíllinn er líka hœfilega
afslappaður eins og hœfir Brautigan, “
segir Jón Hallur Sveinsson ígagnrýni
sinni á þýðingu Gyrðis Elíassonar á
Silungsveiði í Ameríku eftir Brautigan.